Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1984 Voru kafarar Landhelgisgæslunnar ótryggðir við störf á Grundartanga?: Var sagt að þeir köfuðu sem einstaklingar en ekki í nafni Landhelgisgæslunnar REYNT var ad bera þeim tveimur starfsmönnum Landheigis- gæslunnar, sem köfuðu á slysstað við Grundartanga á fóstudag, þar sem fjórir sjómenn af ms. Fjallfossi fórust nóttina áður, þau boð, að þeir köfuðu þar sem einstaklingar, en ekki sem starfs- menn Landhelgisgæslunnar, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Helga Hallvarðssyni, skipherra, en honum var falið að bera mönnunum þessi boð, en hann neitaði því, þar sem þyrlan sem flutti mennina upp á Grundartanga, var þá að fara í loftiö. Skilja starfsmenn Gæslunnar þessi boð sem svo að kafararnir tveir, þeir Þorvaldur Axelsson og Hjalti Sæmundsson, hafi kafað við Grundartanga ótryggðir af Gæslunnar hálfu, en hins vegar fékk Mbl. það staðfest hjá Hann- esi Hafstein, framkvæmdastjóra Slysavarnafélags íslands, að hann hefði sagt mönnum að kafararnir væru tryggðir eins og aðrir starfs- menn Slysavarnafélagsins við að- gerðirnar. Sigurður Árnason skipherra, yf- irmaður stjórnstöðvar Landhelg- isgæslunnar, sagði í gær að Gæsl- an ætti í launadeilu við kafara sína, og á meðan sú deila stæði, köfuðu þeir ekki í nafni Landhelg- isgæslunnar. Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæsiunnar, sagði að hann hefði ekki fengið skýrslu um þessa atburði, og yrði hann að kynna sér málið áður en hann gæti svarað fyrir þessa hluti, en hann gat þess að menn sem væru starfandi hjá Gæslunni, kafarar eða aðrir, væru á ábyrgð hennar. „Við gerðum okkur grein fyrir því að ef við gætum komið að liði sem kafarar við þessa hörmungar- atburði, þá værum við í köfuninni á eigin vegum og sjálfir ábyrgir eins og ávallt, og munaði raunar litlu að sú ábyrgð yrði greidd," sagði Þorvaldur Axelsson hjá Landhelgisgæslunni, í gær, en hann var annar tveggja kafara sem leitaði á Grundartanga. „Hinu óraði okkur ekki fyrir að Gæslan afneitaði gerðum af- kvæma sinna og það áður en hún vissi hvað úr þeim yrði,“ sagði Þorvaldur. SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033 Þýðir 68.500 lesta skuld við Norðmenn VERÐI leyfð veiði á alls 640.000 lest- um af loðnu á vetrarvertíðinni, þaö er frá nóvember og fram eftir mars, þýðir það að við upphaf vertíðar næsta haust skuldum við Norðmönn- um um 68.500 lestir af loðnu áður en til skipta úr þessum stofni milli þjóð- anna kemur. Vegna þess, að hér er að nokkru leyti um sameigilegan stofn okkar og Norðmanna að ræða, hefur ver- ið um það samkomulag, að þeir fái vissan hluta af stofninum, en talsvert minna en við. Þessi stofn veiðist einnig eitthvað í græn- lenskri iögsögu og á umdeilda svæðinu milli Jan Mayen og Græn- lands. Vegna þess hefur EBE gert tilkall til veiða og samninga um veiðina þó þjóðir þess stunduðu ekki veiðar á þessu svæði á síðasta ári. Norðmenn stunda veiðar úr þessum stofni í júlí og ágúst, það er þegar loðnan er innan fiskveiði- lögsögu þeirra, og við upphaf vetr- arvertíðar höfðu þeir farið nokkuð fram úr skammti sínum og skuld- uðu okkur því um 27.500 lestir í haust. Miðað við þann afla, sem ákveðinn var í haust, 375.000 lestir, vorum við komnir 56.250 lestum fram úr okkar skammti þannig að miðað við það hefðum við skuldað Norðmönnum um 29.000 lestir áð- ur en nokkuð kæmi til skipta næsta haust. Eins og áður segir verður skuld okkar við þá um 68.500 lestir miðað við að veiðin verði aukin um 265.000 iestir eða upp í 640.000. Þetta mál mun væntanlega verða rætt á fundum Norsk- íslenzku fiskveiðinefndarinnar og EBE, sem verða í Reykjavík dag- ana 22. og 23. þessa mánaðar. Hins vegar hefur þessi skipting valdið verulegum erfiðleikum, þar sem ekki er nægilega vitað um stofn- stærð, þegar loðnuveiðar Norð- manna hefjast seinni hluta sumars. Sú vitneskja liggur sjaldnasat fyrir fyrr en í nóvem- ber. Bandarískur einsöngv- ari á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitarinnar WILLIAM Parker, bandarískur bar- iton-söngvari, syngur einsöng á áskriftartónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, sem haldnir verða í kvöld og hefjast kl. 20.30. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Mbl. hefur borist frá Sinfóníu- hljómsveitinni, þar sem segir ennfremur, að William Parker sé ákaflega fjölhæfur listamaður og jafnvígur á ljóða-, óratóríu- og óperusöng. Einnig segir að hann hafi unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal fyrstu verðlauna í keppni sem kennd er við Kennedy Center og Rockefeller-stofnunina. Efnisskrá tónleikanna er sem hér segir: J.S. Bach: Grosser Herr, aría úr Jólaóratóríu. W.A. Mozart: Rivolg- ete a lui 10 sguardo, konsertaría, K 584. W.A. Mozart: Sinfónía nr. 36 í C-dúr, K 425. Frank Martin: Sex mónólógar úr Jedermann. Muss- orgsky-Ravel: Myndir á sýningu. Stjórnandi á tónleikunum er Jean-Pierre Jacquillat, sem hefur stjórnað hljómsveitinni í vetur, en einnig hefur hann m.a. starfað sem William Parker, baritonsöngvarinn bandaríski, sem syngur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í kvöld. hljómsveitarstjóri Orchestre de Paris og í Metropolitan-óperunni í New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.