Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRlL 1984 7 HUGVEKJA eftir séra Guðmund óskar ólafsson Meistari hasta þú á lærisveina þína. En hann svaraði og sagði: Ég segi yður, að ef þessir þegðu mundu steinarnir hrópa." Lk. 29:4. Þeir eru stundum lærisvein- arnir taldir hafa of hátt, það er gömul og ný saga og stundum kannski réttmæt aðfinnsla í þeirri merking skilin, að sumir virðast stundum álíta að bæði Guð og menn heyri eitthvað bet- ur ef talað er á háu tónunum. En það er þó önnur tegund hámælis, sem öllu meira að ósekju er hast- að á. Það var svo í eina tíð á árum áður að sú stefna lét veru- lega til sín taka innan kristninn- ar, sem helst vildi hafa sem minnst með það tákn að gera, sem hæst ber í dymbilviku, það er að segja krossinn, hann hefur enda löngum valdið ýmsum hneykslan og óhug. Mig minnir að það hafi verið í ræðusafni eft- ir séra Þorstein Briem, sem at- hygli mín var vakin á því að kirkjur, sem báru svip fyrr- nefndrar krossleysisstefnu, þær höfðu vindhana í turni með fangamarki danakonungs í stað krossmarks. Og enn þann dag í dag munu kirkjur til hérlendis, sem bera vott um þessi sannindi. Það vakti fyrir mönnum með þessu uppátæki að gera hús Drottins skynsömu fólki að- gengilegri, þetta átti að vera leið til að fylla kirkjurnar. Kannski var þetta upphafið að hinu öndL verða. Víst er að Davíð hefði aldrei ort þessi orð um vind- hanann: Ég kveiki á kertum mínum — við krossins helga tré ..." Það má vel líta svo á, þegar lesinn er sá texti sem fylgir pálmasunnudegi og fjallar um innreið Jesú til Jerúsalem, að þar hafi margir fylkt sér undir vafasömu merki. Konungurinn á ösnufolanum er hylltur með áköfum hrópum og fagnaðarlát- um: „Blessaður sé konungurinn, sem kemur í nafni Drottins." Já, þrátt fyrir að þessi maður hefði farið svo í taugarnar á mörgum að fé væri heitið til höfuðs hon- um, þá var svona vel tekið við honum þegar hann kom inn í borgina með sérstökum hætti, að rætast mætti það sem spámað- urinn eitt sinn hafði fyrirsagt: „Fagna þú mjög dóttirin Síon, lát gleðilátum dóttirin Jerúsa- lem. Sjá konungur þinn kemur til þín, réttlátur er hann og sig- ursæll, lítillátur og ríður asna, ungum ösnufola, öllum herbog- um mun útrýmt verða og hann mun veita þjóðunum frið.“ Varð hann ekki glaður við maðurinn á ösnufolanum yfir þessum trúnaði fólksins. Hafði hann ekki yndi af friðartáknun- um, sem stráð var í veg fyrir hann? Hann grét, segir guð- spjallið. Hann átti þá mynd vfs- ast í hjarta sér, að fámennara yrði undir krossinum á föstudag- inn langa. Ég held að hann hafi fundið þá tilfinning nísta, er kalla má meðlíðan með þeim i aldanna festi, sem hafa vindhan- ann við hún, vindhanann, sem snýst eftir því sem golan blæs hverju sinni. Mannfjöldinn var á strætunum til þess að hylla þann konung, sem það vildi að hann væri, þann konung, sem væri dýrðlegi sigurvegarinn, sem færi þá skynsömu leið, sem allir væntu, leið styrks og herkænsku, leið hins veraldlega valds. Pálmaviðargreinunum var ekki stráð til þess að gleðjast yf- ir þeim friði sem Jesús gæfi við það að festast upp á píningartré, heldur þann frið sem lýðurinn vænti að sterkur herkonungur gæfi. Þessvegna meðal annars hefur krossinn ætíð verið vald- Pálma- sunnu- dagur inu mikið hneyksli. Hvað hafa böðlar aldanna haft með krossa að gera. Þeir hafa aldrei séð nema þann hluta krosstrésins, sem á rætur í jörðu og pyntar, aldrei horft upp á þann enda hans, sem bendir upp til himins, né heldur skilið hvað það merkir. Hvað ættu þeir að fást um mis- kunn og fyrirgefning og sigur í lítillækkun. Hefur það ekki löngum verið að fullu forsmáð, sem boðar ann- að vald, en vald hins sterka: Hve bölvað og bágt — að burðast/ með kristinn kærleikskross — Svo himneskt og hátt herðatré/ á erindi ekkert við oss/ (I. Erl. Sig.). Það er í rauninni ekkert undarlegt að ýmsum skuli hafa fundist krossmarkið háðulegt og harla óskynsamlegt merki krist- innar baráttu, því að sá konung- ur sem lét þar líf sitt á, hann boðaði óþægilegan sigur, krist- inn kærleikskross, sem aldrei hefur verið notalegt að burðast með, né hefur slíkt verið vænlegt til ávinnings, jafnvel þó að sum- ir hafi reyndar í liðinni tíð brúk- að krosstáknið með slikum hætti. Og þó er engin krosslaus kristni til, sé hún það, þá er það vindhaninn, sem orðinn er að leiðarmerki og konungurinn orðinn að einhverri þeirri mynd, sem hagstæðust er fyrir mínar skoðanir, mínar leiðir og sigur- vonir, eftir því hvaðan vindurinn blæs. Ég skil ekki og ég veit að þú skilur ekki hversvegna Krist- ur fór þá leið sem hann fór til þess að leysa hjörtu mannanna úr álögum, við greinum það ekki með gáfunum hversvegna dymb- ilvikan með sínum þunga klukkuslætti þurfti að gerast á þann veg sem varð á undan páskum. Én slíkur gáfnaskortur breytir ekki því, að einhvers- staðar inni í því, sem heitir ég eða þú, þar getum við greint eins og Davíð sagði: í gegnum móðu og mistur ég mikil undur sé./ Ég sé þig koma Kristur með kross- ins þunga tré.“ Og um leið vitum við, að það er ekki kirkja vind- hanans, sem stillir og græðir og blessar, heldur kirkja hins ein- kennilega þvertrés, sem bendir upp og yfir öll hervirki mann- anna, upp yfir alla þeirra myrku ætlan og vilja, heim að hjarta Guðs, sem hefur ráð á lífi og sigri fyrir barnið sitt, fyrir undrið sem reis upp af hinni mestu þjáning. Hér eitt sinn á árunum sagði ungur Kóreubúi þannig frá: Drengur bjó í þorpi nokkru upp með Han-ánni. Stór- flóð varð, sem sópaði í burtu húsum og mannvirkjum flestum. Drengurinn var aleinn heima og smátt um varnir. Sem vatnið óx, þá klifraði hann upp á þakið. Undirstöður hússins fóru að gefa sig og húsið byrjaði að berast með straumnum. Veikar sperr- urnar tóku að gefa sig og strá- þakið að liðast í sundur og tvístrast, svo að drengurinn var að missa tak á öllu. En fyrir mildi bárust í fang hans tveir krossbundnir raftar, sem ekki létu undan og í þeim barst hann um langan veg, þar til hann komst á kyrrara vatnssvæði og var bjargað. Lítil sönn saga, eitt atvik úr lífsbaráttu í fjarlægð, en gæti þó staðið sem táknmynd þess, sem flesta hendir á ein- hvern veg. Við förum ekki um í sífelldri kyrru í lífinu, það brest- ur flest og rofnar fyrr eða síðar sem við kannski töldum traust og óbifanlegt. Hverju treystum við þá, hvar er tak sem heldur? Er það boðun vindhanans, ný og ný bollalegging um tilveruna, sem kannski lætur blíðlega í eyra? Er það slíkt sem okkur hentar þegar mest á ríður? Eða er það krossins orð, klárt og kvitt, um konunginn, sem veitir hjálparráð og leiðir þegar við berumst um í blíðunni sem straumkastinu. Um svarið vitn- ar kirkjan, lærisveinarnir, jafn- vel þó að oft á tíðum sé hastað á slfkt. Hvað sem við fáumst við í komandi viku, já, hvort heldur fylgja ærsl eða ró stundum okkar í dymbilviku, þá er gott að minnast þess að innst við hjarta má búa með okkur það sem Ingi- mar Erlendur orðar svo: Hve hégómans höll er fúin — mitt háreista frægðarvé. — Úr há- sæti hennar flúinn — ég hallast að krossins tré.“ ÐSTOÐ VERÐBRÉFA- IÐSKIPTANNÞ, Sparifjáreigandi! Hefur þú íhugað sparnaðarkostina sem eru á markaðinum í dag? Raunávöxtun m/v mismunandi verðbólguforsendur: Árs- Ávöxtun Verö- t'ygg- ing Verðbólga 12% 15% 20% Verðbr. veðskuldabr. 9,87 Já 9,87 9,87 9,87 Eldri sparískírt. 5,30 Já 5,30 5,30 5,30 Happdr.skuldabr. 5,50 Já 5,50 5,50 5,50 Ný sparískírt. 5,08 Já 5,08 5,08 5,08 Gengistr. sparisk. 9,00 7 7 ? ? Ríkisvíxlar 25,97 Nei 12,47 9,54 4,77 Alm. sparisj.reikn. 15,00 Nei 2,68 ? +4.17 Sparisj.reikn. 3 mán. 17,70 Nei 5,09 2,35 4,96. J Sparisj.reikn. 12 mán. 19,90 Nei 7,05 4,26 +0,08 Banka sparisk. 6 mán. 22,1 Nei 9,01 8,17 1,75 Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir eftirtöldum verðbréfum á söluskrá: □ Eldri spariskírteini ríkissjóös □ Happdrættisskuldabréf ríkissjóös □ Ríkisvíxlar □ Óverðtryggð veðskuldabréf, 18—20% □ Óverðtryggö veðskuldabréf, hæstu leyfil. vextir □ Verðtryggö veðskuldabréf, 2—5 ár □ Banka spariskírteini EIGENDUR SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS ATHUGIÐ! Innlausnardagur flokka 1977-1 og 1978-1 er 25. marz. Þessir flokkar bera 3,7% vexti umfram verðtryggingu á ári. Nú eru á boöstólum spariskírteini sem bera 5,3% vexti umfram verðtryggingu á ári fram aö hagstæðasta innlausnardegi. Kynnið ykkur ávöxtunarkjörin á markaðnum í dag. Starfsfólk Verðbréfamarkaðar Fjárfestingarfélags- ins er ávallt reiðubúiö að aðstoða við val á hag- kvæmustu fjárfestingu eftir óskum og þörfum hvers og eins. SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 16. apríl 1984. Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóðs Söluqenqi Ávöxtun- Dagafjöldi Ar-flokkur pr. kr. 100 arkrafa til innl.d. 1970-2 17.415,64 Innlv. i Seðlab. 5.02.84 ' 1971-1 15.341,29 5,30% 1 ár 149 d. 1972-1 13.855,58 5,30% 1 ár 279 d. 1972-2 11.412,13 5,30% 2 ár 149 d 1973-1 8.677,81 5,30% 3 ár 149 d. 1973-2 8.253,05 5,30% 3 ár 279 d 1974-1 5.449,30 5,30% 4 ár 149 d 1975-1 4.002,39 Innlv. i Seölab. 10.01.84 1975-2 3.021,25 Innlv. í Seðlab. 25.01.84 1976-1 2.877,97 Innlv. í Seölab. 10.03.84 1976-2 ' 2.273,74 Innlv. ÍSeðlab. 25.01.84 1977-1 2.122,16 Innlv. í Seðlab. 25.03.84 1977-2 1.767,35 5.30% 144 d. 1978-1 1.438,89 Innlv. i Seðlab 25.03.84 1978-2 1.129,08 5,30% 144 d. 1979-1 951,45 Innlv. i Seölab. 25.02.84 1979-2 734,49 5,30% 149 d. 1980-1 622,29 5,30% 359 d. 1980-2 478,40 5,30% 1 ár 189 d. 1981-1 409,45 5,30% 1 ár 279 d. 1981-2 302,94 5,30% 2 ár 179 d. 1982-1 285,15 5,30% 315 d. 1982-2 211,27 5,30% 1 ár 165 d. 1983-1 162,88 5,30% 1 ár 315 d. 1983-2 104,87 5,30%. 2 ár 195 d. 1974-D 5,319,50 Innlv. i S( sðlab. 20.03.84 1974-E 3.667,62 5,50% 225 d. 1974-F 3.667,62 5,50% 225 d. 1975-G 2.388,74 5,50% 1 ár 225 d. 1976-H 2.225.24 5,50% 1 ár 344 d. 1976-1 1.725,12 5,50% 2 ár 224 d. 1977-J 1.566,63 5,50% 2 ár 345 d. 1981-1. fl 325.74 5.50% 2 ár 15 d. Veðskuldabréf — verðtryggð Sölugengi m.v. 2 afb. á ári Nafnvextir (HLV) Avöxtun umtram verðtr. 1 ár 95,69 2Vfr% 8,75% 2 ár 92,30 Z'/4% 8,88% 3 ár 91,66 3%% 9,00% 4 ár 89,36 3 %% 9.12% 5 ár 88,22 4% 9,25% 6 ár 86,17 4% 9,37% 7 ár 84,15 4% 9,50% 8 ár 82,18 4% 9,62% 9 ár 80,24 4% 9,75% 10 ár 78,37 4%^ k- 9,87% 11 ár 76,51 4% 10.00% 12 ár 74,75 4% 10,12% 13 ár 73,00 4% 10.25% 14 ár 71,33 4% 10,37% 15 ár 69,72 4% 10.49% 16 ár 68,12 4% 10.62% 17 ár 66,61 4% 10,74% 18 ár 65.12 4% 10,87% 19 ár 63.71 4% 10,99% ’20ár 62,31 4% 11,12% Veðskuldabréf óverðtryggð Sölug.m/v 1 afb. á ári 14% 16% 18% 20% (Hfiy 21% 1 ár 87 88 90 91 92 2 ár 74 76 78 80 81 3 ár 63 65 67 69 70 4 ár 55 57 59 62 63 5 ár 49 51 54 56 57 Hlutabréf Verzlunarbanki Islands hf. Kauptilboö óskast. Daglegur gengisútreikningur jltofgtiitWbtttfr Metsölublad á hverjum degi! Veróbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaóarbankahúsinu Sími 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.