Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984 39 Nissan Patrol er í sama verð- og stærðarflokki og staerri Mitsubishi-jeppinn. Range Rover er dýrastur þeirra jeppa, sem hér fást. Nýr á íslandi, Mercedes Benz 280 GE, með 180 hestafla bensínvél og sjálfskiptur. Mitsubishi framleiðir nú lúxusjeppa, Super Wagon (fjær), en hann byggist á reynslunni sem fengist hefur af minni Pajero-jeppanum (nær) sem hér er með dísel- túrbó-vél. Mogunblaöið/Kristján Einarsson. Fjölbreytt framboð af jeppum á landinu Á bílasýningunni kemur í Ijós að framboð á jeppabifreiðum hér á landi er mikið og fjölbreytt. Verð- breiddin er mikil, allt frá 300 þús- und króna jeppum upp í jeppa sem kosta 1,5 milljónir. Jeppar þykja nú sjálfsagðir einkabílar í kaupstöðum landsins og höfuðborginni, en voru landbúnaðartæki fyrst og fremst áð- ur fyrr. I'ykja sameina vel kosti fólksbíls og styrkleika jeppa. íburð- urinn er mismunandi, meiri eftir því sem bílarnir eru dýrari. Minnsti jeppinn og jafnframt sá sparneytnasti er Suzuki Fox. Eyð- ir milli sjö og 10 lítrum á hundr- aðið. Með 970 rúmsentimetra 45 hestafla vél og drif á öllum hjól- um, eins og reyndar jepparnir all- ir. Kostar 316 þúsund krónur. Lada Sport er ódýrasti jeppinn, sem seldur er hér á landi, kostar 298 þúsund krónur. Með 1,6 lítra 86 hestafla vél. Alltaf drif á öllum hjólum. Hekla býður upp á tvær gerðir af Mitsubishi Pajero-jeppanum, sem er jeppi af millistærð, og Sup- er Wagon, sem er fimm dyra. Sá minni er m.a. með óvenju stórar dyr á afturgafli, kostar 560 þús- und með benzínvél en 618 með 85 hestafla dísel-túrbóvél, en slíkur jeppi er kynntur á sýningunni. Suzuki Fox er minnsti og sparneytn- asti jeppinn. Super Wagon byggir á reynslunni af styttri gerðinni, er með 2,6 lítra 103 hestafla vél, tekur sjö manns í sæti, er bíll sem breyta má í svefnherbergi á svipstundu, með því að fella niður öll sætin. Kostar 721 þúsund. Nissan Patrol er einnig sjö manna Station Wagon-jeppi og í sama verðflokki og stærri Mitsu- bishi-jepppinn, kostar 715 þúsund krónur. Með 3,3 lítra 100 hestafla sex strokka díselvél. Toyota Land Cruiser STW er annaðhvort fimm eða sjö manna, knúinn 88 hestafla benzínvél eða 74 hestafla díselvél. Díselbíllinn kostar hér 944 þúsund. Með vökva- og veltistýri og fimm gíra kassa og heilum hásingum að framan og aftan. Dýrasti jeppinn er Range Rov- erinn, tveggja eða fjögurra dyra, með átta strokka 130 hestafla 3,6 lítra vél. Sá dýrasti er sjálfskiptur og kostar tæpar 1,5 milljónir, en tveggja dyra beinskiptur kostar tæp 1200 þúsund. Gírkassi með fimm hraðastig áfram, þar af einn yfirgír, sem dregur úr bensín- eyðslu við hraðakstur. Nýr jeppi Einn jeppi á sýningunni er sá fyrsti sinnar tegundar á landinu, Mercedes Benz 280 GE. Kom hann fyrst á markað fyrir fimm árum ytra. Fæst í tveimur lengdum með fimm vélarstærðum, benzín eða dísel. Sýningarbíllinn kostar milli 1,3 og 1,4 milljónir króna, en ódýr- asta gerðin 1.192 þúsund. Sýn- ingarbíllinn er með 180 hestafla sex strokka benzínvél og með sjálfskiptingu. Díselbílarnir fjög- urra eða fimm strokka. Thunderbird frá 1959, fluttur inn frá Bandaríkjunum 1980 og endursmíðaður hér á landi. áklæði og teppi og í upphafi. Hef- ur henni aðeins verið ekið um 5 þúsund km um dagana, var lengst ævidaganna geymd í bílskúr. Rúmlega 100 bifreiðir af þessari tegund voru fluttar inn án tilheyr- andi leyfa rétt eftir stríð. Stóðu þær síðan í porti þar sem hét Hagi, ekki langt þar frá sem Hagatorg er í dag, en af því mun nú í Citroén Caddyform. Meðal eigenda Citroen voru dr. Gunn- laugur Einarsson læknir, Karl Ólafsson ljósmyndari, Jón Orms- son (Ormsson-bræður) og Kai Bruun. Þarna er einnig að finna „haga- mús“, en svo hefur Renault-bíll frá 1946 verið kallaður, það upp- runatega, að í henni eru sömu hið íslenzka nafn þeirra komið. Til marks um hversu merkilegar bif- reiðir hagamýsnar þykja, má nefna að ein slík er til sýnis í Museum of Science í Lundúnum. Við hlið hagamúsinnar er ný- uppgerð eldri bifreið, Dodge De- luxe frá 1940, sem er að mestu eins og þeir 108 Dodge-bílar, sem settir voru saman hjá Agli Vilhjálms- syni í byrjun heimsstyrjaldarinn- ar síðari. Þessum bílum var ætlað að fara til Svíþjóðar, en vegna stríðsins var skipinu snúið til Englands, þar sem bílafarmurinn komst í eigu íslenzkra aðila. Loks er á sýningunni Thund- erbird-fólksbifreið frá 1959, sem mun vera elzti Thunderbirdinn, sem skráður hefur verið á íslandi. Bíllinn var fluttur inn frá Banda- ríkjunum 1980 og gerður upp hér á landi. Bifreið þessi hefur verið notuð við gerð kvikmynda, eins og reyndar margir fleiri fornbílar í eigu félaga í Fornbílaklúbbi ís- lands. Audi Quattro með drif á fjórum hjólum. Aflmikill bfll en dýr. Fjórhjóladrifnum fólksbílum fjölgar FJÓRIR fólksbflar með drifi á öllum hjólum eru sýndir á bflasýning- unni Auto 84. Fólksbflar með drifl á öllum eiga vaxandi vinsældum að fagna hér á landi, enda betur sniðnir fyrir aðstæður eins og þekkjast á íslandi en bflar með drifi á tveimur hjólum. Komast þeir meira í erfiðri færð og eru þægilegri í akstri á malarvcgum. Fyrir áratug voru fólksbfl- ar með drifi á fjórum fáséðir, en á allra síðustu árum hefur framleiðsla þeirra aukist, og mikið er í þá lagt til þess að gera þá sem þægilegasta og að notagildi verði sem mest. Fjórdrifsbílarnir fjórir eru FIAT Panda, Toyota Tercel, Subaru og Audi Quattro. Eru þeir ólíkir að stærð og gerð og verðið mismunandi. Ódýrastur er FIAT Panda, kostar 298 þúsund, enda lang- minnstur þeirra fjögurra, með 965 rúmsentimetra 48 hestafla vél. Bensíneyðsla á 90 km hraða er 5,9 lítrar, en 7,9 í bæjarakstri. Aftengja má afturhjóladrifið og er bíllinn þá sparneytnari. Toyota Tercel er fimm dyra skutbíll, með 1,5 lítra 52ja hest- afla vél og sex gíra kassa. Sjötti gírinn er mjög lágur og aðeins hægt að nota hann þegar bíllinn er í fjórhjóladrifi. Að staðaldri keyrður í framdrifi, en með einu handtaki er hægt að setja hann í fjórhjóladrif. Kostar krónur 398 þúsund. Subaru er einnig fimm dyra skutbíll og var söluhæsta fólks- bifreið á landinu í fyrra. Er sjálfskiptur og með 1,8 lítra 96 hestafla vél og með aflstýri. Kostar krónur 445 þúsund. Nýj- ung hjá Subaru er að skipt er yfir í fjórhjóladrif með því að þrýsta á einn hnapp á gírstöng- inni og má skipta um drif á ferð. Sérstök drifstöng er því úr sög- unni. Audi Quattro er dýrastur, kostar 1.950 þúsund, hefur mjög góða aksturseiginleika. Með 200 hestafla 2,2 lítra vél, beinni inn- spýtingu, aflstýri og aflbrems- um. Toyota Tercel fæst nú einnig með drif á fjórum. Subaru, söluhæsta bifreiðin á Islandi í fyrra, fjórhjóladriflnn í rúman áratug. __:___Am.lt Á Kllum liiÁlum L'iot Ponrlo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.