Morgunblaðið - 25.03.1984, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984
45
ans í sjálfu sér, en ég er hins vegar ósáttur
viö það að hann gefur ekki upp forsendur
pessa spádóms. Þetta er eins og einhver
gerði veöurspá án þess að gera grein fyrir
þeim forsendum sem hann byggði spá sína
á.
Auk þess er alltaf hæpiö aö setja fram
spár um einstaka atburöi og ættu menn
frekar aö halda sig viö aö spá í aöstæður.
Þaö er ágætt aö líkja stjörnuspekinni viö
veöurfræöina. Veöurfræöingur getur spáö
því meö talsveröu öryggi aö þaö veröi ísing
og hálka á morgun en ef hann bætti þvi viö
að þú fótbrotnaöir væri þaö hans eigin
ágiskun sem tengdist veöurfræöinni ekki
minnstu vitund. í þá gryfju hafa stjörnu-
spekingar oft dottið og stjörnuspekin falliö
í áliti sem fræöigrein fyrir bragðið.
Hvaö varö til þess aö þú fékkst áhuga á
stjörnuspeki?
Það er margt sem spilar þar inní. For-
vitni mín vaknaöi fyrst þegar ég las grein
um stjörnuspeki í Hjemmet. Mér fannst hún
heillandi og forvitnileg. Síöan leiddi eitt af
ööru. Ég hef alltaf haft áhuga á sögu, vís-
indum almennt, sálarfræöi, trúmálum og
fólki. Stjörnuspekin er þaö víötæk aö hún
spannar þetta allt. Fyrir utan aö geta veriö
mjög skemmtilega fræöileg er hún félags-
leg, mjög gefandi í almennri sjálfsþekkingu
og þekkingu á fólki, því sem er aö Paki
gerða okkar. Hún getur leitt til aukins skiln-
ings manna á meðal á heimilum, vinnu-
stöðum og víöar. Hún er mikill skilnings-
auki og góöur sálarspegill.
Getur þú sýnt okkur dæmi um túlkun á
stjörnukorti?
Já, ég er reiöubúinn aö koma meö dæmi
sem ættu aö gefa hugmynd. Áöur vil ég
kynna grundvallarhugtökin sem eru notuö
við túlkun.
Þau eru stjörnumerkin tólf, sem ég mun
ekki telja upp hér þar sem flestir ættu að
þekkja nöfn þeirra. Pláneturnar tíu eru
notaðar og síðan er himninum skipt í
svæði sem kölluð eru hús.
Ég vil taka það fram að þeir sem fást við
stjörnuspeki taka alls ekki allt sem hefðin
hefur skilað okkur sem nýju neti. Margt er
að breytast í faginu og töluverð gagnrýni
ríkir á einstaka þætti. Hins vegar þykir
mér sjálfsagt að kanna gildi allra þátta
áður en ég legg nokkurn dóm þar á.
Stjörnumerkjunum er skipt í fjóra flokka,
eld, jörð, loft og vatn. Eldur samsvarar
lífsorku, jörð efnisorku, loft félags- og
hugmyndaorku og vatn sálar- og tilfinn-
ingaorku. Merkin eru síðan ýmist frum-
kvæð, stöðug og breytileg, úthverf og inn-
hverf.
Pláneturnar samsvara orkustöðvum og
afstaða þeirra innbyrðis og staða í merkj-
unum gefa til kynna mismunandi persónu-
leika + einkenni hvers og eins.
Sem dæmi eru hér nokkrir punktar úr kortum Bryndísar
Schram og Þorsteins Pálssonar.
Það eð enginn fæðingartími er fyrir hendi vantar mikið inná
kortin, s.s. húsin og ása, og er teikning kortanna því mun
einfaldari en á korti Ómars.
Bryndís Schram
fædd 7. september 1938
Hún er Meyja með
Sól í samstöðu við
Neptúnus og því
dugleg, hagsýn og list-
ræn. Tungl í Vatnsbera
táknar að hún er félags-
lynd og sjálfstæð. Merk-
úríus-Mars í Ljóni gerir
að hún er mjög ákveðin
og skapandi í hugsun og
orkubeitingu. Venus í
Sporðdreka táknar að
hún er skapheit og djúp
tilfinningalega.
Þorsteinn
Pálsson
fæddur 29.
október 1947
Hann er Sporð-
dreki og auk þess
sterkt Ljón. Hann
er því ákveðinn, fastur
fyrir, stoltur og ein-
beittur. Sterkur Satúrn-
us í Ljóni í afstöðu við
Merkúríus, Venus og
Mars táknar að hann
keppir stöðugt að auk-
inni ögun orkubeitingar,
tilfinninga, hugsunar og
máltjáningar.
Sérverzlun
Góö sérverzlun í verzlunarmiöstöö til sölu — hentugt
fjölskyldufyrirtæki — góö kjör.
Söluturn
Sölutum á góöum staö til sölu — mjög góöur rekstur.
Fyirtaskjaþjónustan
Austurstræti 17, 3. hæd. Sími 26278.
leikaeinkenni hvers og eins u
Ómar Ragnarsson
Fæddur 16. september 1940, kl. 12.30
Hér fyrir ofan má sjá stjörnukort
ómars Ragnarssonar. Ytri
hringurinn táknar stjörnu-
merkin. Táknin inní kortinu eru plán-
eturnar. Línurnar sem eru dregnar
milli plánetanna samsvara afstöðu, því
hvaða orkustöðvar tengjast saman.
Ómar er með Sól í Meyjarmerkinu og
er því samviskusamur, nákvæmur,
mjög iðinn og duglegur. Hann er eirð-
arlaus og verður að hafa mörg járn í
eldinum. Ómar er jarðbundinn og hag-
sýnn, hefur gott auga fyrir smáatriðum
og er húmor hans því oft beittur og
háðskur. Það síðasttalda tengist einnig
inná Sporðdreka rísandi.
Sem Meyja og Fiskur er Ómar hóg-
vær og lítillátur. Hann leggur mikið
uppúr því að leysa verk sín vel af hendi
án þess að stæra sig af því. Hann er
einnig hjálpsamur, þáttur sem er ríkur
í öllum Meyjum.
Athafnaorkupláneturnar tvær, lífs-
orka Sólarinnar og orkubeiting Mars,
eru í samstöðu í Meyjarmerkinu. Það
táknar að vilji Ómars og orkubeiting
starfa sem eitt og á hann því mjög
auðvelt með að þeita sér. Um litla
togstreitu er að ræða í athafnaorkunni.
Ómar getur því nýtt orku sína vel og
afkastað miklu, er hörkuduglegur.
Sól-Mars saman táknar einnig að
Ómar er mjög kappsfullur og baráttu-
glaður. Mars í hágöngu, á Miðhimni, er
mjög algengur í kortum íþróttamanna.
Kappaksturs- og íþróttaáhugi er birt-
ing á þessari Sól-Mars orku og afstöðu
þeirra við Júpíter og Úranus. Flug-
áhuginn er einnig tengdur þessum
þáttum.
Sjálf Ómars (Sólin) er ekki einungis
tengt Mars, heldur er það í samstöðu
við Neptúnus sem samsvarar ímyndun-
arafli, draumum og listrænum hæfi-
leikum. Það gerir að sjálf Ómars er
mjög víðfeðmt og hann víðsýnn og for-
dómalítill. Hann á það til að vera smá-
munasamur og nöldurgjarn en fram-
angreind afstaða mýkir hann upp og
gerir að hann fær útrás í listasprelli.
Hæfileiki ómars til að bregða sér í ólík
gervi hangir á sömu spýtu og ímyndun-
araflið. Skuggahliðin getur verð sú að
hann getur átt erfitt með að svara
þeirri spurningu hver sé hinn raun-
verulegi Ómar Ragnarsson.
Þetta hjálpar honum hins vegar mik-
ið í fréttamennskunni. Hann getur
nálgast alla og rætt við hvern sem er
án þess að blanda sjálfum sér inní þá
umræðu.
Tunglið er í Fiskamerkinu hjá Ómari
og táknar að hann var mjög draum-
lyndur sem barn, lifði mikið innávið í
heimi ímyndunarafls og byggði mikla
loftkastala og ævintýraheima. Hann
átti það til að flýja inní draumaheim ef
eitthvað var honum ekki að skapi. Þessi
orka býr í honum enn þann dag i dag en
honum hefur tekist að virkja hana á
hagnýtan hátt í listir.
Tunglið samsvarar persónulegum til-
finningum og tilfinningalegum þörfum.
Staða þess við IC, Undirhimin, í kort-
inu táknar að ómar er mikill heimilis-
maður og hefur sterka þörf fyrir gott
fjölskyldulíf. Afstaðan milli Tunglsins
og orkustöðvanna sem eru við MC tákn-
ar að um togstreitu og stöðuga mála-
miðlun er að ræða hjá Omari milli fjöl-
skyldu og heimilis annars vegar og
starfs útávið hins vegar.
Þessi Tunglstaða táknar að Ómar er
að mörgu leyti mjög viðkvæmur og
mislyndur persónuleiki. Hann er ákaf-
lega næmur fyrir andrúmslofti og tek-
ur auðveldlega inní sig smávægilegustu
veðrabrigði í tilfinningum fólks. Hann
getur verið mjög nærgætinn og undir-
strikar þetta samstöðu Sólar og Nept-
únusar hvað varðar víðsýni og víð-
feðmi.
Þessi viðkvæmni er einungis einn
þáttur í tilfinningalífi ómars. Venus í
Ljóni táknar að hann er stoltur og tölu-
vert fyrir að láta bera á sér og vill að
aðrir þeri virðingu fyrir sér. Hann hef-
ur töluverða þörf fyrir að vera miðja í
umhverfi sínu.
Venus í Ljóni táknar að Ómar er
ihaldssamur og traustur í vináttu og
ást.
Venus hefur ákveðna sérstöðu í kort-
inu þar sem hún myndar miðju og
tengir allar aðrar orkustöðvar saman.
Það gerir hana sterka og Ljónsþáttinn
mjög ríkan í Ómari. Það að skapa og
vera miðja, að standa á sviði:
Sól í Meyju og Merkúríus í Vog gerir
að Ómar er diplómatískur í hugsun og
máltjáningu en getur átt það til að
ganga full langt í gagnrýni og háði.
Það sem vekur athygli þegar kortið
er skoðað í heild er það hversu miklar
samtengingar eru milli allra orku-
stöðvanna. Það gerir að fáir lausir end-
ar eru í persónuleika Ómars. Hann er
því sjálfum sér samkvæmur og orka
hans nýtist honum vel.
Það sem einnig vekur athygli er það
að Ómar er í grundvallaratriðum frek-
ar lokaður og innhverfur jærsónuleiki
þrátt fyrir það hversu áberandi hann
er í íslensku þjóðlífi.