Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984
45
Karpov vann norska undra-
barnið í spennandi skák
Skák
Margeir Pétursson
ÞEIR Anatoly Karpov, heims-
meistari, og Simen Agdestein, 16
ára gamall alþjóðameistari sem
Norðmenn binda mestallar fram-
tíðarvonir sínar í skákinni við,
tefldu æsispennandi skák í annarri
umferð alþjóðamótsins í Ósló. Upp
kom mjög tvísýnt afbrigði af
franskri vörn og Norðmaðurinn
fómaði þremur peðum fyrir sókn-
arfæri að kóngi Karpovs, sem átti
sér lítið skjól úti á miðju borðinu.
En reynsla heimsmeistarans varð
þung á metunum. Hann lét hrók af
hendi fyrir riddara til að draga
vígtennurnar úr svörtu sókninni og
vann að lokum sjálfur með kóngs-
sókn.
Dirfska Agdesteins vakti samt
aðdáun áhorfendanna. í sumar
vann hann Boris Spassky á móti
í Gjövik og varð þar með yngsti
skákmaður sem nokkru sinni
hefur tekist að leggja fyrrver-
andi heimsmeistara að velli.
Hann er eini heimamaðurinn á
mótinu nú. Hinum norsku al-
þjóðameisturunum, þeim
Ögaard, Helmers og Tiller var
einnig boðið til leiks, en þeir
treystu sér ekki í svo sterkt mót,
— aðeins Agdestein þekktist
boðið.
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Simen Agdestein
Frönsk vörn
1. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rc3
Venjulega teflir Karpov
Tarrasch-afbrigðið, 3. Rd2. Það
meðhöndlaði hann af þvílíkri ná-
kvæmni að franska vörnin fór úr
tízku um tíma.
3. — Bb4, 4. e5 — c5, 5. a3 —
Bxc3+, 6. bxc3 — Re7, 7. Dg4!?
Mun rólegra framhald gegn
Winawe-afbrigði svarts er 7.
Rf3, en kannski er Karpov að
skerpa stílinn með einvígið við
Kasparov í huga.
7. — Dc7, 8. Dxg7 - Hg8, 9. Dxh7
— cxd4,10. Re2 — Rbc6, 11. f4 —
Bd7, 12. Dd3 — dxc3, 13. Dxc3 —
Rf5, 14. Hbl - Hc8?!
Þeir félagar Hort og Húbner,
sem luku skák sinni snemma,
voru ekki ánægðir með þennan
leik. Leikurinn hefur þann kost
að hrókurinn kemst fljótt í bar-
dagann, en gallinn er augljós,
svartur missir hrókunarréttinn.
15. Bd2 - d4,16. Dd3 — Rce7,17.
Rxd4 — Rxd4, 18. Dxd4 — Rf5,
19. Dxa7
Karpov ígrundaði þetta djarfa
peðsrán í tuttugu mínútur og var
aldrei þessu vant kominn með
lakari tíma en andstæðingurinn.
19. — I)xc2, 20. Dxb7 — Hc7, 21.
Db8+ — Hc8, 22. Db4 — Rd4, 23.
Kf2 — Hg4?
1 skýringasalnum bjuggust
menn við 23. — De4 og eftir
skákina sagði Karpov í samtali
við Arnold Eikrem, fréttaritara
Morgunblaðsins á mótinu, að sá
leikur væri að öllum líkindum
betri. Eftir 23. — De4 hótar
svartur 24. — Hc2 óþyrmilega og
hvítur á erfitt með að losa um
sig. 25. Db7! ætti þó að gefa hvít-
um góða möguleika á að verjast
og vinna síðan á liðsmuninum.
24. Dxd4!
Fyrst í stað gagnrýndi Hort
Karpov fyrir að leika ekki 26.
Hcl, en nokkrum leikjum síðar
hafði hann skipt um skoðun og
hældi taflmennsku heimsmeist-
arans á hvert reipi. Eftir 24. Hcl
- Hxf4+, 25. Kg3 - Re2+!, 26.
Bxe2 — Hxb4, 27. Hxc2 — Hxc2
er endataflið alls ekki auðunnið
fyrir hvítan.
24. — Dxbl, 25. Hgl — Da2, 26.
Be2 - Hc2, 27. Hdl
Hvítur hefur nú leyst liðsskip-
unarvandamál sín á kóngsvæng
og er á grænni grein með þrjú
peð fyrir skiptamuninn, sem er
að sjálfsögðu meira en nægilegt.
27. — Hg8, 28. g3 — Bc6, 29. Dd3
- Bd5, 30: Db5+ - Kf8
31. f5! — exf5, 32. Dxd5 — Dxd5,
33. Bh6+ — Ke7, 34. Hxd5 —
Ke6, 35. Hd6+ — Kxe5, 36. Bf4+
- Ke4, 37. Hd7 - Ha8, 38. He7+
og svartur gafst upp.
Jón L. Arnason hefur staðið
vel fyrir sínu í tveimur fyrstu
umferðunum og gert jafntefli við
tvo mjög sterka stórmeistara.
Skákin við Hort í fyrstu umferð
var mjög erfið, svo Jón fór sér í
engu óðslega gegn Andras
Adorjan, sem nýlega vann ung-
verska meistaramótið, á undan
þeim Portisch og Sax.
Hvítt: Jón L. Árnason
Svart: Andras Adorjan
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6,
6. Be2 — a6, 7. f4 — Db6!?
Algengara er 7. — Rc6, en
Adorjan reynir að rugla Jón í
byrjuninni.
8. Bf3 — Be7, 9. Rb3 - Rc6, 10.
De2 — 0-0, 11. a4 — Dc7, 12. 0-0
— b6, 13. Be3 — Bb7, 14. g4 —
Hfe8, 15. g5 — Rd7, 16. Bg2 —
Bf8, 17. Hf3 — g6, 18. h4 — Rc5,
19. Hh3 — Bg7, 20. Df2 — Rb4.
Jafntefli. Hvítur er að vísu kom-
inn í sóknarstellingar á kóngs-
væng, en svarta staðan er traust.
Tónlcikar Mezzoforte í Osló:
Uppselt og
feikilega
góð stemning
Osló, 11. apríl. Frá Klísabetu Jónas-
dóttur. fréttaritara Mbl.
„VIÐ getum ekki annað en verið
ánægðir,“ sagði Eyþór Gunnarsson,
hljómborðsleikari hljómsveitarinnar
Mezzoforte, að loknum tónleikum
hennar í Osló í gær.
Ekki var annað að sjá og heyra
en áhorfendur, sem voru 1200 tals-
ins, hefðu verið sama sinnis.
Hljómsveitinni var feikivel fagnað
og náðist upp mikil stemmning.
Tónleikarnir voru haldnir í
Chatauneuf, sem er tónleikasalur
félagsmiðstöðvar háskólans og var
uppselt á þá fyrir allnokkru. Nýj-
asta breiðskífa Mezzoforte, Yfir-
sýn, hefur verið í einu af 10 efstu
sætum norska vinsældalistans um
nokkurt skeið.
Þeir Mezzoforte-félagar komu
hingað frá Kaupamannhöfn, þar
sem þeir héldu tónleika í
Montmartre-klúbbnum fyrir
troðfullu húsi áheyrenda á sunnu-
dag. Frá Osló héldu þeir síðan
rakleiðis til Þrándheims, þar sem
þeir áttu að halda tónleika í kvöld.
Þaðan liggur leiðin svo til Stokk-
hólms.
Að sögn þeirra félaga hefur
ferðalagið gengið mjög vel og mót-
tökurnar verið vonum framar. Að
lokinni ferð þeirra um Norðurlönd
munu þeir síðan snúa aftur til
Lundúna til þess að undirbúa
frekari tónleikaferðir í sumar og
haust.
Úrval efnlr til fimm frábærra Parísarferða í vor og
sumar. í fyrstu tveimur ferðunum og þeirri síðustu
er flogið til Luxemborgar og ekið þaðan til Parísar
en í júní og ágúst ferðunum er flogiö beint til
Parísar. Dvalið er á 4ra stjörnu lúxushótelum,
reyndir íslenskir fararstjórar, sem gjörþekkja
borgina og mannlíf hennar stjórna öllu sem stjórna
þarf og „skyldu” skoðunarferðir um borgina og
Versali eru að sjálfsögðu innifaldar.
18/4 - 24/4: Gisting og morgunverður á Montparnasse
Park * * * * L, 6 nætur. Verð kr. 16.900.- í tvíbýli.
Uppselt.
16/5 - 23/5: Gisting og morgunverður á Montparnasse
Park * * * * L, 7 nætur. Verð kr. 17.700.- í tvfbýli. Uppselt.
9/6 - 16/6: Gisting og morgunverður á Montparnasse
Park ****/_. 7 nætur. Verð kr. 17.200. - í tvíbýli.
EM í knattspyrnu hefst 11. júní!
18/8 - 25/8: Gisting og morgunverður á Frantel Windsor
‘***, 7 nætur. Verð kr. 18.200.- ftvibýli.
19/9 - 26/9: Gisting og morgunverður á Lutetia Concorde
* * * *, 7 nætur. Verð kr. 18.800.- /' tvibýli.
Ert þú ekki samferða
Síminn er 26900.
sumar?
HMHHM