Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 Neyðarnúmerið — 000 — á Suðurnesjum: Bilun í símakerfinu veld- ur tíðum upphringingum Á SUÐURNESJUM er í notkun sérstakt neyðarsímanúmer — 000 — sem hægt er að hringja í á milli sveitarfélaga þótt langlínulás sé á síma hringjanda. Þetta neyðarnúmer geta menn notað ef ekki tekst að ná í aðstoð á neyðarstundu eftir hefðbundnum leiðum, hvort sem það er læknir, lögregla, slökkvilið eða björgunarsveitir sem leita þarf til. Svar- að er í símann á lögreglustöðinni í Keflavík allan sólarhringinn, en lögreglan tekur síðan að sér að koma boðunum til réttra aðila. Það er mikið hringt í þetta númer, en þó ekki í þeim tilgangi að kalla eftir hjálp, eins og hugmyndin er, heldur hringir fólk óviljandi vegna bilunar í símakerfínu: „Það er einhver samsláttur í kerfinu, sem veldur því að fólk sem ætlar sér að hringja inn í Innri-Njarðvík eða út á flugvöll kemst inn á neyðarlínuna," sagði Guðni Sigurðsson, varðstjóri á lögreglustöðinni í Keflavík. „Ég hef ekki hugmynd um hvað bjátar á, en það er af þessu þó nokkuð ónæði. Hins vegar er sára- lítið um það að menn notfæri sér númerið til að leita eftir hjálp, sem stafar kannski af því að menn vita ekki af þessum möguleika enn sem komið er,“ sagði Guðni. Númerinu var komið í gagnið af Sambandi sveitarfélaga á Suður- nesjum fyrir nokkrum árum og stendur sambandið straum af kostnaði vegna þess. En hvers vegna var númerið sett upp? Ell- ert Eiríksson, formaður Sveitarfé- laga á Suðurnesjum, svarar því: „Þetta var öryggisráðstöfun sem gerð var vegna þess hve margir símar á Suðurnesjum eru með langlínulása, sem skapaði vandræði, því það er langlína á milli allra sveitarfélaga á Suður- nesjum, og því var ekki hægt að hringja beint eftir aðstoð til Keflavíkur í þessum símum. Neyðarnúmerið leysir þennan vanda, því það er þannig úr garði gert, að lásinn hefur engin áhrif á það. Það er hægt að hringja beint í Lögreglustöðina í Keflavík úr hvaða síma sem er í nágranna- sveitarfélögunum. Ég veit ekki hvers vegna fólk notfærir sér ekki þennan möguleika meira en raun ber vitni, því vissulega hefur núm- erið verið auglýst rækilega," sagði Ellert. Þrjú þúsund lestir af loðnu á Bolungarvík INNLENT Bolungarvík, 15. Tebrúar. í NÓTT og í morgun komu hingað fímm loðnuskip til löndunar með samtals um 3000 lestir af loðnu. Skipin eru Örn, með 550 lestir, Sig- hvatur Bjarnason, með 650 lestir, Al- bert, með 5000 lestir, Hákon með 750 lestir og Helga II með 500 lestir. Loðnuna fengu skipin suður við Vestmannaeyjar og tekur siglingin til Bolungarvíkur um sólarhring. Þessar tæpu 3000 lestir fylla nánast það þróarrými sem hér er. í viðtali við fréttaritara Mbl. sagðist Jónatan Einarsson, fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðju E.G. vera að vonum ánægður með að hafa fengið hráefni í verk- smiðjuna og vonast til að meiri loðna bærist hingað á næstu vik- um. Jónatan sagði það hins vegar skoðun sína að hefja ætti loðnu- veiðar fyrr á haustin, til dæmis í ágúst- eða septembermánuði. Þá væri loðnan mun feitari, eða með fituinnihald þetta 15—18%, og því mun verðmeira hráefni en til dæmis sú loðna sem nú veiðist, sem hefur fituinnihald um 10%. Fer það minnkandi eftir því sem líður á veturinn. Gunnar Samkeppni um Arnarhól og nágrenni BORGARRÁÐ samþykkti á fundi, sem haldinn var sl. þriðjudag að gangast fyrir samkeppni um um- hverfísmótun Arnarhóls og svæðis- ins næst Seðlabankabyggingunni. Verður samkeppni þessi öllum opin og verður hún haldin í sam- vinnu við Seðlabankann. Jafn- framt verður í samkeppninni tek- in afstaða til frágangs á þaki bíla- geymslu og anddyris bankans ásamt því hvernig Arnarhóll teng- ist Seðlabankanum. Rangt far- ið með nöfn í FRÉTT sem birtist í Morgun- blaðinu í gær um afhendingu gjaf- ar Lionsklúbbsins Víðarrs til Landssamtaka hjartasjúkra var í myndatexta ranglega farið með nöfn tveggja manna. Voru það nöfn þeirra Björns Bjarmans og Jóhannesar Proppé. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mis- tökum. Ólafur Einar Júlíusson heimsmeistari í Bag-man. „Ætli ég eyði ekki um 50 krónum á viku í spilin.“ Ljósm. Mbl.: H.S. „Var orðinn svo leiður á spilinu“ — segir Ólafur Einar Júlíusson sem nýlega sló heimsmet í Bag-man tölvu- leik og spilaði í rúman sólarhring „Það var áramótaheit hjá mér að setja heimsmet í þessu,“ sagði Ólafur Einar Júlíusson, 16 ára gamall piltur sem setti nýtt heimsmet í svonefndu BAG-MAN-tölvuspili í keppni sem háð var í spilasalnum Bauknum á Lauga- vegi 116 fyrir skömmu. llafur er nemi í Iðnskólanum, þar sem hann leggur stund á málmiðnaðarnám. Hann hóf að spila Bag-man laugardaginn 11. febrúar klukkan 10.15 og hætti daginn eftir klukkan 10.22; spilaði því stanslaust í einn sólarhring og sjö mínútur. „Ég var orðinn svo leiður á spilinu, að ég nennti ekki að spila lengur," sagði Ólafur er blm. Morgunblaðsins ræddi við hann þegar ljóst var að hann hafði slegið nýtt heimsmet. „Ég náði 7.477.650 stigum (sjö milljón fjög- ur hundruð sjötíu og sjö þúsund sex hundruð og fimmtíu) en heimsmetið sem Bandaríkjamað- ur, sem ég man ekki hvað heitir, átti áður, var upp á 6.840.000 stig og það tók hann tæplega 23 klukkutíma að ná því.“ — Varstu ekki orðinn þreyttur eftir að hafa staðið við spilakass- ann í sólarhring? „Jú, ég var alveg búinn að vera, en vinur minn kom með mat til mín meðan á þessu stóð, svo ég gat í það minnsta borðað svolítið." — Hefurðu æft þig lengi í Bag- man? „Nei, ekki get ég nú sagt það, ég hef jú verið þarna í spilasalnum nærri því á hverjum degi frá því í september, en ég spila ekkert sér- staklega mikið. Það kostar 10 krónur í hvert spil og ætli ég eyði ekki um 50 krónum á viku í spilin. Annars eru fáir sem spila Bag- man, a.m.k. hér á landi. Ég held að mönnum finnist þetta erfitt spil og þeim finnst leiðinlegt hvað það tekur langan tíma að safna stig- um.“ — Nú-I -'ur mönnum orðið tíð- rætt um iíkniefnaneyslu unglinga og eru spilasalinir þá gjarnan nefndir í leiðinni. Hefur þú orðið var við slíkt? „Nei, ekki þarna í Bauknum, en ég fer alltaf þangað. Það eru frek- ar krakkar um tvítugt sem maður sér undir einhverskonar áhrifum, en það kemur örsjaldan fyrir að þeir séu í spilasölunum. Ég held að þeir safnist frekar saman á Hlemmtorgi." btom Leikritið Súkkulaði handa Silju sett upp í Sjallanum á Akureyri: Nýtum andrúmsloftið sem þarna ríkir við uppsetningu verksins Leikstjórinn Haukur Gunnarsson með leikkonunum Þóreyju Aðal- steinsdóttur (Dollý) og Sunnu Borg (Önnu) í „Súkkulaði handa Silju“. stakur hópur sem ég þekki orðið vel og gaman er aövinna með,“ sagði Haukur. — Og hvaða verkefni eru nú framundan hjá þér? „Nú held ég til Reykjavíkur og set upp nýtt leikrit hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur, eftir Svein Einarsson, fyrrum Þjóðleikhús- stjóra. Er þetta fyrsta verk hans fyrir leiksvið og verður það frumsýnt í vor. Þá fer ég í 3ja mánaða leyfi til Japans til upp- rifjunar á fræðunum og í mál- inu. Síðan kem ég í haust aftur til Akureyrar til þess að vera við frumsýningu á Galdra-Lofti, sem við urðum að fresta sýning- um á í vetur, vegna hinnar gíf- urlegu aðsóknar sem verið hefur að My fair Lady,“ sagði Haukur J. Gunnarsson leikstjóri að lok- um. - G.Berg. — segir Haukur J. Gunnarsson leikstjóri Akureyri, 15. febrúar. „ÞAÐ ER Ijóst að Sjallinn er ekki byggður sem leikhús, heldur skemmti- staður og því ekki óeðlilegt að ýmsir undrist að við skulum setja upp leikrit á þeim stað, en sannleikurinn er sá að verulegur hluti verksins gerist einmitt á skemmtistað í líkingu við Sjallann, þannig að við nýtum andrúmsloftið sem þarna ríkir, að nokkru leyti við uppsetningu verks- ins,“ sagði Ilaukur J. Gunnarsson, sem leikstýrir verkinu Súkkulaði handa Silju og Leikfélag Akureyrar frumsýnir annað kvöld, fímmtu- dagskvöld. Haukur, sem er 34 ára gamall, stundaði nám í leikstjórn í Jap- an í 3 ár og önnur 3 ár var hann við nám í Bretlandi. Hann er nú búsettur í Osló og hefur m.a. sett upp leikrit í Noregi, Danmörku og Finnlandi. En hvernig líkar Hauki að vinna með leikhópnum hjá LA? „Ég kom fyrst hingað til Leikfélagsins 1978 og leikstýrði þá Þess vegna skiljum við, eftir Kamban. í fyrravetur leikstýrði ég hér Bréfberanum frá Arles og í haust kom ég til að leikstýra Galdra-Lofti og Súkkulaðinu. Ætli þetta svari ekki spurning- unni um hvernig mér líkar að vinna með þessum hópi. Hér rík- ir sérstaklega góður andi, allir eru reiðubúnir að leggja sitt af mörkum til að sýningar megi takast sem best. Leikarar smíða og sauma og smiðirnir og saumakonurnar eiga það jafnvel til að leika. Þetta er alveg sér- Höfundurinn Nína Björk Árna- dóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.