Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 13 LJósm. Mbl./KÖE. Nemendur á leið í frímínútur, en hópnum er þá tvískipt vegna plássleysis á skólalóðinni. Stefán Thors skýrir húsnæðisvanda skólans fyrir blaðamönnum í kennarastofunni sem jafnframt er vinnuaðstaða kennara og skrifstofa skólans. Foreldra- og kennarafélag Vesturbæjarskólans: Tveir fermetrar á nemanda í stað sex í öðrum skólum „ÁSTANDIÐ hefur verið óviðunandi í mörg ár, en nú er svo komið að til þess að skólinn verði starfhæfur næsta vet- ur þarf tvær kennslustofur til. Við höf- um staðið í bréfaskrifum við borgaryf- irvöld frá því 1979 og við lítum á það bréf sem nú hefur verið sent borgar- stjóra sem lokatilraun til að knýja á um útbætur,“ sagði Stefán Thors, formaður foreldra- og kennarafélags Vesturbæjarskólans á blaðamanna- fundi sl. þriðjudag. Vesturbæjarskólinn hefur í 25 ár verið til húsa í gamla Stýrimanna- skólanum við Öldugötu. Húsið, sem er 85 ára gamalt, er um 400 fermetr- ar á stærð, en auk þess hefur skól- inn fengið tvær færanlegar kennslu- stofur, samtals um 180 fermetrar. Voru þær settar niður á akbraut og leiksvæði nemenda, sem er nú það lítið að tvískipta verður frimínút- um. Með þeim hætti fær hvert barn 13 fermetra útileiksvæðis, en við- miðunarreglan kveður á um 25 fer- metra á barn. Innanhúss eru að- stæður þannig að 2 fermetrar eru á hvern nemendanna 282, en meðaltal skólahúsnæðis í grunnskólum Reykjavíkur eru 6 fermetrar, að frátöldu íþróttahúsnæði. Aðstaða til að geyma yfirhafnir er nánast engin og heilbrigðisyfirvöld hafa gert at- hugasemd við hreinlætisaðstöðu í skólanum. Bókasafn skólans er að hluta til nýtt til kennslu og aðstaða fyrir sérfræðinga og sérkennara er ekki fyrir hendi. Vegna þrengsla sækja nemendur Vesturbæjarskólans leikfimi í Hagaskóla, smíðar, heimilisfræði og myndmennt í Melaskóla og tónment og sauma á Hallveigarstaði. Börnin fara í læknisskoðun í Langholts- skóla og tannlæknaþjónustu sækja þau á Barónsstíg. Einungis yngstu börnunum er ekið í leikfimi, að öðru leyti fara nemendur sjálfir á milli staða. Stefán Thors sagði allt útlit fyrir að nemendur yrðu á næsta ári 305 talsins, miðað við aukningu undan- farinna ára. Kvað hann vonir for- eldra og kennara hafa verið að sjá nýjan Vesturbæjarskóla tekinn í notkun árið 1986, en sá skóli mun rísa á mótum Framnesvegar og Sól- vallagötu. Þær vonir hefðu þó brugðist þegar gengið var frá fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar, því að ekki væri gert ráð fyrir að hefja framkvæmdir við nýjan skóla fyrr en 1986. Enfremur sagði Stefán það undarlega tilhögun borgarstjórnar að láta byggingu nýs skóla í Graf- arvogi hafa forgang, þegar ástand væri eins slæmt í Vesturbæjarskól- anum og nú. Kvaðst hann vona fyrir hönd félagsins og allra nemenda að borgarstjórn myndi leita lausnar á þessum vanda og það senn. For- eldra- og kennarafélag Vesturbæj- arskólans gæti ekki lengur sætt sig við sífelldar bráðabirgðaúrlausnir, flýta þurfi byggingu nýs skóia og umfram allt sjá til þess að skólinn verði starfhæfur næsta vetur. Adeins í Vörumarkaðmim getur þú keypt GAGGENAU ofn, helluborð, grill eða viftu með 1000 króna útborgun Vikuna 30. janúar - 4. febrúar gerum við þér til- boð sem ekki ér hægt að hafna. . : Örbylgjuofn kr. 27.500. Einfaldir- og tvöfaldir ofnar frá kr. 16.900 til 27.700. Helluborð m/4 hellum, emelerað, stál/ eða keramik frá kr. 7.900 til 16.900. Helluborð m/2 hellum, stál/ eða keramik frá kr. 4.400 til 10.900. Grill í borð kr. 7.900 í vagni kr. 15.900. Viftur 60 og 90 cm kr. 7.400 til 9.900 Viftur í borð kr. 12.990 Aðeins 1000 kr.útborgun í hverju tæki fyrir sig. Eftirstöðvar lánum við til allt að 6 mánaða á skuldabréfl. Ath. þetta tilboð gildir aðeins vikuna 30. jan.—4. feb - eða meðan birgðir endast. Tilboðiö gildir um land altt Hringdu strax í síma 86117 Þér er sendur umsvifalaust myndalisti þú gerir tækjapöntun í síma 86117, við sendum þér skulda- bréflð í pósti til undiritunnar. Þegar okkur berst það aftur ásamt útborguninni-, sendum við tækin samdægurs til þín. Yörumarkaðurinnhí. ÁRMÚLAIaSÍMl: 86117

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.