Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984 27 Stóll og borð Kjarvals. Hluti veggmyndaritWar Listhlaup f baksýn. álykta, að skyldleiki myndlistar og matgerðarlistar, þ.e. listar og lystar, hafi verið bókfærður og skjalfestur á blöð sögunnar og undirstrikaður með rauðu af fs- lendingnum Þorvaldi Guð- mundssyni í Síld og fisk. Tilgangurinn með þessum lín- um er, um leið og ég vek athygli á þessum nú algildu staðreynd- um, að skora á viðkomandi að gefa almenningi koSt á að skoða þessa sýningu f dymbilvikunni. Þannig að hinn „almenni" neyt- andi Ali-matvæla og um leið viðskiptavinur fái litið öll þau fögru verk sem nú hanga uppi í sýningarsalnum í Háholti. Þetta er nefnilega of merkur listviðburður til að vera einungis fárra útvalinna. Hér sá ég t.d. ýmis verk er ég minnist ekki að hafa séð áður, þar á meðal mörg verk Kjarvals, eitt verka Ás- gríms og Schevings og tvö verka Jóns Stefánssonar. Ég varð fyrir miklum áhrifum á sýningunni og einna voldugust mynda þótti mér „Jökullinn“ Jóns Stefáns- sonar, sem sameinar í sér svo mörg einkenni norðurslóða og máttugs norræns anda. Þá er samsafn það af svína- styttum er Þorvaldur hefur sankað að sér hið mesta augna- yndi en stytturnar eru 130 tals- ins. — Svo þakka ég fyrir að mér leyfðist að skoða sýninguna er mig bar að garði sl. þriðjudag og árna fyrirtækinu og Þorvaldi Guðmundssyni allra heilla. Sinfónmtónleikar Tónlíst Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Barber: Adagio fyrir strengjasveit. Schubert: Fimmta sinfónían. Þorkell Sigurbjörnsson: Díafónía. Stravinsky: Sálmasinfónían. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit íslands og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, kórstjóri Þorgerður Ingólfsdóttir. Tónleikarnir voru helgaðir minningu Björns ólafssonar, fiðluleikara, og hófust með því að Jón Þórarinsson minntist Björns og starfa hans við Sin- fóníuhljómsveit íslands. Það mun ekki ofsagt, að auk þess að starfa sem konsertmeistari sveitarinnar í fjórðung aldar og fleyta hanni í gegnum alla þá erfiðleika er fylgja nýstofnun slíkri og alla hans starfsævi starfaði án lagaheimildar, varð Björn sá skapandi kraftur er gerði stofnun sveitarinnar mögulega með störfum sínum sem kennari og má þakka honum einnig að í upphafi var það hann sem lagði grunninn að góðri leik- tækni íslenskra fiðluleikara. Tónleikagestir minntust Björns með því að rísa úr sætum og Sin- fóníuhljómsveitin lék því næst Adagio eftir Samuel Barber. Tónleikarnir hófust svo á þeirri fimmtu eftir Schubert, ljúflegu og lagfríðu verki, ljóðasöngverki, þar sem saman fer yndisleiki sönglagsins og sinfónískur hugs- unarháttur, svo hvergi hattar fyrir. Díafónía nefnist nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Verkið er óvenjulega ómblítt af nútíma tónverki að vera, skýrt í allri gerð, ódulið og gegnsætt I hljóman sinni, fallegt verk, og látlaust. Síðast á efnisskránni var Sálmasinfónian eftir Stravinsky. Er unga fólkið í kór Menntaskól- ans við Hamrahlíð gekk upp á sviðið, varð undirrituðum hugs- að til þess að einn menntaskóli skuli búa svo vel, að eiga slikt fram að færa sem þennan kór og ekki þarf að örvænta um framtíð mannlífs i þessu kalda landi okkar, þegar ungt og fallegt fólk syngur; „Eg hef vonað og vonað á Drottin, og hann laut niður að mér og heyrði kvein mitt. Hann dró mig upp úr glötunar-gröf- inni, upp úr hinni botnslausu leðju, og veitti mér fótfestu á kletti, og gerði mig styrkan i Þorkell Sigurbjörnsson Jean-Pierre Jacquillat gangi. Hann lagði mér ný ljóð í munn, lofsöng um Guð vorn.“ Stravinsky mun hafa lagt til að barnakór tæki þátt i flutningi verksins, til að skapa þvi mýkri tón. Hér var þess ekki þörf, því ungar raddir kórsins hennar Þorgerðar hljómuðu eins og fyr- irheit um nýja upprisu, nýja og Þorgerður Ingólfsdóttir fallega komandi, umvafða trú á hið góða. Leikur hljómsveitar- innar var mjög góður og óvenju- lega tillitssamur við ungar söng- raddir kórsins, sem er verk hljómsveitarstjórans Jacquillat, laðaði fram allt það fallega sem verkið er svo ríkt af og stjórnaði bæði kór og hljómsveit glæsi- lega. í heild voru tónleikarnir mjög góðir og með nokkrum hætti táknrænir fyrir þróun tón- menntar í landinu, sem Björn ólafsson átti stóran þátt í að móta. Tónleikarnir hófust á sin- fóníu eftir Schubert og þeim lauk með sálmasinfóniunni eftir Stravinsky og nýtt verk eftir ís- lenskt tónskáld var frumflutt. Þannig má þakka það sem lið- ið er með því að horfa til ókom- ins tíma, til góðrar uppskeru, því ekki hefur kornið fallið í grýtta jörð á akri íslenskrar tónmennt- ar, akri sem menn eins og Björn Ólafsson plægðu og sáðu í af ósérhlífni. Soffía frænka (Sunna Borg), Kasper (Þráinn Karlsson), Jesper (Bjarni Ingv- Sörensen rakari (Gunnar Rafn Gunnarsson), pylsugerðarmaður (Leifur Guó- arsson) og Jónatan (Gestur E. Jónsson). mundsson), bakari (Jósteinn Aðalsteinsson) og Tommi (Haukur Steinbergs- son). bera á móti því, að of sjaldan er heimamönnum treyst til leik- stjórnar. Raunar er það nauð- synlegt, að þeir sem heyra til hinum fastráðna hópi, fái að hvíla sig frá leik og geti þá glímt við önnur viðfangsefni á sama vettvangi. Þannig hefur og kom- ið í ljós, að Þráinn Karlsson er næsta snjall leikmyndahönnuð- ur. í þessari sýningu vinnur hann mjög gott verk, sem jafn- framt bendir til þess, að hann hafi ýmislegt lært af þeim sér- menntuðu listamönnum, sem komið hafa gestir til Akureyrar og náð athyglisverðum árangri á þröngu leiksviði. Er þar skemmst að minnast frábærra leiktjalda Jóns Þórissonar í May Fair Lady. Hér vil ég þó taka skýrt fram, að Þráinn skortir ekki frumleik og leikmyndin í Kardemommubænum hefur til að bera þann nauðsynlega, þekka og bjarta ævintýrablæ, sem hæf- ir barnaleikriti. Turni Tobíasar gamla er komið fyrir frammi í sal til hliðar við áhorfendur og sporvagninn gengur fram og aft- ur eftir ganginum hinum megin. Hvort tveggja færði unga áhorf- endur nær þessum skemmtilega heimi eða því sem næst inn í hann. Áður en lengra er haldið, þá sýnist mér ástæða til að hvetja til þess, sé þess nokkur kostur, að Theodór Júlíusson fái tækifæri til að afla sér aukinnar menntunar í leikstjórn. Árangur þessarar margslungnu sviðsetn- ingar hlýtur að styðja þá hvatn- ingu. Hlutur Roars Kvam ber hér, sem fyrr, vott um fágæta alúð og næman skilning á viðfangsefn- inu. Með sanni má segja, að í vetur hafi Roari tekist að stækka leikhúsið á Akureyri. Ekki mun ég fara mörgum orðum um frammistöðu leikara. Það eina, er betur mætti fara í túlkun sumra er meðferð á söng- textum, sem á stundum er dálít- ið hnökrótt. Er erfitt að meta við hvern er þar að sakast, en textar Kristjáns frá Djúpalæk eu svo lipurlega gerðir og falla svo vel að tónlist Egners, að varla er ástæða til, að misbrestur þurfi að verða á flutningi þeirra. Enda þótt því sé oft haldið fram, að enginn munur sé á því, að leika fyrir börn og fullorðna, þá er augljóst að leikarar verða að beita öðrum leikstíl í barna- leikritum. öll viðbrögð verða sterkari, persónugerðir dregnar einfaldari dráttum. Ekki mun fjarstæða að segja, að hver leik- ari fái útrás, sem tendrar skemmtilega leikgleði. Sannar- lega einkennir hún sýningu L.A. á Kardemommubænum og vex við lífleg viðbrögð áhorfenda. Bastían bæjarstjóri er fánalegur og ljúfur í meðförum Björns Karissonar, Soffía frænka til- þrifamikil og nægilega hávær í höndum Sunnu Borg. Ræningj- ana þrjá, Kasper, Jesper og Jón- atan, leika þeir Þráinn Karlsson, Bjarni Ingvarsson og Gestur E. Jónasson með miklum ágætum. Þeir eru skemmtilega samstilltir í spaugilegri framgöngu. Þar koma sérstaklega vel í ljós með- fæddir hæfileikar Gests E. Jón- assonar í þeirri vandasömu grein, gamanleiknum, sem alls ekki má vanmeta. hann á næsta auðvelt með að ná sérstæðum, grátbroslegum stíl, sem bíður eftir verðugu viðfangsefni. Rakarinn, pylsugerðarmaður- inn, bakarinn, sporvagnsstjórinn og Tóbías gamli eru allir í örugg- um höndum þeirra Gunnars Rafns Gunnarssonar, Leifs Guð- mundssonar, Jónmsteins Aðal- steinssonar, Guðlaugar Mariu Bjarnadóttur og Marínós Þor- steinssonar. Þá má ekki gleyma Kamillu litlu og Tomma, sem leikin eru af Höllu Jónsdóttur og Hauki Steinbergssyni, sem bæði eru kotroskin og skýr. Fram koma allskyns dýr, leikin af börnum í sérlega vel gerðum gerfum, sem Anna G. Torfadótt- ir hefur hannað. Hundaballett- inn er minnilegur, ekki síst vegna skoplegra gríma. Frey- gerður Magnúsdóttir hefur yfir- umsjón með búningum, sem falla vel að sýningunni. Kardemommubærinn telst til sígildra barnabókmennta og hef- ur ákveðinn boðskap að flytja. Þar ber hæst gildi heiðarlegs umburðarlyndis I mannlegum samskiptum og friðarþrá mannsins á atómöld. Þessum mikilvægu þáttum hefur Thor- björn Egner tekist að fylgja eftir í þessu verki af listrænni snilld. Óhætt er að mæla eindregið með þessari sýningu L.A. og ástæða er til að óska aðstandendum hennar til hamingju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.