Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984 Aðalpersónan í Brúðuheimili Ibsens var norsk kona, búsett í Danmörku, skrifaði skáldsögur og hélt fyrirlestra. Hjónaband hennar var stormasamt — og á rústum þess reisti Ibsen Brúðuheimilið EFTIR H.C. CLAUSEN Laura Kieler myndin var um aldamótin. mánuði hjá Henrik Ibsen og Sús- önnu konu hans í Dresden. Þar kallaði Ibsen Lauru „lævirkjann okkar", en það heiti notaði Ibsen í leikritum sínum. í Dresden tókst traust vinátta með Lauru og Sús- önnu Ibsen. Árið 1876 komst hjónaband þeirra Lauru og Victors fram á yztu nöf. Victor veiktist af berkl- um og þurfti að fara til Suður- landa til að ná heilsunni aftur. Það tókst. Laura tók lán í norsk- um banka til að standa straum af kostnaðinum við ferðina og dvöl- ina. Manni sínum skýrði hún svo frá, að þetta væru tekjur sem hún hefði haft af ritstörfum. Hún hafði vonað að Henrik Ibsen myndi hjálpa henni við að falsa víxil með því að líkja eftir rithönd mágs hennar. En upp komst um málið. Victor Kieler missti alla stjórn á sér og krafðist skilnaðar. Sagt er að amtmaðurinn í Hilleröd hafi látið eftirfarandi orð falla: „Þarna var gengið fram af óþarfa þjösnaskap." Við skilnaðinn var Laura brennimerkt sem svika- kvendi og lygari og varð að hverfa burt frá eiginmanni og börnum. Hún dvaldist í nokkra mánuði á geðsjúkrahúsi til að koma taugun- um í lag, en atburðarásin hafði að sjálfsögðu haft djúpstæð áhrif á hana andlega. Því næst fluttist hún til Bandarfkjanna og var þar fréttaritari fyrir danskt blað. Nokkrum árum síðar sneri hún heim aftur að ósk eiginmanns síns óra kom aftur heim til eiginmanns og bama Fáir kannast við nafnið Laura Kieler. Sjálfsagt mun 3Ó marga fýsa þess að vita eitthvað um hana, þegar comið er á daginn að hún var fyrirmyndin að Nóru í Brúðuheimilinu eftir Henrik Ibsen. Hvert lá leið hvarf að heiman? Þessi spurning er Nóru eftir að hún löngu orðin sígild. Pil Dahlerup mag. art. og lektor við Háskólann í Kaupmannahöfn varði nýlega doktorsritgerð um nútímakonur, sem hafa verið brautryðjendur á ýms- um sviðum. í ritgerðinni kemur fram að Laura Kieler hafi verið fyrirmynd Henriks Ibsens að Nóru í Brúðuheimilinu. Þessar upplýsingar kveikja að sjálfsögðu löngun hjá mörgum um að fá að vita, hver Laura Kieler var. Hins vegar segir ekkert frekar um hana í doktorsritgerðinni, en í dönskum og norskum ævisöguritum má finna ýmsa fróðleiksmola um þessa konu. Laura Kieler fæddist árið 1849 í Tromsö í Norður-Noregi. Faðir hennar Morten Smith von Fiihren Petersen var þar sýslumaður. Tvítug að aldri skrifaði hún leik- ritið Dætur Brands og tileinkaði Henrik Ibsen, en það var e-s konar samstæða við leikrit Ibsens, Brandur. Fyrir bragðið hófst kunningsskapur milli hennar og Ibsens. Laura giftist árið 1873 Victor Kieler aðjúnkt við Ríkis- skóla Frederiksborgar í Hilleröd. Alvarleg snurða kom á þráðinn í hjónabandinu og leiddi til þess að hjónin skildu að skiptum, en síðar sneri Laura Kieler aftur heim til eiginmanns og barna. Heimildir eru fyrir því að Ibsen hafi sótt Kieler-fjölskylduna heim í Hilleröd, og þar á hann að hafa haft á orði að heimili þeirra væri brúðuheimili. Áður en Laura Kiel- er giftist, dvaldist hún í nokkra og hóf sambúð með honum á nýjan leik. Það var á rústum þessa hjóna- bands, sem Henrik Ibsen skóp Brúðuheimilið árið 1879 — eða öllu heldur á skrumskældum lýs- ingum, sem almannarómur gerði sér mat úr. Það fyrirgaf Laura Kieler honum aldrei. Hún leit á það sem ósmekkleg afskipti af friðhelgi einkalífsins. Árið 1891 fór Laura Kieler í síðasta sinn á fund Henriks Ibsens og sakaði hann um að hafa misnotað sig í Brúðuheimilinu. Talið er að þessi ásökun hafi verið mikilvæg kveikja að síðasta leikriti Ibsens, „Nár vi dode vágner", sem út kom árið 1899. Sagt er aó ýmis tilsvör þeirra beggja við uppgjörið komi fram í leikritinu. Laura Kieler varð kunn í Dan- mörku einkum fyrir ritstörf sín og fyrirlestra. Hún var meðal þeirra 10 kvenrithöfunda, sem fyrstar komust á fjárlög árið 1883. Sem rithöfundur var hún talsmaður _ r Rauði kross Is- lands sendir föt til Grænhöfðaeyja FENGUR, skip Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands, heldur frá Reykjavík á sunnudag til Græn- höfðaeyja með fatasendingu Rauða kross Islands til Rauða krossins á Grænhöfðaeyjum. Siglingin tekur um þrjár vikur. Jttorgimtyfebtfe \fct<<öiuhkk)á hvtrjum degi' Nokkrum dögum eftir komu skipsins til Grænhöfðaeyja verður formlega tekin í notkun á einni eyjanna, Porto Novo, þjónustu- miðstöð sem Rauði kross íslands hefur kostað. Þar verður aðstaða fyrir Rauða krossinn til að kenna skyndihjálp og veita ýmsa aðra þjónustu á eyjunum. Kostnaður RKÍ við þetta verkefni nemur um 450.000 krónum þannig að alls er aðstoð RKÍ við Grænhöfðaeyjar 1.270.000 krónur að þessu sinni. Þessi mynd var tekin á þriðjudag, þegar verið var að skipa fötunum um borð í Feng. A myndinni eru (f.v.) Halldór Lárusson, skipstjóri, Stefán Pálsson, starfs- maður RKÍ, Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri RKÍ og Sigríður Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur. StykkLshólmur: Mikið að gera í fiskiðjuverum Stykkishólmi 2. aprfl. HÉR hefir verið mikið að gera í fiskiðjuverunum undanfarið, enda mikill afli sem borist hefir bæði af bátunum hér og eins utan af Snæ- fellsnesi. Hefir oft verið unnið lengi frameftir og er ekki nema gott til þess að vita. Hinsvegar er lítill þorskkvóti á bátana hér, eins og oft hefir komið fram í fréttum, og skyggir það nokkuð á horfur um vertíð. Inflúensa hefir gengið hér og hefir það bitnað mjög á skólunum og eru margir nemendur fjarverandi á degi hverjum. Árni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.