Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 26
wær.rijm ?.i m’'Ua:rw& w/tít»s»om MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984 ?e 26 Akureyrarpistill Guðmundur Heiðar Frímannsson Hlíðarfjall, skíðamenn. HLIÐARF JALL - SKÍÐAMENN Nú fer í hönd dymbilvika og kristnir menn minnast kross- festingar frelsarans. En dymbil- vikan og páskarnir eru líka mik- ill ferðatími, mesti ferðatími vetrarins. Það er til að mynda áætlað að hingað til Akureyrar komi um eitt þúsund manns nú um páskana. Þeir ferðamenn, sem hingað koma, eru flestir að fara á skíði. Enda stendur mikið til þessa daga. Fyrir rúmlega fimmtán árum var Akureyri útnefnd miðstöð vetraríþrótta í landinu. Hún verður það réttilega þessa páska. Fyrir þá, sem keppa á skíðum er Skíðamót íslands, eða Lands- mótið eins og það er venjulega kallað, hápunktur vetrarins. Nú verður það á Akureyri eftir nokkuð langt hlé. Það er drjúgt fyrirtæki að halda mót á borð við þetta. í vetur hefur verið stöðugt unnið að undirbúningi og alla mótsdagana verða 50 til 60 starfsmenn í sjálfboðavinnu við mótið. Tölvur eru náttúru- lega fyrir löngu teknar að stjórna klukkunum, sem mæla tímann á mótum eins og þessum, en nú stendur til að nota rit- vinnslu, dreifa niðurstöðum jafnóðum og keppnisgreinunum lýkur. Það er umtalsverð fram- för frá því sem áður var, því þá varð að vélrita úrslitin og fjöl- rita og barst í hendurnar á kepp- endum og öðrum, sem áhuga hafa á þeim, í lokin eða jafnvel eftir að keppni lauk. Eins og hæfir, hefur hraðinn aukist. En það er fleira á seiði. Þessa helgi er Öldungamót íslands. Þar keppa þeir, sem eru eldri en þrjátíu ára. Ég get að vísu varla fallizt á , að þrítugir menn eða konur séu öldungar. En kannski á ekki að taka orðið í bókstaf- legri merkingu. Ég hygg, að hér sé fyrst og fremst átt við þá, sem hættir eru að þjálfa sig reglu- lega. En þar sem erfitt er að ganga úr skugga um, hve oft menn fara á skíði að jafnaði, þá er auðveldara að grípa til ald- ursmarkanna. Það er ekki sér- lega erfitt að sannreyna aldur manna. Næstu helgi eftir páska er síð- an haldið merkilegt skíðamót hér í Hlíðarfjalli. Það er fyrir yngsta fólkið, kennt við Andrés Önd. Það verður nú haldið í ní- unda sinn og búizt er við yfir 400 keppendum, liðlega 500 manns þegar allt er talið. Þetta mót er ekki síður merkileg samkoma en Landsmótið. Andrés Önd hefur mátt þola eitt og annað um dag- ana, sérstaklega frá ýmsum kjánum í kennarastétt, sem halda, að hann hafi óæskileg áhrif á börn af því að heimilis- haldið hjá honum og Andrésínu er ekki alveg af venjulegu sort- inni. En börnum finnst Andrés bara skemmtilegur og ekki dreg- ur það úr vinsældunum að hann stendur fyrir skemmtilegasta skíðamóti á íslandi. Það er skemmtilegt að fara á skíðum í Hlíðarfjalli. Reykhól- arnir eru mjög fjölbreytt skíða- land, sem reyna á flesta þætti þeirrar listar að renna sér á skíðum. Það er svona hæfilegur hrepparígur að halda því fram, að hér séu beztu skíðabrekkur í landinu. En hvað sem um það má segja, þá þarf að vera góð aðstaða til að landið nýtist sem bezt. Fyrir rúmum fimmtán ár- um var byggð hér stólalyfta, sem gerbreytti allri aðstöðu. Það var fyrsta lyfta sinnar tegundar í landinu. Þá hafði Akureyri ótví- ræða forystu í uppbyggingu skíðasvæða. En það er langt síð- an það var og margt hefur breytzt. í Reykjavík hefur byggzt upp Bláfjallasvæðið með glæsilegustu aðstöðu, sem fyrir finnst í öllu landinu. Af ástæð- um, sem ég hirði ekki um að greina og veit kannski ekki, þá hefur vérið stöðnun hér í þessum efnum. Það hefur valdið minnk- andi aðsókn, sem aftur veldur minni tekjum og minni áhuga á að bæta við það, sem fyrir er. Eina leiðin til að glæða áhugann, fjölga gestum í fjallinu, er að fara í nýjar framkvæmdir. Mér skilst raunar, að það sé alveg á mörkum, að hér sé hægt að halda mót á borð við Landsmótið vegna þess, hve aðstaðan er bágborin. En kannski koma betri tímar. Ekki veit ég þó hvenær það verður. Það leikur ekki á tveim tung- um, að skíðaferðir eru einhver hollasta útivist, sem nokkur maður getur kosið sér. Þeim fylgir hæfileg hreyfing í góðu lofti og unaður af landinu að vetri til, sem er hollt að temja sér. Sumur eru ekki eini tíminn, sem hægt er að njóta landsins. Gagnsemi staða eins og Hlíð- arfjalls er engum vafa undirorp- in. Fyrir rúmum tveimur árum kom út bók hér á Akureyri um skíðaíþróttina hér á landi, sem nefndist Skíðakappar fyrr og nú. Hana skráði Haraldur Sigurðs- son, sem er löngu kunnur fyrir þekkingu sína á sögu íþrótta og leiklistar hér í bæ. Sjálfur skrif- ar hann kafla um skíðaíþróttir á fslandi. Þar kemur fram, að skíðaferðir fara að tíðkast í Þingeyjarsýslu um 1780 í svipað- ri mynd og nú er. Það var assist- ent á Húsavík, sem stuðlaði að þessu. í sóknarlýsingu Hrafna- gilsprestakalls segir svo um Ak- ureyri 1839: „... við hann (Poll- inn) vestanverðan stendur Akur- eyrarkauptún á möl lítilli, sem fyrrum kallaðist Akureyri. Þar eru hér um bil 21 timburhús — en ekkert af steini — fyrir utan nokkur torfhús, býli 17 að með- reiknuðu þurrabúðarfólki og handverksmönnum ... skíða- og skautaferð og skot er mikið tíðk- að og af nokkrum glímur og sund.“ í þessari bók er margt forvitnilegt og hefur þó farið heldur hljótt um hana. Sennilega yrði lýsing sókn- anna hér í bæ heldur fjölbreyti- legri fyrir þann tíma, sem nú líð- ur. Byggðin hefur þanist yfir all- ar koppagrundir, timburhúsum fjölgað nokkuð, flest eru þau þó af steini. Verkkunnátta er margvísleg. Fáir stunda glímu, þó nokkrir sund, skot og skauta- ferðir, en skíðaferðir eru mikið tíðkaðar. Heldur hefur þó dregið úr því hin síðari ár. I dymbilviku hugsa menn til krossfestingar frelsarans. En jafnframt því að votta frelsaran- um virðingu sína, má hafa ánægju af því að fara á skíðum, gleðjast í sól og snjó á páskum. Stórmerk afmælissýning Myndlist Bragi Ásgeirsson Sunnudaginn áttunda apríl bauð fyrirtækið Síld og fiskur viðskiptavinum sínum og ýmsum öðrum gestum að líta á fram- leiðsluvörur sínar í tilefni fjög- urra áratuga starfsemi. Kynningin fór fram í hinum mikla sýningarsal fyrirtækisins í Háholti að Dalshrauni 9B, Hafnarfirði en þar hafa verið haldnar nokkrar myndlistarsýn- ingar svo sem kunnugt er. Hér skal þess getið, að rammi matvælakynningarinnar var mikil myndverkasýning og bar þar hæst hið fræga Lífshlaup Kjarvals, eða „dýrasta veggfóður á íslandi”, svo sem menn voru þegar farnir að orða það á miðj- um fjórða áratuginum. Fleira útflúr var á þessum kynningarramma, t.d. fjöldi annarra verka Kjarvals ásamt myndum eftir Ásgrím, Jón Stef- ánsson, Gunnlaug Scheving, Snorra Arinbjarnar, Halldór Pétursson o.fl. Það er mikil spurn hvort mat- vælakynning hafi nokkurn tím- an getað státað af jafn menning- arlegri umgerð, og þá ekki að- eins á íslandi eða Norðurlönd- um, heldur í heiminum öllum. Persónulega dreg ég það mjög í efa og auk þess álít ég að fáum hafi betur tekist að tengja hug- tökin tvö iyst og list og Þorvaldi Guðmundssyni eiganda og jafn- framt drifkrafti fyrirtækisins frá upphafi. Ekki veit ég hvenær Þorvaldur hóf að safna mynd- verkum né af hvaða tilefni en líkast til er hann fæddur fagur- keri og listamaður um leið, — jafnframt má skjóta því hér inn, sem þeir segja í Frans: „Heyrir þú mikils manns getið, spyrðu þá hvað konan hans heiti.“ Nú er það vitað að Þorvaldur á ekki einasta eitt veglegasta mynd- verkasafn á íslandi heldur hefur honum tekist að koma matvör- um sínum í fremsta gæðaflokk á alþjóðamælikvarða. Það er og einnig vitað, að það er mikil og gild list að búa til góðan mat og stendur hún á ævafornum grunni. Enn er það vitað, að myndlistarmenn og þeir er höndla með myndlist eru ósjald- an einnig miklir vitmenn á mat- gerðarlist. Þannig á sá er hér ritar bók með heimatilbúnum úrvalsréttum eftir heimsfræga nútímalistamenn. Þá má vísa til hins nafntogaða Ambroise Voll- ard er höndlaði með impressjón- istana og marga framúrstefnu- listamenn þessarar aldar svo Þorvaldur Guðmundsson sem Picasso. Vollard bauð stundum vinum sínum í mat í kjallara húss síns í París og var eldhús hans frægt beggja vegna Atlantsála enda maðurinn snill- ingur í matargerð, — um leið og hann var einn mestur vitmaður tímanna á myndlist. Af ofanskráðu verður því að .. Lifi borg vor, best hún er ... Leiklist Jóhann Hjálmarsson KARDEMOMMUBÆRINN Höfundur handrits og tónlistar: Thorbjörn Egner. Þýðendur: Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk. Leikstjóri: Theodór Júlíusson. Hljómsveitarstjóri: Roar Kvam. Leikmynd: Þráinn Karlsson. Búningar: Freygerður Magnúsdóttir. Dýragerfi: Anna G. Torfadóttir. Lýsing: Viðar Garðarsson. Nauðsynlegt er hverjum þeim, sem býr sig undir að skrifa um sýningu barnaleikrits, að hafa samfylgd ungra áhorfenda. Ég var svo lánsamur að sitja á milli fimm ára yngismeyjar og ellefu ára pilts á frumsýningu Leikfé- lags Akureyrar á Kardemommu- bænum eftir Thorbjörn Egner. „Heyrðu pabbi", spurði telpan. „Hvers vegna er hún Soffía frænka alltaf svona ergileg? Henni hlýtur að líða ágætlega í svona skemmtilegum bæ.“ Áður en mér vannst tími til að svara, gall við í hinum sessu- nautnum: „Nú, eru ekki alltaf einhverjir, sem eru sí og æ að nöldra, þótt þeir þurfi þess ekki? Ég þekki bara marga, sem rífast svona að ástæðulausu." Síðan voru nefnd ótal dæmi um að- finnslusama einstaklinga. „Á ég þá ekki að setja út á leiksýning- una?“ spurði ég þessa ungu sam- ferðamenn mína. „Nehei! Þú rétt ræður því! Hún er sko alveg frábær," sögðu bæði einum rómi. Og ekki var að heyra annað, en allt unga fókið í salnum væri sama sinnis, því ánægja og eftir- tekt skinu af hverju andliti og litlir lófar klöppuðu ákaft. í takt við fjöruga tónlistina. Það var sannarlega auðvelt að hrífast með, enda gekk þessi fjölmenna sýning lipurt og leikandi áfram, sérstaklega þegar á leið og að- sópsmeiri persónur komu til skjalanna. Þarna eiga leikstjóri, leikmyndahönnuður og tónlist- arstjóri mikinn heiður. Theodór Júlíusson annast leikstjórn og árangur bendir ótvírætt til þess, að hann sé vel til þess verks fall- inn. Það er mikils virði fyrir L.A. að eiga einhverja í hópi fastráð- ins starfsliðs, sem ráða vel við að sviðsetja leikrit. Þótt ekkert mæli gegn því, að fá öðru hverju mikilhæfa gestaleikstjóra til liðs við leikhúsið, þá er ekki hægt að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.