Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 37 skap við til hinstu stundar. Vil ég þar sérstaklega nefna Hannes Finnbogason lækni og konu hans Helgu Lárusdóttur, sem vöktu yfir heilsu hans og veittu honum margar gleðistundir með heim- sóknum sínum. Margar gleði- stundir veitti Hafsteinn Þor- steinsson símstjóri honum með heimsókn sinni og vinsemd. Fyrir þessa vinsemd, sem mér var sér- staklega kunn færi ég viðkomandi persónum sérstakar þakkir fyrir hönd okkar ættingja hans. Daníel naut þeirrar giftu, að búa við góða heilsu alla sína löngu ævi, e.t.v. hefur hans glaða og létta lund átt sinn þátt í því, glettnin fylgdi honum til hinstu stundar. Á þessum vetri fór hann nokkr- um sinnum til dvalar í sjúkrahús, þó aðeins fáa daga í senn. Næst- síðast er hann dvaldi í Landspítal- anum sagði ég við hann er ég kvaddi hann: ég vona að þú hress- ist Daníel minn, svo þú getir farið heim. Hann svaraði: ég fer þá ann- að því hér verð ég ekki lengi. Mér varð þá að orði: já á báðum stöð- unum áttu örugga og góða mót- töku fyrir hendi. Með þessum orðum kveð ég þennan góða og göfuga frænda minn, sem hugsaði mest um að leggja öðrum lið og tókst það vel. Önnu Gyðu og fjölskyldu henn- ar færum við Margrét og börn okkar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þessa góða drengs. Halldór E. Sigurðsson Ég stend í fjöruborðinu vestur á Hvallátrum, undir iljum mér marrar skjallahvítur skeljasand- ur, um fætur mér liðast ylvolgar öldur úthafsins. Látrar eru fyrir mér staður hamingju, gleði og frelsis, eilíft sólskin, aldrei lemjandi regn, en einstaka sinnum volgt sílandi regn niður vangana. Ég horfi út á hafið í leit að skipi á ferð til ókunnra landa, horfist í augu við selkóp sem stingur höfð- inu upp úr sjónum, en hverfur síð- an, ég finn að ég hef bundist sjón- um órofa böndum og öllu því sem minnir á þennan stað, þetta fólk. Ég lít upp sandana, skreytta fagurlitum gróðri hafsins, skelj- um, kuðungum og hörpudiskum, að vitum mínum leggur ilm þangs og sjávarseltu og nið öldunnar. Ég læt augun reika upp eftir byggðinni í víkinni og nema staðar við húsið neðst við sandana, Daní- elshúsið, hvítt með rauðu þaki, í gluggunum blómstra fússíur og pelagóníur, túnið er iðgrænt og blómstrandi sóleyjum og hreykn- um fíflum. í húsinu bjuggu þau Daníel og Anna, sem voru barn- laus, en ólu upp tvö fósturbörn og sáðu fræjum trúrækni og gæsku í hjörtu margra kaupstaðarbarna sem dvöldu há þeim sumarlangt, þar á meðal ég og tvær systur mínar. Allt iðaði þetta byggðarlag af glaðværu og kátu mannlífi, sátt- fýsi og vinnugleði. Ég sé Látramenn ýta bát úr vör, biðja sjóferðarbæn og halda til fiskjar, ég sé Önnu konu Daníels með hvíta svuntu hlaupa við fót yfir túnið til að hjálpa kind við að bera, Jónu á Húsum koma til að fjarlægja sandkorn úr barnsauga, Ásgeir mann hennar koma til að spengja saman brotinn disk ná- grannakonunnar, Sigríði á Heima- bæ setjast í flekkinn og gefa barni sínu brjóst. Ég minnist sjóferða með Daníel og Bjarti á Húsum með Hrefn- unni, hlusta á hljóð vélarinnar og öldurnar berja boðungana og horfi á sjófuglana leika listir sínar. Ég leggst fram á brún Látra- bjargs, dáist að stórfengleik bjargsins, sé Daníel og aðra Látramenn bjarga kind úr svelti úr bjarginu, fara um hana hönd- um sem væri hún skipbrotsmaður úr sjávarháska. Virði fyrir mér samfélag fuglanna á syllunum og skynja órofa heild mannlegs þels og móður náttúru. Ósérhlífni og náungakærleikur einkenndu mannlíf Lárafólks, allt sem lífs- anda dregur á jafnan rétt. Björgun skipbrotsmanna af enska togaranum Doon, sem strandaði undir Látrabjargi árið 1947 í aftakaveðri um hávetur. Daníel og aðrir Látramenn, ásamt fleirum, inntu af höndum fágætt björgunarafrek, Englendingar sæmdu þá medalíum og heiðurs- merkjum, sem Látramenn veittu móttöku af látleysi og hæverskri ró, eins og slík verk kölluðu ekki á neina viðhöfn. Daníel fæddist á Látrum, var sonur Eggerts Eggertssonar og Halldóru Gísladóttur. Hann bjó á Látrum öll sín búskaparár, eða þar til þau hjónin fluttust hingað til Reykjavíkur, árið 1974, til fóst- urdóttur sinnar, Gyðu Guð- mundsdóttur, og manns hennar, Maríasar Sveinssonar. Daníel stundaði nám við Versl- unarskólann í Reykjavík sem ung- ur maður og þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Önnu Jónsdóttur frá Sæbóli í Haukadal i Dýrafirði, en hún stundaði þá nám við Kvennaskólann í Reykja- vík. Hjónabandi þeirra Önnu og Daníels verður best lýst með ljóð- línum Jónasar Hallgrímssonar: „Anda sem unnast, fær eilífð aldr- ei að skilið." Anna og Daníel tóku í fóstur dreng á öðru ári, Guðmund Óskarsson, mikinn efnispilt, sem fórst með togaranum Jóni Ólafs- syni á stríðsárunum. Fósturdóttur sína, Gyðu Guðmundsdóttur frá Breiðuvík, tóku þau á fyrsta ári. Daníel var meðalmaður á hæð, skarpleitur og fríður, en það sem mér fannst einkenna hann mest voru falleg augu, full af glettni, sem hélst til hinstu stundar. Daní- el var ákaflega trúr sínum skoðun- um bæði í trúmálum og stjórnmál- um, hann stundaði búskap og sjó- sókn og gegndi margskonar trún- aðarstörfum fyrir Rauðasands- hrepp. Þau hjónin höfðu meðal annars með höndum símavörslu og veður- athugun, Daníel var endurskoð- andi sparisjóðs og sjúkrasamlags hreppsins, safnaðarformaður Breiðavíkurkirkju og meðhjálpari þar öll þau ár sem ég man. 1 því sambandi minnist ég kirkjuferð- anna með Daníel og Önnu og öðru Látrafólki til Breiðavíkurkirkju, hvar er nánd manns og guðs meiri en í lítilli torfkirkju, í lítilli vík fyrir opnu Atlantshafinu? Þrátt fyrir harða lífsbaráttu hafa Látramenn náð háum aldri, mikil gifta hefur fylgt Látrabörn- um. Kannski væri líferni þessa fólks rannsóknarefni fyrir þá sem berjast gegn kvillum nútímaþjóð- félags. Hvernig Gyða hefur reynst sín- um fósturforeldrum á elliárum þeirra, er fátítt í nútíma samfé- lagi. Við sumardvalarbörnin erum henni þakklát fyrir hversu vel- komin við höfum alltaf verið á Langholtsveginn þegar við höfum gefið okkur tíma til að rækta vin- áttuna. Nú þegar Daníel er kvaddur hinstu kveðju frá Fossvogskapellu og jarðneskar leifar hans bornar til hvílu í Gufunesi, hugsum við systurnar til þeirra hjóna beggja með hlýju, þakklæti og virðingu og óskum Daníel góðrar ferðar heim, vestur og heim, heim til Guðs. Hrönn Jónsdóttir t t Eiginkona mín. Systir okkar. GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, JÓHANNA J. MAGNÚSDÓTTIR, Fögrukinn 25, Freyjugötu 39, Hafnarfiröi, Raykjavfk, verður jarösungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 17. febrúar verður jarösungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 17. febrúar kl. kl. 15.00. 13.30. Blóm og kransar afþakkaöir. Þeir sem vilja minnast hennar láti Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Hallgrímskirkju eöa liknarfélög njóta þess. Styrktarfélag vangefinna. Fyrir hönd barna minna, tengdabarna og barnabarna, Fyrir hönd vandamanna, Magnú, ó Magnú.,onj Jón Arnórsson. Baldvin Magnússon. Staður hagstæðra stórínnkaupa ?r?ið Góðb#aty‘ ÍUQySWGASmMKt# %)/• 'sia Kjöt, mjólk, brauð, pakkavörur og niðursuðuvörur. Pappírsvörur, kerti-leikföng og gjafavörur. MARLÍN-TÓG LÍNUEFNI BLÝ-TEINATÓG FLOTTEINN N/ELON-TÓG LANDFESTAR STÁLVÍR • BAUJUSTENGUR ÁL, BAMBUS, PLAST BAUJULUKTIR ENDURSKINSHÓLKAR ENDURSKINSBORÐAR LÍNUBELGIR NETABELGIR BAUJUBELGIR ÖNGLAR — TAUMAR MÖRE- NETAHRINGIR NETAKEÐJA netalAsar NETAKÓSSAR LÓDADREKAR BAUJUFLÖGG NETAFLÖGG FISKKÖRFUR FISKGOGGAR FISKSTINGIR FLATNINGSHNÍFAR FLÖKUNARHNÍFAR BEITUHNÍFAR KÚLUHNÍFAR SVEÐJUR STÁLBRÝNI • VÆNGJADÆLUR NO. 0, 1, 2, 3. STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MED TVÖFÖLDUM BOTNI REGNFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR GÚMMÍSTÍGVÉL ÖRYGGISSKÓR exterior H Polyfilla Polyfilla Ceittilose spartelpuiver CeUiUose sparkei FYLLIEFNI ÚTI — INNI POlYSrR/PPA LAKK OG MÁLN- INGARUPPLEYSIR ^ Ánanaustum * Sími 28855 OPIÐ LAUGARDAG 9—12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.