Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.04.1984, Blaðsíða 48
Opið öll /immtudags-, föstu- dags-, laugardags- og sunnu■ dagskvöld AUSTURSTRÆTI22. IINNSTRÆTI). SIMI 11340. Opið alla daga frá kl. 11.45-23.30. AUSTURSTRÆTI 22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633. SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Morgunblaðið/Júlíus. Lögreglumenn höfðu í nógu að snúast við hraðamælingar á Kringlumýr- arbraut í vikunni — fyrstu 11 daga mánaðarins höfðu 236 ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur. 236 teknir fyrir of hraðan akstur fyrstu 11 daga aprílmánaðar FYRSTU ellefu daga aprflmánaðar voru 236 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í Reykjavík — allt frá liðlega 60 til 116 kflómetra hraða. „Að undanfornu hafa orðið mörg umferðarslys sem rekja má meðal annars til of hraðs aksturs," sagði Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, í samtali við Mbl. Ólafsfjörður: Snjóflóð féll á fiskhjalla — tjón talið nema einni milljón króna Pálmasunnudagur: Um 700 ung- menni ferm- ast í dag PÁLMASUNNUDAGUR er í dag — þá minnast kristnir menn innreiðar Jesú í Jerúsalem og mannfjöldinn fagnaði honum. „Hósanna syni Davíðs. Bless- aður sé sá, sem kemur í nafni Drottins. llósanna í hæstum hæðum." Mattheus 21:9. Með pálmasunnudegi hefst dymbilvika, sorgþrungnasti tími árs- ins. A öldum áður voru allar skemmt- anir bannaðar í dymhilviku og jafnvel hljómur kirkjuklukkna þótti of glað- legur og járnkólfar kirkjuklukkna því teknir úr og trékólfar settir í staðinn svo hljómur klukknanna varð dapur og dregur dymbilvika heiti sitt af því. Pálmasunnudagur hefur í tímans rás orðið helsti fermingardagur árs- ins. Það er vel við hæfi — ungmenni staðfesta skírn sína og gera Krist að leiðtoga sínum, rétt eins og forðum þegar mannfjöldinn gerði Jesúm að leiðtoga sínum í Jerúsalem. I Mbl. í gæreru birt nöfn um 700 ungmenna. Ef við gerum ráð fyrir, að um 40 manns fagni með hverju ferming- arbarni, þá verða tæplega 30 þúsund manns í fermingarveizlum víðs veg- ar um landið í dag. Sendibílstjór- ar mótmæla Á MILLI 80 og 100 sendibílum var ekið milli leigubflastöðanna í fyrra- kvöld og vildu sendibflstjórar með því mótmæla flutningi leigubflstjóra á létt- um varningi — svokölluðum pakka- flutningi. IVlikil óánægja er meðal sendibílstjóra mcð þessa flutninga og telja þeir að leigubílstjórar fari inn á sitt verksvið. „Þetta er fyrsta skrefið. Ef ekki næst samkomulag kann svo að fara að við grípum til þess ráðs að aka gestum veitingahúsa heim til þess að undirstrika kröfur okkar,“ sagði sendibílstjóri í samtali við Mbl. Ef ökumaður er tekinn á yfir 11 kílómetra hraða yfir löglegum hraða, þá hlýtur hann 950 króna sekt, 1200 króna sekt sé hann á yfir 20 kílómetrum yfir löglegum hraða og 1800 krónur sé hann yfir 30 kílómetra hraða yfir lög- legum hraða. Sé brot grófara, þá er mál sent Sakadómi Reykja- víkur eftir að rannsókn er lokið hjá rannsóknadeild lögreglunnar og á ökumaður á hættu að verða sviptur ökuleyfi. Þannig voru á þriðja hundrað ökumenn sviptir ökuréttindum á síðastliðnu ári fyrir of hraðan akstur. „Árið 1983 var norrænt um- ferðarár og átak var gert til þess að freista þess að fækka umferð- arslysum. Það tókst bærilega. Þeim er slösuðust í umferðinni í Reykjavík fækkaði um 74, þar af fækkaði þeim sem hlutu meiri háttar meiðsl um 33. Þeir sem slasast alvarlega í umferðarslys- um þurfa iðulega að dvelja svo mánuðum skiptir á sjúkrahúsi, oft mörg ár. Svo mikið er í húfi að reyna að halda umferðahraða niðri,“ sagði Óskar Ólason. SNJÓFLÓÐ féll aðfaranótt laugar- dagsins í Kleifarhorni í Ólal'sfirði, gegnt kaupstaðnum. Engin byggð er þar, en flóðið fór yfir fiskihjalía þar sem talsvert af var fiski og talið er að tjón af völdum þess nemi að minnsta kosti einni milljón króna. Auk þess fóru þrír raflínustaurar, skíðalyfta og kofi skíðamanna í flóðinu. I gær var enn talin mikil snjóflóöahætta á þess- um slóðum. Talið er að flóðið hafi fallið um kiukkan fjögur um nóttina, en þá fór rafmagnið af bænum. Rafmagn komst á aftur um morguninn nema í Kleifabyggðinni. Fiskihjallarnir voru í eigu Stíganda hf. og sagði Gunnar Þór Magnússon, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í samtali við blm. Morgunblaðsins að flóðið hefði tekið nær alla hjalla fyrirtækisins, en fiskur hefði verið í 11 þeirra. Tjónið væri því tilfinnan- legt, að minnsta kosti ein milljón, en erfitt væri að gera sér grein fyrir tjóninu vegna þess að ekki væri hægt að kanna skemmdir vegna kaf- alds og snjóflóðahættu. Sagöi hann. ÚTFLUTNINGUR 140 hrossa að verð- mæti tæpar 5 milljónir króna stendur nú fyrir dyrum hjá tveimur einstakling- um. Hafa þeir að undanfórnu keypt hross víða um landið og fer meirihluti þeirra til Svíþjóðar eða 100 alls og verður það stærsta hrossasending, sem þangað hefur komið í einu. Auk þess hafa þeir félagar í huga aö senda innan að í norðvestan áttinni nú hefði mik- inn sjó skafið í fjallið og því væri mikil hætta á frekari snjóflóðum. Vegna þess væri ekki þorandi að kanna skemmdirnar og hætt hefði verið við viðgerð á raflínunni af þeim sökum. Einn túr á meðalskip VIÐBÓTIN á þorskkvótanum, 23.000 lestir, dreifist hlutfallslega á fiskiskip- aflotann og nemur viðbótin góðum þorsktúr, bæði á vertíðarbát og togara. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins nemur aukningin um 30 lestum á vertíðarbát í hærri flokki, 60 lestum á togara á suðursvæðinu að meðaltali og 115 lestum á togara á norðursvæðinu. Ljóst er því að viðbótin er nokkur búbót og kemur á góðum tíma fyrir vertíðarbátana nái þeir skammtinum fyrir vertíðarlok. skamms 70 hross utan til viðbótar og fara þau til Þýzkalands, Danmerkur og Noregs. Sigurður Sæmundsson í Holts- múla í Landmannahreppi sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að með þessum 100 hrossum væri inn- flutningskvóti Svía á íslenzkum hrossum fylltur, en mikil eftirspurn væri þar eftir „fjölskylduhestum". Ætlunin væri að hrossin færu út þann 23. þessa mánaðar ef tilskilin leyfi fengjust en leiðin gegnum kerf- ið væri flókin. Alls þyrfti að fá út- flutningsíeyfi á 7 stöðum, en hann sagðist bjartsýnn á að þetta gengi. Auk Svíþjóðar færu hrossin til Nor- egs, Danmerkur og Þýzkalands og fyrirhugað væri að senda um 70 hross til þeirra landa á næstunni. Sigurður sagði, að meðal söluverð hrossanna væri um 35.000 krónur, en langmestur hluti þeirra væri geld- hross, fáeinar merar en engir stóðh- estar. Taldi hann að hér væri um nokkra búbót að ræða fyrir hestaeig- endur og mikill munur væri á því að flytja út lífhross eða hrossakjöt. Smíða nýjan svifdreka UPP ÚR miðjum næsta mánuði verður haflst handa við leit að „gullskipinu** á Skeiðarársandi. Þá verður stálþilið, sem rekið var niður í sandinn umhverfls flak þýska tog- arans, er fannst í fyrrahaust, tckið upp og flutt, að sögn Kristins Guð- brandssonar í Björgun. „Við verðum áðeins seinna á ferðinni en við ætluðum okkur. Farartæki, sem við erum að smíða okkur, er ekki alveg tilbúið en ætti að verða það fljótlega,“ sagði hann. „Það verður einskonar sam- bland af bíl, bát og flugvél - þ.e. það á að „svífa" á púðum og geta verið bæði á sjó og landi." Langalangafí Guðlaugs var einnig afreksmaður Langalangafi Guðlaugs Frið- þórssonar, þess er vann það afrek að synda 5—6 kílómetra leið til lands er Hellisey sökk við Vest- mannaeyjar, gat sér orð fyrir hreysti og hugrekki. Frá þessu segir Bolli Gústavsson í Rabbi Lesbókar Morgunblaðsins í gær og ennfrcm- ur það að málverk eftir Ásgrím Jónsson af aldurhnignum manni, sem mynd birtist af í Morgunblaó- inu 3. nóvember 1968, sé af Vigfúsi Þórarinssyni, bónda í Ytri-Sólheim- um í Mýrdal, (1841—1934) langal- angafa Guðlaugs og hafl það vakið athygli sína, hversu miklar og sterklegar hendur hans voru. Segir Bolli að Vigfús hafi getið sér orð fyrir hreysti og hugrekki og ekki síður fyrir drengskap við þá sveitunga sína, sem lítils máttu sín og hafi hann vegna þess hlotið viðurnefnið Laga- Fúsi. Vitnar hann í sögu Eyjólfs Guðmundssonar, Pabba og mömmu, og segir að þar sé sagt frá einu víðfrægasta afreki Vig- fúsar, þar sem sagt er frá ferð Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Guðlaugur og faðir hans, Friðþór Guðlaugsson, og málverkið af Vigfúsi eftir Ásgrím Jónsson. Séra Bolli segir miklar og sterklegar hendurnar vera eitt af því sem þeir frændur eigi sameiginlegt. teinæringsins Péturseyjar til Vestmannaeyja árið 1880. Af- takaveður gerði á útleiðinni og sleit í sundur framsegl og mastur hrökk í sundur. Formaður var Guðmundur í Eyjarhólum og er hann tók sér hvíld frá því að stýra varð það slys að einn skip- verja, Þorsteinn að nafni, hrökk útbyrðis. Guðmundur var þegar kominn að stýrinu og tókst að sveigja aðeins að manninum. Síð- an segir: „Vigfús sem fremstur sat að venju, hafði kippt Þor- steini inn, áður en varði, og var það hið fágætasta snarræði. Þó var engin skipun gefin sagði Vig- fús síðar, „en ég vissi til hvers formaðurinn ætlaðist, er hann sveigði í veg fyrir manninn ... Vigfús gat sér almennt hrós fyrir snarleik sinn og hreystiverk og sagði meðbróðir hans fram á, að hann hefði kippt manninum inn eins og meðalþorski. En Vigfús sagði, að hjá formanni eins og Guðmundi væru allar hendur harðtækar." Hross seld utan fyrir 5 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.