Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 35 Minning: Einar Sig- urðsson skipasmíða- meistari Þegar ég kom ungur maður á Fáskrúðsfjörð fór ekki hjá því, að athygli mín beindist að þeim, sem mér þótti bera af öðrum mönnum þar. Einn man ég þar, sem nú er til foldar hniginn, er mér varð minn- isstæðari og hugþekkari en aðrir. Við þekktumst þó aldrei náið, en ég átti oftlega tal við hann. Ég vissi um völundinn Einar, vissi hvers hann var metinn af sam- ferðafólki, fann hversu handtakið var hlýtt og traust, sá milda glettnina merla í augunum, en mest þótti mér þó til um þann eld, er inni fyrir bjó og áhugi hans beindist að, víðar og hærra en verksvið og umhverfi skáru stakk. í örfáum línum nú á kveðju- stund vildi ég minnast bindind- ismannsins Einars Sigurðssonar og brennandi áhuga hans á þeim málum alla tíð. Síðasta samtal okkar hneig að þessu máli og hann sagði þá: Við berjumst aldrei nógu vel, okkar hlutur liggur alltaf eft- ir, og þó er sá hlutur svo góður. Aðrir munu minnast margra verka hans á vinnustaðnum marg- rómaða í Odda og hins mikla fé- lagsmálastarfs hans m.a. og alveg sérstaklega varðandi byggingu Skrúðs, félagsheimilisins á Fá- skrúðsfirði. Aðrir munu einnig minnast hins pólitíska samherja, drenglyndis hans og sanngirni i þeim efnum, því öfgar voru þar aldrei á ferð og aldrei urðu hin ólíku sjónarmið okkar að árekstr- arefni. Það mætti því á margt minnast þegar slíkur merkisberi er kvadd- ur hinztu kveðju, því merkisberi var hann og lét merkið aldrei falla. Bindindishugsjón hans var eins og einn eðlisþátta hans, sam- ofin því lífsviðhorfi, að hamingja einstaklinga sem þjóðar væri hvað helzt I heilhrigðu líferni og heil- brigðu lffsmati falin. Okkur bind- indismönnum ber því að minnast ogþakka nú við leiðarlok. Eg er þakklátur fyrir kynni mín af Einari, fyrir mörg góð orð og ráð gefin mér á mótunarskeiði. Þar fór hinn vammlausi halur, virtur af öllum sem til þekktu, svipmikill samtíðarmaður í allri hógværð sinni og hljóðri kurteisi. Blessuð sé minning Einars Sig- urðssonar. Ilelgi Seljan t STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR, Hátúni 10 A, áöur til heimilis á Vindheimum við Vatnsveituveg, andaðist i Vifilsstaöaspítala aöfaranótt 14. þ.m. Fyrir hönd bræöra og braeðrabarna, Guömundur Jóhannesson frá Reynikeldu. t Sonur okkar og bróöir, DANÍEL VALGEIR STEFÁNSSON, Litlageröi, Mosfellssveit, veröur jarösunginn frá Lágafellskirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00. Þeir sem vildu minnast hans láti Björgunarsveitina Kyndil njóta þess og minningarspjöld Slysavarnafélags islands fást um land allt. Hulda Jakobsdóttir, Stefán Valdimarsson og systkini. t Systir okkar og mágkona, GRÓA HALLDÓRSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 1, veröur jarösungin frá nýju kapellunni í Fossvogi föstudaginn 17. febrúar kl. 10.30. Magnea Halldórsdóttir, Frímann Guöjónsson, Eyjólfur Halldórsson, Gunnar Árnason, Sigríöur Halldórsdóttir. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, INGIRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, Skólavöllum 4, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suöurlands aö morgni þriöjudags 14. febrúar. Árni Einarsson, Guórún Lillý Ásgeirsdóttir, Unnur Einarsdóttir, Gunnar Á. Jónsson, Jóna Einarsdóttir, Jón Helgi Hálfdanarson og barnabörn. NU SAUMUM VIÐ SAMAN LOFT OG VEGGI MEÐTRE-X ÞILJUM Þeir sem hafa kynnt sér klæðningar innanhúss, þekkja vel þiljur með nót og lausri fjöður. Þessi hugmynd hefur nú verið einfölduð, þannig að þiljurnar eru með áfastri fjöður, auk nótar að sjálfsögðu. Uppsetning verður því bæði fljótleg og þægileg.Þú límir og neglir með smáum saum og sníður af endum þar sem við á, - einfaldara getur það varla verið. ■ Áuk þess er verðið stærsti vinningur húsbyggjenda. Þessar þiljur eru framleiddar tilbúnar undir málningu, Stærðir: Veggplötur 38x253 cm 58x253 cm — ii — Loftplötur 58x120 cm 28x120 cm 28x250 cm HEILDSALA - SMASALA TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR löavöllum 6 Keflavík SÍMI: 92-3320

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.