Morgunblaðið - 15.04.1984, Síða 44

Morgunblaðið - 15.04.1984, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984 Plötusnúðurinn Kid Jensen í heimsókn á íslandi NÝLEGA kom hingað til lands Kid Jenscn, þekktur kynnir úr bresk- um poppþáttum. Hann er kvæntur íslenskri konu og er hér á landi ásamt henni og börnum þeirra tveimur. í samtali við blm. Mbl. sagði Kid Jensen að hann væri með þriggja tíma poppdagskrá fimm sinnum í viku á rás 1 hjá BBC. Hann kvaðst vera með þáttinn „Top of the Pop“ í sjónvarpsút- sendingu hjá BBC einu sinni í mánuði. Þar fjallar hann um þrjátíu vinsælustu lögin hverju sinni. Einnig kvaðst Kid Jensen vera af og til með alvarlegri dagskrár fyrir rás 4 hjá BBC. Hann kvaðst nú vera að gera þátt um kirkjuna og viðhorf ungs fólks til hennar, einnig væri hann að vinna að fræðslu- mynd um rithöfundinn Robert Louis Stevenson. En Kid Jensen hefur margt fleira á sinni könnu, hann skrifar poppsíðu í „Daily Mirror" hvern laugardag og gerir stundum prógrömm fyrir óháða sjónvarpsstöð, sem flutt eru síðdegis. Um helgar kemur hann fram á skemmti- stöðum víðs vegar um Bretland með klukkustundar dagskrá. Til íslands er Kid Jensen og Kid og Guðrún Jensen ásamt börnum sínum tveimur, þeim Önnu Lísu, sex ára, og Davíð Alex- andcr, þriggja ára. fjölskylda komin til að njóta hvíldar frá erli hversdagslífs- ins. Kid Jensen hafði orð á því að honum þætti Reykjavík hafa tekið talsverðum stakkaskipt- um á undanförnum árum, sér- staklega hefði fjölbreytni á matsölustöðum aukist. Kid sagði að sér fyndist spennandi að borða á mörgum þeirra, sér- staklega sjávarrétti, sem hann væri mjög hrifinn af. Einnig hefur hann, að eigin sögn mik- inn áhuga á að fylgjast með því sem hér er að gerast í út- varpsmálum. Kid Jensen kvaðst verða var við mikinn áhuga hjá fólki í Bretlandi þegar vissi um tengsl hans við Island. Hann sagðist vera viss um að ef landið væri auglýst meira myndi koma hingað mun fleira ferðafólk frá Bretlandi. Góð gjöf gleður í hönd fer tími gleði og gjafa. Vandlátir vita hvað þeir vilja. Gefjunarteppi er vönduð gjöf - sem gleður. gjöf er góð gjöf. LEIÐANDI í LIT OG GÆÐUM TOLLSKJÖL oö verðútreiknlngar MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að auka þekkingu þeirra sem innflutning stunda og stuðla þar með að bættum af- köstum og tímasparnaði hjá viðkomandi aðilum. Kunn- áttvleysi í gerð tollskýrslna og verðútreiknings hefur haft í för með sér ómælt erfiði fyrir margan manninn, en þetta námskeið á að kynna þátttakendum hvernig þessi mál ganga fyrir sig. EFNI: - Helstu skjöl og eyðublöð við tollafgreiðslu og notkun þeirra. - Meginþættir laga og reglugerða er gilda við tollaf- greiðslu vara. - Grundvallaratriði tollflokkunar. - Helstu reglur við verðútreikning. - Gerð verða raunhæf verkefni. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem stunda innflutn- ing í smáum stíl og iðnrekendum, sem ekki hafa mikinn innflutning. Einnig er námskeiðið kjörið fyrir þá, sem eru að hefja eða hyggjast hefja störf við tollskýrslugerð og verðútreikninga. LEIÐBEINANDI: Karl Garðarsson við- skiptafræðingur frá Háskóla íslands. Starf- ar nú sem deildarstjóri á skrifstofu tollstjóra. TÍMI - STAÐUR: 14.-16. maí kl. 13.30-17.30. Síðumúla 23. ATH: Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags ríkisstofnana greiðir þátttökugjald fyrir félaga sína á þessu námskeiði ogskal sækja um þaðtil skrifstofu SFR. ■ STJÓRNUNARFÉIAG ÍSLANDS ifö*23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.