Morgunblaðið - 16.05.1984, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAl 1984
27
Ljósm Mbl. KÖE.
Árni Kristjánsson framkvæmdastjóri Austurbæjarbíós ásamt Sigríði Svein-
bjarnardóttur eiginkonu sinni í sal 2 sem rúmar 115 manns í sæti.
Nýr sýningarsalur
í Austurbæjarbíói
AUSTURBÆJARBÍÓ tók nýjan
sýningarsal i notkun í gær. Salurinn,
sem tekur 115 manns í sæti, er á efri
hæð kvikmyndahússins þar sem
Snorrabær var áður, og innan
tveggja mánaða er ætlunin að opna
þriðja sýningarsalinn sem rúmar 90
manns í sæti.
Fyrsta myndin sem sýnd var í
hinum nýja sal var Atómstöðin
sem áður var sýnd í sal 1. Um leið
var frumsýnd Break-dans mynd í
sal 1 og var hún frumsýnd í öllum
löndum Evrópu í gaer.
Salur 2 er þar sem áður var
eldhús og kaffistofa Snorrabæjar,
en salur 3, sem væntanlega verður
opnaður innan tveggja mánaða,
verður þar sem dansgólfið var áð-
ur.
Gólfið í sal 2 var hækkað upp til
að fá rétta sjónlínu á sýningar-
tjaldið og rýmið á milli sætaraða
er óvenju mikið eða 90 sentí-
metrar. Aðspurður um hvers
vegna Austurbæjarbíó væri í þann
veginn að bæta tveimur sölum við
sig, sagði Árni Kristjánsson
framkvæmdastjóri, að það væri
hagkvæmara að reka kvikmynda-
hús með smærri sölum, til að hægt
væri að halda áfram sýningum þó
aðsókn minnkaði að einhverju
leyti. „Þessir salir eru eiginlega til
að útiloka ekki þá sem eru alltaf á
leiðinni í bíó,“ sagði hann.
Samkomulag ríkisstjórnarinnar:
Nákvæm úttekt fari
fram á verðmyndun
landbúnaðarvara
Verð á kókómjólk, Jóga og Mangó-sopa lækki um 20 %, álögum frestað
verði lækkað um sem nemur jákvætt svar við beiðni sinni frá
20%. Ráðherranum hefur borist Mjólkursamsölunni í Reykjavík.
Lækkun fasteignagjalda af sumarbústöðum:
Óvíst um afdrif
frumvarpsins
Á ríkisstjórnarfundi sl.
þriðjudag lögðu ráðherrarnir
fjórir, sem settir voru til að
leysa úr ágreiningnum um
mjólkurdrykkina Kókó-
mjólk, Jóga og Mangó-sopa,
fram undirritað samkomulag
þeirra dagsett 11. maí sl. og
hlaut það samþykki ríkis-
stjórnarinnar.
Samkomulagið byggir á að
innheimtu vörugjalds og sölu-
skatts á umræddum vörum
verði frestað með beitingu
undanþáguheimilda laga og að
útsöluverð umræddra vara verði
lækkað um að minnsta kosti
20%. Þá felst einnig í samkomu-
laginu að landbúnaðarráðherra
beiti sér fyrir nákvæmri úttekt
á verðmyndun landbúnaðaraf-
urða, sem fram fari á næstu
mánuðum og verði kynnt Al-
þingi næsta haust.
Landbúnaðarráðherra hefur
ritað framleiðendum og söluað-
ilum mjólkurvaranna bréf og
farið fram á að verð varanna
„ÉG VIL ekkert fullyrða um það
hvort þetta frumvarp verdur afgreitt
frá nefndinni á þessu þingi,“ sagöi
Davíð Aðalsteinsson, alþingismaður
sem er formaður í félagsmálanefnd
efri deildar Alþingis, er hann var
spurður hvort hann ætti von á þvi að
félagsmálanefndin myndi afgreiða frá
sér frumvarp um lækkun fasteigna-
gjalda af sumarbústöðum, sem Pétur
Sigurðsson er fyrsti flutningsmaöur
að, en frumvarpið liggur nú hjá nefnd-
inni. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að
fasteignagjöld af sumarbústöðum
lækki úr hálfu prósenti í 0.25% af
fasteignamati.
Davíð var að því spurður hvort
það væri eitthvað hæft í því að full-
trúar bænda í félagsmálanefnd efri
deildar hygðust koma í veg fyrir að
frumvarpið fengist afgreitt frá
nefndinni, vegna meðfylgjandi
tekjutaps fyrir sveitarfélög. Davíð
svaraði „Það vita allir að ef þetta
frumvarp verður að lögum, hefur
það í för með sér tekjutap fyrir
ákveðin sveitarfélög, en málið er
ennþá í nefnd, og því ekki meira um
það að segja á þessu stigi."
Davíð upplýsti að næsti fundur í
félagsmálanefnd efri deildar Al-
þingis yrði árdegis í dag.
Aðalfundur Þönmgavinnslunnar hf.:
Ellefu milljón kr.
tap á síðasta ári
— áætlað að það
minnki um helm-
ing á þessu ári
Mióhúsum, 14. maí.
ELLEFU milljón króna tap varð á
rekstri Þörungavinnslunnar hf. á síð-
asta ári. Hækkuðu tekjur ársins um
114% frá árinu áður, en gjöld hækk-
uðu um 76%. Beinar rekstrartekjur
1983 að frádregnum sölukostnaði
voru 22,7 milljónir króna. Þetta kom
fram á 10. aðalfundi Þörungavinnsl-
unnar hf., sem haldinn var á Reykhól-
um sl. laugardag, 12. maí.
Samkvæmt áætlun um rekstur-
inn mun tapið í ár lækka um helm-
ing frá því sem var á síðasta ári og
á næstu árum verður Þörunga-
vinnslan hf. þjóðhagslega arðbært
fyrirtæki, sem framleiðir vörur án
mengunar, að því er forráðamenn
fyrirtækisins sögðu á aðalfundin-
um. Á síðasta ári störfuðu 28
manns hjá Þörungavinnslunni og
var starfsemin samfelld. Launa-
greiðslur námu um 9,4 milljónum
króna, greiðslur til öflunarmanna
voru 4,3 milljónir og þangtökugjöld
voru 0,5 milljónir.
I ræðum þeirra Vilhjálms Lúð-
víkssonar, formanns stjórnar fé-
lagsins, og Kristjáns Þórs Magn-
ússonar, forstjóra fyrirtækisins,
kom m.a. fram, að heildartekjur
Reykhólahrepps af landbúnaði
væru 29% yfir landsmeðaltali. Með-
altekjur í hreppnum eru 129,2 þús-
und krónur en í Þörungavinnslunni
eru meðaltekjur 172,6 þúsund krón-
ur. Þörungavinnslan er flokkuð
undir matvælaiðnað og eru laun um
9% yfir landsmeðaltali.
Af þangmjöli seldist mest til
Skotlands eða 62,4%, innanlands-
markaðurinn tók við 7,5% af þang-
mjölinu. Af þaramjöli seldist mest
til Japans, eða 42,2%, en innan-
landsmarkaðurinn tekur við um
20% framleiðslunnar. Annars eru
framleiðsluvörur fyrirtækisins
seldar til margra landa.
Á síðasta áratug hefur íbúum
Vestfjarða fækkað um 1.100 en í
Reykhólahreppi, þar sem íbúar
hafa fæstir verið 189, voru íbúar á
síðasta ári 249. Sveiflur á íbúa-
fjölda undanfarinn áratug hafa
fallið nær alveg saman við öflun-
armagn Þörungavinnslunnar. Níu
sveitarfélög við Breiðafjörð hafa nú
beinar eða óbeinar tekjur af Þör-
ungavinnslunni.
Stærsti hluthafi félagsins er rík-
issjóður með um 98% hlutafjárins.
í stjórn fyrir næsta ár voru kosnir
fh. iðnaðarráðherra þeir Vilhjálm-
ur Lúðvíksson, formaður, Aðal-
steinn Jóhannsson, tæknifræðing-
ur, og Vilhjálmur Egilsson, hag-
fræðingur. Bundið er í lögum um
Þörungavinnsluna, að einn maður
búsettur í A-Barðastrandarsýslu
skuli vera í stjórninni og hefur Ingi
Garðar Sigurðsson, tilraunastjóri,
setið í stjórn fyrirtækisins frá upp-
hafi. Aðrir hluthafar en ríkissjóður
hafa rétt til að kjósa einn stjórn-
armann og hefur Ólafur E. Olafs-
son, fyrrv. kaupfélagsstjóri, verið
fulltrúi þeirra í stjórninni frá
stofnun félagsins. Úr stjórn gengu
Steingrímur Hermannsson, forsæt-
isráðherra, og Kjartan ólafsson,
fyrrv. alþingismaður.
1 tilefni tíu ára afmælisins gaf
Þörungavinnslan Dvalarheimili
aldraðra á Reykhólum 50 þúsund
krónur en það er nú í byggingu. Jaf-
et Ólafsson, deildarstjóri i iðnað-
arráðuneytinu, sem setið hefur í
stjórninni sem varamaður Stein-
gríms Hermannssonar, flutti fund-
inum kveðjur og þakkir ráðherra
síns. Kjartan Ólafsson, fráfarandi
stjórnarmaður, sagðist hafa trú á
þessu fyrirtæki og að bjartari tímar
væru framundan. Ragnar Aðal-
steinsson, hrl., stjórnaði fundinum
og í lokin þakkaði hann kvenfélags-
konum hér fyrir veitingar.
— Sveinn.
Listframleiðslufyrirtækið Oxsmá í öllu sínu veldi. Talið frá vinstri: Axel Oxsmá Jóhannesson, Hrafnkell Oxsmá
Sigurðsson, Grynhildur Oxsmá Þorgeirsdóttir og Óskar Oxsmá Jónasson.
Oxtór-ferðalag til
annarrar menningar
NÚ ER unnið að uppsetningu sýn-
ingarinnar Oxtór í Tjarnarbíói en
það er listframleiðslufyrirtækið
Oxsmá og Stúdentaleikhúsið sem
heiðurinn eiga að þessari sýningu.
Oxtór er ekki venjuleg leiksýning
heldur er um að ræða tónlistar-
umhverTisverk og er það félags-
skapurinn Oxsmá sem sér um upp-
setningu verksins og samningu
þess en Stúdentaleikhúsið átti upp-
haflegu hugmyndina að verkinu og
býður alla aðstöðu.
Oxsmá setur því verkið upp í
boði Stúdentaleikhússins og haft
til þess algjörlega frjálsar hend-
ur og hafa þau fengið um 50
manns til liðs við sig.
Tónlistarumhverfisverkið
„Oxtór“ er einskonar ferðalag
yfir í aðra menningu, þar sem
hljóð og leikmynd i sameiningu
skapa ákveðið andrúmsloft. Það
kom fram á blaðamannafundi að
með uppsetningu þessarar sýn-
ingar gæfist myndlistar-
mönnum, leikurum og tónlistar-
fólki tækifæri til að starfa í
sameiningu. „Fram að þessu hef-
ur verið fremur lítið um tæki-
færi til að setja upp sýningar
sem ekki eru af hefðbundinni
gerð en nú hefur Stúdenta-
leikhúsið bætt þar um og boðið
aðstöðu sína í Tjarnarbíói til
sýningarinnar. Lítið hefur verið
um sýningar hér á landi þar sem
farið hefur verið út fyrir hið
hefðbundna leiklistarform og því
er það kærkomið tækifæri að fá
að setja upp „multi art“-sýningu
sem þessa," sögðu aðstandendur
Oxsmá.
Sýningar á verkinu verða 6 og
verða þær í Tjarnarbíói, sem
hefur hlotið nafnið Svarthol
meðan á sýningunum stendur.
Fyrsta sýningin verður 17. maí
og sú síðasta 27. maí. Miðar í
„ferðalagið" verða seldir í and-
dyri Svarthols sýningardagana
en sýningar hefjast kl. 21.00.