Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 Stjórnarráðid og RÚV í nýbyggingu Seðlabankans? „ALÞINGI ályktar að fela ríkisstjórn- inni að láta gera athugum á því hvern- ig æskilegast sé að nýta svonefnt Seðlahankahús. Sérstaklega verði at- hugað hvort það gæti hentað fyrir Stjómarráð íslands. Framkvæmdir við bygginguna verði stöðvaðar meðan at- hugun fer fram og hefjist ekki að nýju fyrr en Alþingi hefur ákveðið hvernig hagnýta beri húsið." Þannig hljóðar tillaga sem Eyjólf- ur Konráð Jónsson (S) hefur lagt fram á Alþingi. Hann flutti og ný- lega hliðstæða tillögu um stöðvun byggingar stórhýsis Ríkiútvarpsins í nvja miðbænum. I greinargerð segir að „lokatil- raun sé nú gerð hér á landi til að vilhalda og jafnvel auka ofstjórnina í peningamálum og meira að segja talað um að frysta allt að 43% sparifjár þjóðarinnar og skammta það síðan. Sú stefna hlyti að leiða til þess að það frjálsræði og jafnrétti í peningamálum, sem nú er í sjón- máli, yrði kyrkt í fæðingu og óstjórnin héldi áfram enn um skeið. Árangurinn sem nú hefur náðst eft- ir að menn loks hættu að láta vext- ina elta verðbólguna og snéru sér að því að ná henni niður fyrir vaxtafót- inn mundi þá glatast, en við slíkt yrði auðvitað ekki unað til lang- frama.“ Ennfremur: „Þessvegna verður hlutverk Seðlabankans allt annað og minna en áður og því verða þar miklu minni umsvif þótt bankanum yrði falið að taka við nokkrum verk- efnum þegar Framkvæmdastofnun ríkisins verður lögð niður. Af þeim sökum verður að huga að því hvern- ig hagnýta eigi þá byggingu, sem hæfileg var talin meðan menn trúða á skömmtunarstjórn f peningamál- um. Sjálfsagt er þó að Seðlabankinn fái þar hæfilegt húsrými. Hugsan- legt væri einnig að bú þar vel um RUV, auk bankans og Stjórnarráðs- ins, enda byggingin æði stór.“ Auglýst eftir tilboðum í lóðir við Stigahlíð: Tilraun til að fá sannvirði fyrir þær segir Davíð Odds- son, borgarstjóri BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sín- um í gær, mótatkvæðalaust, aó aug- lýsa eftir tilboðum f 21 einbýlishúsalóð við Stigahlíð. Verður hér um eignarlóð- ir að ræöa og gatnagerðargjöld innifal- in í verði þeirra, en lóðirnar seldar hæstbjóðanda. Verða lóðirnar auglýst- ar i dag og rennur tilboðsfrestur út 30. maí næstkomandi. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði í samtali við Morgunþlaðið, að nú væri svo komið í fyrsta sinn í 50 ár, að allir, sem vildu, gætu fengið lóðir í borginni. Þegar hins vegar kæmu til svæði inni í miðri byggð og í grónum hverfum, yrðu fleiri um hituna en lóðirnar væru. Við slíkar aðstæður væri það alþekkt, að menn, sem fengið hefðu lóðir, seldu Morgunblaðið/ Sijj. Sigm. Hér fer enginn bfll yfir. Guðmundur Axelsson, póstur, bendir á eitt hvarfið. Mikil aurbleyta í vegum Syðra-Langholti, 15. maí. MIKIL aurbleyta er nú í vegum hér í Árnessýslu og hefur verið um tíma. Má segja að fjölmargir út- vegir heim á bæi séu nánast ófærir og einnig er þjóðvegurinn um Brú- arhlöð ofantil í Hrunamannahreppi ófær. Ástæðan fyrir þessu slæma ástandi veganna er fyrst og fremst sú að þeim hefur illa ver- ið haldið við, þeir þola ekki þessa miklu umferð sem hefur bæði þyngst og aukist um þá. Jarð- klakinn er að fara úr vegunum og einnig hefur rignt allnokkuð að undanförnu. Miklar þunga- takmarkanir hafa verið í vor en það er að sjálfsögðu bagalegt fyrir bændur að koma ekki til sín kjarnfóðri og áburði sem skyldi. Búið var að vísu að flytja allmikið af áburði áður en veg- irnir fóru að versna en mikið er þó eftir að flytja enn. Mjólkur- bílar verða þó að sjálfsögðu að brjótast heim á bæina en það hefur eðlilega gengið sumstaðar stirðlega. Farið er að gera við verstu hvörfin og ef þornar upp, sem lítur út fyrir í dag, ætti ástandið að fara að batna í vega- málunum hér í Árnessýslunni. Sig. Sigm. þær jafnvel daginn eftir á tvö- eða þreföldu verði án heimildar. Því hefði verið ákveðið að gera tilraun til þess, að úthluta þessum lóðum á sannvirði. Tilboðum í lóðir þessar skal skila í lokuðu umslagi og að loknum til- boðsfresti verða þau opnuð í viður- vist borgarlögmanns, skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings og borg- arfógeta eða fulltrúa hans. Tilboð- um verður síðan raðað eftir til- boðsfjárhæð og verður haft sam- band við bjóðendur í þeirri röð. Hæstbjóðanda verður fyrstum boðið að velja sér lóð og síðan gerður við hann bindandi samningur um lóð- ina. Verður því næst haft samband við þann, er á næsthæsta tilboðið og síðan koll af kolli þar til úthlutun lýkur. Nafnleynd hvílir á tilboðum þar til bindandi samningar hafa verið gerðir og sömuleiðis verða tilboðsupphæðir ekki gefnar upp. Hjörleifur Guttormsson í þingræðu: Samkeppnin lækkar vöruverð umtalsvert — verzunarfélög fram hjá kaupfélögum í strjálbýli „Nú þegar samkcppni vex í sam- bandi við smásölu hér á Reykjavík- ursvæðinu verður enn augljósari sú mismunun sem fólk býr við um kaup á lífsnauðsynjum," sagði Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Alþýðu- bandalags, í þingræðu fyrir helgina. „Sú miklu meiri dýrtíð sem menn mega á sig taka út um landið í við- skiptum við verzlanir sem ýmist hafa takmarkaða aðstöðu eða skortir vilja til þess að færa vöruverðið niður eins og þörf væri á. Eg held að þarna sé verulegt um- hugsunarefni fyrir kaupfélögin," sagði þingmaðurinn, „sem víða um land eru aðalverzlanir, sums staðar einu verzlanirnar í heilum byggðar- lögum. Ég veit að víða er komin krafa um það og hreyfing hjá alþýðu Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi: Leitum eftir málefnasam- stöðu - styrkjum stjórnina — Stjórnarandstaðan bæði veik og sundurlaus „IIPP Á síðkastið hefur ýmsum fundist sem ríkisstjórnin væri ekki jafn samstæð og einörð eins og í upphafi. Ugglaust ræður þar mestu sá langi tími, sem það tók að koma fram tillögu til lausnar á hallarekstri ríkissjóðs. Inn í þessa mynd kemur vafalaust einnig ágreiningur milli stjórnarflokkanna um fáein mál og jafnvel grundvallaratriði eins og t.a.m. húsnæðismálin." Þannig mæltist Þorsteini Páls- syni, formanni Sjálfstæðisflokks- ins, í eldhúsdagsumræðum á Al- þingi í. gærkveldi. Hann sagði einnig að það gæfi auga leið, að þetta hafi ekki bætt stöðu stjórn- arinnar út á við. „En ef vilji er fyrir hendi þarf það ekki að koma í veg fyrir að haldið verði áfram á sömu braut og af sama styrkleika og áður.“ Þorsteinn Pálsson sagði: „Þó að sitthvað hafi gengið úrskeiðis hef- ur svo mikið áunnist, að það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki til þrautar. Sjálfstæðismenn munu því leita eftir málefnalegri sam- stöðu til þess að styrkja stjórnina á ný. f fáeinum málum hafa komið fram mismunandi sjónarmið um afmörkuð atriði hjá einstökum stuðningsmönnum stjórnarinnar. En auðvitað breytir það ekki því, að í heild hefur stjórnarsamstarf- ið verið gott það sem af er. Reynsl- an sýnir að myndun ríkisstjórnar- innar var rétt ákvörðun af hálfu sjálfstæðismanna. Eins og nú standa sakir eru því engin áform uppi um stjórnarslit eða samvinnu við aðra flokka, enda er stjórnar- andstaðan bæði veik og sundur- laus.“ Síðar í ræðu sinni sagði Þor- steinn Pálsson að brýnasta verk- efnið, sem stjórnin stæði frammi fyrir væri að grynna á skuldum, sem safnazt hefðu saman meðan tekjur hafi ekki mætt gjöldum. Orsök þeirra væri stöðug út- gjaldaaukning á undanförnum ár- um og þó umfram alit tekjutap við samdrátt þjóðarframleiðslu. Þess- um halla yrði fyrst og fremst að mæta með lækkun útgjalda og þá fyrst, þegar þjóðarframleiðslan ykist á ný skapaðist svigrúm til lækkunar skatta ef útgjöldum yrði haldið í skefjum. „Að því verður markvisst unnið,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá taldi Þorsteinn upp helztu atriði, sem leggja þyrfti til grundvallar við gerð næstu fjár- laga: • Utgjöld ríkisins þurfa að lækka. Núllvöxtur útgjalda í hlutfalli við þjóðarframleiðslu er lágmarks- krafa. • Auka þarf greiðslur neytenda fyrir veitta opinbera þjónustu. • Koma þarf við sérstökum hag- ræðingaraðgerðum til viðhalds í rekstri og framkvæmdum, gera rekstrarlegar úttektir á ríkis- stofnunum. • Draga þarf úr niðurgreiðslum og beinum styrkjum til atvinnu- fyrirtækja og atvinnugreina. • Athuga þarf hvort hyggilegt geti verið að taka upp nýtt sjúkra- tryggingakerfi með sérstöku ið- gjaldi í samræmi við tekjur. Síðan skýrði Þorsteinn Pálsson þau markmið, sem hann kvað eiga að vera, að samræma tolla og að- flutningsgjöld — að koma á virðis- aukaskatti í stað söluskatts og í tengslum við þá kerfisbreytingu að afnema launaskatt og aðstöðu- gjald og lækka beina skatta. Loks kæmi til greina að færa skattlagn- ingu á tekjur einstaklinga alfarið til sveitarfélaga, sem fengju aukin verkefni. Þá vék formaður Sjálfstæðis- flokksins að landbúnaðarmálum og kvað óhjákvæmilegt að grípa til aðgerða sem smám saman færðu framleiðsluna til samræmis við þarfir innlenda markaðarins. „í þeim efnurn," sagði hann, „er nú unnið að tillögugerð, sem miðar að því að treysta stöðu bænda og full- nægja kröfum neytenda. En auð- vitað er það svo, að hagsmunir þessara aðila fara saman, þegar allt kemur til alls.“ Sjá rseðu Þorsteins á bls. 18. manna að stofna sérstök verzlunar- félög til þess að geta fengið skapleg viðskipti framhjá kaupfélaginu sínu, sem það gjarnan vildi hlúa að og hefur skipt við um langan aldur, en finnur fyrir að ekki hefur tekið sem skyldi þátt í þeirri þróun sem sjálfsögð er til að færa niður verð á brýnum lífsnauðsynjum ... Þetta er einn verulegur þáttur þess þegar stórmarkaðir hér í Reykjavík kepp- ast um viðskiptavinina og hafa með samkeppni sinni, a.m.k. um skeið, fært niður verð á lífsnauðsynjum þannig að umtalsvert er ... sér- staklega fyrir fjölskyldufólk þar sem fleira er í heimili." Hnífsstungumálið: Krafist gæslu- varöhalds og geð- rannsóknar RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins gerði í gærkvöld kröfu til að maður- inn, sem lagði með hnífi til konu sinn- ar í miðborg Reykjavíkur á mánudag- inn, verði úrskurðaður í allt að sex vikna gæsluvarðhald, eða til 27. júní næstkomandi. Jafnframt var gerð krafa um að hann yrði látinn sæta geðrannsókn. Málið var tekið fyrir í þinghaldi í Síðumúlafangelsinu, þar sem mað- urinn er í haldi, en síðan tók dómar- inn sér frest þar til síðdegis í dag til að taka afstöðu til kröfunnar. Rann- sókn málsins er haldið áfram hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og var hinn grunaði yfirheyrður ítarlega í Lfkfundur við Laugarnes SJÓREKH) lík fannst við Laugarncs- tanga í Reykjavík um kvöldmatarleyt- ið í gær. Er það af karlmanni og virðist hafa lengið lengi í sjó. Ekki var í gær endanlega búið að bera kennsl á líkið, skv. upplýsingum Rannsóknarlögregl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.