Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 33 Minning: Kristinn Andrés Gunn- laugsson Fæddur 8. október 1957 Dáinn 10. febníar 1984 Hvílík harmafregn, fjórir skip- verjar af ms. Fjallfossi fórust að morgni hins 10. febrúar. Allt voru þetta ungir menn í blóma lífsins. Einn þeirra, mágur minn, Krist- inn Andrés Gunnlaugsson, eða Kiddi eins og við vinir hans köll- uðum hann, aðeins 26 ára gamail. Við, sem eftir stöndum, erum harmi slegin. Hvers vegna Kiddi? Hann sem var svo ungur og átti lífið framundan, — en við fáum engin svör. Móður sína, Vilborgu Sigurð- ardóttur, missti hann ungur á við- kvæmum aldri. Eftir lifir faðir hans, Gunnlaugur Björnsson, sem hefur átt við vanheilsu að búa undanfarin ár og sér nú á eftir yngsta syni sínum af sex sonum. Þeir sem eftir lifa eru taldir í al- dursröð; Sigurður, fæddur 5. 7. 1945; Björn, fæddur 10. 11. 1946; Gunnlaugur, fæddur 24. 10. 1949; ívar, fæddur 27. 7. 1951; Ásgeir, fæddur 7. 10. 1952. Móðuramma Kristins, Ágústa Jónsdóttir, lifir dótturson sinn, sem hún bar mikia umhyggju fyrir. Eftir lát móður sinnar dvaldi Kiddi lengst á heim- ili elsta bróður síns, Sigurðar, og konu hans Oddnýju Sturludóttur. Það yljar okkur sem eftir stönd- um að minnast þeirrar elsku og umhyggju sem þau sýndu Kidda, þvf sannarlega var hann sem eitt af börnum þeirra, sem stóri bróð- ir, sem þau elskuðu og virtu. Börn eru næm fyrir eiginleikum ann- arra. Töfrar persónuleika mágs míns fólust í hlédrægni og lítil- læti. Vegferð slíkra manna verður árekstralaus, þeir eru hafnir yfir alla lágkúru. Kiddi var í orðsins beztu merkingu drengur góður. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi.". Sigrún. Finnlands- kynning í kvöld Finnlandskynning, þar sem sýnd verður kvikmynd um land og þjóð og ferðaleiðum og gististöð- um lýst, verður haldin í húsakynn- um BSRB á Grettisgötu 89 í kvöld kl. 20.30. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu sem Mbl. hefur borist frá BSRB. Þar segir ennfremur að ferðanefnd BSRB efni til leigu- flugs til Helsinki í Finnlandi frá 30. júní til 16. júlí næstkomandi og þátttakendum gefist þar kostur á mismunandi ferðatilhögun. + Móðir okkar, LÁRA JÓHANNESDÓTTIR, Vesturgötu 66, er látin. Útförin fór fram í kyrrþey. Dætur hinnar létnu. Eiginkona mín og móöir okkar, STEINUNN BJÖRG JÚLÍUSARDÓTTIR, Innri-Múla, Baröaströnd, lést í Sjúkrahúsi Patreksfjaröar aöfaranótt 13. þessa mánaöar. Þóröur Ólafsson og börn. + Maöurinn minn og faöir okkar, GUDLEIFUR BJARNASON, símvirki, Sörlaskjóli 44, andaöist á heimili sfnu 14. febrúar. Sigurborg Eyjólfsdóttir og börn. + Hjartkær eiginmaöur minn, faöir okkar og sonur, GRÉTAR ÞÓR KARLSSON, loftskeytamaöur, andaöist i Landspítalanum 14. febrúar. Sigrún J. Haraldsdóttir, Elín Klara Grótarsdóttir, Haraldur Þór Grétarsson, Elín og Karl Bender. K Frá 16.—29. febrúar SS kjötbúðingur Leiðbeinandi verð Tilboð 147,90 113,85 Igantex gúmmíhanskar 22,70 Frén súkkúlaðimaría 33,65 26,75 Frón Albert kex Frón Mokkakremkex 33,25 24,95 (P Kaffi Vi kg 59,85 47,45 Eaurgran kartöflumús 100,55 71,20 verslun er kjarabót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.