Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 i FRÁ MÁNUDEGI ^ TIL FÖSTUDAGS Svart-hvít skýrsla Þegar „svarta“-skýrslan fiski- fræðinganna birtist á öndveröum þessum vetri syrti í álinn fyrir mörg- um um glæsta afkomu á þessu ári og ýmsar vonir brustu. Útgerðin er öll í strandi, ekki branda úr sjói en þorskarnir á þurru landi — þeir eru legíó. Nú, þegar „silfur hafsins númer tvö“ þekur „hálfan sjó“ glæðast vonir á ný: Margir aldrei missa trúna á mammonsgjöfina, íslands-„Bessar“ elta núna ákaft loðnuna. ^ j y Skattframtalið: Er svínað á hjónum? „Velvakandi sæll. Mig langar til að spyrjast fyrir um atriði í sambandi við skattframtalið. í reit T-5 á fram- talseyðublði segir: „Velja má 10 prósent af þessari samtölu (þ.e. upphæð tekna) sem fastan frá- drátt, (þó að lágmarki 28.000 kr. hjá einstaklingi en 49.000 kr. hjá einstæðu foreldri)." Samkvæmt þessu eiga hjón sem telja fram sameiginlega ekki kost á þessum 28.000 kr. lágmarksfrá- drætti, og auðvitað því síður 49.000 kr. frádrættinum. Þetta sýnist mér geta komið óréttlátlega út. Hugsum okkur tvo framtelj- endur, einstakling og hjón, þar sem aðeins anna hjónanna aflar teknanna. Gerum ráð fyrir að tekjur (árstekjur) einstaklingsins og þess hjónanna, sem aflar tekna séu svipaðar. Segjum t.d. 168.000 kr. Frá þeirri upphæð má ein- staklingurinn draga 28.000 kr. og kemur því út með 140.000 kr. í tekjuskattsstofn. Hjón mega hins vegar reikna sér 10 prósent af upphæðinni til frádráttar, eða 16.800 kr. og tekjustofn þeirra verður því 151.200 kr. Þarna mun- ar 11.200 kr., sem sé um það bil mánaðarlaunum lágtekjufólks. Nú er engin goðgá að gera ráð fyrir því að hjónin eigi t.d. tvö börn, 16 og 17 ára, og bæði í fram- haldsskóla. Og þótt börnin hafi verið svo heppin að fá vinnu nokkrar vikur yfir sumarið, hrekkur það varia þeim til fram- færslu árlangt. Foreldrarnir hlaupa þá auðvitað undir bagga með þeim. Og samkvæmt ívitnuð- um upplýsingum á framtalseyðu- blaði virðist álitið auðveldara fyrir annaö hjónanna að framfæra fjögurra manna fjölskyldu en ein- staklinginn að framfæra sjálfan sig einan. Mér þætti fróðlegt að vita á hvaða forsendum þetta ákvæði er byggt- Yfirleitt finnst manni að í álagningarreglum sé ákveðin til- hneiging til að „svína" dálítið á hjónum í þeim tilvikum þegar að- eins annað þeirra aflar teknanna. Hefur mér oft dottið í hug að hér sé um að ræða eitt dæmi af mörg- um um það, hve hlutur „heima- vinnandi húsmæðra" er skamm- arlega lítils (og raunar einskis) metinn í nútíma velverðarþjóðfé- lagi. Framteljandi." Verndum Miklatún Sigtr. Sigtryggsson skrifar: „Eins og rækilega hefur komið fram í blaðafregnum að undan- förnu vinnur dugmikið fólk nú að því að koma upp tónlistarhúsi í Reykjavík. Er það ekki vonum seinna að slíkt hús rísi. Komið hefur fram hjá undir- búningsnefndinni að þrír staðir komi einkum til greina undir tón- listarhúsið, og er einn þeirra Miklatún. Ég vil alvarlega vara við hug- myndum um að skerða Miklatún meira en orðið er. Ég hef búið í lenska, er líka heldur óskemmti- legt.“ Hvers vegna er auglýst á ensku? Björn Stefánsson hringdi og hafði eftirfarandi athugasemdir við auglýsingar um kvikmyndina „Hrafninn flýgur": „Mér brá dálít- ið í brún er ég sá auglýsingu í Sundlaug Vesturbæjar um kvik- myndina Hrafninn flýgur, en í auglýsingunni gat að líta enskan texta þar sem mælt var með myndinni. Þegar ég svo fletti Morgunblaðinu sama dag rak ég augun í þessa sömu umsögn á ensku í auglýsingunni um mynd- ina þar. Er þetta ekki dálítið an- kannalegt. f sama blaði var ein- mitt viðtal við Harald Bessason um það að íslenska hafi verið lífs- eigast þjóðarbrotamál í Vestur- heimi. Stendur okkur ekki næst að nota eigið móðurmál þegar við auglýsum?" námunda við Miklatún í tæplega tíu ár. Fyrstu árin fannst mér þessi fagri skrúðgarður lítið notaður til útivistar en á allra síð- ustu árum hefur orðið mikil breyt- ing til hins betra. Á góðviðrisdög- um á sumrin sækir fólk í stórhóp- um á Miklatún og á vetrum má sjá þar skíðagöngumenn í tuga- eða hundraðatali að ógleymdum stór- um hópi barna, sem rennir sér á skíðum í tilbúinni skíðabrekku í norð-austurhorni túnsins. Einmitt í þessu horni, þar sem trjágróður- inn er mestur, hefur komið til tals að reisa tónlistarhöllina. Ég teldi það mikið glapræði að skerða þetta fagra útivistarsvæði, Miklatúnið. Ég vona að Davíð borgarstjóri sé mér sammála og væri gaman að heyra hans skoðun hér í Velvakanda. Tónlistarhöll er nauðsyn en hún hlýtur að njóta sín jafn vel á öðrum og heppilegri stað en Miklatúni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.