Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 Silungsveiði í vötnum hófst viða 1. maí síðastliðinn, en allt frá 1. apríl eltust stangaveiði- menn við sjóbirtinga í ám á Suð- ur- og Vesturlandi. Það gildir í stórum dráttum það sama um silungsveiðina í maí og sjósil- ungsveiðina, hún fer að mestu fram á Suður- og Vesturlandi, þar eð þar er ögn hlýrra að jafn- aði í þessum mánuði. Mbl. hefur fengið dálitlar upplýsingar um veiði í nokkrum kunnum silungs- vötnum. Ekki er um nákvæmar tölur að ræða, því silungar eru ekki skráðir í veiðibækur eins og stóri bróðir þeirra, laxinn. I Hlíðarvatni var veiðin all- mikið að glæðast síðustu dag- ana, en kuldi hamlaði þar veiði- skap nokkuð fyrstu dagana. í hlýindunum í vikunni hafa ýms- ir fengið góðan afla. Mikill fisk- ur og góður er f Hlíðarvatni, en sérviska bleikjunnar þar er al- ræmd og stundum hreint sama hvað reynt er. Nokkur hundruð fiskar hafa veiðst í vatninu, nær allir á flugu, en maðkveiði er bönnuð. Hafa menn komist upp í 15 til 20 á dag, a.m.k. hefur Mbl. ekki frétt af frækilegri afla- brögðum. Elliðavatn var einnig opnað 1. maí en þar veiddist lítið í byrj- un, lfklega vegna kulda, en veið- in hefur glæðst. Einn fékk 8 á einni kvöldstund, annar 11 á ein- um morgni og aðrir hafa fengið reytingsafla. Best veiðist á flugu og bleikjan er sæmilega væn, eigi ósvipuð og í Hlíðarvatni, svona 1—2 pund hver fiskur. Þeir hörðustu byrjuðu að fara í Þingvallavatn í þessum mán- uði, en vegna dýptar og eðlis er vatnið mun kaldara og seinna til en flest vötn önnur á Suður- og Vesturlandi. Það er stór bleikja sem veiðist á þessum árstfma, og tekur stærri flugur en þegar líð- ur á sumarið. Þetta er 2—5 punda fiskar og flugurnar af stærðunum 6 og 8 yfirleitt. Mbl. veit til þess að einstaka fiskar hafi veiðst í Vatnskoti og Vatnsvikinu í landi Þjóðgarðs- ins. Þá má geta lítils silungsvatns í nágrenni Reykjavíkur, Vífils- staðavatns. Þar eru menn byrj- aðir að prika með stöngum sín- um og hafa sumir veitt prýðilega eftir því sem Mbl. kemst næst. Fiskurinn er yfirleitt fremur smár í þessu vatni, en góðir fisk- ar inn á milli. Skólaslit Bænda- skóians á Hvanneyri Hvinnatúni 1 Andakfl, 13. maf. LAUGARDAGINN 12. maí var bændadeild Bændaskólans á Hvanneyri slitið. 44 nemendur höfðu lokið námi, en nokkrir munu væntanlega Ijúka prófum síðar í sumar. Búvísinda- deildin starfar áfram fram á vor. í ræðu sinni rifjaði Magnús B. Jónsson skólastjóri upp margt af því, sem gerst hafði um veturinn. Sagði hann fé- lagsstarf hafa verið óvenju- legt. Að minnsta kosti fjórir kennarar munu hverfa frá skólanum nú í vor. Þar að auki er ein staða laus, sem ekki var hægt að ráða í sl. haust. Skort- ur er á starfsmönnum með framhaldsmenntun í búvísind- um og horfir ekki vænlega um þessar mundir varðandi sum þeirra verkefna, sem nú eru forsvarslaus. Þá vék Magnús að því til- finnanlega aðstöðuleysi til að kenna hinar svokölluðu ný- greinar, sérstaklega loðdýra- rækt. Örlítil fjárveiting fékkst á þessu ári og taldi Magnús í hæsta máta eðlilegt, að falast eftir aðstoð samtaka bænda til að hraða þessum framkvæmd- um. Bestum árangri á búfræði- prófi náði Hannes V. Gunn- laugsson, Hofi, Arnarneshr., I. ágætiseinkunn 9,1 og hlaut hann verðlaun Búnaðarfélags íslands. Búnaðarmálastjóri, Jónas Jónsson, afhenti honum verðlaunin. Fyrir besta árang- ur á jarðræktarsviði hlutu Eiríkur Loftsson, Steinsholti, Gnúpverjahr., og Hannes V.G. verðlaun fyrir jafnbestan árangur, í bútækni Samúel Eyjólfsson, Bryðjuholti, Hrunamannahr., í bústjórn Hannes V.G. og í búfjárrækt Valdís Einarsdóttir, Lamb- eyrum, Laxárdal, og Hannes V. Gunnlaugsson. Áður en Magnús skólastjóri sleit skólanum beindi hann orðum sínum til hinna nýju búfræðinga og minnti á, að nú þyrfti landbúnaðurinn og dreifbýlið á dugmiklu fólki að halda, fólki sem vildi byggja upp og bæta í stað þess að rífa niður og eyða. Sólveig Gyða Jónsdóttir flutti þakkarorð fyrir hönd hinna nýju búfræð- inga. Að lokinni athöfn þáðu allir kaffiveitingar. DJ. Jónína Rakel Gísladóttir, Anna Sólveig Jónsdóttir og Sólveig Gyða Jónsdóttir hlutu verðlaun fyrir beztu um- gengni á herbergjum þeirra i öðrum heimavistargangi. Búnaðarmálastjóri, Jónas Jónsson, afhendir Hannesi V. Gunnlaugssyni verðlaun Búnaðarfélags íslands. Ljósm.: Diðrik. Dalvík: Níu nemendur brautskrást frá Stýrimannaskólanum LAUGARDAGINN 12. maí sl. brautskráðust 9 nemendur úr stýri- mannadeildinni á Dalvík. Þetta er í þriðja skipti sem nemendur braut- skrást frá Dalvíkurskóla með 1. stigs skipstjórnarréttindi og hafa samtals 23 nemendur lokið prófi frá skóianum. Við brautskráningu rakti skólastjóri að nokkru upphaf skipstjórnarfræðslu hér á landi og kom inn á réttindamái skipstjórnarmanna sem verið hafa mjög til umræðu að undan- förnu. í því sambandi vitnaði hann til frumvarps til laga um atvinnuréttindi skipstjórnar- manna sem nú liggur fyrir Al- þingi. í máli skólastjóra kom fram ótti að ef frumvarpið næði fram að ganga væri þar með hastarlega vegið að íslenskri skipstjórnarmenntun þar sem þá yrði í fyrsta skipti lögverndað að gefa út undanþágur til skip- stjórnar. Þyrftu menn þá ekki lengur að sækja nám í skóla heldur senda inn umsókn til við- komandi ráðuneytis um atvinnu- réttindi. Einn helsti tilgangur starf- rækslu skipstjórnarbrautar á Dalvík er sá að auðvelda mönnum af Norðurlandi að sækja þetta nám. Það er tilraun til þess að fá fleiri nemendur í stýrimannanám þar sem oft get- ur verið eriftt fyrir fjölskyldu- menn að taka sig upp og fara til náms til Reykjavíkur. A Dalvík er öll aðstaða góð til þessarar kennslu, fjölbreytt útgerð og þjónusta sem tengir nám og starf. Auk þess er heimavist á staðnum þannig að auðvelt er að taka á móti fólki víða að. Skólanum bárust kveðjur skólastjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík, Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, en deildin er starf- rækt undir faglegri leiðsögn þess skóla og hafa nemendur árlega sótt þangað viku námskeið í með- ferð siglinga- og fiskileitartækja. í kveðjum skólastjóra kom fram ánægja hans með það samstarf sem hefði tekist milli þessara skóla. Námsárangur var góður og Nýútskrifaðir skipstjórar frá Dalvíkurskóla. F.v. Jóhannes Steingrímsson, Snorri Snorrason, Albert Gunnlaugsson, Ragnar Harðarson, Arngrímur Jónsson, Jens Kristinsson, Björgvin Gunnlaugsson, Jón Kristjánsson. Á myndina vantar Jóhannes Garðarsson. Framkvæmdastjóri Skipstjórafélags Norðlendinga afhendir viðurkenningu fé- lagsins. hlutu m.a. tveir nemendur ágæt- iseinkunn, Albert Gunnlaugsson 9,41 og Jens Kristinsson 9,22 og fyrir þá frammistöðu veitti Dal- vikurskóli þeim bókaverðlaun. Þá var einnig afhent viðurkenn- ing frá Útvegsmannafélagi Norð- urlands fyrir hæstu meðaleink- unn. Framkvæmdastjóri Skip- stjórafélags Norðlendinga, Guð- mundur Steingrímsson, flutti ávarp og afhendi verðlaun frá fé- laginú' fyrir bestan árangur í siglingafræðum. Verðlaunin hlaut Albert Gunnlaugsson. Skólastjóri þakkaði að lokum nemendum samstarfið og lét í ljós þá von að skipstjórnar- fræðsla á Daivík ætti eftir að efl- ast og dafna. Fréttaritarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.