Morgunblaðið - 15.04.1984, Síða 2

Morgunblaðið - 15.04.1984, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984 Iðnaðarbankinn: Bónus ekki strax á eldri reikninga — vegna reglna Seðlabankans MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Iönaðar- bankanum, vegna frétta um breytingar á innlánum og reglur þar að lútandi. í vaxtatilkynningu Seðlabank- ans frá 20. janúar sl. var inn- lánsstofnunum veitt nokkurt svigrúm til eigin ákvarðana um vexti og form innlána til 6 mánaða eða lengri tíma. Á grundvelli þess- arar heimildar hóf Iðnaðarbank- inn undirbúning að ýmsum nýj- ungum til hagsbóta fyrir spari- fjáreigendur. Fyrsta nýjungin fólst í hærri vöxtum af IB-lánum. Aðra nýjung, IB-bónus, kynnti Iðnaðarbankinn síðan sl. föstudag. Síðar þann sama dag barst bank- anum svo bréf frá Seðlabankan- um, sem hann ritar öllum inn- lánsstofnunum. í þessu bréfi kynnti Seðlabankinn nánari regl- ur um form innlána. Vegna þessara reglna erum við knúðir til að gera þá breytingu á okkar IB-bónus, að hann nái ekki strax til allra reikninga, sem nú eru í Iðnaðarbankanum bundnir til 6 mánaöa eða lengri tíma. Eig- endur slíkra reikninga geta þá fyrst nýtt sér IB-bónus þegar nú- giídandi uppsagnarfresti lýkur. Öll önnur ákvæði um IB-bónus eru í fullu gildi. Áfengissalan 1983: íslenskt brennivín söluhæsta tegundin — Smirnoff í öðru sæti og Campari í þriðja ÍSLENZKT brennivín var á síðasta ári söluhæsta einstaka tegundin hjá Ítalíuhátíð- ir í Háskóla- bíói og á Broad- way í dag (JTSÝN og ítalskir ferðamálafröm- uðir frá Lignano og Bibione gangast í sameiningu fyrir tveimur Ítalíu- hátíðum í dag hér í Reykjavík. Sú fyrri er fjölskylduhátíð í Háskóla- bíói, þar sem boðið verður upp á ým- iskonar skemmtiatriði, bingó með ferðavinningum til Ítalíu, gjafa- happdrætti handa börnum og páska- egg frá Ítalíu handa öllum börnum sem koma á hátíðina, en sú síðari er í Broadway i kvöld, þar sem ítölsk matreiðsla verður í fyrirrúmi, keppni um titilinn ungfrú og herra Útsýn og margt fleira. ítölsku ferða- málafrömuðirnir ræddu við frétta- menn í gær um heimaborgir sínar og þjónustu þá sem borgir þeirra hafa upp á að bjóða og verður nánar greint frá því síðar í blaðinu. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Alls seldust af þeirri tegund 394.608 heilar flöskur og 70.537 hálfar. Er salan á brennivíninu nær jafnmikil og öll sala á vodka í ÁTVR á sama tíma, segir meðal annars í 2. tölu- blaði þessa árs af Frjálsri verzlun. Heildarsalan síðasta ár nam alls 3.035.806 lítrum. Önnur söluhæsta einstaka teg- undin var Smirnoff-vodka, en af henni seldust 217.613 þriggja pela flöskur, 55.844 hálfflöskur og 1.107 flöskur af stærðinni 1,75 lítrar. Bitter Campari varð í þriðja sæti, en af því seldust 142.543 flöskur og af Liebfraumilch Anheuser-hvít- víni seldust 106.831 heilflaska og 22.635 hálfflöskur. Aðeins seldist ein flaska af þýzka freyðivíninu Nahe Brut og tvær hálfflöskur af Bisquit V.S.O.P.-koníaki og voru það einu einstöku tegundirnar, sem ekki náðu að seljast í meira en einum tug. Árið 1983 seldust alls 1.223.789 lítrar af sterkum drykkjum hjá ÁTVR, af miðlungssterkum vínum 650.959 lítrar og borðvínum 1.161.058 lítrar eða samtals rúmar 3 milljónir lítra. Hluti hópsins sem leggur á Hvannadalshnúk. Fyrir framan þá má sjá þau dekk sem sett verða undir bifreiðirnar. Frá vinstri Hajldór Jóhannesson, Freyr Bjartmarsson, Tryggvi Gunnarsson, Kristján Böðvarsson, Bjarni Sigurgarðarsson og Ólafur Gröndal. Á jeppum á Hvannadalshnúk Freyr Bjartmarsson og félagar hans ætla að verða fyrstir manna til að sigrast á Hvannadalshnúki, hæsta tindi Islands, á jeppum. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Frey að máli og spurði hann hvern- ig undirbúningi ferðarinnar væri háttað. „Við erum um fimmtán manns sem munum leggja á jökulinn á sunnudagsmorguninn og við höf- um yfir að ráða 7 vel útbúnum jeppum, auk nokkurra vélsleða. Bílarnir eru allir vel útbúnir í snjó- og ísakstur. Við munum: fyrst leggja á Breiðamerkurjök- ul og fara þaðan í sveig aftur fyrir Öræfajökul. Leiðin liggur fyrir vestan Þuríðartind og við munum leggja á hnúkinn strax eftir að komið er að Tjald- skarði." Freyr kvað þetta vera besta árstímann til jökulferða af þessu tagi, því ekki væri mikið um sprungumyndanir. Þá mætti bú- ast við að ísskorpan, sem liggur yfir jöklinum á þessum árstíma, verði þykk. Því ættu bílarnir að komast klakklaust á leiðarenda. Hópurinn ætlar að gista í skálum, sem eru á jöklinum, eða þeim sem eru á leiðinni áður en komið er að jöklinum, en ef það reynist ómögulegt verður gist í tjöldum, sem höfð verða með í förinni. Frey telst til að þetta sé önnur ferðin, sem farin er á jeppum á jökul, en þá fyrri fór hópur Frakka á Langjökul. Hann sagði að þessari ferð væri ekki hægt að líkja við ferð Frakkanna því aðstæður á Vatnajökli væru allt aðrar en gerðust á Langjökli. Því má bæta við að veðurspáin er ferðalöngunum í hag og er ekki ástæða til annars en að óska þeim góðs gengis. Vörugjald og söluskattur af mjólkurdrykkjum: Ekki innheimtur þrátt fyrir ákvæði laganna - samkvæmt nýju frumvarpi framsóknarmanna Formaður þingflokks framsókn- armanna, Páll Pétursson, og fleiri þingmenn Framsóknarflokks hafa lagt fram frumvörp til breytinga á lögum um söluskatt og lögum um vörugjald, sem gera ýmsa blandaða drykki mjólkur og annarra efna undanþegna söluskatti og vöru- Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri VSÍ: Berum okkur saman við hæstlaunuðu þjóðirnar „TÖLURNAR sem hafa verið birtar þessa dagana um laun og launa- kostnað í ýmsum löndum sýna svart á hvítu að ísland er í hópi þeirra landa þar sem laun og launakostnaður er hæstur," sagði Magnús Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, í samtali við Morgunblaðið þegar leitað var álits hans á samanburði á launum hér og annars staðar sem gerður hefur verið nýlega meðal annars af kjararann- sóknanefnd. „Slíkur samanburður verður fréttaefni af og til,“ sagði Magnús „en áhuginn dofnar jafnan þegar öll kurl koma til grafar og menn átta sig á því að einfaldanir duga ekki. Til dæmis gleymduð þið á Morgunblaðinu fjölmörgum Evrópulöndum þegar þið fullyrtuð að meðal- laun hér væru hin þriðju lægstu í Evrópu.“ „Ég ætla að benda á tvennt sem greinir okkur sérstaklega frá öðrum í slíkum samanburði," sagði Magnús Gunnarsson. „í fyrsta lagi sveiflur í gengi krón- unnar sem gerir samanburðinn örðugan, lækki gengið hratt án þess að Jaun hækki sem því svar- ar þá lækka launin í samanburði við aðra. I öðru lagi fulla atvinnu hér en atvinnuleysi annars stað- ar. í öðrum löndum hefur kaupið verið hækkað á kostnað vinn- unnar, 8% til 12% atvinnuleysi er ekki óalgengt í samanburðar- löndunum. Hér sætta menn sig við lífskjaraskerðingu þegar illa árar, taka atvinnu fram yfir kaup. Það hefur best sannast undanfarna mánuði. Eitt af lögmálum efnahags- lífsins er að launahækkanir um- fram það sem verðmætasköpun leyfir hafa í för með sér atvinnu- leysi, verðbólgu og skuldasöfnun í útlöndum. Þetta lögmál kemur fslendingum ekki á óvart. Kaup- taxtar hér á landi hækkuðu um meira en 7000% milli áranna 1970 og 1983. Á sama tíma lækk- aði kaupmáttur launanna hins vegar um 9%, erlendar skuldir hækkuðu úr 21,3% af þjóðar- framleiðslu í 57,5% og verðbólg- an náði 130%,“ sagði Magnús Gunnarsson og bætti við að lok- um: „Þrátt fyrir þetta allt getum við borið okkur saman við þær þjóðir þar sem laun eru hæst. 7000%-tilraunin var okkur vissulega dýrkeypt og ætti að hafa kennt okkur að það er al- gjört glapræði að sleppa verð- bólgunni á nýtt flug og veðsetja framtíðina enn frekar með lán- tökum erlendis. Lífskjörin verða aðeins bætt með aukinni verð- mætasköpun og hún ein er for- senda þess að ísland verði áfram velferðarríki. Menn ættu því að blása til átaka fyrir nýjum at- vinnugreinum og nýrri atvinnu- uppbyggingu. Það er eina raun- hæfa leiðin til bættra lífskjara." gjaldi, ef samþykkt verða. Frum- vörp þessi tengjast ákvörðun fjár- málaráðherra um að framfylgja lagaákvæðum um innheimtu við- komandi gjalda af vörum þessum. Fyrra frumvarpið kveður á um að nýmjólk og mjólkurafurðir, með eða án annarra efnisþátta, sem ekki eiga rót að rekja til mjólkur,- verði undanþegin sölu- skatti, enda séu þessir aðrir efn- isþættir ekki yfir 25% af þyngd vörunnar. Veitingasala á þessum vörum sé þó söluskattskyld. í ákvæðum til bráðabirgða er aft- urvirkt atriði, þess efnis, að sölu- skattur af sölu mjólkurafurða „fyrir tímabilið 1. janúar 1978 og þar til lög þessi öðlast gildi", skuli ekki innheimtur, þrátt fyrir ákvæði laga nr. 10/1960. Sömu þingmenn flytja hliðar- frumvarp, þess efnis, að sömu vörur skuli undanþegnar vöru- gjaldi. 1 ákvæði til bráðabirgða stendur að þrátt fyrir ákvæði gildandi laga (nr. 77/1980) skuli sérstakt tímabundið vörugjald ekki innheimt af drykkjarvörum unnum úr mjólk eða mjólkurvör- um fyrir tímabilið frá 1. janúar 1978 og síðan. ©' INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.