Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 Plnrgu Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Virðisaukaskattur — matyælaverð Fagna samþykkt Verðlagsráðs sem er í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar — segir Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra „ÉG FAGNA þessari samþykkt Verðlagsráðs sem er í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að draga skuli úr opinberum afskiptum af verð- myndun þar sem samkeppni er næg. Afnám hámarksálagningar í þeim greinum þar sem samkeppni er fyrir hendi tryggir neytendum hagstæðast verð,“ sagði Matthías A. Mathiesen, viðskiptaráðherra, í tilefni þess, að verðlag hefur nú verið gefið frjálst á ýmsum vöruflokkum. Fram hefur verið lagt stjórn- arfrumvarp um virðisauka- skatt. Þetta skattform hefur ver- ið til umræðu hérlendis í rúman áratug. Fjármálaráðuneytið lét taka saman skýrslur um málið bæði 1971 og 1975. Þær athugan- ir sem fram hafa farið hér á landi komu í kjölfar upptöku virðisaukaskatts í flestum lönd- um V-Evrópu, en virðisauka- skattur er neysluskattur sem yf- irleitt hefur komið í stað eldri söluskattskerfa. Söluskattskerfi hér á landi hefur ýmsa galla, ekki sízt upp- söfnunaráhrif skattsins, sem hafa tilviljanakennd áhrif á framleiðsluaðferðir og sam- keppnisstöðu atvinnugreina. Reynt hefur verið að draga úr þessum áhrifum með víðtækum undanþágum og endurgreiðslum á uppsöfnuðum skatti. Undan- þágurnar raska hinsvegar sam- keppnisstöðu framleiðslugreina og hafa óeðlileg áhrif á neyzlu- val, auk þess sem þær skapa verulega erfiðleika við fram- kvæmd og eftirlit meö skattin- um. Virðisaukaskattur er m.a. árangur af viðleitni aðildarþjóða Evrópubandalagsins (Efna- hagsbandalags Evrópu) til að samræma neyzluskatta. Ýmsar þjóðir utan bandalagsins tóku síðan skattinn upp. Þrjú Norður- landa, Danmörk, Noregur og Sví- þjóð, hafa tekið upp þennan skatt. í ýmsum löndum gilda hinsvegar mismunandi skatt- hlutföll, eftir því hvaða starf- semi á f hlut og fjöldi skatthlut- falla og flokkun tegunda vöru og þjónustu er mjög mismunandi eftir löndum. f greinargerð með frumvarp- inu er almennur neyzluskattur, sem komið gæti í stað söluskatts, talinn „mikilvægasti tekjustofn ríkissjóðs á næstu árum“ og að hann þurfi að vera „hlutlaus gagnvart framleiðslu, dreifingu og neyzlu. Hann megi ekki mis- muna einstökum framleiðslu- greinum, viðskiptaháttum eða atvinnugreinum og ætti að hafa sem minnst áhrif á almennar neyzluvenjur. Einnig skipti miklu máli að ákvörðun skatts og innheimta sé eins einföld í fram- kvæmd og kostur er, jafnt fyrir atvinnulífið sem ríkissjóð ..." Enginn vafi er á því að virðis- aukaskattur hefur ýmsa kosti miðað við gildandi söluskatt. Hinsvegar er spurning, hvort nú sé rétti tíminn til að afgreiða þetta mál, fyrst og fremst vegna áhrifa hans á verðlag í landinu. Verðáhrif fara að vísu eftir því hvaða skattar eða tollar verða lagðir niður við upptöku skatts- ins. En miðað við 21% virðis- aukaskatt, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, og upplýsingar, sem fram koma í greinargerð, leiðir breytingin til verulegrar hækk- unar á viðkvæmasta útgjalda- þætti heimilanna, matvælum, eða um 18—19%, enda leggst nú- verandi söluskattur aðeins á 7—8% matvælaútgjalda. Útgjöld vegna húsnæðis, ljóss og hita lækka einnig, eða um 2—3%, en flestir aðrir útgjaldaliðir lækka. Með hliðsjón af stöðu mála í þjóðarbúskap okkar, efnahagsað- gerðum til að ná niður verðbólgu, stefnumörkun í launaþróun og aðstæðum á vinnumarkaði, sýn- ist matvælahækkun af þessu tagi út í hött, nema annað, sem vegur jafn þungt í útgjöldum heimilis, komi á móti. Þegar af þessari ástæðu gengur dæmið ekki upp. Virðisaukaskattur skilar sér bet- ur en söluskattur og gerir undan- skot erfiðari. Það eru kostir hans. En ef hækkun matvæla verður slík, sem fram kemur í greinargerð frumvarpsins, á skatturinn naumast erindi inn í stöðu mála í íslenzkum þjóðar- búskap á líðandi stund. Treholt- skýrslan Skýrsla Stefáns Jónssonar, Hannesar Pálssonar og Braga Jósepssonar til Einars Ág- ústssonar, utanríkisráðherra, frá í desember 1971, um viðræður þeirra við þrjá Norðmenn, þeirra á meðal Arne Treholt, sovézkan stórnjósnara í Noregi, m.a. um hugsanlega brottför varnarliðs- ins af íslandi, kom til umræðu á Alþingi sl. þriðjudag. Skýrsla þessi var fjölfölduð og merkt sem trúnaðarmál af höfundum. Fór hún víðar en til utanríkisráðu- neytis. Spurning er, hvort hún hafi ekki komið til umfjöllunar þriggja þingflokka þáverandi stjórnar. Utanríkisráðherra svaraði því réttilega til, aðspurður um það, hvort ekki væri hægt að létta leynd af þessari skýrslu, að það væri á valdi höfunda hennar. Það væru þeir en ekki utanríkisráðu- neytið sem merkt hefðu hana sem trúnaðarmál. Hann var einnig spurður að því, hvort fleiri skýrslur frá sömu höfundum og frá sama tímabili væru í ráðuneyti hans. Spyrjandi, Sighvatur Björgvins- son, taldi svo vera. Ráðherra bauðst til að kanna málið. í for- ystugrein Tímans hefur verið látið í veðri vaka að fleiri svipað- ar skýrslur væru til. Skýrsla sú sem hér um ræðir hefur naumast nokkra leyndar- þýðingu nú, hafi svo nokkru sinni verið. Hinsvegar er upplýs- ingaskylda gagnvart almenningi viðvarandi. Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvort fleiri skýrslur frá þessum vinstri- stjórnarárum koma í leitirnar um viðræður við erlenda aðila, vilhalla Sovétríkjunum, um varnarsamstarf íslands og Bandaríkjanna. Af þeim sökum eru áhyggjur ýmissa aðila skilj- anlegar. „Ákvörðun þessi er tekin í sam- ræmi við lög nr. 56/1978 um verð- lag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti, en þau lög voru sett í tíð ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar. Áður hafði Verðlagsráð tekið þá ákvörðun að gefa frjálst framleiðsluverð inn- lendra iðnaðarvara, sem eiga í óheftri samkeppni við erlendar iðn- aðarvörur. Þetta eru fyrstu skrefin í því að færa verðmyndunarkerfið í nútímalegra horf og vænti ég þess að haldið verði áfram á þeirri braut öllum til hagsbóta. Þessi breyting færir ábyrgð yfir á herðar versluninni sem ég efast ekki um að hún muni axla. Ég geri mér full ljóst að þegar opinbert verðmyndunarkerfi á borð við það sem verið hefur hér á landi um ára- tugaskeið er varpað fyrir róða þá getur það tekið einhvern tfma að átta sig og aðlaga sig að breyttu kerfi. Eg er þess þó fullviss og reyndar benda yfirlýsingar for- svarsmanna verslunarinnar til þess að þeir muni fljótlega sýna árangur í verki. Ábyrgðin verður ekki bara í höndum verslunarinnar. Verð- lagsstofnun mun áfram gegna þýð- ingarmiklu hlutverki við að fylgjast með verðmyndun og verðþróun, skýra orsakir verðbreytinga og miðla upplýsingum til stjórnvalda og almennings. Þáttur almennings í verðgæslunni verður ekki hvað síst- ur. Ein af megin forsendum virkrar samkeppni er öflugt verðskyn og að- hald neytenda. Neytendur mega því ekki sofa á verðinum, þar sem opin- bert eftirlit getur aldrei komið í staðinn fyrir árvekni og dómgreind hins almenna kaupanda. Ég legg áherslu á að til þess að unnt verði að tryggja varanlegan árangur í lækkun vöruverðs er nauðsynlegt að hlutaðeigandi aðilar þ.e. verslunin, neytendur og verð- lagsyfirvöld hafi sem besta sam- vinnu. Því verður að eyða þeirri tor- tryggni sem oft hefur borið á í sam- skiptum þessara aðila. Ef það tekst verður þetta kerfi til frambúðar öll- um aðilum til hagsbóta." Um forsögu málsins sagði Matthías. „Núgildandi reglur um verð- lagsmál, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti eru byggðar á lögum nr. 56/1978. Ein mikilvægasta grein þessara laga er 8. gr., en hún fjallar um verðákvarð- anir. Henni hefur tvívegis verið breytt, fyrst með lögum nr. 13/1979 (Ólafslögum) og síðan með lögum nr. 52/1982. Þar segir í 1. mgr.: „Þær samþykktir um hámarks- álagninu, hámarksverð og aðra verðlagningu, sem í gildi eru þegar lög þessi koma til framkvæmda, skulu gilda áfram. Verðlagsráð get- ur tekið ákvarðanir um breytingar á þessum samþykktum og þegar sam- keppni er að mati ráðsins nægileg til þess að tryggja æskilega verð- myndum og sanngjarnt verðlag, getur það fellt verðlagningu á vöru og þjónustu undan verðlagsákvæð- um.“ f samræmi við ákvæði í 8. gr. samþykkti verðlagsráð að fram- leiðsluverð innlendra iðnaðarvara, sem eiga í óheftri samkeppni við erlendar iðnaðarvörur skuli vera frjálst frá 1. janúar 1983. Voru þess- I)r. Jakob Magnússon fiskifrædingur í samtali viö Allt of míkið veitt af karfa undanfarin ár „ÉG TGL að allt of mikið sé veitt af karfa, ekki síst af okkur íslendingum. Undanfarin ár hefur veiðin farið tölu- vert fram úr tillögum Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins og ef ekki næst fljótlega samstaða um að draga úr sókninni er hætta á að stofninn minnki verulega og veiðar dragist saman á komandi árum,“ sagði dr. Jakob Magnússon fiskifræðingur í viðtali við blm. Morgunblaðsins um karfaveiðar á miðunum við Austur- Grænland, sem nú eru í brennidepli, m.a. vegna tillögu EBE um veiði á 44 þúsund tonnum af karfa við Austur- Grænland á næsta ári, þegar Græn- lendingar taka til við að selja veiði- leyfi í lögsögu sinni. Eru tillögur Alþjóða- hafrannsóknaráðsins marktækar? Það er litið á karfann við Island, Færeyjar og Austur-Grænland sem eina heild og árið 1982 lagði Al- þjóðahafrannsóknaráðið til að sam- tals yrðu veidd á þessu svæði 85 þúsund tonn, en íslendingar einir veiddu 115 þúsund tonn. Arið 1983 hljóðaði tillaga ráðsins upp á 72 þúsund tonn, en afli íslendinga var 123 þúsund tonn. í ár leggur ráðið til að veidd verði 105 þúsund tonn. Þessar tölur eru athyglisverðar að tvennu leyti: í fyrsta lagi sýna þær að fslendingar hafa ekki hirt um að fara að tillögum Alþjóðahafrann- sóknaráðsins. Og í öðru lagi vekja þær upp spurninguna hvort nokkuð mark sé takandi á þessum tillögum, þrátt fyrir að veiði hafi farið langt fram úr tillögunum ’82 og ’83. „Ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna að þessar tillögur eru grundvallaðar á ófullkomnum gögn- um,“ svaraði Jakob, „enda eru rann- sóknir tiltölulega stutt á veg komn- ar. En það þýðir ekki að tillögurnar séu óraunhæfar. Það sem blindar menn i sambandi við hækkunina upp í 105 þúsund tonn, er sú staðreynd að karfinn er ákaflega hægvaxta fiskur og nær háum aldri af fiski að vera: til dæm- is er uppistaðan í veiðinni 15 til 22ja ára karfi. Þetta þýðir að allar sveiflur verða á löngum tíma og ofveði síðustu ára fer ekki að segja til sín fyrr en að nokkuð mörgum árum liðnum. Eins jafnast sveiflur vegna við- komu mikið af þessum sökum, þótt vissulega sé að finna sögunni fiski- mið þar sem lítið var af karfa í sjón- um. Ef við skoðum tímabilið frá því að karfáveiðar hófust við Austur- Grænland upp úr 1954 og fram á okkar tíma má finna hæðir og lægð- ir í stofnstærðinni. Veiðin var góð fyrstu árin, sem alltaf er á nýjum slóðum, en í kringum 1960 kemur lægð, sem stofninn nær sér hraust- lega upp úr á næstu fimm árum og 1965 er karfaveiðin í toppi. Alveg frá þeim tíma til ársins 1978 hefur síðan hallað undan fæti, en frá 1978 hefur veiðin aftur stóraukist. Mín skoðun er sú að stofninn sé nú í toppi, sem samrýmist þessari hækk- un á tillögu Alþjóðahaf- Vannsóknaráðsins upp í 105 þúsund tonn. En við þurfum virkilega að fara að hægja á veiðinni úr þessu, ef við viljum halda áfram karfaveiði á komandi árum. Ég þykist sjá fram á, að mjög fari að draga úr nýliðun í stofninum þegar lengra líður á þennan áratug. Þessa skoðun byggi ég á seiðarannsóknum og athugun- um á smákarfa við Austur-Græn- land, en það er greinilega miklu minna um seiði og smákarfa nú en áður var.“ Saga karfaveiða við Austur-Grænland Áður en lengra er haldið er ekki úr vegi að fá Jakob til að rifja upp sögu karfaveiða við Austur-Grænland: „Togveiðar við Austur-Grænland hófust fyrir alvöru árið 1954 þegar leiðangur á togaranum Jóni Þor- lákssyni fann Jónsmið, suð-austur af Angmagsalik. Árið 1955 fann þýskt rannsóknaskip Dohrabanka, 1956 finna íslendingar Fylkismiðin, og árin þar á eftir finnum við ásamt Þjóðverjum fjölda nýrra veiðisvæða við austurströnd Grænlands. Kinn- roðalaust er óhætt að fullyrða að íslendingar hafi átt einna mestan þátt í því að þróa bæði karfa- og þorskveiðarnar á þessum miðum. Nú, eins og ég sagði áðan, var karfaveiðin mikil fyrstu árin, frá 1954—’60. Frá 1960 til 1965 var veið- in á bilinu frá 23 þúsund tonnum upp í 40 þúsund tonn og nær há- marki 1965 með 41 þúsund tonnum. Eftir það verður verulega mikið fall í veiðunum og í upphafi áttunda áratugarins er veiðin á bilinu 8 þús- und tonn upp í 20 þúsund. Alveg frá upphafi veiðanna og fram til ársins 1975 voru það nær eingöngu íslend- ingar og Þjóðverjar sem sátu að karfanum við Asutur-Grænland, en árið 1975 koma Rússar í spilið og veiða á tveimur árum, 1975 og ’76 111 þúsund tonn af smákarfa. Þessi Rússaveiði var hrikaleg, þeir komu með stóran flota og skófu upp smáfiskinn. Við fórum í leið- angur 1976 til að kanna veiðar Rússanna og ég skrifaði skýrslu um málið sem fór víða. Danir brugðust hart við og það var að þeirra frum- kvæði að stofnuð var vinnunefnd innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins um karfa og grálúðuveiðar við Austur-Grænland. Á fundi nefndar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.