Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAl 1984 Stjómin í Hanoi: Varar við nýjum árásum Kínverja Banffk STJÓRNIN í Hanoi Hans Mayr, forseti sambands mílmiðnaðarmanna í Vestur-Þýskalandi (fyrir miðju) og Franz Steinktihler, varafor- seti þess, (til vinstri) á meðal verkfallsvarða við lokaða verksmiðju í Stuttgart í gær. gkok, 15. maí. AP. hefur sakað Kínverja um að hafa fellt fimm menn, slasað 28 og eyðilagt hús og akra í Lang Son-héraði með ákafri skothríð, sem staðið hafi linnulítið allt frá aprílbyrjun. í tilkynningu víetnömsku stjórnarinnar segir, að kínversku innrásarmennirnir hafi fengið „makleg málagjöld" og hafi herinn og víetnömsk alþýða hrakið þá norður fyrir landamærin. Víet- namar hafa margsinnis sakað Kínverja um árásir inn yfir landa- mærin en Kínverjar kenna Víet- nömum um upptökin. í tilkynning- unni frá Hanoi segir, að mikill kínverskur liðsafli sé nú við landa- mærin og að búast megi við nýjum og enn meiri árásum en fyrr. Erfitt er að komast að raun um hvað raunverulega er hæft í full- Vestur-Þýskaland: Miinrhon, 15. maí. AP. AUDI-bflaverksmiðjurnar í Vestur-Þýzkalandi tilkynntu í dag, að þær myndu skipa sér á bekk með BMW og loka verk- smiðjum sínum í lok þessarar viku, ef verkfalli 13.000 málmiðn- aðarmanna í 15 verksmiðjum, sem framleiða hluti í bifreiðar, yrði ekki lokið fyrir þann tíma. Samtímis þessu hafa aðrir at- vinnurekendur á svæðinu í grennd við Stuttgart tilkynnt, að þeir muni svara verkfallinu með verkbanni. Það er samband málmiðnaðarmanna sem stendur að verkfallinu, og er markmið þess að knýja fram 35 stunda vinnuviku. Samband vinnuveitenda hefur enn ekki látið uppi, hvaða verk- smiðjum verði lokað með verk- banni, en gert var ráð fyrir, að ákvörðun þar að lútandi verði kunngerð á morgun. Martin Posth, talsmaður Audi-verksmiðjanna, sagði í dag á fundi með frétta- mönnum í Munchen, að verksmiðj- urnar yrðu að byrja lokanir sínar strax á föstudag, ef verkfall málmiðnaðarmanna héldi áfram. f verksmiðjum Audi í Neckars- ulm og Ingolstadt starfa um 20.000 manns. Jafnframt fram- leiða Audi-verksmiðjurnar marg- víslega hluti í bíla fyrir Volkswag- en, sem er stærsti bílaframleið- andi Vestur-Þýzkalands. Sagði Posth, að héldi verkfall málmiðn- aðarmanna áfram, þá yrði það til þess að lama starfsemi alls vest- ur-þýzka bílaiðnaðarins, en í hon- um starfa um 1,6 millj. manns. Aðrir kunnir bílaframleiðendur í Vestur-Þýzkalandi eins og Da- imler-Benz og Porsche gáfu einnig út tilkynningar í dag þess efnis, að héldi verkfallið áfram, þá hlyti það óhjákvæmilega að leiða til þess, að starfsemi þeirra stöðvað- ist innan mjög stutts tíma. Zhao Ziyang, forsætisráðherra Kína: Boðar aukna samkeppni og erlenda fjárfestingu PekinK, 15. maí. AP. ZHAO Ziyang, forsætisráðherra Kína, boðaði í dag aukna skatta auk fleiri efnahagsráðstafana, sem hann sagði, að ráða ættu bót á „óskynsamlegu" verðlagskerfi landsins, skapa samkeppni, koma í veg fyrir sóun og verðlauna hæfileikamenn. Þykir þetta einhver einarðasta stuðningsyfirlýsing við bland- að hagkerfi, sem kínverski forsætisráðherrann hefur nokkru sinni látið frá sér fara. Zhao, sem nú er 65 ára að aldri, var lýstur „kapítalisti" á dögum menningarbyltingarinnar 1966- —1976. Ræðu sína nú flutti hann við setningu þjóðþings alþýðulýð- veldisins. Zhao hvatti einnig til aukinnar erlendrar fjárfestingar í landinu og sagði, að „mikilvægur árangur" hefði náðst í samninga- viðræðum við Breta um framtíð Hong Kong. Þá hvatti hann enn einu sinni til sameiningar Tai- wans og Kína. Á undanförnum fimm árum hafa Zhao og Deng Xiaoping, leið- togi kínverska kommúnistaflokks- Bók um kafbátaferðirnar vekur uppnám í Svíþjóð Fóru NATO-kafbátar inn í sænska lögsögu? Stokkholmi, 15. maí. Frá frétlariUra MorpinblaósÍM, Erik Liden. BÓK, sem út kom í dag eftir blaða- manninn Anders Hasselbohm um ferðir kafbáta í nágrenni Stokk- hólms á sínum tíma, hefur þegar vakið mikið uppnám í Svþjóð bæði á meðal stjórnmálamanna og inn- an sænska hersins. Efni bókarinn- ar er í stuttu máli það, að höfund- urinn færir að því rök, að það hafl bæði verið kafbátar frá NATO og Vasjárbandalaginu, sem fóru inn í landhelgi Svíþjóðar í september— október 1982. Hasselbohm til- greinir hins vegar enga heimild- armenn fyrir staðhæfingum sínum og hafa því margir orðið til þess að draga í efa sannleiksgildi þeirra. Formaður nefndarinnar, sem stjórnaði kafbátaleitinni — Sven Andersson, fyrrverandi varn- armála- og utanríkisráðherra Svíþjóðar, vísar staðhæfingum Hasselbohms algerlega á bug og segir, að ekkert hafi komið fram, sem hnekkt geti niðurstöðum kafbátanefndarinnar frá því 26. apríl 1983. „Við vitum, að NATO-kafbát- ar fylgdust með sovéskum kaf- bátum á alþjóðlegum siglinga- leiðum úti á Eystrasalti er at- burðir þessir gerðust, en við höf- um engar sannanir fyrir því, að þeir hafi farið inn f sænska lög- sögu og ég á erfitt með að trúa því, að svo hafi verið,” var haft eftir Sven Andersson í dag. Bæði sérfræðingar hersins og borgaralegra yfirvalda eru van- trúaðir á sannleiksgildi þeirra staðhæfinga, sem fram koma hjá Hasselbohm. Er þeim fundið það til foráttu, að heimildarmanna er hvergi getiö. Þannig hyggst sænska herráðið ekki ræða ein- stök atriði bókarinnar opinber- lega nema nafnlausir heimild- armenn Hasselbohms komi fram f dagsljósiö. ins, reynt að afnema efnahags- stefnu hinna róttæku fyrirrenn- ara þeirra með því að efla einka- framtak í landbúnaðinum og umbuna fólki fyrir að leggja harð- ar að sér í vinnu með hærri laun- um. „Efnahagur landsins hefur sýnt stöðugar framfarir," sagði Zhao í ræðu sinni, „en það eru enn marg- víslegar hindranir til staðar. Virkni í efnahagslffinu er vfða mjög ábótavant enn.“ New York: Leyndist í farangurs- geymslunni New York, 15. maf. AP. STARFSMENN innflytjendaeftirlits- ins bandaríska yflrheyrðu í dag mann, rúmenskan að þjóðerni, sem f gær- kvöldi lét sig falla úr farangursrými rúmenskrar flugvélar skömmu eftir að hún lenti á Kennedy-flugvelli. „Við erum að ræða við hann til að komast að því hvað hann vill,“ sagði talsmaður innflytjendaeftirlitsins en vildi ekkert um það segja að svo komnu hvort maðurinn ætlaði að sækja um hæli í Bandarikjunum. The New York Daily News sagði hins vegar frá því i dag, að maðurinn hefði verið í búningi flugvirkja þeg- ar hann stökk út úr flugvélinni og að hann hefði strax beðist hælis í Bandaríkjunum. yrðingum beggja þjóðanna og er- lendir blaðamenn, sem hafa fengið að fara til landamæranna f Lang Son-héraði, segjast hafa séð sprengjugíga í jörðinni en engar skemmdir á húsum eða önnur um- merki eftir mikil átök. Verkfall málmiðnaðarmanna kann að lama bflaiðnaðinn Veður Akureyri 5 rigning Amsterdam 17 skýjað Aþena 27 heiðskirt Berlín 18 skýjað BrUssel 16 rigning Bracelona 17 skýjað Buenos Aires 13 heiðskírt Chicago 20 heiðskirt Dublin 12 rigning Feneyjar 14 rigning Genf 15 skýjað Helsingfors 16 Iwiðskirt Jerúsalem 24 skýjað Jóhannesarborg 21 heiðskírt Kanarteyjar 21 alskýjað Lissabon 16 skýjað London 15 skýjað Los Angeles 22 heiðskírt Madrid 10 rigning Malaga 20 léttskýjað Matlorca 14 skýjað Mexikóborg 24 skýjað Miami 29 skýjað Montreal 11 skýjað Moskva 19 heiðskirt New York 16 skýjað Ostó 20 heiðskirt París 14 skýjað Peklng 30 heiðskfrt Reykjavik 5 rigning Rió de Janeiró 32 heiðskfrt Róm 19 skýjað Stokkhótmur 17 heiðskírt Sydney 21 heiðskirt Tel Aviv 25 skýjað Tókýó 16 skýjað Vancouver 14 skýjað Vínarborg 10 heiðskfrt Þórshöfn 7 rigning Varnarmálaráð- herrar NATO: Hvatt til nánara samstarfs Briissel, 15. maí AP. Varnarmálaráðherrar Atlants- hafsbandalagsríkjanna, sem nú eru á fundi í Briissel í Belgíu, hafa skor- að á Bandaríkjamenn að taka fullt tillit til evrópskrar þckkingar þegar um er að ræða nýja tækni við fram- leiðslu venjulegra vopna og að þess verði alltaf gætt, að samráð og sam- vinna séu með bandalagsþjóðunum. Áskorun varnarmálaráðherr- anna kemur fram í tilkynningu, sem fundurinn gaf frá sér f dag, en í Evrópu hafa menn haft af því áhyggjur, að bandarísk fyrirtæki hafa fengið bróðurpartinn af vopnaframleiðslusamningum Nato-ríkjanna en evrópsk fyrir- tæki orðið útundan. Á morgun, miðvikudag, mun Caspar Weinberger, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, setja tveggja daga fund um eflingu venjulegs herafla og venjulegs vígbúnaðar í ljósi nýjustu tækni. Á Vesturlöndum er mikill áhugi á þeim málum og talið, að þannig megi e.t.v. draga úr þeirri áherslu, sem lögð er á kjarnorkuvopn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.