Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 45 Magnea Halldórs- dóttir — Minning Fædd 22. mars 1896 Dáin 9. maí 1984 Nú þegar við kveðjum ömmu okkar, Magneu Halldórsdóttir, rifjast þá upp minningin um hinar mörgu skemmtilegu samveru- stundir með henni og afa. Þegar frændurnir okkar voru samankomnir með krakkana sína, frændurnir sem okkur fannst allir vera nærri því eins. Stundirnar sem við áttum með ömmu og afa í Kópavoginum við að tína sólber úti í garði á sumardegi, og stundir í Njarðvíkunum þegar alltaf var jafn gaman að fara út í bílskúr til afa og skoða allt sem hann hafði safnað að sér. Þar sáði hún amma líka sólberjatrjám. Meira að segja í litla bakgarðinum á Seljavegin- um varð blómlegt hjá henni og Helgu. Ættartréð okkar ber líka merki gróðursældar og aðhlynningar. Pabbar okkar og mömmur uxu upp í stórum systkinahópi, þar sem allir lærðu að taka tillit til hvors annars. Jafn dugmikill og hraustur systkinahópur hefur ekki fundist víða. Við erum hreykin af ættinni okkar þar sem afi og amma voru stofninn og börnin greinarnar sem teigja sig lengra og lengra. Við ætlum að halda áfram að vaxa og dafna og segjum okkar börnum frá ömmu og afa sem voru okkur svo kær. Barnabörnin. Aldamótakynslóðin svokallaða hverfur nú smátt og smátt yfir móðuna miklu. Við kveðjum þetta æðrulausa dugmikla fólk eitt af öðru, sem einkenndist af dugnaði, rautseigju og heiðarleik. dag er til grafar borin einn af þessum mikilhæfum kraftmiklu og vel gerðu einstaklingum, Magnea Halldórsdóttir frá Siglu- firði. Magnea var fædd á Dalvík, sem þá hét Böggvistaðasandur, 22. mars 1896. Hún var dóttir hjón- anna Margrétar Friðriksdóttur og Halldórs Jónssonar. Þau hjónin fluttu að Vémundarstöðum í Ólafsfirði, er Magnea var tveggja ára. Þar ólst hún upp ásamt átta systkinum auk fóstursystur. 1918 flyst fjölskyldan til Siglufjarðar, þess staðar er Magnea kenndi sig við æ síðan. Þar kunni hún vel við sig og eignaðist marga vini og kunningja. Fljótlega fór hún til Reykjavíkur og vann þar um tíma. Þar kynntist hún Guðjóni Jóns- syni bílstjóra, eins og hann var ætíð nefndur. Guðjón var ættaður úr Rangárvallasýslu, hraustmenni mikið og dugnaðarforkur, svo af bar. Hann var maður vel greindur og sjálfstæður í skoðunum og starfi. Þau Magnea og Guðjón gengu í hjónaband 24. október 1923 og bjuggu í Reykjavík fyrstu hjú- skaparárin. 1925 fluttu þau til Dalvíkur og þaðan til Siglufjarð- ar. Þar reistu þau hús og Guðjón rak rörsteypu auk þess sem hann stundaði vörubílaakstur. Þau hjón eignuðust 9 börn, mannvænleg, sem öll hafa erft dugnað og myndarskap foreldra sinna ríkulega. Börnin eru í ald- ursröð: Jón skipstjóri, Grétar vél- stjóri, Bogi Þór vélvirki, Þórmar framkvæmdastjóri, Hlín sjúkra- liði, Einar skipstjóri, Hilmar verkstjóri, Bragi múrari og Elísa Dagbjört, búsett í Bandaríkjun- um. Magnea hafði ekki langa skóla- göngu að baki, en hún var skyn- söm og vel gerð og nýtti vel það veganesti er hún hlaut frá foreldr- um og öðru samferðafólki. Það sem einkenndi hana var hennar góða skapgerð og glaðlyndi, ásamt þessum mikla dugnaði og atorku, sem hún hélt fram á síðustu ár. Upp í huga minn skýtur frásögn er öldruð vinkona mín er nú er látin sagði mér. Þær Magnea voru nágrannakonur á Ólafsfirði og síð- ar á Siglufirði. Það var er Magnea átti heima á Vémundarstöðum. Fátækt mun hafa verið eins og víða var þá og sóttu faðir hennar og bræður sjó, en hún sá um búskapinn með móð- ur sinni og systrum. Gekk hún í öll karlmannsverk, túnaslátt á sumr- in auk annars. Sérstaklega var vinkonu minni minnisstætt er Magnea snaraði stórum heyböggl- um upp á klakkann og lét litlu systur sína standa undir hinum megin. Á vetrum var hún við gegningar og þurfti að flytja hey á baki sér langa vegu fram af dal. Mun það hafa verið erfið ganga í ófærð og vondum veðrum. Þessari sögukonu minni var enn fremur minnisstætt hve Magnea var fljót að sauma og prjóna á barnahópinn sinn er þau bjuggu á Siglufirði. Voru þau allt- af vel klædd og snyrtileg. Á stríðsárunum fluttu þau Guð- jón og Magnea út í Málmey á Skagafirði og bjuggu í nokkur ár. 1945 flytja þau i Kópavog. Þar rak Guðjón rörsteypu í mörg ár. í Kópavogi lét Magnea hendur standa fram úr ermum sem fyrr. Fækkað hafði í heimili, sum börn- in gift og flutt að heiman. Hún hóf ræktun umhverfis húsið, kom upp stórum blóma- og trjágarði auk þess sem hún ræktaði grænmeti og kartöflur. Það var mikil og góð uppskera úr garði hennar á haust- Daggrós dóttir — Fædd 10. nóvember 1929 Dáin 1. maí 1984 „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt." Nú þegar ég kveð mína elsku- legu vinkonu í hinsta sinn er þakklætið mér efst í huga fyrir áralanga vináttu, allt frá því við vorum unglingar. Ég minnist þess þegar hún margsinnis stóð með mér við sjúkrabeð systur minnar. Hún kom alltaf með hlýja brosið sitt og allar raunir urðu léttbærari með hana við hlið sér. Svo liðu árin, við stofnuðum báðar heimili og áfram hélst vináttan.. Alltaf var komið in sem skipt var milli barna og tengdabarna. Barnabörnin nutu þess að heim- sækja ömmu og afa í Kópavogi, leika sér í garðinum, tína ber, skríða inn í rörin og vaða í lækn- um. 1967 seldu þau allt í Kópavogi og fluttu til Njarðvíkur. Þar byggðu þau nútt hús og aftur var hafin ræktun. Þá var Magnea um sjötugt. Þar dvöldu þau í nokkur ár eða þar til þau fluttu að Selja- vegi 31 í Reykjavík. Þá var Guðjón þrotinn kröftum og lést 30. nóv- ember 1977. Magnea stóð eftir, sem klettur og enn vann hún í garðinum, hekl- aði, prjónaði lopapeysur, saumaði út og las. Þess á milli tók hún á móti börnum sínum og barnabörn- um af mikilli rausn. Magnea var trúuð kona, sótti kirkju þegar hún gat, en hin síðari ár lét hún sér nægja að hlusta á útvarpsmessu á sunnudagsmorgn- um, og söng hún þá gjarnan með. Sálmabókin var sá förunautur hennar er hún skildi aldrei við sig. Að leiðarlokum kveð ég þessa mætu konu sem var allt í senn, traust móðir og uppalandi og tryggur lífsförunautur og félagi manns síns. Henni fylgja nú hljóð- ar þakkir barna, tengdabarna og afkomenda þeirra. Blessuð sé minning Magneu Halldórsdóttur. Tengdadóttir Stefáns- Kveðja saman á hátíðarstundum og eru margar kærar minningar síðan. Ég minnist hennar í langvarandi veikindum sínum. Hún var stór- kostleg hetja og reyndi alltaf að njóta þess, sem lífið gaf þó hún væri helsjúk og kraftarnir þverr- andi. Ég bið guð að styrkja fjöl- skyldu Daggrósar í þessari miklu sorg. „Ég veit, minn ljúfur lifir lausnarinn himnum á, hann ræður öllu yfir, einn heitir Jesú sá, sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó og mér svo aumum manni eilíft líf víst til bjó.“ Á hendur fel þú honum sem himna stýrir borg, það allt sem áttu í vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. (Sr. Björn Halldórsson i Laufási) Elskuleg skólasystir og vinkona, Vilborg Björgvinsdóttir, Frey- vangi 10, Hellu, kvaddi þennan heim 25. mars sl. aðeins 55 ára gömul. í handíðadeild Kennaraskólans árin 1951—53 kynntumst við fyrst, og þar eignuðumst við þau bestu og tryggustu skólasystkin, sem hægt var að hugsa sér. Þótt hóp- urinn hafi dreifst í allar áttir að loknu námi og endurfundir orðið fáir, var, þegar hópurinn hittist aftur, eins og hann hefði aldrei skilið. Við Villa vorum sessunautar þessa tvo vetur og urðum sam- ferða úr og í skóla. Mér eru minn- isstæðar þessar ferðir okkar, það var talað um allt milli himins og jarðar og oft hlegið dátt af litlu tilefni. Ég sé það núna, þegar ég rifja þetta upp, jafnvel betur en áður hvílík náðargjöf það er okkur öll- um að sjá ekki hvað framtíðin ber í skauti sínu. Áralöng barátta Villu vinkonu minnar við heilsu- leysi var þungbær raun fyrir hana og fjölskyldu hennar. Én vilja- styrkur hennar og æðruleysi hlýt- ur að verða þeim ógleymanlegt sem kynntust því. Það vaknar oft sú spurning hve hlutskipti manna er mismunandi í lífinu. Sumir komast klakklaust í gegnum það, aðrir bera þungar og erfiðar byrðar. Ég hefi þá bjarg- föstu trú að þarna sé einhver til- gangur, skaparinn ætlar þeim æðra hlutverk sem hann leggur slíkar byrðar á. Villa hringdi í mig síðastliðið sumar og bað mig endilega að koma með sér í heimboð til vinar okkar og skólabróður. Ég var ekki tilbúin, en þá sagði hún: „Heyrðu, væna mín, þú ferð í sunnudaga- kjólinn þinn og kemur með, því við megum ekki missa gamla vini fyrr en við endilega verðum." Það voru orð í tíma töluð. Ég heimsótti hana í sjúkrahúsið stuttu áður en hún dó, þá var glóð- in í augunum slokknuð, en einmitt það sem ég tók fyrst eftir, þegar ég kynntist henni, voru glampandi augu hennar, þau lýstu allt í kringum sig, enda var hún bæði glöð og góð manneskja. Ég vil fyrir hönd skólasystkin- anna og þá sérstaklega hópsins úr handavinnudeildinni þakka henni liðnar samverustundir. Ég vil einnig fyrir hönd okkar senda öldruðum föður, eiginmanni, börn- um og systkinum Villu okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi okkur öllum minn- inguna um góða konu. Hallfríður E. Pétursdóttir t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, GUDMUNDAR VALDIMARSSONAR, Sætúni, Stokkseyri. Sérstakar þakkir til lækna hans og starfsfólks á deild 11b Land- spítalanum og einnig til þeirra sem heimsóttu hann. Sigríður Gísladóttir, Gislí Rúnar Guðmundsson, Unnur Guömundsdóttir, Sigrún Guömundsdóttir, Pétur Steingrímsson, Sigríöur Guðmundsdóttir, Guðmundur R. Óskarsson, barnabörn og langafabarn. Eldur í hjarta Mér finnst heittrúaðir, kristnir menn verða svo áleitnir, og mér Ifkar Jiað ekki. Þeir eru einlægt að reyna að steypa aðra í sitt mót. Eg veit ekki til þess, að aðrir trúflokkar iðki slfkar höfðaveiðar. „Ecce homo“ er eftir John Robert Seeley. Þar seg- ir: „Engin dyggð er örugg, nema henni fylgi sann- færing." Kristur kveikti eld í hjörtum lærisveina sinna og lét þá frá sér fara til að breyta heiminum — til batnaðar. Þetta er brennandi áhugi manns, sem er þyrstur, en hefur fundið svaladrykk og lang- ar að veita öðrum með sér; það er þrá hungraða mannsins, sem fann saðningu og vill óðfús, eins og eðlilegt er, gefa öðrum svöngum með sér. Mér fellur ekki orðið „höfðaveiðar“. Drottinn not- aði það ekki heldur. Hann ávítaði farísea fyrir að afla sér trúskiptinga, en hann baðst aldrei afsökun- ar á því að fagnaðarerindið yrði breitt út, því að það fól í sér orð lífsins, góðu tíðindin til allra, sem hlust- uðu. Ég geng ekki í veg fyrir mann til þess eins að snúa honum til „mótmælendatrúar“. Maður getur verið mótmælandi og þó fjarlægur Kristi. En ég skal fara út á heimsenda til þess að segja þeim, sem týndir eru, frá frelsara heimsins, er dó á krossi til þess að frelsa þá frá syndunum. Við erum ekki kallaðir til þess eins að ganga í samtök, aðhyllast kerfi eða samþykkja guðfræðikenningu, heldur erum við kall- aðir á fund persónu, Jesú Krists. Það þarf hvorki að afsaka né útskýra brennandi áhuga vegna Jesú Krists. Vilborg Björgvins- dóttir - Kveðjuorð Fædd 11. janúar 1929 Dáin 25. mars 1984. Fanney

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.