Morgunblaðið - 16.02.1984, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984
43
■Ul
Sími 78900
CUJO
Splunkuný og jafnlramt stór-
kostleg mynd gerö eftlr sögu
Stephen Klng. Bókln um Cujo
hefur veriö gefin út í milljónum
eintaka viðs vegar um heim og
er mest selda bók Kings. Cujo
er kjörin mynd fyrir þá sem
unna góöum og vel geröum
spennumyndum. Aðalhlutverk:
Oee Wallace. Chriatopher
Stone, Daniel Hugh-Kelly,
Danny Pintauro. Leikstjóri: |
Lewis Teague.
Bönnuó börnum innan 16 ira.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Hækkað verð.
SALUR2
Daginn eftir
(The Day After)
Perhaps The Most
Important Film Ever Made.
j THE
DAV AFTER
..When War Games Are Real.
; The Day After er
mynd sem allir tala um.
Aöalhlutverk: Jason Robards,
Jobeth Williams, John Cull-
um, John Lithgow. Leikstjóri:
Nicholas Meyer.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Ath.: Ðreyttan sýningartíma:
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Hækkað verð.
SALUR3
Segðu aldrei aftur
aldrei
(Never say never again)
SEAN CONNERT
is
JAME5 BOND 00?
Jj
jStærsta James Bondj
jopnun í Bandaríkjunum *
fri upphafi.
Aöalhlutverk: Sean Connery, I
Klaus Maria Brandauer,
Barbara Carrera, Max Von
Sydow, Kim Basinger, |
Edward Fox sem „M“.
Myndin er tekin ( dolby- |
stereo.
Ath.: Breyttan sýningartfma:
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Hækkað verð.
Skógarlíf
og Jólasyrpa
Mikka Mús
Ath. aukamynd: Jólasyrpan I
með Mikka Mús, András Önd |
og Frænda Jóakim er 25 min.
löng.
Sýnd kl. 5.
La Traviata
Sýnd kl. 7.
Hækkað verð.
Njósnari
leyniþjónustunnar
Sýnd kl. 9 og 11.
Frístundahópur á vegum Tómstundaráðs Kópavogs:
Hlaut nafnið
„Hana nú“
FRÍSTUNDAHÓPUR, sem starfrækt-
ur hefur verið á vegum Tómstunda-
ráðs Kópavogs frá síóastliðnu vori
hefur nú hlotið nafnið „Hana nú“.
í fréttatilkynningu tómstundaráðs
segir að meðlimir hópsins, sem eru á
aldrinum 50—70 ára, hafi fyrir
skömmu valið honum þetta nafn.
í sömu tilkynningu segir einnig
að tilgangur þessarar starfsemi sé
að gefa fólki á aldrinum 50—70 ára
kost á að skemmta sér saman við
frjó áhugamál, eins og komist er að
orði. Þar segir ennfremur að hópur-
inn hafi farið í ferðalög, náttúru-
skoðunarferðir og heimsótt menn-
ingarstofnanir.
1 tilkynningunni segir að lokum
að allir Kópavogsbúar á áður-
greindum aldri séu velkomnir í frí-
stundahópinn „Hana nú“, en félags-
gjöld eða kostnaður sé enginn,
nema vægt gjald í áætlunarbíla,
sem flytja fólk í ferðirnar. Þeim,
sem hafa áhuga, er bent á að hafa
samband við Stefán Guðmundsson,
tómstundafulltrúa.
Eldsvoði á Laugavegi
ELDUR kom upp í risfbúð á Lauga-
vegi 24 um þrjúleytið aðfaranótt sl.
þriðjudags.
Sex bílar slökkviliðsins í
Reykjavík voru sendir á vettvang,
því óttast var að fólk væri í íbúð-
inni. Fjórir reykkafarar fóru inn,
tveir fóru upp stiga og tveir voru
hífðir upp í körfu og fóru inn í
íbúðina af svölum. Enginn var í
íbúðinni. Eldurinn var mestur í
eldhúsi og lagði mikinn reyk um
ibúðina.
Slökkviliðinu gekk greiðlega að
slökkva eldinn og urðu tiltölulega
litlar skemmdir. Eldsupptök eru
ókunn.
Morgunblaðið/Júlíus.
lelagarnir í Myndlistarklúbbi Seltjarnarness sem áttu verk á sýningunni í
Herlev voru: Auður Sigurðardóttir, Árni Garðar Kristinsson, Ása Oddsdóttir,
Ásgeir Valdimarsson, Björn Blöndal, Guðfinna Hjálmarsdóttir, Guðmundur
Kristinsson, Lóa Guðjónsdóttir, Magnús Valdimarsson, Jensey Stefánsdóttir
og Kristín Hreinsdóttir.
Seltirningar sýndu í Herlev
Jónshúsi, Kaupmannahofn, 28. janúar.
í HERLEV, vinabæ Seltjarnarness,
var allan desembermánuð sýning á
verkum félaga í Myndlistarklúbbi
Seltjarnarness í menningarmiðstöð
bæjarins. Voru það alls 26 myndir
eftir 11 listamenn og var sameigin-
legt yrkisefni náttúrufar Seltjarnar-
ness og umhverfis.
Herlev er nágrannbær Kaup-
mannahafnar í norðvestri og búa
þar þó nokkuð margir Islendingar,
einkum á Kagsár-stúdentagarðin-
um, en þar eru um 20 íslenzkar
fjölskyldur. Sýningarhús bæjarins
er aðalbygging gamals stórbýlis,
sem Gammelgaard heitir, og hefur
húsinu verið breytt í hina ágæt-
ustu sýningar- og hljómleikasali.
Sagði listfræðilegur ráðunautur
bæjarskrifstofunnar í Herlev að
sýningin hafi bæði verið falleg og
vel sótt, og séu íbúar Herlev
áhugasamir um að kynnast vina-
bænum á íslandi. Svo hefði líka
reynzt, er fulltrúar hinna norrænu
vinabæja voru saman komnir til
menningarráðstefnu í Herlev
1979. G.L.Ásg.
Flóð í Öldutúnsskóla
„Þetta hefur gerst nokkrum sinnum í vetur. Viðbygging var byggð
við skólahúsið síðastliðið haust, en eftir að skipt var um jarðveg
fyrir þær framkvæmdir haustið 1982 hefur flætt svona hér inn við
ákveðin veðurskilyrði," sagði Helgi Hauksson, kennari við Öldu-
túnsskóla í Hafnarfirði, í viðtali við Mbl. á þriðjudaginn. Þar var þá
um 20 sentimetra djúpt vatn á gólfi í smíðastofu, geymslum og
kompum.
Nemendur 6.-L og kennarar aðstoðuðu bæjarstarfsmenn við að
bjarga munum úr smíðastofu og ausa vatninu út, en ekki hefur
verið metið hversu mikið tjón hlaust af. Ljósmynd Heigi Hauksson.
Sfaagadagar
Á Skaganum hafa löngum búið kátir karlar og hláturmildar konur
eins og við þekkjum öll úr kvæðinu um Kútter Harald.
Nú eru Skagamenn komnir í bæinn og ætla að gefa okkur kost á að
taka þátt í gamninu með sér í Blómasalnum föstudaginn 17.
og laugardaginn 18. febrúar.
». Strákar úr meistaraflokki Akraness í knattspyrnu flytja
skemmtidagskrá. Þeir nefna sig Tvöfalda kvartettinn.
rv if Árni Sveinsson kemur með eitthvað óvænt.
Bresaflokkurinn syngur og flytur gamanmál.
Þá munu Módelsamtökin birtast með mjög skemmtilega
og áhugaverða tískusýningu.
•Á matseðlinum verður síldarævintýrið okkar margfræga
á 450.- krónur og sérréttaseðill hússins ásamt salat- og brauðbar.
Borðapantanir hjá veitingastjóra í símum 22321/22322
VERIÐ VELKOMIN'
HÓTEL
LOFTLEHDIR
FLUCLEIDA HOTEL