Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRlL 1984 41 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJA RNA RSON um, að hér verði sem fyrst mörkuð sú almenna upplýsingastefna sem þegar er farið að fylgja víða er- lendis." Hér er rétt og hyggilega mælt. Lífskjör þjóðarinnar í næstu framtíð velta á þrennu, öðru frem- ur: 1) Að nýta möguleika, sem for- sjónin leggur okkur upp í hendur: í stóriðju, lífefnaiðnaði og fiskeldi, svo dæmi séu nefnd, auk tækifæra í hefðbundnum atvinnuvegum, 2) Að þjóðfélagsgerðin efli hvata framtaks í brjóstum þegnanna — og skapi það svigrúm sem til þess þarf að framtakið njóti sín. Þessi liður spannar einnig rétt arðsem- ismat í lánsfjárstýringu og fjár- festingu. 3) Að sú menntun og þekking, sem til staðar er á sviði tækni og vísinda, verði nýtt, en á það skortir verulega. í greinargerð segir ennfremur: „Húsbyggingar og húsnæðis- kostnaður eru einn dýrasti liður- inn- í útgjöldum yngri heimila í dag og mun verða svo um langa framtíð. Á undanförunm árum, og raunar enn, hefur athyglin eink- um beinzt að öflun lánsfjár til húsbygginga. Minni áherzla hefur verið lögð á að lækka byggingar- kostnað sem að miklu leyti hefur dulizt í verðbólgu og óverðtryggð- um lánum. Hann verður hinsvegar greinilegri þegar sífellt fleiri búa í húsnæði sem eingöngu er reist fyrir verðtryggt lánsfé.“ Hérlendis og erlendis er fjöl- breytt framboð á þekkingu og tækni, efni og þjónustu til hús- bygginga og umfangsmiklar rann- sóknir í gangi. Fjölmargar nýj- ungar skjóta upp kolli á ári hverju. Skipuleg, viðvarandi miðl- un þekkingar og reynslu af þessu tagi getur sparað mikla fjármuni. Menntun, þekking og tækni. Þessi eru kenniorð velmegunar í fyrirsjáanlegri framtíð. En það þarf framtak til þess að standa ekki í stað; til að höndla hnossið. Tvær hliðar á sama fyrirbærinu Lífskjör og þjóðartekjur eru tvær hliðar á sama fyrirbærinu. Ef tekjur þjóðarinnar standa ekki undir lífsmáta hennar segja af- leiðingar fljótlega til sín: við- skiptahalli við útlönd, vöxtur er- lendra skulda, gengissig innlends gjaldmiðils (eða hrun) og verð- bólga. Þetta verður að hafa í huga þeg- ar horft er — gegn um fjárlaga- gatið — á helztu efnahagsstað- reyndir í þjóðarbúskapnum: • Aætluð útflutningsverðmæti afurða úr helzta nytjafiski okkar, þorskinum, á líðandi ári eru 4.700 m.kr., en vóru 9.844 m.kr. 1981, á föstu verðlagi ársins í ár mælt. Þetta er meir en helmingslækkun. Markaðsverð sjávarafurða verður að líkindum 2% lægra í dollurum 1984 en að meðaltali 1983. • Þjóðhagsstofnun telur (Ágrip úr þjóðarbúskapnum/janúar 1984) að þjóðarframleiðsla í ár minnki um 4,5% frá fyrra ári. Hún hefur þá minnkað um nálægt 12% á þremur árum. • Þar að auki tekur greiðslubyrði erlendra skulda hátt í fjórðung út- flutningstekna okkar í ár og næstu ár, eða 22—24%. Breytileg vaxtakjör hafa áhrif á umfang þessarar skerðingar þjóðartekna. • Súlurit það, sem fylgir þing- bréfi, sýnir, að þjóðartekjur á mann 1984 verða aðeins 95% af því sem þær vóru 1977 — og kaup- máttur ráðstöfunartekna fer í 92% af því sem hann var 1977. • Súluritið sýnir einnig að á síð- asta heila ári fráfarinnar ríkis- stjórnar vóru þjóðartekjur á mann komnar niður í það sem þær vóru 1977 og vel niður fyrir það við stjórnarskiptin. Ekkert hafði gerzt 1978—1983 í stóriðjumálum, ekkert í undirbúningi lífefnaiðn- aðar; engar nýjar stoðir — í það heila tekið — verið settar undir atvinnu og efnahag landsmanna. Hér skal ekki rakinn sá árangur sem náðst hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar í hjöðnun verðbólgu, hjöðnun viðskiptahalla, vaxta- lækkun o.s.frv. Á hitt er vert að minna, sem ekki hefur verið eins rækilega tíundað, að við fjárlaga- gerð 1984 náðist fram nokkur niðurskurður í ríkisútgjöldum. Þau náðust þá niður í 28,7% (úr 30,7%) af þjóðarframleiðslu eða í svipað hlutfall og þau vóru 1978. Þegar af þeim sökum þykir það vart framkvæmanlegt að „stoppa í fjárlagagatið", sem telst vera um 1.900 m.kr. (þ.e. ríkissjóðsútgjöld umfram tekjur 1984), með viðbót- arniðurskurði einum saman. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, lýstu því yfir í utan- dagskrárumræðu á Alþingi sl. miðvikudag, að ríkisstjórnin myndi standa við öll sín efna- hagsmarkmið. Ef meginpunktar í máli þeirra eru dregnir saman verða þeir efnislega þessir: • Staðið verður við það að verð- bólga verði ekki meiri en 10% í lok líðandi árs. • Staðið verður við það að geng- isbreytingar verði ekki umfram 5% á árinu, í plú« eða mínus, enda stöðugleiki í gengismálum for- senda þess að hægt sé að ná settu hjöðnunarmarki dýrtíðar, sem og varðveita það kaupmáttarstig, sem um hefur samizt. • Til þess að ná settu marki mun ríkisstjórnin og gera ráðstafanir til að draga úr fyrirsjáanlegum halla ríkissjóðs. • í sama tilgangi mun hún, í sam- ráði við bankana, gera ráðstafanir til að draga úr þenslu í peninga- málum. Öllum, sem fylgzt hafa með stjórnmálum, er ljóst, að einhugur hefur ekki ríkt í ríkisstjórninni né stjórnarflokkunum um viðbrögð gegn fyrirsjáanlegum ríkissjóðs- halla. Það er hinsvegar hyggilegra verklag að leysa slíkan ágreining á þingflokka- og ríkisstjórnar- fundum en í fjölmiðlum. Mergur- inn málsins er þó sá að stjórn- málamenn, sem axlað hafa hina stjórnarfarslegu ábyrgð, taki af skarið um viðbrögð. Það er þeirra verk. Allir velviljaðir menn vona að þeim takist það farsællega. Hver vill, þegar hann skoðar hug sinn af einlægni, ganga með Alþýðubandalaginu aftur á bak inn í fortíð óðaverðbólgu, hávaxta, viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar? Aðalfundur Ferðafélags íslands t Útför mannsins míns, fööur okkar og tengdaföður, BJÖRNS LEVÍ ÞORSTEINSSONAR, húsgagnasmíöameistara, Höröalandi 6, AÐALFUNDUR Ferðafélags ís- lands var haldinn á Ilótel Hofi 13. mars sl. Fundarstjóri var Eyþór Einarsson, formaður Náttúru- verndarráðs. Davíð Ólafsson, forseti félags- ins, setti fundinn og minntist tveggja látinna félaga, Helgu Teitsdóttur og Jóhannesar Ás- geirssonar. Þau voru bæði kjör- félagar í Ferðafélagi íslands. Helga Teitsdóttir starfaði á skrifstofu ferðafélagsins í 37 ár. I skýrslu stjórnar kom fram að ferðafélagið hafi reist sælu- hús fram á síðustu ár, ekkert þó á árinu 1983, og að enn kæmu fram óskir um byggingu sælu- húsa á nýjum stöðum. Sæluhús- in eru nú orðin 16. Félagið hóf útgáfu „Frétta- bréfs" á síðasta ári og hafa þeg- ar komið út tvö tölublöð. Þórunn Lárusdóttir, fram- kvæmdastjóri félagsins, las upp endurskoðaða reikninga fyrir árið 1983 og samþykktu fund- armenn þá einum rómi. Þá hófust umræður um laga- breytingar, sem var vísað til nefndar, sem á að undirbúa lagabreytingar fyrir næsta aðal- fund. veröur gerð frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 17. apríl kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Anna Jónsdóttir. Örlygur Björnsson, Hreinn Björnsson, Þorsteinn Björnsson, Sveinbjörn Björnsson, Sturla Björnsson. Ásta Gunnarsdóttir, Sigríöur Sigtryggsdóttir, Guörún Halldórsdóttir, Kristín Pálsdóttir, t Útför bróöur okkar, FRIÐJÓNS STEFÁNSSONAR Irá Noröfiröi, sem lést á Hrafnistu 9. apríl fer fram frá Áskirkju 16. apríl kl. 13.30 e.h. Fyrir hönd vandamanna. Ásta Stefánsdóttir, Bjarney Stefánsdóttir. t Jaröarför föður míns og stjúpfööur okkar, GESTS GUNNLAUGSSONAR, bónda í Meltungu, veröur gerö frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 17. april kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afbeöin en þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á hjúkrunarheimiliö Sunnuhlíð i Kópavogi. Jóhann Gestsson og stjúpdætur. t Þökkúm innilega auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á sjúkradeild kvenna á Hjúkrunar- og elliheimilinu Grund. María Eyþórsdóttir, Hulda Ágústsdóttir, Rögnvaldur Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö viö andlát og útför, JÓNU E. JÓHANNESDÓTTUR frá Horni, Hlíöarvegi 32, ísafiröi. Haraldur Stígsson, Bergmundur Stígsson, Sigrún Stígsdóttir, Arnór Stígsson, Rebekka Stígsdóttir, Anna Stígsdóttir, Helga Stígsdóttir, Stígur Stígsson, börn og Bjarnveig Jakobsdóttir, Jóna B. Guómundsdóttir, Hörður Davíösson, Málfríöur Halldórsdóttir, Sturla Halldórsson, Ragúel Hagalínsson, Halldóra Daníelsdóttír, barnabörn. Þökkum innilega samúö og hlýhug viö fráfall og útför AÐALHEIÐAR JÓHANNESDÓTTUR, Stigahlíð 12. Arnór Sigurösson, Guðmundur Arnórsson, Jón Arnórsson, Sigmar Arnórsson, Sigurður Arnórsson, Málfríöur Arnórsdóttir Björn Ástmundsson, Berghildur Gísladóttir, Heiörún Aðalsteinsdóttír, Sigrún Baldvinsdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför bróður okkar, tengdafööur og afa, SIGURÐAR SIGFINNSSONAR frá Norðfiröi. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks Hrafnistu, Hafnar- firði, fyrir góöa umönnun. Jóhanna Sigfinnsdóttir, Sigurbjörg Sigfinnsdóttir, Guöný Valtýsdóttir, Paul R. Smith, Valgerður Eiriksdóttir, Þór Eiríksson. + Þökkum auðsýnda samúö viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, dóttur og systur, INGIBJARGAR GUNNARSDÓTTUR, Sandholti 28, Ólafsvík. Siguróur Haraldsson, Margrét Gylfadóttir, Jóna Sigurgeirsdóttir. Rannveig Gylfadóttir, Gunnar Klængsson, Jón Gunnar Gylfason, Gunnar K. Gunnarsson. Legsteinar Framleíðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum túslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. | S.HELGASON HF STEINSHHIÐJA SK0JMKÆGI 48 Sávtt 70677 LEG MO: Hamarshö STEIN AR I.F. li 81960 SAIK fða 4 — H Sirr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.