Morgunblaðið - 16.02.1984, Side 39

Morgunblaðið - 16.02.1984, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 39 fclk f fréttum Sjónvarps- mynd um Karen Carpenter + Nú hefur verið ákveðið að gera sjónvarpskvikmynd í tveimur þáttum um líf og starf bandarísku söngkonunnar Karen Carpenter. Karen svalt í hel, lést af sjúkdómi, sem kalla má „fæðufælni“ og hefur stundum lagst á fólk, sem hefur farið í ákafa megrunarkúra. Hún var margsinnis lögð inn á sjúkrahús til meðferðar en hún var orðin svo líkamlega veikluð, að allt kom fyrir ekki. „Ég hef gefið mitt leyfi fyrir þessari mynd og ég vona, að hún geti fengið konur, sem e.t.v. standa nú í sporum Karenar, til að leita læknis áður en það er orðið um seinan," segir Richard Carpenter, bróðir Karenar. „Ég var ekki klók“ — segir leynilögreglusagnahöfundurinn Maj Sjöwall sem er orðin gjaldþrota Per Wahlöö og Maj Sjöwall meðan allt lék í lyndi. Saman skrifuðu þau 10 sögur sem þýddar hafa verið á 25 tungumál og kvikmynd gerð eftir fjórum. COSPER — Fegurðarblettur? Hvar er hann, mætti ég spyrja? + „Strax og gjaldheimtan sleppir mér og gjaldþrotamálið er um garð gengið ætla ég að flytjast til Kaupmannahafnar. Það er erfitt að búa í Svíþjóð. Hér má ekkert og það er ekkert menningarlíf hér lengur. Það er þó í Kaupmanna- höfn.“ Það er rithöfundurinn Maj Sjöwall sem þetta segir, en eins og margir vita er hún heimsfræg fyrir leynilögreglusögurnar sem hún samdi ásamt manni sínum, Per Wahlöö, sem nú er dáinn. Ætla mætti að Maj væri í góðum efnum, ætti bæði hús og bíl og sumarbústað, en sannleikurinn er sá, að hún er á götunni og á ekki grænan túskilding. Hún og maður hennar sömdu 10 metsölubækur, sem þýddar hafa verið á 25 tungu- mál, og eftir fjórum þeirra hefur verið gerð kvikmynd. Þrátt fyrir það hafa sænsk skattayfirvöld lýst hana gjaldþrota og skipað skipta- ráðanda í búi hennar. Maj Sjöwall fer ekki í neinar grafgötur með það hvers vegna svona er komið fyrir henni. Það eru skattarnir í „Bann-Svíþjóð“, eins og Danir hafa svo gaman af að kalla landið, sem er hinum megin við Eyrarsund. Maj segist hafa borgað tugmilljónir króna í skatt til sænska ríkisins, þangað hafi obbinn af öllum tekjum þeirra hjóna farið. I raun hafi þau verið eins og hver önnur gullnáma fyrir skattheimtuna því að drjúg- ur hluti tekna þeirra hafi komið erlendis frá. „Fólk, sem hefur ein- hverjar tekjur, verður að vera klókt,“ segir Maj, „og ég var ekki klók.“ Maj Sjöwall Maj ætlar sem fyrr segir að setjast að í Kaupmannahöfn og annar sonur hennar og Wahlöö, Tetz, sem er tvítugur að aldri, en Jens, sem er 17 ára gamall, hefur von um að komast að sem mat- sveinn á veitingastað í Málmey. FULLKOMIÐ ÖRYCCI í VETRARAKSTRI Á GOODYEAR VETRARDEKKJ Öruggart akstur á isitógðum vegum Cott grlp í brekkum cóðlr aksturselglnlelkar með lausum snjó á ójöfnum vegum Stöðugielki Góðlr hemlunareiginlelkar í hálku vlö erflðar aðstæður COODYEAR vetrardekk eru gerö úr sér- stakri gúmmíbiöndu og meö mvnstri sem gefur dekkinu mjög gott veggrip. CODDYEAR vetrardekk eru hljóölát og endingargóð. Fullkomin hjólbaröaþjónusta /aeglsstiiii Tðlvustýrð jafnva tilling GOODgrEAH HEKLAHF Laug«wqi170-172 9lm. 21240 Gæðatréskór með sveigjanlegum sóla 2,4 1 Ekta leður (og þad af betra taginu) ásamt trébotnum. tryggir heilbrigða fætur sem geta „AMDAÐ" rétt. 2 Tréð er varið gegn vætu, þar sem sólinn nær upp með hliðunum. 3 Úr birki. 4 Sérlega léttir og hljóðlátir þegar gengið er. 5 Sveigjanlegur sóli tryggir öruggan °3 þægilegan gang. 6 Mjúkur bólstraður kantur. 7 Með fóUagi sem tryggir nægjanlegt rými fyrir tærnar og styður fótinn undir II. Fást í fjölbreyttu úrvaii vmffl «ij»i—sKmnm VELTUSUNOI 1 21212 Simi 1*519

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.