Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 29 Hljómsveitin Grafík. Grafflí með tónleika í Safari í kvöld Hljómsveitin GrafTk efnir í kvöld til tónleika í veitingahúsinu Safari. Eni þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar í rúmar 6 vikur og eru nær einvörðungu ný íög á efnisskránni. Tónleikarnir hefjast um kl. 23. Það eru þeir Rúnar Þórisson/gítar, Örn Jónsson/bassi, Rafn Jóns- son/trommur og Helgi Jónsson/söngur sem skipa hljómsveitina Grafík. Hljómsveitin hefur sent frá sér tvær breiðskífur og von er á þeirri þriðju einhvern tíma á árinu. V 'J Geirharður Þorsteinsson (t.v.), arkitekt og formaður íbúðasamtaka Skuggahverfis, útskýrir þær tillögur sem fram hafa komið varðandi skipulag VÍð Skúlagötu. Ljósmynd Mbl. ÓI.K.M íbúasamtök Skuggahverfis: i ÚT ER komin 14. útgáfa bókarinnar „Hjálp í viðlögum" eftir Jón Oddgeir Jónsson, en bókin er gefin út að tilhlutan Slysavarnafélags íslands. „Hjálp í viðlög- umw í 14. útgáfu Fáar bækur hafa selst í jafn- stóru upplagi hér á landi og ein- mitt „Hjálp í viðlögum". Utgáf- urnar hafa jafnan selst upp á stuttum tíma. Jón Oddgeir hefur eftir því sem þörf krafði endur- bætt bókina með hverri nýrri út- gáfu. Svo er einnig í þetta sinn. Má þar nefna kafla um bráð sjúkdómstilfelli og eitranir, sem Alfreð Gíslason læknir hefur skrifað. Þá eru nýir kaflar um fæðingahjálp, skyndilegt hjarta- kast og hvernig bregðast á við því og kaflinn um lífgun hefur verið aukinn og endurbættur, bæði hvað varðar lesmál og myndir. Höfundurinn, Jón Oddgeir Jónsson, hefur lengst allra íslend- inga kennt hjálp í viðlögum. Hann hefur hlotið margvíslegan heiður fyrir þessi störf, m.a. heiðurs- merki Rauða kross fslands. Mótmæla tillög- um um háhýsi „Við óttumst, að ef ekki tekst vel til með skipulag þessa svæðis, þá fáum við nágranna sem ekki eru tilbúnir að taka þátt í að gera þetta hverfi að manneskjulegri heild. f Skuggahverfi búa nú um 500 manns, en búist við að sú tala geti farið upp í 1500 þegar nýtt skipulag er orðið að raunveruleika þannig að mikið er í húfi að vel takist til“, sagði Geirharður Þorsteinsson. arkitekt og formaður íbúasamtaka Skuggahverfisins, á fundi með blað- amönnum á þriðjudag. Þar kynntu samtökin hugmyndir borgaryfirvalda um breytingu á skipulagsákvæðum á svæði við Skúlagötu og sögðu frá þeim aðgerðum sem íbúasamtökin hafa viðhaft til að reyna að hafa áhrif á framtíðarskipulag svæðisins. Að fundinum stóðu einnig íbúasamtök Vestur- bæjar, íbúasamtök Þingholtanna og Torfusamtökin. „Við mótmælum þeirri tiliögu sem fram hefur komið um nýt- ingartöluna 2, sem er alltof há. Við erum sammála öðrum þætti breyt- ingartillagna á svæðinu, þ.e. að leyfa nú aukningu ibúðabyggðar þar sem aðalskipulag 1964-1983 hafði áður gert ráð fyrir að iðnað- ur og stofnanir leystu af hólmi gamla og gróna íbúabyggð. Hins vegar teljum við ekki stætt á því, að leyfa svo mikla aukningu hús- næðis miðað við flatareiningu lands, eða allt að tvöföldun miðað við það sem áður hafði verið leyft í skipulagi", sagði Geirharður og benti jafnframt á, að þessu hafi 350 aðilar mótmælt með undir- skriftum, þó ekki hafi nema 38 ein- staklingar ritað borgarverkfræð- ingi sérstakt bréf þar sem mót- mælt er hækkun nýtingarstuðuls. Gerður Pálmadóttir, meðstjórn- andi í íbúasamtökum Skugga- hverfis tók einnig til máls á fund- inum og sagði það næsta verkefni samtakanna að kanna lögmæti vinnubragða borgaryfirvalda og kanna rétt þeirra sem telja sig órétti beitta í þessu máli. Einnig myndu samtökin kynna öllum al- menningi málavexti og leita stuð- nings þar við málstað samtakanna. Samtök áhugamanna um kvikmyndagerð: Námskeið í leikstjórn SAMTÖK áhugamanna um kvik- myndagerð gangast fyrir námskeiði í leikstjórn nk. laugardag. Leiðbeinandi verður Egill Eð- varðsson, en fjallað verður um þær skyldur sem hvíla á herðum leikstjóra, starfsvið - hans og vinnslu kvikmyndahandrita, auk annarra grundvallaratriða sem hverjum leikstjóra eru nauðsyn- leg. Námskeiðið fer fram í Alfta- mýrarskóla og hefst það kl. 14.00. (Cr fréuatilkynninKU) Kvöldvaka Ferðafélagsins FERÐAFÉLAG íslands heldur kvöldvöku á Hótel Hofi, þriðjudag- mn 21. feb. kl. 20.45. Á kvöldvökunni fjallar Guð- mundur Hafsteinsson veðurfræð- ingur um veður og veðurspár. (flr fréttatilkynningu) Hvammstangi: Fundur um áfengis- og fíkniefna- vandann JC, Afengisvarnarnefnd og áhuga- fólk um áfengis- og fíkniefnavand- ann boða til kynningarfundar á Hvammstanga nk. sunnudag kl. 15.00. Fundurinn verður haldinn í Fé- lagsheimilinu. Meðal framsögu- manna verður Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir hjá SÁÁ, og fjallar hann um meðferðarheimili Sam- takanna. (t'r rrétUtilkynitinKu) i radauglýsingar — radauglýsingar — raöauglýsingar óskast keypt Heildsala Heildsala eöa verslunarfyrirtæki af meðal- stærö óskast. Uppl. sendist inn á augt.deild Mbl. fyrir 23. febr. merkt: „Heildsala — 1330“. fundir — mannfagnaöir Aðalfundur Austfirðinga- félagsins í Reykjavík veröur haldinn aö Ásvallagötu 1 (fundarsal kvenfélagsins Hringsins), fimmtudaginn 23. febrúar næstkomandi og hefst kl. 8.30. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Allir austfiröingar velkomnir. Stjórnin. Aöalfundur í vörubílstjórafélaginu Þrótti, veröur haldinn, laugardaginn 18. febrúar, í húsi félagsins, að Borgartúni 33, Reykjavík og hefst kl. 14.00. Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. Hádeigsveröarfundur Efni: „Nýjungar í Þjóöhag- fræöi“. Fyrirlesari: Dr. Þorvaldur Gylfason, prófessor. Fundarstaöur: Veitingastað- urinn Þingholt, föstudaginn 17. febrúar kl. 12.15—13.45. Félag viöskiptafræöinga og hagfræöinga. nauöungaruppboö Nauðungaruppboð sem auglýst var í 126., 128. og 130. tbl. Lög- birtingarblaðsins 1983, á jöröinni Miklaholti, Hraunshreppi, Mýrasýslu, þinglesinni eign Gunnars Fjeldsted fer fram aö kröfu Jóhann- esar Jóhannessen hdl., Kristjáns Eiríkssonar hrl. og Einars Viðar hrl., á eigninni sjálfri, þriöjudaginn 21. febrúar nk., kl. 14.00. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjaröarsýslu. ...i JtofgmiMafeifc Metsölublad á hxerjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.