Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 GLUGGA- OG HURÐAÞÉTTINGAR TÖKUM AÐ OKKUR AÐ ÞÉTTA OPNAN- LEGA GLUGGA OG HURÐIR MEÐ »SLOTISLISTEN“ INNFRÆSTUM VAR- ANLEGUM ÞETTILISTUM: siom Ólafur Kr. Sigurðsson HF Suðurlandsbraut 6, sími 83499 TOLVU l ÚIVUVFEíjINÍ undirbúningur og f ramkvæmd | Stöðugt fleiri fyrirtæki taka ákvörðun um kaup á tölvubúnaði til notk- unar við fjárhags-, viðskipta-, launa-, birgðabókhald og framleiðslu og verkstýringu. Dæmin sýna og sanna að fátt er mikilvægara en réttur undirbúningur þegar tekin er ákvörðun um með hvaða hætti sé ráðlegast að tölvuvæða fyrirtækið. MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS er að gera þátttakendur færa um að skilgreina kröfur og þarfir eigin fyrir- tækis og kynna fyrir þeim helstu lausnir sem koma til greina. EFNI: - Hvað er tölva - hvemig vinnur tölva. - Hvaða rekstrarþætti er hagkvæmt að tölvuvæða - stjómun, fjármála- svið, birgðastýring, framleiðslustýring. - Undirbúningur tölvuvæðingar - úttekt á þörfum fyrirtækisins, skil- greining á kröfum fyrirtækisins til tölvulausnar. - Söfnun upplýsinga - gerð útboðsgagna, samanburður tilboða, val hug- búnaðar og vélbúnaðar. - Framkvæmd tölvuvæðingar - fjármögnun, námskeið, samningur við seljendur. - Áhrif tölvuvæðingar á starfsfólk og stjómun. - Sýning á nokkrum tölvukerfum. Sérstaklega verður fjallað um framboð á hugbúnaði og vélbúnaði á ís- lenska markaðnum. ÞÁTTTAKENDUR: Stjómendur og starfsmenn fyrirtækja og stofnana er hafa með höndum ákvörðun um val tölvubúnaðar og umsjón með framkvæmd tölvuvæð- íngar. LEIÐBEINENDUR: Gunnar Ingimundarson, við- skiptafræðingur, próf í við- skiptafræði frá Háskóla ís- lands, 1981, starfar sem ráð- gjafi hjá Félagi fslenskra iðn- rekenda við undirbúning og framkvæmd tölvuvæðingar. Páll Kr. Pálsson, hagverkfræð- ingur, próf í hagverkfræði frá Tækniháskólanum í V-Berlín 1980, deildarstjóri tæknideild- ar Félags íslenskra iðnrekenda og stundakennari við Háskóla íslands. TIMI: Tími: 27. febrúar — 1. marz 1984, kl. 14—18. TIIKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 Starfsmenntunarsjóður starfsmannafélags ríkisstofnana styrkir fé- lagsmenn sína til þátttöku á þessu námskeiði. Upplýsingar gefa við- komandi skrifstofur. STJÓRNUNARFÉLAG !v ÍSLANDS IMo23 Metsölublad á hverjum degi! Minning: Sveinn Þorbergs- son vélstjóri Þann 10. febrúar sl. lést í St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði Sveinn Þorbergsson, vélstjóri. Sveinn faeddist þann 12. apríl 1899 á Klúku í Ketildalahreppi, Barðastrandasýslu, sonur Þor- bergs Bjarnasonar frá Rauðstöð- um í Arnarfirði. Móðir Sveins var Guðný Sigríður Sveinsdóttir frá Klúku. Sveinn kvæntist þann 25. nóv- ember 1932 Jónínu Björgu Guð- mundsdóttur og eiga þau þrjú börn, Sigurberg sem fæddur er 15. apríl 1933, viðskiptafræðingur, kvæntur Ingu Gísladóttur; Guð- mann sem fæddur er 3. júní 1936, vélstjóri, og er kvæntur Þorbjörgu Ragnarsdóttur og Ásdísi sem fædd er 27. desember 1942 og er gift Þórarni Karli Sófussyni, stýrimanni. Snemma ákvað Sveinn að gera sjómennsku að æfistarfi, en á hans uppvaxtarárum voru fiski- skipin að breytast úr árabátum í vélknúin skip. Frá 1915 til 1968 stóð Fiskifélag íslands fyrir mótornámskeiðum um allt land fyrir þá sem hugðust starfa sem vélstjórar á fiskiskipa- flota landsmanna, en langur og farsæll vélstjóraferill Sveins hefst er hann lýkur minnamótornám- skeiði Fiskifélagsins á Bíldudal veturinn 1927—28. Strax að loku námskeiðinu réðst Sveinn sem vél- stjóri á fiskiskip þar sem hann starfaði um nokkurt skeið. En hugur Sveins stóð til frekara náms og því var hann með þeim fyrstu, sem lauk meiramótornám- skeiði Fiskifélagsins, en þau nám- skeið hófust árið 1936. Að loknu meiramótornámskeiði starfaði Sveinn lengst af sem vél- stjóri á skipum Landhelgisgæsl- unnar, lengst af á varðskipinu Ægi. Sveinn hætti störfum hjá Land- helgisgæslunni 1965 og hafði þá starfað við vélstjórn í 35 ár. Þegar Mótorvélstjórafélag ís- lands var stofnað var Sveinn einn af stofnendum þess og í stjórn þar frá upphafi til ársins 1968, en þá sameinuðust Mótorvélstjórafélag íslands og Vélstjórafélag íslands. Sveinn var í stjórn Vélstjórafélags fslands frá 1968 og starfsmaður þess frá sama ári til þess tíma er hann lét af störfum árið 1979, þá kominn á níræðisaldur. Starf Sveins hjá Vélstjórafélagi Islands var fyrst og fremst fólgið í því að innheimta árgjöld félagsins og sjóða þess, svo og samskipti við félagsmenn og almenn skrifstofu- störf. Sveinn var ákaflega dugleg- ur innheimtumaður og sá ekki eft- ir sér að ferðast um landið til þess að inna starf sitt sem best úr hendi. Vegna þessara ferða Sveins gjörþekkti hann bæði okkar félaga út um allt land svo og eigendur hinna ýmsu skipa og útgerðar- háttu þeirra. Vegna þessa kunnug- leika Sveins var oft haft við orð að eigi væri nauðsynlegt að eiga fé- lagaskrá Vélstjórafélagsins upp- skrifaða, þar sem nóg væri að spyrja Svein sem hefði á reiðum höndum upplýsingar um alla okkar félagsmenn, störf á líðandi stundu og heimili. Sveinn var mjög ljóðelskur og kunni mikinn fjölda vísna og kvæða, sem hann fór með á góðum stundum sér og öðrum sem á hlýddu til hinnar mestu skemmt- unar. Sveinn var kjörinn heiðurs- félagi Vélstjórafélags íslands á aðalfundi þess 1980. Áður hafði hann verið kjörinn heiðursfélagi í Mótorvélstjórafélaginu á árinu 1949 og hlaut heiðursmerki sjó- mannadagsins 1967. Nú við leiðarlok vottum við eig- inkonu, börnum og öðrum alhuga samúð okkar. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags fslands. Leiðrétting f minningargrein um Guðrúnu Rögnvaldsdóttur, kaupkonu í Siglufirði, sem birt var í Morgun- blaðinu í gær, 14. febr. sl., féllu niður nokkur orð í einni máls- grein. Rétt er málsgreinin svo: „Guðrún var gift Ragnari Jó- hannessyni, skattstjóra í Norður- landsumdæmi vestra, og búsett í Siglufirði alla tíð. Ragnar gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og var m.a. lengi í bæjarstjórn Siglufjarðar". Á réttum tíma Fyrir þá sem ferðast í viðskiptaerindum til útlanda er stundvísi ekki aðeins dyggð - hún skiptir sköpum. Seinkun um aðeins hálfa klukkustund getur valdið því að þú missir af lestarferðum eða áframhaldandi flugi og þar af leiðandi mikilvægum fundum og viðskiptum. Arnarflug kemur ekki of seint. Frá miðju ári 1983 hafa vélar Arnarflugs farið í loftið frá Keflavík á réttum tíma í 94% tilvika. Sú tala verður varla hærri, enda eru þau flug- félög ekki mörg sem geta státað af betri árangri. Með okkar einstöku stundvísi og því að fljúga að morgni héðan til Amsterdam og síðdegis til baka tryggjum við að þú kemur á leiðarenda samdægurs - og á réttum tíma. Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, slml 84477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.