Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 38
^onr t * »» r fTTT^ * rTTTTTTTrr»T»r m rr » vr*f r-y r ÍT A » - MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 Mikið ritað um ísland í erlendum skákblöðum fslenskur náms- maður vinnur mót í Svíþjóð VART er hægt aö flnna erlend skáktímarit um þessar mundir þar sem ekki er rækilega vikið að al- þjóðlegu skákmótunum á íslandi í máli og myndum. Það er hið stóra stökk framávið, sem hin nýja kynslóð íslenskra skákmanna hef- ur tekið að undanHirnu, sem vakið hefur mesta athygli og þá ekki sízt sigurganga Jóhanns Hjartarsonar sem var næstum óþekktur erlend- is, en hefur nú slegið eftirminni- lega í gegn. Þá hafa erlendu kepp- endurnir á mótunum einnig flutt fréttir af miklum skákáhuga hér- lendis, troðfullum áhorfendasölum og mikilli umfjöllun fjölmiðla. Þá hefur frammistaða gömlu kempunnar Samuels Reshevskys vakið mikla athygli og einnig víkja erlendu skákblaðamenn- irnir oft að Piu Cramling. Það má því með sanni segja að Island hafi rækilega minnt á tilvist sína á skáklandakortinu á nýjan leik. Auk skáka og úrslita frá mót- unum að undanförnu birtist í nýju glæsilegu ensku skáktíma- riti, „Chess Express", bráð- skemmtileg grein eftir ungan enskan skákmann, Daniel King að nafni. Hún fer hér á eftir í lauslegri þýðingu sem dæmi um þá jákvæðu umfjöllun sem ís- lenzk skáklist hefur fengið er- lendis að undanförnu. Greinin nefnist „Bréf frá Reykjavík" og er nokkurs konar ritstjórnargrein í blaðinu: „íslendingar voru vanir að ferðast vítt og breitt og drepa fólk,“ minnti einn ræðumanna í lokahófi 11. Reykjavíkurskák- mótsins á, og bætti síðan við: „en nú látum við okkur nægja að gera þetta á skákborðinu.“ Hann hefur rétt fyrir sér. Um þessar mundir er ísland að taka ótrúlegt stökk framávið í skák- inni, sem líkja má við skák- sprenginguna hér í Englandi. Á opna Reykjavíkurskákmót- inu, sem haldið er annað hvert ár, deildu þeir Jóhann Hjartar- son (21) og Helgi Ólafsson (27) með sér efsta sætinu, ásamt Reshevsky (hann er saga út af fyrir sig) og náðu báðir stór- meistaraárangri. Viku áður náði Hjartarson öðrum stórmeistaraáfanga á Búnaðarbankaskákmótinu, þar sem ísiendingar urðu í fjórum efstu sætunum. Á heimsmeistaramóti sveita, undir 26 ára, síðasta sumar varð ísland í öÓru sæti, aðeins sov- ézku sveitinni tókst að verða framar. Það má e.t.v. segja að þetta hljómi ekkert óvenjulega en það verður að hafa það í huga að íbúatalan á íslandi er aðeins 240.000. Ólíkt því sem gerðist í Englandi, þar sem þakka má framfarimar örfáum dugmikl- um einstaklingum, er skáklistin hluti af arfleifð íslendinga. Það er ekki margt hægt að finna sér til dundurs á löngum köldum vetrarnóttum (þó íbúun- um fjölgi að vísu óðfluga) en skákin er opinbert tómstunda- gaman þjóðarinnar. Skákþættir birtast í öllum fimm dagblöðum höfuðborgar- innar augljóslega til þess að koma til móts við áhuga þann sem sýndi sig á opna Reykjavík- urmótinu. Skáksalurinn og aðskilinn ráðstefnusalur með sjónvörpum og sýningartöflum voru alltaf troðfullir, í samanburði við þessi minni undanúrslit áskorenda- einvígjanna hér í London í vetur á keppni áhugafótboltaliða á sunnudögum (The Dorset Sunday League). Já, það er vert að gefa skák- inni á íslandi gaum. Söguhetjur gömlu víkingaævintýranna geta sofið rólega í vissu um blóð- þorsta afkomenda sinna. Styrkur þeirra felst f hár- beittri byrjanafræði tvinnaðri saman við geysilegan vilja til að sigra, sama hvað það kostar. E.t.v. ættu ungu ensku at- vinnumennirnir að fylgja for- dæmi íslendinganna sem rann- saka skák mikið saman og skipt- ast á hugmyndum og byrjana- afbrigðum. Þetta hefur gert þeim kleift að halda stöðu sinni á alþjóðlegum vettvangi og bæta hana. Til þess að halda við skákhefð- inni, skipuleggur skáksambandið árlegar ferðir sterkustu skák- mannanna til bæja og þorpa (stundum aðeins með nokkur hundruð íbúum), þar sem þeir tefla fjöltefli og kenna. Það eru ekki bara ungu skák- mennirnir sem hafa komizt í fyrirsagnir dagblaðanna. Eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu, gerði gamla kempan litríka, Benony (já, það er í al- vöru skírnarnafn hans) Bene- diktsson jafntefli við sovézka stórmeistarann Balashov og not- aði til þess þann brjálaðasta stíl sem nokkru sinni hefur sézt á alþjóðlegum skákmótum. í lokahófinu hélt hann síðan eftirminnilega sýningu á ís- lenzkri glímu og felldi tvo unga menn í gólfið, þrátt fyrir að þeir Red-hot in Iceland The powcrful Reykjavik Intrrnalkmal ()p«n bekf frtxn 14-26 Kebrunry en- ded in a threc »IJ tir for rirM. Kiturieen paahinim and lö tnlcfnalHMial maMcfv lt««i part tn Ihc Miplavcf IkW whtch wav rc'lfKictl lii livfc- itincr' tner 2.tl*l antl lcclan- ticr' mcr :a»» Thc iivurnamcni »hich Nt-i'icd m |*n/c' wa» 'pon'Ofcd h\ lcclantlair Hcrc n a 'chrilHm u» '*"»h u( ihc hcM ainl moM crrtKal eamc' nl ihc 11 rtwntl «\cni (Jucrn > < mmhti An rpted I <t4 d5 2 O J c4 d«c4 4 eJ .«45 . »c4e*4hJ ,h57 hd2 hd7 « . e2 c5 * <M) . e7 lllh.tlMl II . h2 Zc»l2 »4 d5IJ ,c4c»d4l4 vd4 - «e2 15 •>«r2 c5 I* Sfdl I *W iTé " ii | 1111 |,UV ■1^4 I 1.1 I ■. 4 ;i liii'íl |4| i iV n.'-j Tvhi > i • .1 |i m i teJ |t *c7 20 d7 . «cJ 21 hvJ h*c5 22 «» »«5 2J 4.41 d4 24 Ael *f3>25 afl »a4 24 Sd4f5 6-I H. tHaNvon-Hjnrtaonn ( altilun Snirm 1.0 ,!»2r4e4J*Jd54d4 d«4 5 . «2 c5 4 0-0 c4 7 «a4 t »d4 • »44 »»d4 4 ..C44.47 I* Z4I «»dl +11 m *dl «M4 12 d2cJ IJhvJ 0-0-4 14 WhJ .cJ 15 'tO e4 14 ’td4 rr¥íj í.i n 44 1 444 4. 4 • i iAMt 1 1 " íi .• | 1 4 " /1 n a □ 4 17 ci 16 ; Shl . «n+l4 JLTI h5 20 . Í4 |5 21 . *«5 h4 22 *xh4 . *h4 2J nh2 14 24 . »K4 3 *h4 25 Scl ic7 24 WaJ d4 27 fc*J Ch5 1M S4I . d5 20 »«7+Ac4 JO Scl-f ,c4 Jl ««4 OÍ5fJ2 AelhSJJh4c5J4h5 SÍ4J5 **2+Ah4.l4h4 -,e4J7h7 Sh4 30 M- íll-0 A very inierc'iin* ihetvfe tical d 'h and 'weet revcnge 'I (nf CNafv'tm *hu had I hopcv for ■* (uantlmavier I norm in ihe prev n»u« lt»uma- f mcnt davhcd by H|Brtar»on Thi'gamclcdloholhoflhem | gciiing ihe coveied norm. Drnrmian-PHurvton I e4 cS 2 O ,c4Jd4c*d44 I »d4 *4 5 ‘ cJ i*7 4 »eJ I ,167 . c40-0• .bJtHOO I . d7 10K4 h5 11 *d2 5rtl2 I 0-4M) ‘,e5 IJ Sd*l Zc4 14 I •e2 S *cJ 15 b*c3 4)a5 I . d2 d5 17 *4 h**4 IB h5 *»0 I 10 A*0 . *4 20 S«*4 e**4 I 21 h4 *h4 22 . «h6 * *c J 23 I . **7 «al +24 Xd2 dr*hl 25 I . *f6 d*e4 24 . d4 «f*0 27 I «f»0e*0 2B . *a7 gS 20 itJ I Sa* 30 .h* sa* Jl .<14*4 I 32a4 ShéJJaS 3h5 34 . b* I Sf5J5*f2 A*7J* .c41W I J7 . dj Se5 JB r4 f5 JO . c7 I Sc5 40 . b* SeS 41 »c7 I SrS 42 . h6 SrB 43 I • eJ+ 1*4 44c5e5 45 *«Jr4 I 44 a* b«a* 47 . c4 Af* 4* I . dJ Ae5 40 . b7 :M 50 I • f4+ *d4 5l c4eJ52 .d*e2 I 5J .64 leJ54 . c5+ * d2 55 I .64+Adl 5* c7 el-«f+.<7| .««1 **el B-l væru báðir mun hærri í loftinu en hann sjálfur. Ekki einu sinni Mike Basman (frumlegasti skákmaður Eng- lendinga) getur leikið það eftir honum.“ ISLENDINGAR sem hafa verið búsettir á hinum Norðurlöndun- um hafa oft gert garðinn frægan á skákmótum þar. Nýiega bárust skákþætti Mbl. fréttir af því að 23ja ára gamali námsmaður í Uppsölum, Þorsteinn Þorsteins- son, hefði borið sigur úr býtum á meistaramóti skákféiags borgar- innar og síðan lent í öðru sæti á móti í Helsinki um áramótin. Sænsk stigatafla Þorsteins var 2240 áður en hann tók þátt í þessum mótum, en þau fara vafaiaust hækkandi, því á mót- unum varð hann hlutskarpari en margir stigahærri meistarar. Meistaramót skákfélags Upp- sala: 1. Þorsteinn Þorsteinsson 8 v. af 9 mögulegum, 2. T. Marttala 7 v., 3. J. Johansson 5'A v., 4. T. Slimbrant 5 v. Þátttakendur í efsta fiokki voru 10. Á mótinu i Helsinki mætti Þorsteinn síðan mörgum af efni- legustu skákmönnum Finna. Þar urðu úrslit þessi: 1. I. Kanko 8% v. af 10 mögu- legum, 2. Þorsteinn Þorsteinsson 6V4 v., 3. K. Kivipelto 6 v., 4. P. Kekki 5‘/i v. Tíu keppendur tefldu í A-flokki. Þegar Þorsteinn tefldi hvað mest hér á landi fyrir 4—5 árum var hann hvað þekktastur fyrir mikla þekkingu sína á dreka- afbrigðinu í Sikileyjarvörn. í skákinni sem hér fer á eftir, sem tefld var í Svíþjóð nýlega, sýnir hann að hann er einnig fær um að beita þekkingu sinni gegn drekanum, jafnvel þó hann hafi sjálfur mikið áiit á afbrigðinu. Hvítt: Þorsteinn Þorsteinsson Svart: Leif Lindstrem Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — g6. Drekinn ógurlegi er mættur, en það veldur hver á heldur. 6. Be3 — Bg7, 7. f3 — (W), 8. I)d2 — Rc6, 9. 0-0-0 Þessa dagana er langhrókunin mun meira í tízku en gamla af- brigðið 9. Bc4. Hvorki framhald- ið sem Svíinn velur, né 9. — d5!? virðist fyllilega duga til að jafna taflið. — Rxd4,10. Bxd4 — Be6,11. Kbl! Nákvæmast, því 11. — Da5, er nú illmögulegt vegna 12. Rd5! — — Dc7, 12. h4 — Hfc8, 13. h5 — Da5, 14. hxg6 — hxg6, 15. a3 — Hab8, 16. Bd3 Þessum leik var fyrst beitt í skákinni Van der Wiel-Sax, Evr- ópumeistaramóti landsliða 1983. — b5, 17. Dg5 — Hc5?! Sax lék 17. — Dc7 og fékk hroðalega útreið: 18. e5! — dxe5, 19. Bxe5 - Dc5, 20. f4 - Hb7, 21. Bxg6! - fxg6, 22. Dxg6 - Bf7, 23. Hh8! — og svartur gafst upp. Með 17. — Hc5?! reynir svartur að hagnýta sér þekkta hugmynd úr drekanum: broddurinn er dreginn úr hvítu sókninni með þvf að fórna skiptamun á svart- reitabiskup hvíts og síðan getur svartur einbeitt sér að sinni sókn. En hér missir hvítur síður en svo öll sóknarfæri sín þó hann hirði skiptamuninn. 18. Bxc5 — dxc5,19. Dxc5 — Rd7, 20. Db4! — Dc7, 21. Rd5 — Bxd5, 22. exd5 — Rc5, 23. d6! — exd6 23. — Dxd6 gekk ekki vegna 24. Bxg6! 24. Dh4 — b4, 25. axb4 — Hxb4, 26. Hdel! — Rxb2, 27. He7 — Dc3 Nú virðist svartur vera kom- inn með óverjandi mátsókn og það er vissulega rétt. Gallinn er bara sá að hvítur hafði reiknað allt út löngu áður. 28. Bxg6! — Rc4 Svartur iendir í vonlausu endatafli eftir 28. — fxg6, 29. Dh7+ - Kf8, 30. Hxg7 - Dxg7, 31. Dh8+. 29. Dh7+ - Kf8, 30. Hxl7+ — og svartur gafst upp. Jón og Símon unnu landsliðskeppnina JÓN Ásbjörnsson og Símon Símon- arson sigraðu með yfirburðum í landsliðskeppninni sem fram fór um helgina. Hlutu þeir 198 stig eða sem samsvarar því að þeir hafi unnið alla sína leiki með 18 gegn 12. Alls tóku 12 pör þátt í keppninni og spilað var með Butler-fyrirkomulagi. Árangur Jóns og Símons kemur engum á óvart. Þeir spiluðu mjög vel í nýafstöðnu íslandsmóti í sveitakeppni og var það mái manna þá að þeir hefðu spilað best allra para í því móti. Þeir tóku strax afgerandi forystu í Butlern- um og höfðu t.d. 12 stiga forskot á næsta par eftir 5 umferðir. Röð næstu para kom nokkuð á óvart en lokastaðan varð þessi: Jón Ásbjðrnsson — Símon Símonarson 198 Sigurvegararnir í landsliðskeppninni, Jón Ásbjörnsson og Símon Símonarson, spila hér gegn Hrólfi Hjaltasyni og Jónasi P. Erlingssyni sem urðu í öðru sæti. Fulltrúar yngri kynslóðarinnar (landsliðskeppninni, Kristján Blöndal, Aðalsteinn Jörgensen, Georg Sverrisson og Runólfur Pálsson. Morgunblaðið/Arnór. Hrólfur Hjaltason — Jónas P. Erlingsson 180 Guðmundur Pétursson — Sigtryggur Sigurðsson 179 Aðalsteinn Jörgensen — Runólfur Pálsson 170 Guðlaugur R. Jóhannsson — örn Arnþórsson 168 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 166 Þessi pör koma til með að spila um eitt sæti í landsliði á fjórum helgum í sumar. Utkoma Sigurðar Sverrissonar og Vals Sigurðssonar vakti athygli í þessu móti en þeir urðu í neðsta sætinu, hlutu aðeins 144 stig, en þeir keppa sem kunnugt er fyrir Islands hönd á Norðurlandamót- inu í sumar ásamt Jóni Baldurs- syni, Herði Blöndal og Sævari Þorbjörnssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.