Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 „5tnáurr>Perbaróhapp> iogregiupjómn. 0il- fijórinn rvinn fór ab Saekja dráttarbiL.' ást er ... ... aö hlýja kalda nefid hennar. TM Hn U.S. Pit on.-u rigMs reserved e1984 Los Angeles Times Syndicale Ertu ekki enn búinn að finna mót- leikinn? Gvöð fyrirgefóu. Ég mundi ekki eftir því að við erum gift ... ^ás $é h'AVAXINN , PÖKKH/BZÐAN OG> L/ttáLEGAN -. • Baháftrú — heimsfriður: „Baháúllá hefur rofið innsigli spádómanna“ ..Kæri Velvakandi. Mikið hefur verið rætt um frið að undanförnu. Friðargöngur hafa verið farnar bæði hér á landi og erlendis. Spámaður Baháítrúarinnar, Baháúlláh, hefur lof að mannkyn- inu friði. Það hefur enginn spámaður gert áður. Við Baháíar teljum, að ráðið til að ná Guðs friði, sé að hlýta þeim ráðlegging- um, sem Baháúlláh flutti, og taka boð hans og kenningar í notkun — öðruvísi verði ekki um neinn frið að ræða. Ég nefni hér nokkrar af kenn- ingum hans, en þær eru aðeins einn dropi úr úthafi opinberunar hans. Hin fyrsta er að allir menn tilheyri einni fjölskyldu, fjöl- skyldu mannkynsins: „Þér eruð öll lauf eins trés og aldin einnar greinar". Önnur kenningin er, að nauðsynlegt sé að rannsaka sannleikann — með öðrum orðum, enginn skyldi feta í blindni í fótspor áa sinna og forfeðra. Sérhver maður verður að sjá með eigin augum, heyra með eigin eyr- um og rannsaka sannleikann á sjálfstæðan hátt. Þriðja kenningin er að grund- völlur allra Guðs-trúarbragða sé einn. Hin fjórða er að trúarbrögð verði að vera orsök einingar, sam- ræmis og samkomulags meðal manna. Ef trúarbrögð leiða til ósamkomulags og haturs væri betra að engin trúarbrögð væru í heiminum. Hin fimmta er að trú- arbrögð verði að vera í samræmi við vísindi og skynsemi, ef þau gera það ekki, eru þau hjátrú. Hin sjötta er að jafnræði skuli ríkja meðal karla og kvenna. Hin sjö- unda er að fordómar, hvort sem þeir eru trúarlegir, kynþáttalegir, þjóðernislegir eða pólitískir, verði að hverfa — því þeir eyðileggja hinn trausta grundvöll friðsam- legs lífs. Hin áttunda er loforðið um alls- herjarfrið. Hin níunda er, að allir, stúlkur jafnt sem drengir, skuli hljóta undirstöðumenntun. Hin tíunda er andleg lausn efna- hagsmála. Hin ellefta er stofnun Húss Réttvísinnar, en það er níu manna ráð eða stjórnarstofnun, sem er kosið til með leynilegri kosningu af átrúendunum til að stjórna málefnum trúarinnar. Hin tólfta er bann við því að blanda sér í stjórnmál og fyrir- mæli um hlýðni og hollustu við lögleg stjórnvöld. Ég er sammála því fólki, sem fer í friðargöngur til að mótmæla stríði og vopnum. En friðarstarfið verður að vera jákvætt en ekki neikvætt. Ef við erum stödd í myrkvuðu herbergi, losnum við ekki við myrkrið með því að mót- mæla því. Nei, við þurfum að fá ljós. Við getum kveikt á kerti, lampa eða peru, og ef dagur er fyrir utan, getum við dregið frá glugganum. Ég tel, að hverjum þeim, sem kynnir sér kenningar Baháúlláhs að einhverju gagni, verði ljós sannleikur þeirra og guðlegur uppruni. Gallinn er bara sá að vegna fordóma leitar fólk sarin- leikans alls staðar annars staðar. f heimspeki- og stjórnmála- kerfum, í vísindatilgátum og fieiru. Það er skiljanlegt, að fólk hefi fengið skömm á trúarbrögð- um, ef höfð eru i huga öll þau ódæðisverk, sem framin hafa ver- ið í þeirra nafni áður fyrr og á okkar tímum. En þessi ódæðis- verk eru ekki trúarbragðahöfund- unum að kenna. Ódæðisverkin stafa af því, að þeir sem fremja þau, hlýðnast ekki fyrirmælum spámanna sinna, en láta eigin- girni og eftirsókn eftir efnislegum gæðum vega þyngra en fyrirmæli spámannanna. Jesús Kristur var einn af spá- mönnunum (sbr. hans eigin vitn- isburð; Matheus XIII 55) Hinn innsti kjarni allra hinna æðri trú- arbragða er einn og hinn sami og breytist ekki. Það mætti kalla þennan kjarna lögmál kærleikans. Trúarbrögðin hafa líka annan veraldlegan hluta, sem breytist í hverri nýrri úthlutun. Þetta eru ýmis fyrirmæli um form guðs- þjónustunnar og ýmissa athafna eins og giftinga, greftrana o.s.frv. Vegna þess að áður fyrr var stór hluti fyrirmæla trúarbragðanna gefinn á táknmáli og í dæmisög- um, sem fólk skildi ekki. Olli þetta líka ágreiningi, þegar fólk var ósammála um túlkun dæmisagn- anna. Þessar deilur og sundrung voru ekki Jesú Kristi að kenna. Hans fyrirmæli voru skýr: „Af því skulu allir menn þekkja, að þeir eru mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars." (Jóh. XIII, 35). Þótt líf og starf Baháúlláhs, sé næg sönnun fyrir þá, sem kynna sér sögu hans hleypidómalaust, þá er rétt að geta þess, að hann kveðst uppfylla spádóma Biblí- unnar um endurkomu Krists. Þannig segist hann vera sá sann- leiksandi, sem talað er um í 16. kafia Jóhannesarguðspjalls. „Ég hefi enn margt að segja yður, en þér getið ekki borið það að sinni; en þegar Hann, sannleiksandinn, kemur, mun Hann leiða yður í all- an sannleikann ...“ (Jóh. XVI 12-13). Þannig hefur Baháúlláh rofið innsiglið af spádómnum og út- skýrt hvernig þeir hafa ræst. Þetta getur hver og einn, sem áhuga hefur kynnt sér. Jesaja segir í 29. kafia, versunum 11 — 12: „Öll opinberun er yður því sem orðin í innsiglaðri bók; sé hún fengin þeim, sem kann að lesa og sagt: les þú þetta. Þá segir hann: Ég get það ekki, því hún er inn- sigluð.“ (Sjá einnig Daníel XII 9-10). Jesús Kristur gaf það skýrt til kynna, að friður kæmist ekki á í úthlutun hans. Hann vissi fyrir- fram að fylgjendum hans tækist ekki að halda þeirri einingu, sem hann hvatti þá til, með því að segja þeim að elska hver annan. Hann sagði: „Sjá, sú stund kemur og er þegar komin, að þér tvístrist hver til sín og skiljið mig eftir einan.“ Þarna spáir Jesús ekki bara um það hvernig lærisvein- arnir tvístruðust, þegar hann var tekinn fastur til að verða kross- festur, heldur líka, hvernig þeir tvístruðust fljótlega í margar trú- ardeildir. Jesús sagði Ifka: „Ætlið ekki, að ég sé kominn til að fiytja frið á jörð; heldur sverð.“ (Mathe- us X 34 og Lúkas XII, 51). Friður kom ekki heldur í úthlutun Mú- hammeðs. Baháúlláh hefur hins vegar rof- ið innsigli spádómanna og útskýrt hvernig tilkoma friðarins og ríkis Guðs „á jörðu sem á himni“, sem kristnir menn hafa beðið um í næstum 20 aldir, verður. Baháúlláh segist líka vera Ma- itreya, Búddha allsherjarfélags- skapar, sem Búddha spáði um (stundum nefndur hinn fimmti Búddha). Hann uppfyllir líka spá- dóma fleiri trúarbragða, en ég læt þetta nægja að sinni. Kæru friðarsinnar, kynnið ykk- ur þessi mál með eigin rannsókn, en trúið engu í blindni. Baldur B. Bragason. Þessir hringdu . . . Grjónavellingur er herramanns matur Hafnfirsk húsmóðir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „í þættinum „Skiptar skoðanir" í sjónvarpinu, þriðjudagskvöldið 7. febrúar, taíaði Asmundur Stef- ánsson um að láglaunafólkið hefði ekki ráð á að borða annað en grjónavelling. Mér finnst ekki rétt af manni í hans stöðu að tala þannig. Grjónavellingurinn er herra- mannsmatur og ég held að raun- verulegt láglaunafólk sé ekki til hér á landi. Fyrirspurn um rafmagnsreikninga Erla hringdi og óskaði eftir að birt yrði eftirfarandi fyrirspurn til Rafmagnsveitunar: „Hvers vegna eru rafmagnsreikningar ekki sundurliðaðir — það væri viðkunnanlegra að vita hversu mikið af heildarupphæðinni væri verðjöfnunargjald og söluskattur. Eins langar mig til að vita hvort maður fái dráttarvexti ef reikn- ingurinn er ekki greiddur fyrir eindaga. Síðast þegar ég fékk rafmagnsreikninginn kom hann á föstudagskvöldi en eindagi var á sunnudag, þannig að ég hafði ekki möguleika á að greiða hann fyrir eindaga. Fæ ég dráttarvexti á þennan reikning. Loks langar mig til að vita hvers vegna Rafmagns- veitan vill ekki njóta þjónustu Pósts og síma heldur hefur dreif- ingu reikninga á eigin vegum." Stundin okkar góð - nema Eiríkur Fjalar SJS. hringdi: „Ég hlustaði á síma- tíma útvarpsins morguninn hinn 13. þ.m., en þar var m.a. verið að finna að Stundinni okkar í sjón- varpinu. Langar mig til að koma því á framfæri að ég og margir sem ég þekki, Ijúkum lofsorði á þáttinn og stjórnanda hans, Ásu Ragnarsdóttur. Okkur finnst hún koma prýðilega fyrir í þessu starfi. En svo er annað mál að ýmislegt sem flutt er í Stundinni okkar get- ur orkað tvímælis. Eins og t.d. tæpitunga Eiríks Fjalars. Finnst mér að slíkt málfar ætti alls ekki að líðast í barnatíma sjónvarps- ins. Það hefur ætíð þótt sannmæli að börnin læri mikið sem fyrir þeim er haft. Þetta muldur í Eiríki Fjalar, sem á víst að heita ís-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.