Morgunblaðið - 15.04.1984, Side 25

Morgunblaðið - 15.04.1984, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRlL 1984 25 Bókmenntir eru fréttir sem halda áfram að vera fréttir, sagði Ijóðskáldið Esra Pound einhverju sinni. Njála fellur svo sannarlega i þá skilgreiningu. Nú, sjö öldum eftir að hún er skrifuð, þykir hún ekki aðeins fréttamatur í íslenska útvarpinu hvern sunnudag, heldur er hún líka sprelllifandi bókmenntir úti í hinum stóra heimi. Og tillegg í heitustu umræður nútímans — friðarumræðuna. Merk stofnun Worldwatch Institute í Wash- ington — sem fæst við greiningu á heimsmálum eins og orkuforða jarðar, efnahagsmálum, vatns- forða heims, mannfjölgun o.fl., gefur út ritið Global Perspective Quarterly, þar sem safnað er upplýsingaforða um það sem heimurinn þarf mest á að halda. Þar þykir ástæða til að vekja nú á árinu 1984 athygli á margra alda gamalli Njálssögu, sem ekki einu sinni er nýkomin út í enskri þýðingu, heldur hefur verið lesin þar í 24 ár í ódýrri vasabókar- útgáfu. Þar stendur: „Njálssaga — Penguin Classics 1960. Þetta stórkostlega verk veitir margvíslega innsýn í orsakir ofbeldis í þjóðfélaginu og snertir verulega framtíð heimsmenn- ingarinnar á atómöld. Sagan er skrifuð um 1280 af óþekktum höfundi og er mögnuðust af hin- um sígildu íslendingasögum. Þessi hraðskreiða, viturlega og dásamlega frásögn í óbundnu máli lýsir lífi og sögu íslendinga á síðari hluta 12. aldar. Sæmd skipar ákaflega stóran sess í hugum þessa fólks og hversu llt- illega, sem hún er dregin í efa, kallar hún ófrávíkjanlega á hefnd í blóði eða með fébótum. Það er átakanlegt hve viðkvæm- ir menn eru fyrir sæmd sinni og hversu berskjaldaðir þeir eru sé vitnað til sæmdar þeirra. Hve hættulega auðvelt var að eggja þá til keðjuverkandi ofbeldis og manndrápa, sem enda ekki fyrr en með hetjulegri fórn Njáls á sjálfum sér og ofbeldissinnuðum sonum sínum." Njála er sem sagt í fullu gildi sem tillegg í daglega umræðu úti í heimi. Það ku þurfa mikið magn af sögu til að framleiða svolitlar bókmenntir. Væri ekki úr vegi að reyna að nýta sér eitthvað af okkar 700 ára sögu- arfi til heimabrúks? Hrafn Gunnlaugsson hefur einmitt komið auga á það sama og heimsvaktararnir í Washington og nýtir sæmdar/hefndar- hugsunina í nútímakvikmynd, Hrafninn flýgur. Einhverjir virtust nú samt fremur kjósa að bregða bandarískri hasar- myndastiku á hana. En nú sé ég það haft eftir grunnskólanema og námsstjóra í íslensku, að um þessar mundir sé áhugi vaxandi í skólum landsins á fornbók- menntum. Segja réttilega: það frækorn sem skotið hefur rótum þarf aðhlynningu, annars deyr það. Var það ekki Esra Pound sem orðaði það svo að bókmenntirnar væru tungumál fullt af merk- ingu? Og ekki vantar bækur hlaðnar nýtilegri merkingu til að átta sig á þessum ófriðlega heimi í söfnum og hillum bóka- þjóðarinnar. Til dæmis segir Eleanor Roosevelt, sem var einn aðalhöfunda mannréttindasátt- mála Sameinuðu þjóðanna, í formálanum að Dagbók Önnu Frank, sem til er í íslenskri þýð- ingu: „Þetta er stórkostleg bók. Skrifuð af ungri stúlku — og unga fólkið er aldrei hrætt við að segja sannleikann. Viturleg- asta og áhrifamesta athugasemd um stríð og frið og áhrif þess á manneskjuna sem ég hefi lesið. Af frásögn Önnu Frank um breytingarnar sem átta mann- eskjur verða fyrir þegar þær í heil tvö ár verða að loka sig inni og búa saman undir hernámi nasista í Hollandi — búandi við óaflátanlegan ótta og einangrun, ekki aðeins fangar skelfilegra ytri aðstæðna af völdum stríðs- ins heldur líka inni í sjálfum sér — varð mér svo skelfilega ljóst í hverju liggur mesti djöfulskapur styrjalda — í niðurlægingu mannsandans." Og hér eru margir horfnir frá þeirri trú aft heimurinn megi framar skaplegur gerast, og sé honum stjórnað þaðan sem þú ert nú mér þætti rétt, að þú létir þau tíðindi berast orti Tómas í Bréfi til látins vin- ar. Ljóðið er eitt af þeim ljóðum, sem sex leikarar flytja okkur á Tómasarkvöldi í Þjóðleikhús- kjallaranum. Þar er kominn nýr dýrmætur þáttur í ofgnótt menningar og skemmtanafram- boðs í henni litlu Reykjavík. Ljóðalestur hefur eiginlega næstum horfið um árabil og reglulegur fengur að fá aftur þann þátt i starfsemi Þjóðleik- hússins. Ætti vissulega að vera þar fastur liður. Vel til fallið að byrja á ljóðum Tómasar Guð- mundssonar, sem alltaf hittir með sínum ljóðrænu töfrum beint í æð þeirra, sem á annað borð eru móttækilegir. En það er með ljóðin eins og tónlistina, eyrað þarf að venjast því að nema blæbrigðin og hlusta eftir. Eins og tónlistarskólarnir hafa á seinni árum komið upp hópi áheyrenda að tónleikum, svo músíklífið í landinu blómstrar og auðgar líf þeirra, sem kunna að njóta, eins þyrfti kannski að hjálpa fólki til að njóta ljóða svo þeir missi ekki þann unað í lífi sínu. Ætli ungt fólk hafi misst af aðhlynningunni, sem frækornin þurfa að undanförnu? Ekki þeir, sem hafa verið svo heppnir að vera í bekk hjá henni Jennu Jensdóttur í Langholtsskóla sl. 15 ár. Til þess að kenna ljóða- lestur og bókmenntir í 7. til 9. bekknum sínum hefur hún þurft sérstakt leyfi fræðsluyfirvalda. Ég fékk fyrir nokkrum árum að koma inn í slíka kennslustund hjá henni og gaman var að sjá hve krakkarnir voru áhuga- samir. Nú fer Jenna að hætta kennslu og hverfur þá líklega sú viðleitni. Ætli einhver taki upp hanskann — með sérstöku leyfi? Á unglingsárum Tómasar gegn- sýrði hann ungu kynslóðina og hann minntist hvorki meira né minna en 16 skálda í fjórða bekk. Bágt á ég með að trúa því að unglingar mundu ekki njóta þess líka nú að heyra ljóðin hans flutt í Þjóðleikhúskjallaranum af jafn frábærum flytjendum og Her- dísi, Róbert, Helga, Guðrúnu Steph., Eddu, Arnari og Önnu Kristínu. Ætli þau séu ekki eins og Njála innlegg í umræðu nú- tímans: Og þaft er á slíkum stundum, aft maftur [getur gert sér eins grein fyrir því og vert er, aft kynslóft vor hin eina kynslóft er, sem nýtur þeirrar hamingju að hafa ekki dáift. Svo hjartanlega náift er lífift okkur enn, sem betur fer. P.s. Myndin af Njáli á Berg- þórshvoli er úr handriti frá Vig- ur frá 17. öld. ir bandi, sem sent yrði í flugpósti til útsendingarstöðvar. Hörð gagnrýni kom fram á þessar tillögur embættismanna- nefndarinnar frá einum ræðu- manna, Arne Ruth, menningarrit- stjóra Dagens Nyheter, sem benti á, að þessar tillögur beindust ein- ungis að dreifingu sjónvarpsefnis en ekki framleiðslu þess. I ræðu sinni færði Arne Ruth rök að því að framleiðsla á góðu sjónvarps- efni væri í mikilli kreppu á Norð- urlöndum og stæðist tæplega sam- jöfnuð við sjónvarpsefni frá öðr- um nálægum þjóðum. Það skipti því mestu máli að skapa þau skil- yrði á Norðurlöndum, sem leiða mundu til grósku í gerð sjónvarps- efnis, sem hann taldi, að aldrei myndi verða á vegum hinna opin- beru sjónvarpsstöðva. Jafnframt taldi hann eðlilegt að stefna að einni sameiginlegri sjónvarpsrás milli Norðurlanda, sem sendi út úrval þess efnis, sem framleitt væri á Norðurlöndunum. Arne Ruth hefur skrifað grein, sem að mestu er byggð á þessari ræðu og hefur hún birzt í helztu dagblöðum á öðrum Norðurlönd- um og mun birtast í Morgunblað- inu eftir nokkra daga ásamt svari Sam Nilssons, forstjóra sænska sjónvarpsins. Við Islendingar búum við svo takmarkaðar sjónvarpssendingar að það heillar óneitanlega marga að eiga kost á sjónvarpssending- um frá öðrum löndum, til þess að auka fjölbreytni í því sjónvarps- efni, sem er á boðstólum hér. Og það er auðvitað aðeins spurning um nokkur ár þar til við eigum úr að velja mun fjölbreyttara sjón- varpsefni en við nú búum við. Hins vegar vakti það óneitan- lega athygli áheyrenda á fyrr- nefndri ráðstefnu að hlusta á Dani skýra frá því, að þar í landi væri hægt að ná bæði sænskum og þýzkum sjónvarpsstöðvum. At- hugun hefði hins vegar leitt í ljós, að mjög takmarkaður hópur sjón- varpsáhorfenda þar í landi fylgd- ist með þessum erlendu dagskrám. Sömu sögu höfðu Norðmenn að segja, en þeir geta nú að einhverju leyti náð sjónvarpssendingum frá gervihnetti, sem ástralski blaða- kóngurinn Rupert Murdoch starf- rækir. Um þær hefur mikið verið skrifað í norsk blöð en athugun hefur leitt í ljós, að lítið er horft á það sjónvarpsefni í Noregi. Menn þurfa ekki annað en kynna sér dagskrár norrænna sjónvarpsstöðva til þess að átta sig á þvi, að þar er engin gullnáma fyrir okkur íslendinga og líklega afar takmarkað sjónvarpsefni, sem fellur að okkar smekk. Þeir, sem telja menningu þjóðarinnar í hættu vegna þessarar tækni- þróunar þurfa tæpast að hafa af því verulegar áhyggjur. Líklegast er, að íslendingar muni halda sig mest við íslenzka sjónvarpið, þótt við eigum kost á öðru. Það er svo aftur spurning hvaða tilgangi það þjónar að sjónvarpa fréttum islenzka sjónvarpsins um gervihnött á hverju kvöldi til hinna Norðurlandanna. Er það gert fyrir íslendinga sem búsettir eru á öðrum Norðurlöndum eða er það gert til þess að við getum ver- ið með? Tækniþróun í sjónvarpi er mjög ör. Við lok þessa áratugar verða sjónvarpssendingar um gervi- hnetti milli landa jafn algengar og útvarpssendingar eru nú. Kapal- sjónvarp ryður sér til rúms og margvísleg tækni í tengslum við það. Ríkiseinokun á útvarpi og sjónvarpi er liðin tíð og þýðingar- laust að halda í hana. Einn af ís- lenzku þátttakendunum á sjón- varpsráðstefnu norrænu ráð- herranefndarinnar sagði við höf- und þessa Reykjavíkurbréfs, að Ríkisútvarpið mundi fyrir lok þessarar aldar verða orðið álíka úrelt fyrirbrigði og Viðtækjaverzl- un ríkisins var orðin síðustu ára- tugina sem hún starfaði, en það er fyrir minni yngra fólks. Það er áreiðanlega nokkuð til í þessu. Mestu máli skiptir að menn taki þessari þróun með opnum huga, hræðist hana ekki en hagnýti sér kosti hennar í þágu almennings. Ad standa vörd um ís- lenzkatungu Rökin fyrir tilveru okkar í þessu landi eru tunga okkar og menning. Það er frumskylda allra þjóðfé- lagshópa að standa vörð um tung- una. Það er ekkert einkamál nokk- urra sérfræðinga í íslenzku máli. Þessi skylda hvílir m.a. á at- vinnulífinu og samtökum þess. Að undanförnu hafa birzt í Morgun- blaðinu auglýsingar frá Stjórnun- arfélagi íslands, sem samtök at- vinnuveganna og verkalýðshreyf- ingin standa m.a. að, sem að veru- legu leyti eða að hluta til hafa ver- ið á ensku. Þegar Morgunblaðið spurðist fyrir um það fyrir skömmu hvers vegna þessar aug- lýsingar væru á ensku var svarið það, að reynslan hefði leitt í ljós, að ekki væri hægt að koma því til skila á íslenzku um hvað viðkom- andi námskeið fjallaði. Þetta var óhugnanlegt svar. Það var reynsla félagsins að ekki var hægt að koma því til skila við íslendinga um hvað námskeið fjallaði nema birta auglýsinguna á ensku!! Fyrir nokkru sat höfundur Reykjavíkurbréfs ársþing at- vinnuvegasamtaka. Ungir menn, hámenntaðir í stjórnunarfræðum, fluttu þar erindi og hvað eftir annað lögðu þeir áherzlu á mál sitt með því að grípa til enskra orða, væntanlega til að koma því til skila til íslendinga hvað þeir væru að segja. Nú um helgina lýk- ur myndarlegri bílasýningu, sem hlotið hefur erlenda heitið „Auto“ væntanlega til þess að landsmenn skilji betur að um bílasýningu er að ræða — eða hvað? Þetta er stórhættuleg þróun og hana verður að stöðva þegar í stað. Forystumenn Stjórnunarfé- lags íslands og samtaka atvinnu- vega og verkalýðsfélaga verða að taka höndum saman um að vernda íslenzkt mál. Tölvuöldinni hafa fylgt ný orð og hugtök, sem nota verður islenzk orð um. Nú eru menn mjög áhugasamir um bætta stjórn í atvinnulífinu og tamt að nota ensk orð um hugtök, sem þar er fjallað um. Þessum sið verður að útrýma. Líklega er mesta und- anhaldið í stöðugri baráttu þjóð- arinnar fyrir því að varðveita tungu sína á vettvangi atvinnu- lífsins um þessar mundir. For- ystumenn þess eiga að líta á það sem mikilvægasta verkefni sitt að snúa þeirri þróun við. Morgun- blaðið er reiðubúið að leggja þeim lið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.