Morgunblaðið - 15.04.1984, Síða 24

Morgunblaðið - 15.04.1984, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984 fftotgtu Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Stjórnarflokkarnir eru komnir í hár saman út af því hvort leggja skuli sölu- skatt og vörugjald á drykkjar- vörur sem blandaðar eru úr mjólk eða mjólkurafurðum og bragðefnum. Eru þetta kakó- mjólk, jóki og mangósopi. Al- bert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, ákvað hinn 1. apríl síðastliðinn að fella niður tímabundið vörugjald af gos- drykkjum og ávaxtasafa. Ráð- herrann lækkaði einnig og felldi niður tolla af ýmsum efnum til gosdrykkjagerðar. Samhliða því sem þessar ákvarðanir voru teknar var vörugjald og söluskattur lagð- ur á Svala og þær mjólkur- vörur sem að ofan voru nefnd- ar. Kom fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að þessi gjöld af hinum blönduðu drykkjum hefði átt að inn- heimta frá því að vörugjald var lagt á 1978 en í reglugerð um söluskatt eru tengsl á milli álagningar söluskatts og vöru- gjalds. Hvað sem olli var það ekki fyrr en 1. apríl síðastlið- inn sem skattayfirvöld áttuðu sig á því að þessar drykkjar- vörur ættu að bera þessi gjöld og kom fram í tilkynningu fjármálaráðuneytisins að í samráði við fjárveitinganefnd vildi það falla frá innheimtu þeirra fyrir liðna tíð en skyld- an til að greiða þau væri ótví- ræð frá 1. apríl 1984. Hið næsta sem gerðist í þessu máli var að Jón Helga- son, landbúnaðarráðherra, lýsti því yfir meðal annars hér í Morgunblaðinu að hann myndi leita ráða til að fá ákvörðun fjármálaráðherra hnikað. Bar hann því fyrir sig að mjólkurvörurnar ættu að vera eins ódýrar og kostur væri. Hann taldi hins vegar að allt annað gilti um Svala sem framleiddur er af Sól hf. og vísaði ráðherrann þar til nær- ingargildis. Komst landbúnað- arráðherra meðal annars svo að orði: „Það er til dæmis ver- ið að benda á hversu mjólkin sé nauðsynleg vegna kalkinni- halds, sem hreinlega getur bjargað fólki frá að verða ör- kumía á eldri árum.“ Stein- grímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, og landbúnaðar- ráðherra létu færa mótmæli til bókar á ríkisstjórnarfundi. Framkvæmdastjórn Lands- sambands framsóknarkvenna efndi til fundar og ályktaði gegn ákvörðunum fjármála- ráðherra vegna þess að verð- hækkun á „hollustudrykkjum" gæti haft „afdrifarík áhrif á matarvenjur barna". Land- búnaðarráðherra sneri sér til þingflokks sjálfstæðismanna og spurðist fyrir um það hjá honum, hvort hann styddi ákvörðun fjármálaráðherra. ólafur G. Einarsson, þing- flokksformaður, svaraði rétti- lega á þá leið með stuðningi alls þingflokksins að hann segði ekki ráðherrum fyrir hvernig þeir nýttu heimildir í lögum. Við svo búið lögðu nokkrir þingmenn Framsókn- arflokksins fram tvö frumvörp til laga sem miða að því að losa kakómjólk, jóka og mangósopa undan vörugjaldi og söluskatti. Þar með komst málið á nýtt pólitískt stig og er óvist um afleiðingar þess. Séu rökin sem fram hafa komið skoðuð má segja að flutningur framsóknarmanna á tveimur frumvörpum til að hnekkja ákvörðun fjármála- ráðherra sem byggist á gild- andi lögum sé staðfesting á því að allt frá 1978 hafi átt að innheimta vörugjald og sölu- skatt af hinum umræddu vör- um. Hvort um vangá skattayf- irvalda er að ræða eða eitt- hvað annað hefur ekki komið fram opinberlega. Að óbreyttu mun á innheimtu gjaldanna af þessum vörum reyna við skil á söluskatti í næsta mánuði, undan þeirri lagaskyldu verð- ur ekki vikist. Framsóknarmenn hafa bor- ið fyrir sig næringargildi hinna blönduðu mjólkur- drykkja og umhyggju fyrir matarvenjum barna sem ráð- ist af verði á þessum drykkj- um. Um hollustugildi mjólkur er ástæðulaust að deila við framsóknarmenn. En menn hljóta að spyrja nánar um verðið til dæmis á kakómjólk- inni. Stjórnendur Mjólkur- samsölunnar og mjólkurbúa um land allt hafa sýnt lofs- verða hugkvæmni á liðnum ár- um við að nýta mjólkina með fjölbreyttu móti. Kakómjólk, jóki og mangósopi eru aukaaf- urðir ef svo má orða það hjá Mjólkursamsölunni, henni hefur tekist að breyta mjólk sem annars safnaðist upp í smjör- eða ostafjöllum í sölu- hæfa vöru sem hefur orðið „uppistaðan í skólakosti barna í skólum og dagvistarstofnun- um“ eins og það er orðað í greinargerð þingmanna fram- sóknar. Peli af nýmjólk kostar nú 5,30 kr. en peli af kakó- mjólk kostar 12,35 kr. Menn hljóta að spyrja: Ræðst þessi verðlagning af umhyggju fyrir matarvenjum barna? Er var- an eins ódýr og frekast er kostur? Hin manneldislegu rök framsóknarmanna fyrir kakó- mjólk, jóka og mangósopa duga svo lengi sem ekki er hugað að hinum mikla verð- mun til dæmis á nýmjólk og kakómjólk sem ákveðinn er af framleiðendum og þar til bær- um yfirvöldum sem lúta póli- tískri forsjá landbúnaðarráð- herra. Væru framsóknarmenn sjálfum sér samkvæmir ættu þeir að beita sér fyrir veru- legri verðlækkun á kakómjólk- inni. Eins og málum er nú háttað ætti auðveldlega að vera unnt að greiða opinber gjöld af henni án þess að hún hækkaði um einn eyri í verði. Deilan um kakómjólkina snýst hvorki um mataræði né umhyggju fyrir börnum, hún snýst um það að allir séu jafn- ir fyrir lögunum. Þegar kemur að ákveðnum þáttum í at- vinnulífinu mega framsókn- armenn ekki til þess vita að þessi sjálfsagða jafnræðis- regla sé í heiðri höfð og nú flytja þeir frumvarp um und- anþágu fyrir kakómjólk, jóka og mangósopa. Það má deila um margar embættisgjörðir Alberts Guðmundssonar. Var ástæða til þess einmitt nú að fella niður gjöld af gosdrykkj- um? En ákvarðanir Alberts um gjöldin á kakómjólk, jóka og mangósopa eru á traustum rökum reistar og í raun óhjá- kvæmilegar miðað við gild- andi lög. Deilt um kakómjólk ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ 1 Reykj avíkurbréf j I.......... Laugardagur 14. apríl ................{ Örn Ó. Johnson Heimsókn til bóndans að Brekk- um í Fljótshlíð og konu hans fagr- an haustdag á sl. ári hefur orðið minnisstæð. Örn ó. Johnson var ekki heima við, þegar höfundur þessa Reykjavíkurbréfs renndi í hlað ásamt samstarfsmanni Arn- ar í áratugi og frumkvöðli í flug- málum íslendinga, Bergi G. Gísla- syni. Bóndinn á Brekkum var úti á túni að aðstoða nágranna sinn við að taka heim síðustu heybaggana. Margrét kona hans tók á móti gestum með þeim höfðingsskap, sem löngum hefur einkennt hús- freyjur í íslenzkri sveit. Það verður ógleymanlegt að hafa hitt Örn ó. Johnson í þessu umhverfi. Hlusta á hann tala um sveitina, bændurna, búskapinn. Ganga með honum um útihúsin, rabba við hann um framkvæmdir hans, á þessum stað, þær sem voru að baki og hinar, sem framundan voru, mistökin, sem hann hefði gert í búskap sínum, það sem hann hefði lært af þeim og yfirleitt kynnast þeirri tilfinningu, sem þessi merki forystumaður íslend- inga í flugmálum hafði fyrir bú- skap. Þeir eru margir, sem „ganga með bóndann í sér“, ef svo má að orði komast. Þeir eru hins vegar færri, sem láta verða af fram- kvæmdum. Örn Ó. Johnson og Margrét kona hans voru að hefja alveg nýjan kapítula í lífi sínu á þeim aldri, þegar fólk sezt yfirleitt í helgan stein. Til þess að gera það þegar fólk er komið hátt á sjötugs- aldur þarf kjark og bjartsýni en umfram allt jákvætt hugarfar. Þegar litið er til baka verður ljóst, að þessir eiginleikar hafa einkennt lífsferil Arnar ó. John- son. Hann var forystumaður í hópi þeirra, sem ruddu fluginu braut á íslandi fyrir nokkrum áratugum og einn af merkustu frumkvöðlum í atvinnulífi okkar samtíma. Hann var mikill foringi, sem hafði til að bera þá lipurð, sem leiddi menn til samstarfs. Á þá mannkosti reyndi mjög, þegar flugfélögin tvö voru sameinuð. Dagstundina að Brekkum var rætt um flugmál ekki síður en búskap. Örn var að vonum ánægð- ur með að rofaði til í rekstri Flug- leiða en varaði gesti sína við að ætla, að erfiðleikar félagsins væru að baki. Mikið verk væri óunnið áður en þeim áfanga væri náð. Flugið hefur valdið byltingu í lífi íslenzku þjóðarinnar og rofið ein- angrun hennar að því leyti, sem það verður yfirleitt gert. Það hef- ur verið gæfa þjóðarinnar að hafa áft farsæla forystumenn á því sviði á borð við örn Ó. Johnson. Svíar taka eftir nágranna í austri Svíar eru að byrja að gera sér grein fyrir því, að nágrannar þeirra í austurvegi, Sovétmenn, eru til alls vísir. Þetta mátti glöggt finna i samtölum við blaða- menn og fleiri í Stokkhólmi fyrir nokkrum dögum. Tvennt hefur valdið mestu um það, að Svíar eru að vakna upp við ógnina úr austri. í fyrsta lagi sú ótrúlega ósvífni, sem Sovétmenn sýna þeim með því að senda kafbáta sína og neð- ansjávartæki hvað eftir annað inn í sænskt yfirráðasvæði og ögra þeim með því móti. Greinilegt er, að Svíar ráða ekki við þessa innrás enda sænski herinn ekki búinn þeim tækjum og öðrum búnaði, sem til þarf. Þess vegna standa Svíar máttvana frammi fyrir þessari ósýnilegu innrás og verða að þola niðurlægingu af hálfu Sov- étmanna hvað eftir annað. í öðru lagi hrukku Svíar mjög við á dögunum, þegar uppvíst var um samtal þeirra Gromykos, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og Palmes, forsætisráðherra Sví- þjóðar, í ársbyrjun, en samtal þeirra fór fram í Stokkhólmi. í samtali þessu, sem sænsku blöðin ljóstruðu upp um, hæddi Gromyko Palme fyrir kafbátaleit þeirra en hafði jafnframt í hótunum við hann og sagði, að Svíar stæðu sig ekki nógu vel í baráttunni fyrir kjarnorkuvopnalausum svæðum á Norðurlöndum. Þeir ættu að taka Finna sér til fyrirmyndar! Það er auðvitað stóralvarlegt mál, að Gromyko skuli leyfa sér að tala í þessum tón við forsætisráðherra Svíþjóðar, jafnvel þótt hann heiti Palme. Meðal stjórnmálamanna, embættismanna og blaðamanna er um það talað í Stokkhólmi, að Sovétmönnum hafi annaðhvort tekizt að koma bæði tækjum og mönnum á brott úr sænska skerjagarðinum eða a.m.k. mönnum. Vísbendingin um þetta er talin sú, að fyrir allmörgum vikum hafi starfsmenn sovézka sendiráðsins í Stokkhólmi verið framlágir og öryggisleysi einkennt samskipti þeirra við aðra en fyrir rúmum tveimur vikum hafi þeir endurheimt sjálfstraust sitt og leiki nú á alls oddi. A.m.k. hafa þessir atbnrðir orðið til þess, að Svíar veita nú meiri eftirtekt en áður hernaðarumsvifum Sovét- manna á Norður-Atlantshafi, hin- ar miklu flotaæfingar Sovétm- anna á dögunum vöktu veruiega athygli í Stokkhólmi og þar er nú spurt fleiri spurninga um örygg- ismál Norðmanna og íslendinga en áður var. Menning í Stokkhólmi og Reykjavík Menningarlíf hefur lengi staðið með miklum blóma í Svíþjóð og gerir það ekki síður nú en fyrr. Nú er verið að sýna á Dramaten í Stokkhólmi Lear konung í upp- færslu Ingmars Bergmans, sem þykir miklum tíðindum sæta, raunar svo miklum, að skrifað hefur verið um þessa sýningu í virt blöð í hinum engilsaxneska heimi. í Stokkhólmsóperunni er m.a. verið að sýna ballettinn Gis- elle með slíkum glæsibrag að undrum sætir. Þar hefur hin heimskunna sovézka ballerína Galina Ulanova átt hlut að máli við æfingar og árangurinn lætur ekki á sér standa í frábærri frammistöðu sæsnku ballerínunn- ar Anneli Alhanko. Leikhúsgesti á Dramaten í síð- ustu viku, þegar sýnt var leikrit eftir Hjalmar Bergmann, þótti leiklistin vera komin í æðra veldi á þeirri sýningu. Norrænt sjón- varpsefni hefur löngum þótt leið- inlegt hér á landi en norræna há- menningu er bersýnilega að finna annars staðar en í sjónvarpi og mikill skaði, að ekki skuli unnt að miðla henni í ríkara mæli til okkar íslendinga en raun ber vitni. Færri ferðir norrænna stjórnmálamanna og embætt- ismanna en tíðari komur slíkra listamanna, sem á Norðurlöndum má finna, eru líklegri til að efla norræna menningu og sjálfstæði hennar gagnvart menningu stór- þjóða í hinum vestræna heimi. Raunar þurfum við íslendingar ekki einungis að vera þiggjendur í þessum efnum. Menningarlíf stendur með miklum blóma í Reykjavík um þessar mundir. Tæplega verður á nokkurn hallað þótt sagt sé, að glæsilegur söngur ólafar Kolbrúnar Harðardóttur í hlutverki Violettu í La Traviata sé með eftirminnilegri menningar- viðburðum þessa vetrar. Þessi unga söngkona lyftir sýningu ís- lenzku óperunnar með þeim hætti að við getum verið stoltir af. Sjónvarp milli Nordurlanda Fyrir hálfum mánuði efndi norræna ráðherranefndin til all- fjölmennrar ráðstefnu í Stokk- hólmi um sjónvarp á Norðurlönd- um. Á þessari samkomu var m.a. rætt um tillögur sérstakrar emb- ættismannanefndar um sjónvarp milli Norðurlanda. f stórum drátt- um eru hugmyndir nefndarinnar þær, að Norðurlöndin taki á leigu þrjár til fjórar rásir í gervihnetti, sem skotið verður á loft eftir nokkur ár og hefji gagnkvæmar sjónvarpssendingar milli Norður- landanna, þannig að hver þjóðin um sig geti notfært sér dagskrár- efni sjónvarpsstöðva á öðrum Norðurlöndum. í tillögum þessum er m.a. gert ráð fyrir að sjónvarpa efni frá íslenzka sjónvarpinu að hluta til beint og að öðru leyti eft-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.