Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984
37
r;*
(Frá vinstri) Jónas Þórir Jónsson, Olafur L. Kristjánsson, Áslaug Bergsteinsdóttir, Sigvaldi
Snær Kaldalóns og Pétur Hafþór Jónsson, tónmenntakennarar, ásamt kór Fjölbrautaskólans
í Breiðholti og Hagaskóla, sem Jónas stjórnar. Kórinn kemur fram á sunnudag. Ljóam. Mbl. Emiifa
Kór Ármúlaskóla, ásamt stjórnanda sínum, Sigvalda Snæ Kaldalóns. Kórinn syngur á sunnu-
dag.
„V ortónar
skólanna“
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU
í SÍMA 82930
ATH: Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags ríkisstofnana greiðir
þátttökugjald fyrir félaga sina á þessu námskeiði og skal sækja um það til
skrifstofu SFR.
- fyrstu tónleikarnir í dag
ÞEIR GROTNA EKKI
NIÐUR ÞESSIR
| Fúavðrn og flögnuó málning er ekki
' vandamál hjá okkur
P.V.C. plast gluggar og hurðir, er
sterk, endingargóð og áferðarfalleg
framleiðsla, sem hentar bæði I ný
og eldri hús. P.V.C. Prlmð eykur
verðgildi fasteigna og sparar við-
haldskostnað og vinnu.
Hagstætt verð, föst verðtilboð. Þið
hringið, við tökum gamla gluggann
(hurðina) úr og setjum I þann nýja.
Smíðaö eftir máli.
íslensk framleiösla.
Við þéttleikapröfanir á Norður -
löndum er Primó I hæsta
gæóaflokki. 60% þeirra sem
endurnýja glugga I eldri húsum í
Danmörku nota P.V.C. Primó
plastglugga.
Hægt er að velja um þrjá liti á glugg-
um og huröum.
I glugga og hurðadeild framleiðum
við einnig ál-glugga og hurðir.
MALMTÆKNI SF.
Vagnhöfóa 29 110 Reykjavlk, Simi 83705 og 83045
TÍMI-STAÐUR:
24.-27. apríl kl. 13.30-17.30,
Síðumúla 23, 3. hæð.
MARKMIÐ:
Tilgangur þessa námskeiðs er að kenna forritun'í Basic og
þjálfa þátttakendur í meðferð þess. Að námskeiðinu loknu
skulu nemendur vera færir um að leysa eigin verkefni.
EFNI:
Kennslan fer fram með verklegum æfingum undir leiðsögn
kennara. Jafnframt er stuðst við kennsluefni af myndböndum.
Farið verður yfir skipanir í basic þær útskýrðar og helstu
aðferðir við mótaða forritun kynntar. Raunhæf verkefni verða
leyst. ^
Þ ATTTAKENDUR:
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem læra vilja forritun í Basic.
LEIÐBEINANDI:
Trómet, blásara.sveit framhaldsskólanema, kemur fram á „Vortónum skólanna“ á sunnudag. Stjómandi er Þórir
Þórisson.
Björn Guðmundsson forritari
hjá PROCO.
RÖÐ tónleika, sem hlotið hafa heitið
„Vortónar skólanna", verða haldnir
á næstunni í Reykjavík og verða
fyrstu tónleikarnir sunnudaginn 15.
aprfl. í þessari tónleikaröð koma
fram nemendur grunnskóla og fjöl-
brautaskóla borgarinnar undir
stjórn tónmenntakennara skólanna.
Hér er um þrenna tónleika að
ræða, með mismunandi efnisskrá
og flytjendum. Kórar og lúðra-
sveitir skólanna mynda kjarna
tónleikanna, en einnig eru
fjölbreytileg önnur tónlistaratriði
á efnisskrám. Nokkur lög eftir við-
komandi tónmenntakennara verða
frumflutt.
Fyrstu tónleikarnir verða á
Kjarvalsstöðum á sunnudag, kl.
17.00. Þar leggja fjölbrautaskól-
arnir til efnisskrá að langmestu
leyti. Aðrir tónleikarnir, þar sem
nemendur margra grunnskóla
koma fram, verða að kvöldi 3. maí
í sal Hvassaleitisskóla við Stóra-
gerði. Þessari tónlistarhátíð skól-
anna lýkur laugardaginn 5. maí
með tónleikum í Háskólabíói.
Það er Fræðsluráð Reykjavíkur
sem stendur fyrir tónleikahaldinu.
Á fundi með hlutaðeigandi
tónmenntakennurum og forstöðu-
mönnum fræðsluráðs kom fram að
upphaf þessa máls væri tillaga
sem formaður fræðsluráðs, Mark-
ús Örn Antonsson, flutti snemma í
vetur, þess efnis að fræðsluráð
óskaði eftir samstarfi við skóla-
stjóra og tónmenntakennara
grunnskóla og framhaldsskóla á
vegum Reykjavíkurborgar um að
efna til tónlistarhátíðar skólanna
nú í vor. Fræðsluráð samþykkti
tillögu þessa og hefur síðan verið
unnið að undirbúningi.
Markús Örn Antonsson sagði á
fyrrnefndum fundi að tilgangur
þessara skólatónleika væri að
beina athygli borgarbúa að því
menningarstarfi, sem fælist í tón-
listariðkun skólaæskunnar.
Tónleikarnir yrðu þverskurður
Kór Melaskóla kemur fram á „Vortónum skólanna" snemma í maí. Stjórnandi hans er Helga Gunnarsdóttir.
þess, sem er á seyði í tónlistar-
kennslu í Reykjavík og það væri
vonandi að sú umræða, sem ætla
mætti að að fram færi um tón-
menntastarf skóla í tengslum við
þessa tónleikaröð, auki viðurkenn-
ingu og virðingu þessarar greinar
utan sem innan skólanna.
Alls koma 500 skólanemendur
fram á „Vortónum skólanna" í
nálægt 25 tónlistaratriðum. Hér
er um sjö kóra að ræða, þrjár
skólalúðrasveitir, blokkflautuhópa
og hljómsveitir.
Aðgangur verður ókeypis að öll-
um þrennum tónleikunum.
Á undanförnum árum hefur fjöldi smátölva á íslandi margfald-
ast. Flestöllum þessum smátölvum fylgir eða getur fylgt forrit-
unarmálið BASIC. Basic er alhliða forritunarmál, sem þó er
auðvelt í notkun.