Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 23
vVei jííjía .?.i svaAanmvs (naj^mnuiiitou MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984 Barnabarnið Niels Kieler hefur innréttað minningarherbergi um Laura Kieler á gamla heimilinu hennar að Sólbakka. Laura Kieler er grafin í kirkjugaröinum í Alsgárde. Á legsteininn er höggvið: „Norges datter, Sönderjyllands talsmand. Danskhedens for- k»mper“. undirokaðra þjóðarbrota. Hún sýndi mikla samúð slóvakíska minnihlutanum í Austurríki þeirra tíma, og fyrir bragðið hefur gata ein í Bratislava verið nefnd eftir henni. En áhugi hennar beindist einkum að Suður-Jótum, sem lutu yfirráðum Þjóðverja. Hún skrifaði margar skáldsögur, er fjölluðu á einn eða annan hátt um Dani sem höfðu orðið viðskila við sína eigin þjóð. Meðal þeirra má nefna verkin „Hann féll við Helgoland", „Þín þjóð skal vera mín þjóð“ og rHver kastaði fyrsta steininum". Arið 1919 gerði hún gangskör með því að sonur hennar Ingvald Kieler blaðamaður færi til Suður-Jótlands. Hann keypti þýzkt vikublað í Lögumkloster, sem hann gaf út á dönsku undir heitinu Lögumkloster Avis. Blaðið kom út frá október 1919 og fram til júlí 1921 og mun hafa lagt fram verulegan skerf til þess að meiri- hluti íbúa í Lögumkloster greiddi því atkvæði að fá að sameinast Danmörku við allsherjaratkvæða- greiðsluna 10. febrúar 1920. Laura Kieler lét einnig til sín | taka í kvenréttindamálum. Hún var fulltrúi Dana á hinni alþjóð- legu kvennaráðstefnu í Chicago árið 1893. Hún taldi að veigamesti ávinningurinn af frelsi og jafn- rétti væri ábyrgðartilfinning, en vildi gjalda varhug við þeirri laus- ung, sem orðið gæti, er losað væri um hömlur. Um þetta fjallar hún í leikriti sínu Heiðursmenn sem sett var á svið í Casino-leikhúsinu í Kaup- mannahöfn, þrátt fyrir andstöðu Georgs Brandesar (innskot þýð. mikils áhrifavalds í dönskum bókmenntum og menningarmálum á þessum tímum). Hann galt fyrir sig með því að skrifa niðrandi grein í Verdens Gang um hjóna- band Lauru Kieler. Það olli henni sárum vonbrigðum að hinn mikli brautryðjandi í jafnréttismálum skyldi afhjúpa sig sem karlremba að því er Steen A. Cold fullyrðir í æviskrá Lauru Kieler í nýjustu út- gáfu af Dansk Biografisk Leksi- kon. Um bókmenntir Lauru Kieler skrifar Björnstjerne Björnsson, að boðskapurinn sé sem berskjölduð æð í verkunum og þeim sé vant mannlegs svipmóts. Við þetta bætir Steen A. Cold. „En það skynbragð sem hún ber á neyð hinna undirokuðu og leit þeirra að hlýju og mannlegri reisn í samfé- lagi skynhelgra trúfélaga og létt- úðugra listamanna veitir lesand- anum innsýn inn í tíðarandann og lætur hann ekki ósnortinn." B.M. Kinck skrifar eftirfarandi í Norsk Biografisk Leksikon: „Verk hennar eru að miklum hluta til baráttubókmenntir sem fjalla um rétt hins kúgaða, einstaklinga jafnt sem þjóða. Hún lét fremur stjórnast af hjartalagi og eðlis- ávísun en beinskeyttri rökhugsun. Og listrænt ímyndunarafl hennar tekur oft fram listrænum efnis- tökum. En hún var djörf, réttsýn og gneistandi jafnt í ræðu sem riti.“ Eftir að faðir Lauru lézt fluttist hún til Danmerkur með móður sinni, sem þar átti 'frændgarð. Upp frá því varð Danmörk annað föðurland Lauru Kieler. „Skap- ferli hennar og lífssýn bar glögg merki um norskan uppruna," skrifaði sonur hennar Ingvald Kieler. En í þjóðernis-, menning- ar- og trúarlegum efnum taldi hún sig nákomna Dönum og lífshátt- um þeirra í anda Grundtvigs og Ingemanns. En ýmsar hræringar í samtímanum voru henni ekki að skapi. Skoðanir Brandesar-bræðra áleit hún nánast þjóðernislegt og siðferðilegt sjálfsmorð." Laura Kieler var afkastamikill rithöfundur og gaf út a.m.k. 25 bækur. Nokkrar þeirra komu út í fleiri en einni útgáfu. Sumar þeirra voru þýddar á erlend mál, t.d. sænsku, finnsku, þýzku, tékkn- esku og slóvakísku. Síðasta bók hennar, „En knippe aks“, kom út árið 1918. Laura Kieler varð sjötug árið 1919. Þá var henni haldin vegleg veizla í heiðursskyni og einn þeirra, sem þar átti hlut að máli var Alfred Ipsen formaður Rithöf- undasambandsins í Danmörku. Þegar Laura Kieler var jarðsung- in árið 1932 vottuðu danskir Suður-Jótar minningu hennar sér- staka þökk. Laura Kieler skrifaði verk sín á dönsku, en varðveitti norskt móð- urmál sitt óbjagað. Sonardóttir hennar, Elsebet Kieler, man glöggt eftir ömmu sinni, sem dvaldist síðustu æviárin hjá syni sínum og tengdadóttur í Aals- gaard á Norður-Sjálandi. Henni segist svo frá: „Hún kallaði oft saman barna- börnin, las fyrir okkur eða sagði okkur sögu. Hún bjó yfir miklum styrk og var kona sem ekki reynd- ist auðvelt að setja á bás. Hún var engin blásokka, heldur einfaldlega Laura Kieler. Hún var smávaxin og grönn, hafði reglulega andlits- drætti, arnarnef og stuttklippt hrokkið hár. Amma mín var sterk- ur persónuleiki og setti mjög sinn svip á heimilislífið og hafði áhrif á börnin,“ bætir Elsebet Kieler við, en hún er mag. art. í Kaupmanna- höfn. Laura Kieler hefur nú legið í gröf sinni í rúma hálfa öld. Af- komendur hennar hafa sýnt minn- ingu hennar virðingu með ýmsu móti. Meðan Danmörk var her- numin af Þjóðverjum var einn sonur hennar og fjögur börn hans send í fangabúðir í Þýzkalandi fyrir að vinna gegn hernámslið- inu. Ýmsir aðrir afkomendur hafa komizt til vegs og virðingar í Danmörku. En minningin um Lauru Kieler er varðveitt með sér- stæðum hætti á gamla heimilinu hennar. Þar er stofa hennar óbreytt með húsgögnum, myndum og bókum og þar er rismynd af henni. Niels Kieler, sonarsonur hennar, og kona hans hafa séð um, að Laura Kieler á sér ennþá Brúðuheimili í Danmörku. Akureyri: Sjálfstæðismenn í nýjum húsakynnum Ákureyri, 10. apríl. Sjálfstæðisfélögin á Akureyri hafa nýlega tekið í notkun nýjan fundarsal í húsnæði sínu í Kaup- angi við Mýrarveg. Félögin keyptu fyrir tæpum tveimur árum stóran hlut í ann- arri hæð hússins og síðan hefur verið unnið að breytingum á Metsölub/ad á hverjum degi! húsnæðinu. Blað sjállfstæð- ismanna á Akureyri, Islending- ur, hefur þegar fengið góða að- stöðu í húsnæðinu og nú er fundarsalurinn fullgerður, auk þess sem fulltrúaráð félaganna hefur skrifstofuaðstöðu þar og ungir sjálfstæðismenn hafa fengið þar skrifstofuherbergi. Meðfylgjandi mynd var tekin í hinum nýja fundarsal, þegar Björn Dagbjartsson hélt þar fund sl. sunnudag. GBerg SP 23 Gestur Ólafsson, formaður Lífs og lands. Aðalfundur Lífs og lands: Gestur Olafs- son kjörinn formaður AÐALFUNDUR samtakanna Lífs og lands var haldinn í Lögbergi, Há- skóla íslands, mánudaginn 9. apríl sl. í ársskýrslu stjórnar fyrir síð- astliðið starfsár kom meðal ann- ars fram að samtökin stóðu fyrir 3 málþingum: Réttarhöldum um at- kvæðisréttinn og ráðstefnunum ísland og friðarumræðan og Þjóð í kreppu. ísafoldarprentsmiðja gaf erindi ráðstefnanna út i bókar- formi. Ennfremkur stóð Líf og land, ásamt Bandalagi íslenskra listamanna, að Jónsmessuhátíð í Laugardalshöll. í fréttatilkynningu frá Lífi og landi kemur fram að formaður Lífs og lands, Kristinn Ragnars- son, arkitekt, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var í hans stað kjörinn Gestur Ólafsson, skipu- lagsarkitekt, forstöðumaður Skipulagsstofu höfuðborgarsvæð- isins. Aðrir í stjórn eru Sigríður Ingvarsdóttir, stjórnmálafræðing- ur, Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur, Ragnhildur Hjaltadóttir, lögfræð- ingur og deildarstjóri í samgöngu- málaráðuneytinu, dr. Gunnar Kristjánsson, prestur, og dr. Jón óttar Ragnarsson, dósent. Auk þeirra var kjörin 10 manna vara- stjórn. Ferming VIÐ fermingarguðsþjónustu í dag í Kópavogskirkju kl. 10.30 verður Ingólfur Sigurðsson, Digranesvegi 92 meðal fermingarbarnanna. Stundakennarar við HÍ fella niður kennslu 16. apríl ÁKVEÐIÐ var á almennum fundi Samtaka stundakennara við Há- skóla íslands að stundakennarar muni leggja niður kennslu mánu- daginn 16. aprfl. Reglur þær sem menntamála- ráðherra setur í samráði við fjármálaráðuneytið um greiðsl- ur til stundakennara við Há- skóla íslands féllu úr gildi þann 1. febrúar sl. en í reglunum kveður á um að þær verði endur- skoðaðar við lok gildistíma í samráði við samtökin. Nú gerist það að ráðuneytin og háskólayfirvöld hafa ekki svarað bréfi stundakennara frá 15. mars, þar sem farið var fram á viðræðum um endurskoðun reglna og svars óskað fyrir síð- astliðin mánaðamót. Vinnu- stöðvunin er fyrsta skref stundakennara til að koma kröf- um sínum á framfæri segir í ályktun frá áðurnefndum fundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.