Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 23 Stjórnin situr áfram í Sviss Bern, 12. febrúar, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. SVISSNESKIR jafnaðarmenn ákváöu með 773 atkvæöum gegn 511 aö sitja áfram í ríkisstjórn landsins, á aukaflokksþingi sem haldiö var í Bern nú um helgina. Flokksstjórnin kallaði til fundarins eftir að Lilian Uchtenhagen, frambjóðandi flokksins í ríkisstjórnina, náöi ekki kjöri í sameinuðu þingi 7. desember sl. Flokksstjórnin lagði til að flokkurinn hætti í samsteypustjórn- inni, sem hefur starfað síðan 1959, en meirihluti flokksfulltrúa felldi tillög- una og Pierre Aubert og Otto Stich, ráðherrar flokksins, munu sitja áfram í ríkisstjórninni. Borgaraflokkarnir voru ekki sáttir við vinstri sinnaðar skoð- anir frú Uchtenhagen. Hugsanleg brottför jafnaðar- manna úr ríkisstjórninni hefur skyggt á öll önnur málefni síðustu tvo mánuði. Helmut Hubacher, formaður flokksins sagði, þegar niðurstaða þingsins lá fyrir, að umræðan á aukaþinginu hefði ver- ið nauðsynleg. Hann sagði að flokksstjórnin myndi taka lýðræð- islegri ákvörðun þess og tók fram að margir hafa velt framtíð hans í flokknum fyrir sér en hann sagði að niðurstaða þingsins myndi ekki breyta neinu um forystu flokksins. Óánægju með niðurstöðuna gætti helst meðal yngri flokks- meðlima og kvenna. Þeir kölluðu til annars flokksfundar í næsta mánuði þar sem reynt verður að herða stefnu flokksins innan ríkis- stjórnarinnar. Talsmenn borgaralegu flokk- anna þriggja sem starfa með jafn- aðarmönnum í stjórn voru ánægð- ir með ákvörðun flokksins en bentu á að jafnaðarmenn mættu ekki setja sig á of háan hest og halda að þeir gætu nú farið að setja hinum flokkunum skilyrði. Danmörk: Kreppan bitnar á sparnaðinum Raupmannahófn, 15. febrúar. AP. SAMDRÁTTURINN í dönsku efnahagslífi á síðasta áratug, og sem af er þcssum, hefur valdið því, að Danir fara nú með meira fé í húsnæðið sjálft og upphitunina en minna í mat og skemmtanir. Verst af öllu hefur þó sparnað- urinn farið út úr kreppunni og er hann nú miklu minni en áður. Þessar upplýsingar koma fram í könnun dönsku hagstofunnar á högum 5000 fjölskyldna og er sam- bærileg könnun árið 1976 höfð til hliðsjónar. Á árinu 1982 fóru 32% fjölskylduteknanna í kostnað við hús og hitun en aðeins 23% árið 1976 og til að eiga fyrir þessum reikningi spöruðu fjölskyldurnar við sig næstum á öllum öðrum sviðum. Árið 1976 fóru danskar fjöl- skyldur með 22,9% tekna sinna í matvöru, drykkjarföng og tóbak en nú 21,8%. Sambærilegar tölur fyrir skemmtanir eru 9,1% og 8,2% og fyrir kostnað við að koma sér í vinnuna og aðrar ferðir 15,8% og 13,8%. Mestur hefur niðurskurðurinn orðið í almenn- um sparnaði og nú leggja danskar fjölskyldur aðeins til hliðar 1,2% af tekjum sínum en 4,3% árið 1976. Árið 1981 voru meðalbrúttótekj- ur fjölskyldna í Danmörku 155.666 kr. danskar, sem svöruðu þá til 26.000 dollara. Ef það er fært til núvirðis í íslenskum krónum er þar um að ræða nærri 780.000 kr. Óttast ekki sov- ésku kafbátana Wa.shington, 15. febrúar. AP. TALSMENN bandaríska varnar- málaráðuneytisins sögðu i gær, að engin ástæða væri til að óttast hina kjarnorkuvopnum búnu sovésku kafbáta, sem eru jafnan á eftirlits- siglingu úti fyrir Atlantshafsströnd Bandaríkjanna. Ástæðan væri sú, að það skipti ekki máli hvar umræddir kafbátar væru til staðar, kjarnorku- vopn þeirra gætu hæft skotmörk í Bandaríkjunum engu að síður. Umræddir talsmenn sögðu að kafbátunum hefði fjölgað og væri það í samræmi við hótanir Sov- étmanna, en þeir hótuðu fjölgun slíkra kafbáta ef NATO-löndin hættu ekki við að koma fyrir margumtöluðum meðaldrægum kjarnorkuflaugum í Evrópu. Þeir sögðu að staðsetning kafbátanna væri alfarið af pólitískum toga, sovéskir kafbátar væru yfirleitt á sveimi á hafsvæðum nálægt Sov- étríkjunum og stafaði það af því að þeir væru svo vel vopnum bún- ir, að þeir gætu skotið á bandarísk skotmörk þó þeir væru í höfn norður í Barentshafi. Þrír kafbát- ar af Delta-tegund eru nú á sigl- ingu fram og til baka 1200 til 1600 km úti fyrir austurströnd Banda- ríkjanna. Afar viðsjár- verðir sýklar AUÐVELDARA er að smitast af kvefi eða flensu með því að kveðja einhvern með handabandi heldur en að verða fyrir hósta hans. Þá hefur komið fram að mjög margar fallegar konur snerta aldrei andlit sitt með fingrunum. Það er vegna þess að þær vita að fingur eru oft löðrandi í sýklum. Þetta og fleira kemur fram í bresku blaði nýlega. Rannsóknir hafa sýnt að fing- ur eru gróðrarstía sýkla. Það kann að nægja að nota sömu hnífapör og einhver sem ber hættuleg kvikindi á fingrum sín- um til að smitast. Sýklarnir eru á fingrunum í 2—3 klukkustund- ir og ef menn t. d. nudda augun í millitíðinni er voðinn vís. Af þessum sökum er fólk hvatt í umræddu blaði til að nota hanska sem allra oftast, einnig að þvo sér reglulega um hend- urnar. HÚSGÖGM rSlitþols- prófun áklæða og heitar lummur — Já. Veggsettin sem eru allt í senn sófi, rúm, hillur, hirslur og klæðaskápar renna út eins og heitar lummur. Lengd: 274, H-167, B-75. í stíl við þessa samstæðu eigum við að sjálfsögðu skrifborð o.ffl. o.fl. i S Plan’84 E b - - - L m v ' 'JV,■ -V -) /í —1 rrv.*: ÁkaJLlá. t * *•-* Tegund: 2033 kostar með dýnu og þrem púðum kr. 14.960,00. Sértilboð: Aðeins 2.500 út og eftirstöövar 1.500 pr. mánuð. HAGSYNN VELUR ÞAÐ BESTA EUSQ46NAH0LUN BÍLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.