Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 E3 TRAUST hf BOX4413— 124 R6YKJAVtK — StMI 91 43455 FÆBIBÖND RYÐFRÍAR REIMAR sem framleiddar eru nú í lyrsta slnn hérlendis. PVC-PLAST REIMAR sértega hentugar lyrlr allan matvæla iðnafl. ________ ^ TRAUST hf Sími 91-83655 — Skelfisk- vinnsluvélar 0 Motunarsiló • Opnarar • Úrhristarar • Skelbrota og bitaskiljarar • Hreinsarar • Fínhreinsibönd • Lausfrystar • Ishúðunartæki íslensk framleiðsla _FRÍSKk_ /m SKRIFSTOFU STJÓRNUN Námskeiðið er ætlað skrifstofustjórum og öðrum sem annast skipulagningu og stjóm á skrifstofum. Tilgangur námskeiðsins er að kynna stöðu skrifstofu innan fyrirtækja og hvaða þýðingu siarfsemi þar hefur fyrir fyrirtækið í heild. Gera grein fyrir hvernig skipuleggja á starfsemi á skrifstofu í heild, hvernig verka- skiptingu er eðlilegt að koma á og hvemig nýta má ritvinnslu til að auka hagræðingu verkefna. Fjallað er um hlutverk skrifstofunnar og gerð grein fyrir þeim verkefnum sem þar eru unnin. Kynnt verður hvemig stjómskipulag má hafa á skrif- stofum, verkaskiptingu og annað varðandi starfsmannahald. Að lokum verður fjallað um mögulegar hagræðingaraðgerðir og kynnt nýjustu skrifstofutæki sem notuð verða á skrifstofu framtiðarinnar. Leiðbeinendur: Sveinn Hjörtur Hjartarson rekstrarhagfræðingur. Lauk prófi i rekstrarhagfræði frá rekstrarhagfræðideild Gautaborgar- háskóla 1979. Starfar nú sem rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi h/f. Tími: 1984. 20.—23. febrúar kl. 14—18, eamt. 16 klst. TILKYNNIÐ PÁTTTÖKU í SÍMA 82930 Starfsmenntunarsjóóur Starfsmannafélags Ríkisstofnana styrkir félagsmenn sina til þátttöku á þessu námskeiöi. Upplysingar gefa viökomandi skrifstofur. STXDRNUNARFÉLAG ISLANDS SÍOUMÚLA 23 SIMI 82930 Minning: Sigurður Kristjáns- son frá Kollabúðum Fæddur 13. tnars 1908 Dáinn 9. febrúar 1984 í dag er kvaddur hinstu kveðju síðasti bóndinn á Kollabúðum í Reykhólasveit, Sigurður Jóhann Kristjánsson er fæddist á Kolla- búðum 13. mars 19808. Foreldrar hans voru sæmdar- hjónin Kristján Sigurðsson frá Múla og Sesselja Einarsdóttir frá Kollabúðum, er lengi bjuggu þar góðu búi. Snemma fór Siggi að taka þátt í störfum heimilisins. 6 ára gamall fór hann að sitja hjá kvíaánum, fyrst með fósturbróður sínum, Jónasi Andréssyni og seinna í mörg sumur einn. Þetta þótti Sigga skemmtilegt starf, enda hafði hann gaman af kindum alla tíð. Þegar hann var 14 ára fluttist hann með foreldrum sínum að Skógum í sömu sveit, þar bjuggu þau í fimm ár, en þá fluttu þau aftur að Kollabúðum og þar bjó hann fyrst með föður sínum og síðan einn til ársins 1969. Siggi bætti jörðina mikið bæði húsakost hennar, stækkaði túnið og ræktaði ný fram um allan dal. Einnig girti hann öll túnin og tengdi þær girðingar saman með stórri fjárgirðingu, sem auðveld- aði mjög gæslu fjárins haust og vor, því Kollabúðir er landstór jörð og fé sótti mikið á Heiðina og fram í dalina, ef tíð var góð. Það var gaman að koma að vest- an og sjá heim í dalinn hans á björtu sumarkvöldi eða þegar kjarrið og lyngið stóð í sinni margþættu litadýrð á kyrrum haustdegi. Ég kynntist Sigga fyrst þegar ég kom að Kollabúðum sem snún- ingastrákur 1928 og hafa góð kynni haldist ætíð síðan. Það er margs að minnast frá fyrstu kynnum okkar. Það var gaman að fara í kaupstaðarferðir með Sigga haust og vor með marga hesta undir reiðingi. Hann átti marga fallega og góða hesta, enda mikill hestavinur og starfaði mikið með þeim, því fyrstu árin varð að heyja mikið á engjum og reiða heyið heim á mörgum hest- um, oft um erfiðan veg. Eins var gaman að fara með honum í eftirleitir á haustin norð- ur á Þorskafjarðarheiði og í Staðardali, hann var glöggur að þekkja sitt fé í öðru og vísa því suður yfir heiðina og heim í Kolla- búðadalinn. Árið 1969 flyst hann suður og vann ýmsa vinnu bæði til sjós og lands, vann meðal annars á skip- um Eimskipafélagsins í milli- landasiglingum. En aftur lá leiðin í sveitina. 1972 keypti hann jörð- ina Staðarhús í Borgarfirði og hóf þar búskap, með dugnaði og hag- sýni kom hann þar upp góðu búi þó margt væri þar annað en á æskustöðvunum fyrir vestan. Það var ánægjulegt að fara upp- eftir og heimsækja hann á Stað og vera með honum í helgarfríum, setjast niður og tala um löngu liðna tíma. Núna síðustu 4 árin þegar heils- an fór aö bila átti Siggi heima á Akranesi og gat þar haft nokkrar kindur og hesta til að hugsa um sér til ánægju. Hann andaðist í Landakotsspít- alanum 9. febrúar síðastliðinn. Blessuð sé minning hans. Bæring Jóhannsson DANSKUR LINGAPHONE Á *■— Danrt Kursus ■ ■ Áður: 3.160 Nú: Kr. 1.960 Viö léttum undir með nemum á öllum aldri og bjóöum hin árangursríku Lingaphone-námskeið í dönsku á stórlækkuðu kynningarverði. Lingaphone er fullkominn málakennari fyrir fólk á öllum aldri og ómetanlegur stuðningur við þá fjölmörgu grunnskólanemendur sem þreyta sam- ræmt próf í vor einmitt með aðstoð segulbands. Kr. 1.960 fyrir danskt/íslenskt námskeið með íslenskum skýringartexta, dansk/íslenska orðabók, 4 snældur og aðra nauðsynlega fylgihluti. LINGAPHONE ER LEIÐIN TIL LÉTTARA NÁMS Hljóöfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96 - Sími 13656

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.