Morgunblaðið - 15.04.1984, Síða 43

Morgunblaðið - 15.04.1984, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984 43 í Noregi er á mörgum flugvöllum aftstaða til að taka í móti orrustuþotum frí bandamönnum Norðmanna í NATO. iH'ssi mynd af Jagúar-þotu frá Bretlandi var tekin á flugvcllinum í Bardufoss. Til vinstri á myndi .ni má sjá þyrlu lenda en hún feykti upp lausamjöllinni. Bandarískir landgönguliðar á hlaði norsks bóndabæjar. Viðbúnaður Norðmanna Þegar litið er til þess herafla sem fluttur yrði til Noregs frá öðr- um NATO-ríkjum á hættu- eða stríðstímum og fjöldi hermanna borinn saman við þann liðsafla sem Norðmenn sjálfir ætla að kalla til varna kemur í ljós að út- lendingarnir yrðu hlutfallslega fá- ir. Varnaráætlanir Norðmanna byggjast á því að þeir geti kallað út 325 þúsund menn á fáeinum dögum, en í fastaher Norðmanna eru 43 þúsund menn. Rúmum tveimur mánuðum áður en Norðmenn gerðust stofnaðilar Atlantshafsbandalagsins eða 1. febrúar 1949 gaf norska stjórnin út eftirfarandi yfirlýsingu: „Norska ríkisstjórnin mun ekki gera neinn þann samning við önn- ur ríki sem hefur að geyma ákvæði er skylda Norðmenn til að láta herafla annarra þjóða í té land undir stöðvar í Noregi hafi ekki verið ráðist á Noreg eða Norðmönnum verið hótað með árás.“ í stuttu máli var því lýst yfir að Norðmenn myndu ekki leyfa er- lendar herstöðvar i landi sínu á friðartímum. Þeir samningar sem hér hefur verið lýst um birgða- stöðvar fyrir erlendan herafla i Noregi eru taldir samrýmast stefnunni frá 1949 um bann við erlendum herstöðvum. Heræf- ingar bandamanna Norðmanna í Noregi eru ekki heldur taldar brjóta í bága við stefnuna frá 1949. Allt frá því Norðmenn gengu í Atlantshafsbandalagið 4. apríl 1949 hafa norsk stjórnvöld ítrekað þá grundvallarstefnu sína að þau vilji ekki með neinum hætti styggja Sovétmenn í hernaðarlegu tilliti eða egna þá til óhæfuverka. Af þessum sökum er ekki efnt til flota- og heræfinga á vegum NATO fyrir austan 24. lengdar- gráðu og í sama anda eru þau póli- tísku skilyrði sem norska ríkis- stjórnin hefur sett vegna birgða- stöðva bandamanna á norsku landi. í stuttu máli eru þau þessi: 1. Engir erlendir hermenn eru að staðaldri í Noregi. 2. Norsk yfirvöld annast eftirlit með birgðunum og viðhald á þeim. 3. Bannað er að hafa efnavopn og kjarnorkuvopn í birgðastöðvun- um. 4. Birgðastöðvunum skal valinn slíkur staður og þær skulu vera þannig úr garði gerðar að eng- inn nágranna Noregs geti talið sér ögrað með þeim. Áhyggjur vegna Sovétmanna Á blaðamannafundinum með Anders C. Sjaastad, norska varn- armálaráðherranum, sem vitnað var til í upphafi, lýsti hann áhyggjum vegna vígbúnaðar Sov- étmanna á Kóla-skaganum. „Sovétmenn vinna stöðugt að því að endurbæta herafla sinn þar eins og annars staðar," sagði ráð- herrann. „Norðurfloti þeirra sem hefur aðsetur á skaganum fær ætíð fyrst nýjustu vígdrekana." Á fundinum var blaðamaður frá Ny tid, málgagni vinstrisinna, sem oft er vitnað til í Þjóðviljanvjm þegar varnarviðbúnaður Vestur- landa er gerður tortryggilegur. Spurningar blaðamannsins voru á skjön við það sem aðrir blaða- menn höfðu fram að færa. Hann las langar tilvitnanir úr ræðum John Lehmans, flotamála- ráðherra Bandarikjanna, og spurði hvaða álit norski varnar- málaráðherrann hefði á „herská- um áformum“ bandaríska flotans á Noregshafi. Varnarmálaráð- herrann var greinilega vanur spurningum af þessu tagi úr þess- ari átt og svaraði þeim með því að ítreka varnarstefnu Atlantshafs- bandalagsins: „Það á ekki að loka flota NATO-ríkjanna af fyrir sunnan GIUK-hliðið,“ sagði Sjaastad og vísaði með því til þess að ekki yrði unnt að líða það að Sovétmenn gætu lagt Noregshaf undir sig, skip frá NATO-ríkjum ættu að fara norður fyrir ísland. „Ég held að allir bandamenn Bandaríkj- anna fagni því að ætlunin er að fjölga flugmóðurskipum í banda- ríska flotanum," bætti ráðherrann við, en án flugmóðurskipa geta NATO-ríkin ekki komið í veg fyrir að Noregshaf verði Mare Sovietic- um, sovéskt haf. Af nágrannaþjóðum okkar ís- lendinga eiga fáar meira í húfi en Norðmenn þegar litið er til stefnu og ákvarðana íslenskra stjórn- valda í öryggis- og varnarmálum. Með þátttöku íslendinga og Norð- manna í Atlantshafsbandalaginu leggjum við sameiginlegt lóð á vogarskálina, hvor með sínum hætti að vísu. Eins og sést af því sem hér hefur verið lýst er ólíku saman að jafna þegar metin er af- staða íslendinga annars vegar til erlendra herstöðva og Norðmanna hins vegar. Án varnarsamningsins við Bandaríkin væri alls enginn varnarviðbúnaður á íslandi. Meg- inþungi varna Noregs hvílir á norska hernum og áætlanir um liðsauka á hættutímum eiga að sýna hugsanlegum andstæðingi það á friðartímum að hann lenti í átökum við fleiri en Norðmenn gerði hann innrás í Noreg. Án bandamanna yrði Noregur ekki varinn, án vinveittrar stefnu tslendinga misstu áætlanir um varnir Noregs þá dýpt sem er for- senda þess að þær séu trúverðug- ar. iHÁSKÓLABlÓj W- sinil Z2IH0 Fjölskylduskemmtun MEÐ MARGT í BOÐI — EITTHVAÐ FYRIR ALLA — STÓRVINNINGAR, GJAFAHAPPDRÆTTI MEÐ ÍTÖLSKUM LEIKFÖNGUM, PÁSKAEGG HANDA ÖLLUM BÖRNUM — ÍTALÍA í MÁLI OG MYNDUM Skemmtilegustu brandarakarlar landsins sunnudaginn Húsið opnað kl. 12.30 Skólahljómsveit Mosfellssveitar Stjórnandi: Kvikmyndasýning: Barnakór Akraness Kynnin Hermann Gunn- arsson. Stjórnandi: leikur létt, ítölsk lög. Birgir Sveinsson. Ný ítölsk kvikmynd. einn bezti barnakór landsins, sem fer í al- þjóölega söngkeppni á Spáni í sumar. Jón Kari Einarsson. Barna- HUdeC™ , . sina spánnýjan, litrik- sýning; an tjskufatnað frá AóstoAarfcynmr: Eiríkur Fjalar. Ungur fiðlusnillingur, Eva Mjöll Ingólfsdótt- ir leikur vinsæl lög á fiðlu. Píanó: Þórhildur Björnsdóttir. Ókeypis leikfangahappdrætti. Vinningar ítölsk leikföng. STEINI OG OLLI — skemmta með gríni og glensi. STÓR-BINGÓ — 3 umferöir. Aöalvinningur ÍTALÍUFERÐ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA C: u Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Miðasala viö innganginn. Öll börn fá ítalskt páskaegg að gjöf frá ítölskum vinum. Aögöngumiðar fást á skrifstofu Útsýnar, Austurstræti 17, 2. haað fimmtudaginn 12. apríl. 0 : s MetsöhMcu) á hxerjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.