Morgunblaðið - 15.04.1984, Page 29

Morgunblaðið - 15.04.1984, Page 29
MOftblMBlúbÍt), SUNNtJDAGUR 15. APRIL 1984 Tvítugir tón- listarskólar Forvígismenn Starfsmannafélags Arnarflugs á fundi meö fréttamönnum í gær. F.v.: Anna Sverrisdóttir, Stefán Bjarnason, Óskar Sigurösson og María Björk Wendel. Morgunbi»»i»/ói»rur K. Msgnússon. Starfsfólk Amarflugs vill kaupa hlut Flugleiða í félaginu: „Óedlilegt að samkeppnis- aðili eigi 2 menn í stjórn“ Flugleiðir ætla ekki að selja hlutabréf sfn að sinni „Starfsfólk Arnarflugs vill eign- ast meiri og stærri hlut í félaginu. Við höfum óskað eftir því við Flug- leiðir að fá að kaupa hlutabréf þeirra í félaginu. Þetta eru bréf, sem þeir hafa sjálfir lýst yfir að séu verðlaus. Við höfum í sjálfu sér ekkert við reikningsaðferðir þeirra að athuga, en fáum ekki botn í þau ummæli, að hlutabrélin séu verð- laus eign,“ sagði Stefán Bjarnason, formaður starfsmannafélags Arnar- flugs, á fundi með fréttamönnum „Við höfum enn ekki fengið svar frá þeim, en teljum að þeir ættu að hafa gert hreint fyrir sínum dyrum eigi síðar en 29. maí þegar aðalfundur Arnarflugs verður haldinn. Vilji þeir ekki selja okkur bréfin held ég, að erf- itt verði að verja þá ákvörðun," sagði Stefán ennfremur. Eins og fram hefur komið hafa Flugleiðir afskrifað hlutafjáreign sína í Arnarflugi. Samkvæmt skiptingu á fyrirtækið 40,1% hlutafjár í Arnarflugi. Hlutafé er 7,8 milljónir á nafnverði. Þessi hlutdeild Flugleiða í hlutafé Arn- arflugs færir félaginu tvo menn í fimm manna stjórn A.-narflugs. Starfsfólk Arnarflugs, serp á 23,7% hlutafjár, á einn fulltrúa, aðrir hiuthafar, sem eiga 20,3% hlutafjár, eiga annan fulltrúa og Olíustöðin í Hvalfirði og Reginn hf., sem eiga samanlagt 15,9% hlutafjárins, eiga fimmta mann- inn í stjórninni. „Okkur finnst óeðlilegt, að menn, sem hafa ekki neina trú á félaginu og teija hlut sinn i því glatað fé, sitji í stjórn þess. Ofan á allt er það í hæsta máta óeðli- legt, að helsti samkeppnisaðili okkar skuii eiga tvo menn í stjórn fyrirtækisins. Það þætti vafa- laust ekki gott ef við ættum tvo menn í stjórn Flugleiða," sagði Gunnar ennfremur. Á fundinum kom einnig fram, að heildarafkoma Arnarflugs á síðasta ári lægi ekki fyrir en ljót væri, að afkoman væri ekki eins góð og vonast hafði verið eftir. Upphaf þessa árs lofaði hins veg- ar mjög góðu um framhaldið. „Þetta eru ekki verstu tímarnir, sem þetta félag hefur upplifað," sagði Gunnar „og ég held að við séum á leið út úr skúrinni í sól- skinið". Sigurður Helgason, stjórnar- formaður Flugleiða, sagði í gær- kvöldi, að beiðni Arnarflugs- manna hefði verið tekin fyrir á stjórnarfundi í gær, en hann gæti hins vegar ekki skýrt frá því að svo stöddu hvaða ákvörðun hefði verið tekin. Skv. heimildum Morgunblaðsins tók stjórn Flug- leiða þá ákvörðun í gær að selja hlutabréf sín ekki að sinni. Tónlist Jón Ásgeirsson TVÍTUGSAFMÆLI tveggja tónlist- arskóla hér á Reykjavíkursvæöinu segir nokkuð til um það hversu ung tónlist er með þjóðinni. Þá má merkja á þessum tímamótum, að nokkuð hefur þokast undan þeim er áttu gegn fyrirlitningu og andstöðu að sækja um sín mál. Nú hverfa þeir til þagnvistar þursanna er „þrjósk- ast við að læra“, sem ekki mátu tónlist meira en til skemmtunar og gamanflíms í danshúsum. Nú er iðk- un tónlistar að verða íþrótt og til hópur ungs fólks, er gefur til vit sitt og metnað fyrir það að kunna galdrarúnir tónlistarinnar. Framvindan getur verið mis- kunnarlaus við þá er halda sig túlka sannleikann hverju sinni og því fastar sem menn trúa á sitt mál, því meiri lygarar verða þeir, er sagan gerir upp sakir sínar við fortíðina. Það er sama hvort menn telja mál sitt eigi að vera í megin- máli á miðri síðu, þeir mega þakka fyrir smá tilvitnun neðanmáis eða er jafnvel best borgið að hvergi sé til þeirra vitnað. Það sleppur eng- inn við þetta uppgjör og uppgjörið við tuttugu ára starf tónlistar- skólanna í landinu sýnir að „þurs- arnir" kunnu ekki að spá um framvindu þessa máls. Frá því að Tónlistarskólinn í Reykjavík var stofnaður 1930 og nú síðasta ára- tuginn, eru tónlistarskóiar víðs- vegar um landið orðnir yfir fimm- tíu, hefur tónlist eflst svo með landsmönnum að ótrúlegt má telj- ast, jafnvel þegar miðað er við þróun þessara mála hjá stórþjóð- unum. Annað atriði er vert um- hugsunar. Það er, að mestur hluti þessa starfs hefur verið unnið við mjög slæm skilyrði, hvað varðar húsnæði og tækjakost og má því þakka að tónmenntakennarar hafa ekki gefist upp, að tónlistin hefur verið þeim það hjartans mál og sú lífsnauðsyn að undan varð ekki komist. Þegar Tónskóli Sig- ursveins D. Kristinssonar og Tón- listarskóli Kópavogs halda upp á tveggja áratuga starfsemi sína er vert að íhuga þessi mál og væri vel viðeigandi að tóniistarskólamir í iandinu veldu sér tíma, dag eða jafnvel mánuð, til að merkja við og haida upp á sögu tónmenntar með stórkostlegu tónlistarmóti, þar sem boðið væri upp á alls kon- ar námskeið og haldnir tónleikar. Slík mót eru nauðsynleg og skapa Fjölnir Stefánsson samhygð meðal þeirra er unna tónlist og gætu orðið ungu fólki hvatning og einnig merkilegt upp- gjör og úttekt á stöðu tónmenntar í landinu. Tónlistarskólinn í Kópa- vogi hélt upp á tuttugu ára afmæli sitt um síðustu helgi og var af því tilefni flutt nýtt tónverk eftir skólastjórann Fjölni Stefánsson, er hann nefnir Sextett. Verkið er samið fyrir flautu, klarinett, fag- ott, horn, fiðlu og selló og var flutningur verksins framfærður af kennurum við skólann. Verkið er í einum þætti, fallega unnið en í raun og veru allt of stutt, því þar er stefnt saman hugmyndum er vinna má meira með. Fjölnir Stef- ánsson er ekki hávaðasamt tón- skáld, en vandar verk mjög og er einn af forvígismönnum nútíma tónsköpunar á íslandi. Það var því vel viðeigandi að afmæli skólans skuli tengjast sögu íslenskrar tónsköpunar sem er ekki síður sérkennileg en þróun tónmenntar í landinu og reyndar sama sagan. Annað efni er gat að heyra á þessum tónleikum er ekki ástæða til að fjalla um, en fyrir utan fal- legan leik unga fólksins í lokin, iék ungur tónlistarmaður einleik. Það var Árni Harðarson, sem nýlega er kominn heim að námi loknu í Englandi og lék hann c-moll fant- asíuna eftir Mozart. Leikur Árna var vel yfirvegaður og væri fróð- legt að heyra Árna glíma við stærri verkefni. Að lokum er rétt að óska landsmönnum til ham- ingju með tónlistarskólana í land- inu og óska þess að nú fari að vora í húsnæðismálum þessarar menn- ingarstarfsemi. Þráinn Vigfússon tekur við tölvunni úr hendi Gunnars Gunnarssonar, for- seta Skáksambands íslands. Við hlið hans stendur Ilermann Auðunsson, verslunarstjóri í Nesco. Hlaut skáktölvu í verðlaun Á Reykjavíkurskákmótinu, sem haldið var 14.—26. febrúar á Hótel Loft- leiðum var til sýnis skáktölvan Fidelity 9, sem kosin var besti valkostur hins almenna skákáhugamanns á síðasta heimsmeistaramóti skáktölva í Búda- pest 1983. Gestum Reykjavíkurskákmótsins var gefinn kostur að tefla hraðskák við tölvuna á lægsta styrk af 9 mögulegum. Sex af hverjum 10 skákmönnum sem tefldu töpuðu, og var þeim sem unnu gefinn kostur á að tefla til úrslita. Sigurvegari var Þráinn Vigfússon og hlaut hann skáktölvuna Fidelity SC 9 að launum. Bryntrukkur á kjarnorkuöld Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Ég fékk nú eiginlega aldrei á hreint hvers konar heimi verið var að lýsa i nýjustu mynd Regnbogans: Bryntrukknum. í prógrammi er þess getið að „olíustríð" hafi geisað og er nú ástandið nánast slæmt um allan hnöttinn. Ég fékk hins vegar ekki betur séð af myndinni en að kjarnorkustríð hefði geisað, í það minnsta er næsta auðnar- legt um að litast á þeim slóðum er bryntrukkurinn — 200 tonna brynvarið tæki búið véibyssum og sprengjuvörpum — ræður ríKjum. Er þess getið í handriti að sár grói nú seint og helst ekki ef drep komist í þau. Annars virðast höfundar handritsins hafa gert sér nokkuð glögga hugmynd um það ástand er skapast að loknu skapadægri mannkyns. Annars vegar verða að þeirra mati á ferð ofbeldis- menn slíkir sem keyra um ræn- andi og ruplandi á 200 tonna bryntrukkum og hinsvegar frið- sælir borgarar er hverfa aftur til samyrkjubúskapar, slíks sem stundaður var í Efri-Mesópót- amíu við upphaf siðmenningar. En það er athyglisvert að á þessu bernskuskeiði siðmenn- ingarinnar voru einmitt reist hvolfhús (geodesic dome) slík sem sjá má í þessari mynd og rakin eru til meistara Buck- minster Fuller. Já, það er fátt nýtt undir sólinni. Hvað um það, þá hafði ég gaman af að skoða þá auðnar- legu heimsmynd sem þarna er brugðið upp. Mér fannst nefni- lega er ég horfði á myndina að kannski hefðu þeir sem hugsan- lega lifðu af skapadægrið mikla — einhverja lífsvon. Þeir myndu sennilega hefjast handa einsog forfeðurnir í Mesópótamíu á því að yrkja jörðina og hlaða býkúp- ur úr leir og það sem meira var að fólkið sem var þarna í mynd- inni að bjástra við að byggjá á Einn þeirra er lifa af hildarleikinn mikla. rústum horfinnar siðmenningar virtist njóta nokkurrar ham- ingju. Það hafði fyrir miklu að berjast og lífsvon svo fremi sem það fór ekki út á auðnina. En einsog nafn myndarinnar ber með sér er hér fremur á ferð hasarmynd en framtíðarspá enda fer svo að allt leysist upp í afkáralegri skothríð. Fjár- magnseigendur hafa greinilega komist með puttana í handritið og þvi missir handritshöfundur söguþráðinn úr hendi sér. Slíkt hefur gerst fyrr, og svo tala menn um algert frelsi lista- mannsins í vorum heimshluta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.