Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 38
Frá bílasýningunni
K90r rtaaA ? r a rr’TTXTjr'To -r?rr*
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984
Nissan Prairie opinn upp á gátt. Enginn dyrastafur í
miðju en undirgrind styrkt sérstaklega í staðinn.
ferðabílunum nýju er hægt að leggja sæti niður á
svipstundu og útbúa ágætis svefnpláss, eins og hér má
sjá í Honda Civic Shuttle.
Honda Civic Shuttle, bíll ársins frá Japan í fyrra.
Mitsubishi Space Wagon með þrjár sætaraðir fyrir sjö
manns.
*%CS4*;
Ný tegund bifreiða hér á landi:
Ferðabílar með
fjölbreytt notagildi
Plymouth Voyager, átta sæti í þremur sætaröðum, viðarklæðning á hliðum.
Ný tegund bifreiða er að ryðja sér
til rúms, sem bílamenn nefna ferða-
bíl framtíðarinnar. Fjórir slíkir eru
sýndir á bílasýningunni Auto 84, frá
Chrysler, Honda, Mitsubishi og
Nissan, en fleiri framleiðendur eru
að fara út í framleiðslu bíla af þess-
ari tegund. Eru þeir frábrugðnir öðr-
um í útliti og helztu kostirnir þeir að
bílar þessir eru um allt rúmmeiri en
aðrir fólksbílar, enda það fyrst og
fremst haft í huga við hönnun þeirra.
Eru þeir í senn fólksbflar, sendibflar
og skutbflar.
Lofthæð er óvenju mikil í þess-
um bílum, svo enginn rekur sig
upp undir, og pláss fyrir fætur
mikið. Fulltrúi eins bifreiðaum-
boðsins sagði að tölvur hefðu
hannað þessa bíla. Þær hefðu ver-
ið mataðar á ákveðnum staðhæf-
ingum um innra rými, fóta- og
höfuðrými, og síðan skilað útkom-
unni.
Annar sagði að hér væri um
ferða- og fjölskyldubíl framtíðar-
innar að ræða. Fólk hefði almennt
meiri frítíma og vildi hentuga bíla
til ferðalaga, en þó ekki það mikla
ferðabíla að þeir væru óhentugir
til borgaraskturs við dagleg störf.
Notagildi þeirra væri því fjölþætt.
Bílarnir fjórir á sýningunni eru
Plymouth Voyager, Nissan Prair-
ie, Honda Civic Shuttle og Mitsu-
bishi Space Wagon.
Plymouth Voyager er dýrastur,
kostar 675 þúsund krónur. Er
framhjóladrifinn, með fjögurra
strokka 101 hestafls 2,2 lítra vél,
sjálfskiptur og með aflstýri og afl-
hemlum. Sæti eru fyrir sjö far-
þega í þremur sætaröðum, litað
gler í rúðum, viðarklæðning á
hliðum, toppgrind áföst, bílstjóra-
sæti rafdrifið og aftasta sæti fær-
anlegt og hægt að leggja það fram.
Afturhurð rennt aftur með hlið
bílsins.
Nissan Prairie er framleiddur
sérstaklega í tilefni 50 ára afmæl-
is Nissan í fyrra, framhjóladrif-
inn, 5 gíra eða sjálfskiptur, með
benzínvél. Verð óljóst, sýningar-
bíllinn með 1,8 lítra 84 hestafla vél
og mundi líkega kosta um 500 þús-
und, en eins bíll með 1,5 lítra vél
yrði líklega nær 400 þúsund krón-
um og líklegri til innflutnings.
Hægt er að fella öll sæti niður,
rafmagnsdrifin sóllúga, sérstök
áföst toppgrind, fimm sæta en
Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson.
hægt að setja aukabekk aftast, svo
sæti verði fyrir 7—8 manns. Veg-
hæð 19 sm. Afturhurð rennt aftur
með hliðinni.
Honda Civic Shuttle var valinn
bíll ársins í Japan í fyrra. Kostar
399 þúsund krónur, sjálfskiptur
með 1,5 lítra 88 hestafla benzínvél,
framhjóladrifinn. Hægt að fella
öll sæti niður og því hægt að sofa í
bílnum. Sæti eru fyrir fimm.
Mitsubishi Space Wagon, eða
geimvagninn, er framhjóladrifinn
skutbíll, 5 gíra með 1,8 lítra fjög-
urra strokka 90 hestafla vél, með
aflstýri og aflhemlum. Kostar
419.500 krónur. Sæti fyrir sjö í
þremur sætaröðum, sem er hægt
að breyta í svefnsófa eða farang-
ursrými eftir þörfum. Rúllubíl-
belti í hverju sæti og farþegarým-
ið byggt upp sem öryggisbúr ef til
árekstrar kæmi.
Suzuki Alto, einn minnsti smábfllinn.
Úrval af smábflum
Glöggt kemur fram á bflasýningunni Auto 84 að úrval af smábflum er
mikið, en þeir eru að miklu leyti svar bflaframleiðenda við olíu- og
orkukreppunni, sem skall á fyrir um áratug. Bflar kosta flestir frá
rúmum 200 þúsund krónum upp í rúmar 300 þúsund.
Bifreiðir þessar eru yfirleitt
mjög eyðslugrannar, margar
með vél sem hefur innan við eitt
þúsund rúmsentimetra strokk-
rúmtak, og er 40—60 hestöfl. í
þessum flokki eru t.d. Suzuki,
Daihatsu Charade, Nissan
Micra, Ford Fiesta, Fiat Uno,
Renault 11, Peugeot Samba,
Skoda Rapid o.fl.
Suzuki Alto, sem er fimm
dyra, er í hópi minnstu smábíl-
anna, með 0,8 lítra 40 hestafla
vél. Benzíneyðslan er fimm lítr-
ar á hundraðið. Verðið er 219
þúsund krónur.
Ford Fiesta er með 45 hestafla
vél, 1,0 lítra, en er framleiddur
með fjórum mismunandi vélar-
stærðum. Sex gírar og eyðsla
innanbæjar innan við sjö lítrar.
Kostar frá 246 þúsund.
Daihatsu Charade CX Turbo
er smábifreið, sem brátt verður
fáanleg hér á markaði. Fimm
dyra, með 80 hestafla 1,0 lítra
þriggja strokka vél og eyðir milli
sjö og átta lítrum í innanbæjar-
akstri. Áætlað verð rúmlega 360
þúsund og því einna dýrastur í
flokki smábíla, en innifalin er
ryðvörn, skráning, bifreiðaskatt-
ur, númeraspjöld og fullur tank-
ur af benzíni.
Peugeot Talbot Samba er
einnig neyzlugrönn, eyðir 4,6
lítrum á 90 km hraða, en 5,8 inn-
anbæjar. Vélin 1,1 lítra og 50
hestafla og 1,3 lítra og 72 hest-
afla. Fimm áframgírar. Verð
rétt innan við 300 þúsund.
Ýmsa aðra bíla væri hægt að
telja til þessa flokks.
Daihat.su Charade Turbo er ný smábifreið, sem væntanleg er á markað
á íslandi.
Fornbílar skipa
sérstakan sess
Fornbílar skipa sérstakan sess á bílasýningu Bflgreinasambandsins, en
þeir eru sýndir í Á.G.-húsinu, sem er við Bíldshöfða, gegnt sýningarhöllinni.
Fornbflasýningin er í umsjá Fornbflaklúbbs íslands, sem hefur það m.a. að
markmiði að vekja áhuga og skilning
minjagildi. Á þessu ári eru liðin 80 ár
Langflestir fornbílanna á sýn-
ingunni eru gangfærir, en þar er
að finna úrval þeirra bifreiða, sem
félagar í Fornbílaklúbbnum eiga
og gerðar hafa verið upp.
Elzti sýningarbíllinn er Ford TT
vörubifreið frá 1917. Bíllinn var
alla tíð notaður í Hafnarfirði, m.a.
hjá Lýsisbræðslu Bookless, og er
talið að fyrsta skrásetningarnúm-
er hans hafi verið HF-27. Áður en
Þjóðminjasafnið eignaðist bílinn,
var hann eign Bjarna Erlendsson-
á gömlum bflum, varðveizlu þeirra og
frá því bifreiðaakstur hófst á fslandi.
ar á Víðistöðum í Hafnarfirði. Bif-
reiðin var endursmíðuð á árunum
1978—79. Það gerði Pétur G. Jóns-
son.
Annar öldungur var Citroén-
bifreið, gerð B 10, frá 1923—24,
sem kom hingað til lands 1926 frá
Danmörku eða írlandi. Bifreiðin
var innflutt sem fimm manna
blæjubíll, en var breytt á stríðsár-
unum í pallbíl, og sæti aðeins fyrir
bílstjóra og einn farþega. Uppúr
1963 var bifreiðinni enn breytt og
Ford TT-vörubifreið frá 1917, elzti fornbfllinn á sýning-
unni.
„llagamúsin" frá Renault, sem flutt var á sínum tíma
ásamt rúmlega eitt hundrað öðrum án tilskilinna leyfa.
Citroen, sem kom hingað til lands 1926, og var um tíma
pallbíll, en er nú með Caddy-lagi.
Dodge Deluxe frá 1940.