Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 3 Mótmælin afhcnt. Kartöflum Hagkaups skipað {land í gær. Morgunblaðið/ KEE og KÖE. 20.652 mótmæla NEYTENDASAMTÖKIN hafa krafist þess af ríkisstjórninni, að hún hlutist til um að opinber rannsókn fari fram i kaupum 50 tonna af fmnskum kartöfl- um til landsins og dreiftngu þeirra til neytenda. Kom í Ijós að megnið af kartöflunum voru ónýtar og ekki mannamatur. Krafa samtakanna var sett fram í bréfi til forsætisráðherra í gær um leið og Jón llelgason, land- búnaðarráðherra, tók við undirskrift- um 20.652 neytenda, sem andmæltu finnsku kartöflunum og hvöttu til auk- ins frjálsræðis í innflutningi garð- ávaxta. Undirskriftunum var safnað á tveimur verslunardögum um helgina á höfuðborgarsvæðinu og afhenti þær Jón Magnússon, formaður Neytenda- samtakanna, eins og sjá má á mynd- inni til vinstri hér fyrir ofan. Framleiðsluráð landbúnaðarins mun í dag gefa umsögn sfna um beiðni verslunarinnar Hagkaupa um að fá að selja 20 tonn af enskum kartöflum, sem fyrirtækið hefur keypt frá Englandi. Á myndinni efst til hægri má sjá þegar kartöflunum var skipað á land í Reykjavík í gær. Forsætisráðherra hefur lýst yfir stuðningi við áform Hagkaupa en iandbúnaðarráðherra hefur viljað bíða umsagnar framleiðsluráðsins. KRON: Þröstur Ólafs- son formaður NÝKJÖRIN stjórn KRON, Kaupfé- lags Reykjavíkur og nágrennis hef- ur haldið fyrsta fund sinn. Á fund- inum skipti hún með sér verkum og var Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar, kjörinn formaður KRON, varaformaður var kjörinn Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, Jón Þór Hannesson ritari og Ásgeir Jóhannesson vararitari. Aðrir í stjórn KRON eru Þórunn Klem- ensdóttir, Björn Kristjánsson, Sig- urður Magnússon og Gylfi Krist- insson. Fráfarandi formaður, sem gaf ekki kost á sér á aðalfundi félags- ins, var ólafur Jónsson. Spurt og svarað MORGUNBLAÐIÐ minnir lesend- ur sína á, að eins og undanfarin ár býður blaðið upp á lesendaþjón- ustu um garðyrkju og nú einnig um byggingamál. Lesendur geta kom- ið spurningum sínum á framfæri í síma 10100 virka daga milli klukk- an 13 og 15. Svörin birtast nokkr- um dögum síðar. Blaðið hefur fengið Hákon Ólafson, yfirverkfræðing, og Pétur H. Blöndal, framkvæmda- stjóra, til að svara spurningum varðandi byggingamál. Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, svarar, eins og undanfrin ár, spurningum er snerta garðyrkju. •• enaðrirbankartyóða Paö er engin spurning, lönaöarbankinn býöur aörar sparnaöarleiöir. Viö bjóðum þér BANKAREIKNINC MEÐ BÓNUS í staö þess aö kaupa skírteini. Þú týnir ekki bankareikningi. Pú þarft ekki aö endurnýja banka- reikning. Rú skapar þérog þínum lánstraust meö bankareikningi. Mnaðarbankinn Fereigin leiöir -fyrir sparendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.