Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRlL 1984
47
Hanna María Karlsdóttir í hlutverki
Helenar.
Guðrún Gísladóttir og Sigurður
Skúlason í hlutverkum Elínar og Eó-
valds.
Sigríður Hagalín í hlutverki móóur
Helenar og Hanna.
nærri og hann lendir á geðveikra-
hæli í New York. Ekki var ein bár-
an stök í lífi hans eftir það. Á
tímabili var hann kynhverfur,
öðru geðklofa og lenti oftar en
einu sinni á geðdeildum spítala.
Norén, sem nú stendur á fer-
tugu, hóf rithöfundarferil sinn
sem ljóðskáld og vann sér nafn
sem slíkur. Þá kom nokkura ára
tímabil, sem hann gat ekkert
skrifað þar til hann tók að skrifa
leikrit. Þá hófst hann líka handa
svo um munaði og hefur sent frá
sér hvert leikritið á fætur öðru.
Þau hafa vakið mikla athygli og
verið eftirsótt af leikhúsum á öll-
um Norðurlöndum. Eru „Bros úr
djúpinu" og „Nóttin er móðir
dagsins" hans þekktustu verk til
þessa.
Um verk sín segir Norén: „Leik-
ritin eru gildrur til að fanga nú-
tímamanninn í til að sýna hans
innra eðli." Hann gerir það ekki að
markmiði í verkum sínum að leysa
þau vandamál, sem hann fjallar
um, heldur er markmið þeirra að
fólk reki þar augun í sjálft sig og
vakni til umhugsunar og aðgerða.
Ef hinsvegar fólk gengur burt eft-
ir sýningu hristandi hausinn yfir
persónunum, sem það sér í leikrit-
inu, þá hefur tilraunin mistekist.
Sýningu þessa hef ég unnið í
mikilli samvinnu við finnska
leikmyndateiknarann Pekka
Ojamaa, sem gerir bæði bún-
ingana og leikmyndina. Hann hef-
ur víða aflað sér þekkingar og
reynslu, sem hann er óspar á að
miðla, og hefur borið ferskan blæ
inn í leikhúsið. Hann vinnur mjög
frábrugðið leikmyndateiknurum
almennt. Vaninn er sá að leik-
stjórinn afhendi leikmyndateikn-
ara sína skilgreiningu á verkinu
og hann geri síðan módel af svið-
inu, sem tillögu.
Pekka tók hinsvegar þátt í
skilgreiningunni sjálfri engu síður
en ég og lögðum við okkar hug-
myndir um verkið saman. Til að fá
tilfinningu fyrir því umhverfi sem
persónur leikritsins hrærast í
kynntum við okkur síðan fjöldann
allan af bókum og kvikmyndum,
sem hann hafði valið. Jafnframt
fylgdist hann með æfingum á
verkinu og tengdist því sýningu
jafn mikið og hver annar þáttak-
andi í henni. Árangurinn af þessu
er ekki aðeins endanlega sviðs-
myndin, sem Pekka segir raunar
að skipti ekki máli sem slík, held*
ur sú tilfinning, sem áhorfandinn
fær fyrir umhverfi persónanna.
Það hefur margsinnis sýnt sig að
hjá áhorfandanum er það er sú
tilfinning, sem verður hinni raun-
verulegu sviðsmynd yfirsterkari í
minningunni.
Við höfum æft leikritið á nokk-
uð óvenjulegan hátt. Reynt að
skapa sveigjanleika með þvi að
festa atriðin sem minnst niður
leiklega séð. Prófað okkur áfram
með aðferðir til að ná fram réttri
tilfinningu í textann í stað þess að
nema staðar við fyrstu og nær-
tækustu lausn. Þannig hefur leik-
ritið verið flutt á nýjan hátt á
hverjum degi og leikarinn veit
aldrei nákvæmlega hvernig mót-
leikarinn bregst við orðum hans
né hvar hann verður staddur á
sviðinu. Enda veit maður þetta
aldrei í raunveruleikanum.
Það hefur verið skemmtilegt að
vinna á þennan hátt en um leið
verið erfitt og kostað mikið álag á
leikarana. En það er von okkar að
þessi vinna eigi eftir að skila sér í
því ferskari sýningu."
Guómundur A. Finnbogason og Sigríóur Johnson í íbúð Sigríðar á Hrafnistu
í Hafnarfirði.
Á setustofunni í Hrafnistu.
síðast, en ekki síst, frjáls framlög
frá fólki, sem kynni að meta þá
starfsemi sem hér færi fram.
Pétur sagði að nú væri 5. hæð
Hrafnistu nýlokið, en þar væri
funda- og samkomuherbergi, bóka-
safn, skrifstofa og íbúðir. Reynt væri
að gera dvalarheimilið sem best úr
garði og brydda upp á nýjungum i
vistunarmálum aldraðra, svo sem
orlofsíbúðum fyrir þá sem þurfi á
skjólshúsi að halda vegna ferðalaga
aðstandenda og rými fyrir dagvist-
un.
Á Hrafnistu í Reykjavík væri unn-
ið að endurbyggingu eldhúss og frá-
rennslis. Þar væri einnig í bígerð
hjúkrunardeild fyrir gamalt fólk
með geðræn vandamál, en þessi hóp-
ur væri vanræktur í íslensku þjóð-
félagi, fengi aðeins inni á Hrafnistu
og elliheimilinu Grund.
Því væri mikill kostur að Hrafn-
ista væri sjálfráð um vistmenn, þótt
hún væri náttúrulega fyrst og
fremst ætluð sjómönnum, þá væri
hún alltjent ekki bundin af sveitar-
félögum, eins og flest önnur dvalar-
heimili aldraðra.
„Nú er unnið að byggingu vernd-
aðra þjónustuíbúða aldraðra í
Garðabæ, við hlið Hrafnistu í Hafn-
arfirði, en landamerki Garðabæjar
og Hafnarfjarðar liggja þar á milli.
íbúðir þessar verða tengdar við ör-
yggiskerfi innanhúss í dvalarheimil-
inu og verða allar gangstéttir þar
upphitaðar. Framkvæmdir við þjón-
ustuíbúðirnar töfðust um 6 vikur í
vetur vegna veðurs, en þær verða
engu að síður tilbúnar í desember á
þessu ári. Hér er um 28 íbúðir að
ræða til að byrja með og eru þær
þegar gengnar út, en íbúðirnar eru
boðnar út á frjálsum markaði og
fylgir þeim sú kvöð að þar eigi að
búa öryrkjar eða aldraðir," sagði
Pétur að lokum.
Sígildur kprgripur. hannaður at Ann Wart'l
gcrður í höndum mcistaranna frá Kosta.
Töfrar ljósbrotsins njóta sín til fulls
í tærum Kosta kristal.
Vönduö gjöt’ sem vermir.
Hankastncti 10. simi 13122
I
\