Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984
Flota- og heræfingar NATO:
An bandamanna yrði
Noregur ekki varinn
„Þessar heræfingar Atlantshafsbandalagsins á Noregshafi og í Norður-Noregi
hafa tvíþættan tilgang,“ sagði Anders C. Sjaastad, varnarmálaráðherra Noregs,
á fundi með blaðamönnum á dögunum þegar um 40.000 manns tóku þátt í mestu
flota- og heræfingum NATO á norðurslóðum til þessa. „í fyrsta lagi þjóna þær
þeim pólitíska tilgangi að sýna Sovétmönnum að aðildarríki NATO eru staðráð-
in í að verja norðurvæng bandalagsins. Herafli bandalagsins er samhæfður til
að sinna því mikilvæga verkefni. í öðru lagi gefst heraflanum tækifæri til að
reyna sig við vetraraðstæður á heimskautasvæðum. Ég hef áður fylgst með
slíkum æfingum hér um slóðir og get því af eigin reynslu lýst því að hæfni
hermannanna er meiri nú en áður í átökum við náttúruöflin."
Á myndinni sést hvemig hermennirnir notuðu býli og útihús til að fela farartæki sín og vígdreka.
'jl'l |-rTHH~iH------
Á svelluðu þyrluþilfari Saipan, bandaríska þyrlu- og landgönguskipsins, rétt
sunnan við 70. breiddargráðu norður.
eftir Björn
Bjarnason
Af tilliti til Sove manna leyfa
Norðmenn ekki 'ueræfingar í
nyrsta fylki lands síns, Finn-
mörku, og fara þær þ\í að jafnaði
fram í Trom"-fylki, næstnyrsta
fylkinu. Skoð ,anir sýna að
ópi öflugustu
ildar Noregs
dalaginu. Á
tci U uin ætingasvæðið gafst okkur
blaðamönnum færi á að spyrja
íbúana þar áiits á hinum miklu
hernaðarumsvifum og urðum við
síður en svo varir við andúð á
þeim.
Áður en til aðgerðanna kemur
er lögð rækt við að kynna íbúun-
um hvernig þær fara fram og
hvaða tilgangi þær þjóna. Her-
sveitunum eru settar strangar
reglur um alla framgöngu og fyrir
þeim er brýnt að sýna eignum
manna og landi virðingu. Skaða-
bætur eru greiddar fyrir hvers
konar tjón. Athyglisvert var að
sjá hvernig einstakar sveitir not-
uðu útihús og sveitabæi tii að fela
þungavopn, skriðdreka og önnur
farartæki. í Morgunbiaðinu birtist
á dögunum lítil frétt frá Noregi
þess efnis að verslanir og þjón-
ustufyrirtæki á æfingasvæðinu
hefðu dágóðar tekjur af hermönn-
unum og öllu umstanginu í kring-
um þá.
Birgðir á friðartímum
Hnattstaða Noregs veldur því
að komi til átaka á norðurslóðum
gætu yfirráð yfir flugvöllum og
höfnum í Noregi skipt sköpum um
úrslitin. Sagt hefur verið að styrj-
öld í Mið-Evrópu kunni að tapast
á norðurvæng Atlantshafsbanda-
lagsins. Vegna fámennis geta
Norðmenn einir ekki veitt fjöl-
mennu innrásarliði nægilega öfl-
ugt viðnám. Öryggi norsku þjóðar-
innar byggist þess vegna á því að
hjálp berist tímanlega frá banda-
mönnum hennar í NÁTO.
Á síðustu 15 til 20 árum hafa
Sovétmenn aukið mjög hernaðar-
umsvif sín á sjó og í lofti frá
stöðvum á Kóla-skaga skammt
austan við landamæri Noregs.
Líta verður á þennan vígbúnað í
tengslum við hernaðarumsvif Sov-
étmanna um heim allan, honum er
ekki sérstaklega beint gegn
Norður-Evrópu. Athafnasemi sov-
éska hersins á hafinu milli íslands
og Noregs og ekki síst síðustu
flotaæfingar Sovétmanna sýna
hins vegar hve fljótt þeir geta sent
öflugar liðsveitir á þessar slóðir.
Óhjákvæmilegt er að flytja
þungavopn fyrir iiðsauka frá
NATO-ríkjunum sjóleiðis til Nor-
egs. Sovétmenn myndu reyna að
hindra slíka flutninga á hættu-
tímum. Tækist þeim það yrði liðs-
aukinn illa úti eða hann kæmist
aldrei á leiðarenda. Með hliðsjón
af öllum aðstæðum hefur þess
vegna verið mótuð sú stefna að
unnt sé að flytja sem flesta her-
menn með flugvélum til Noregs.
Til þess að stefnan sé raunhæf er
nauðsynlegt að birgðum, þunga-
vopnum, farartækjum, eldsneyti
o.s.frv. sé komið fyrir i Noregi á
friðartímum. Að þessu hefur verið
hugað á undanförnum áratuguin.
1964 gerðu Norðmenn samning
við Vestur-Þjóðverja um að í
Suður-Noregi væru birgðir, skot-
færi, eldsneyti og hjúkrunargögn
fyrir vestur-þýska flotann.
Anders C. Sjaastad, varnarmála-
ráðherra Noregs.
Norðmenn og Kanadamenn rit-
uðu undir samning 1976 um að
hinir síðarnefndu sendu stórfylki
til Noregs á hættu- eða stríðstím-
um. Þetta stórfylki, sem skipað er
4—5.000 hermönnum, er hið eina
sem hefur formlega verið skuld-
bundið til þjónustu í Noregi.
Stjórnvöld í Kanada og Noregi
hafa látið í ljós áhuga á því að
þungavopn fyrir stórfylkið verði
flutt til Noregs á friðartímum. Nú
er á döfinni að flytja þangað tæki
fyrir eitt herfylki.
1979 gerði norska ríkisstjórnin
samning við Breta um að „snjó-
farartæki" yrðu flutt til Noregs.
Landgönguliðar frá Hollandi eru
hluti af breska liðsaukanum sem
yrði sendur til Noregs. Samningur
hefur verið gerður við Hollend-
inga um að þeir ættu „snjó-farar-
tæki“ í Noregi.
Liðsauki í lofti
Á vegum Evrópustjórnar NATO
hafa verið gerðar áætlanir um það
hvernig styrkja megi loftvarnir
Noregs með flugvélum frá öðrum
þjóðum. Samkvæmt áætlunum
herstjórnarinnar er ráðgert að um
1.900 bandarískar, kanadískar og
breskar flugvélar bætist við
flugflota hennar á hættutímum.
Talið er að um 350 vélar verði
sendar á varnarsvæðið í norðri og
um helmingur þeirra til Noregs.
Þar að auki er ráðgert að banda-
rísku landgöngusveitirnar hafi um
75 orrustuþotur sér til aðstoðar. 1
norska flughernum eru um 100
flugvélar. Á hættutímum stæðu
hershöfðingjar Varsjárbandalags-
ins hins vegar frammi fyrir um
300 flugvélum á norskum flugvöli-
um. Þá eru einnig til samningar
um afnot véla frá bandarískum
flugmóðurskipum af norskum
flugvöllum.
Norðmenn hafa gert samninga
við Bandaríkjamenn, Breta og
Kanadamenn um birgðir fyrir
flugvélar þeirra á norskum flug-
völlum.
Birgðastöðvar í
Þrændalögum
í janúar 1981 samþykkti norska
Stórþingið samning við Banda-
ríkjastjórn um að komið yrði fyrir
birgðum handa stórfylki banda-
rískra landgönguliða í Þrændalög-
um, það er að segja skammt frá
Þrándheimi. Um þennan samning
urðu töluverðar deilur í Noregi á
sínum tíma. Þótt samningurinn
byggðist á þeirri meginforsendu
að hann raskaði ekki þeirri stefnu
Norðmanna að leyfa ekki kjarn-
orkuvopn í landi sínu á friðartím-
um var sá áróður magnaður gegn
honum, að hann væri liður í
hnattrænum undirbúningi Banda-
ríkjastjórnar undir kjarnorku-
stríð. Ángi af þessum umræðum
teygði sig hingað til lands því að
samhliða deilunum í Noregi lögðu
andstæðingar varnarsamstarfs ís-
lands og Bandaríkjanna áherslu á
að Keflavíkurstöðin væri „heilinn"
í fyrirhuguðum kjarnorkuhernaði
Bandaríkjamanna á norðurslóð-
um. Jafnframt urðu töluverðar
umræður um það í Noregi hvar
setja ætti hinar bandarísku birgð-
ir niður í landinu. Upphaflega
beindist athyglin að Norður-Nor-
egi, Troms-fylki. Norska ríkis-
stjórnin taldi eftir ítarlega athug-
un skynsamlegra að lega birgða-
stöðvanna miðaðist við varnir alls
Noregs og valdi þeim því stað í
Mið-Noregi en ákvað jafnframt að
birgðum fyrir norskt stórfylki
yrði komið fyrir í Norður-Noregi.
Eitt norskt stórfylki (5.600 menn)
er að jafnaði í Troms-fylki og þar
eru nú eftir niðurstöðuna í samn-
ingum við Bandaríkjamenn birgð-
ir fyrir tvö norsk stórfylki sem
flutt yrðu úr suðurhluta landsins
á hættutímum.
Þegar samningurinn við Banda-
ríkjamenn kom til atkvæða í Stór-
þinginu í janúar 1981 voru 95
þingmenn fylgjandi honum en 13 á
móti. Skoðanakönnun frá því í
janúar 1981 sýnir að 56% Norð-
manna voru þá samþykkir því að
birgðum fyrir liðsauka væri komið
fyrir í landi þeirra en 40% á móti,
4% skiluðu auðu.
{ bandaríska stórfylkinu yrðu
10—12.000 menn. í birgðastöðv-
arnar í Þrændalögum á meðal
annars að setja fallbyssur, land-
fastan búnað flugsveita land-
gönguliðanna, efni til brúarsmíði,
flutningabíla, skotfæri, eldsneyti
og matvæli.