Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984
37
Kæru ráðherrar
og alþingismenn
— eftir Dagrúnu
Kristjánsdóttur
Verið ekki of fljótir á ykkur að
gleðjast yfir svo innilegu ávarpi,
þið ættuð bezt að vita að veröldin
er full af flærð og fláttskap og að
fögrum orðum fylgja sjaldnast
heilindi. Svo mun ykkur reynast
einnig nú, þetta verður engin
lofgjörð, heldur blákaldur veru-
leikinn, eins og hann blasir við
mér og efalaust fjölda annarra ís-
lendinga. Mér er það ljóst að það
er aldrei hægt að gera neitt svo að
öllum líki og Islendingar eru
fæddir með þeim ósköpum að það
er ekki hægt að stjórna þeim, þeir
vilja „sjálfir ráða“ eins og Káinn
kvað — ekki aðeins á meðan þeir
vaka — heldur einnig á meðan
þeir sofa. Drottinn er orðinn svo
alger hornreka í íslenzku þjóðlífi
að víðast fær hann hvergi að
koma, nema sem gestur á sunnu-
dögum og hátíðisdögum, en
gleymist jafnskjótt og annir
hversdagsins byrja.
Þið undrizt sennilega, að verið
sé að blanda Himnaföðurnum inn
í svo háveraldlegt málefni, sem á
eftir mun koma. En það er ekki
undrunarefni, í kristilegu þjóðfé-
lagi eiga kristileg viðhorf að ríkja
og kristilegur hugsunarháttur
samrýmist ekki misrétti. órétt-
læti í hverskonar myndum, eigin-
hagsmunapot, auðsöfnun á ann-
arra kostnað og ranglát skipting
þjóðartekna, svo nokkuð sé nefnt,
blasir svo við allra augum, að
jafnvel blindir sjá. Já, og jafnvel
daufir heyra öll þau ósannindi
sem dynja yfir þjóðina úr öllum
áttum. Víst er það, að fleiri segja
ósatt en þið, háttvirtir ráðherrar
og alþingismenn, en það er ætlazt
til þess, að þeim sem falin er
stjórn lands og þjóðar sé treyst-
andi. Velferð allra þegna þessa
lands liggur í ykkar höndum, þið
megið ekki bregðast þeim vegna
eigin hagsmuna eða flokkspóli-
tískrar togstreitu, en því miður
virðist þetta hvorutveggja vega
þyngst hjá flestum. Já, allir vilja
ráða, vilja hvorki virða lög eða al-
menn mannréttindi, og það eru
alltof margir sem komast upp með
það, þó lögin séu réttlát, en stund-
um er nokkur misbrestur á því.
Alvarlegra er þó ef misrétti er
beitt vegna aðstöðumunar og jafn-
vel þeir sem bezt eru settir eru
verndaðir með lögum eða reglu-
gerðum, og þeim heimilað að
breikka enn bilið, milli láglauna-
fólks og hátekjumanna — með
allskonar fríðindum — sem ein sér
mundu nægja venjulegu fólki til
að lifa góðu lífi. Það er siðlaust og
alls ekki von að nokkur taki fag-
nandi þeim boðskap, að herða
verði sultarólina — þegar vitað er
að þeir sem flytja þann boðskap
eru vel haldnir í mat og drykk, ef
dæma má út frá þeim fjárupphæð-
um sem þeir taka úr ríkiskassan-
um um hver mánaðamót sem
„laun“ og sem fríðindi, sem eru
næstum jafnhá upphæð og „laun-
in“. Ég nota gæsalappir um þetta
litla orð, því að ég heyrði eitt sinn
kvartað sáran yfir því, í viðtali við
einn úr ykkar hópi, er talið barst
að fríðindum ráðherra og alþing-
ismanna, „að þau hrykkju bara
alls ekki fyrir útgjöldum". Það var
sannarlega bágt að heyra að ráð-
herrann þyrfti að svelta, enda
skiljanlegt því að hann fékk ekki
nema: Allar ferðir greiddar, greitt
húsnæði, greiddir fæðispeningar,
greitt fyrir síma (ekki ófáar krón-
ur) og sennilega líka hita og raf-
magn. Á ferðalögum daggjald, þ.e.
greitt fyrir fæði og gistingu og svo
frv. Já, þetta var grátlegt að
hlusta á, en mér flaug nú í hug að
ef til vill bættu „LAUNIN" þetta
svolítið upp, svo að aumingja mað-
urinn þyrfti ekki að deyja úr
hungri þrátt fyrir allt, en svo sá ég
að ég gerði sjálfa mig að flóni, því
að blessaður maðurinn minntist
ekki á að hann fengi nein laun, svo
að líklega hefur hann bara veslazt
upp í volæði.
Það er víst svipað ástandið enn-
þá, ef marka má ummæli fjár-
málaráðherra. „Launin eru sízt of
há.“ Hvernig er eiginlega ástandið
vítt og breitt um landið hjá fólki
sem hefur engar tekjur, hjá ellilíf-
eyrisþegum með sín 5—7 þúsund á
mánuði eftir atvikum, hjá fjöl-
skyldufólki þar sem fyrirvinnan
hefur 10—12 þús. á mánuði, hjá
þeim sem sjúkir eru og óvinnufær-
ir, ef hátt í hundrað þúsund krón-
ur í laun og fríðindi til ráðherra
og um sjötíu þúsund til þing-
manna a.m.k. nægja ekki? Eg
spyr, hvernig fáið þið rétta út-
komu úr þessu dæmi? Þið eruð
með tíu og hátt í tuttuguföld laun
á mánuði miðað við lægst launaða
fólkið og ellilífeyrisþega og aðra
sem eru jafnvel réttlausir til allra
launa, hverju nafni sem nefnast.
Hvernig dettur ykkur í hug að
segja að ykkar laun séu sízt of há?
Með því viðurkennið þið að laun
allra annarra séu ekki bara lág,
heldur smánarleg hungurlús, á
þessum tímum, þegar allt hækkar
stöðugt og ekki um neinar smá-
upphæðir, það eru hreinustu há-
stökk, sem verðlagið tekur og það
með stuttu millibili.
Já, ég býst við því að þið segið
að bensínið hafi lækkað, og ég fari
með ósannindi ef ég haldi því fram
að ALLT hækki. Jú, það var
sannarlega snilld að finna svo litla
og netta tölu sem SEXTÍU AURA.
Það munaði um minna! En viljið
þið ekki festa ykkur þessa tölu í
minni og nota hana líka þegar
þarf að hækka vörur, en þá eru
ekki notaðir neinir smáskammtar,
það dugar ekki minna en tugir og
hundruð króna í þá áttina. Rétt-
látt eða hvað? Og hvernig stendur
á því að allt má hækka, NEMA
LAUN ÞEIRRA SEM VERST
ERU STADDIR? í Morgunblaðinu
í dag (13. des. ’83) er getið um
hækkun á kíiómetragjaldi, fyrir
opinbera 3tarfsmenn, hækkun
dagpeninga (gisting og fæði) og
svo nákvæmir eru þeir sem hafa
tugi þúsunda í laun á mánuði að
þeir geta ekki verið HÁLFAN
DAG að heiman án þess að fá
borgaðar 339 kr. í fæði!
Margur verður víst að láta sér
lynda að vera matarlaus hálfan
dag, og þykir ekki neitt þrekvirki.
En það er auðvitað ekki nema
sjálfsagt að þeir sem bera ábyrgð
á velferð þegna sinna reyni að
halda sig vel í mat, drykk og öðr-
um lífsins gæðum, svo að bein
þeirra bogni ekki af þungum
áhyggjum, um aldur fram. Það er
nefnilega afar erfitt að neyðast til
að stagla sömu setninguna æ ofan
í æ af miklum sannfæringar-
þunga: „en umfram allt þarf að
bæta kjör þeirra sem lægst hafa
launin" o.s.frv. — en meina ekkert
með því annað en að slá ryki í
augu fólks. En það tekst ekki.
Þessi setning hefur klyngt í eyrum
ár eftir ár, af öllum sem einhverju
geta ráðið þar um, að ekkert
breytist, þvert á móti breikkar bil-
ið stöðugt á milli hátekju- og lág-
tekjufólks. Það er engu líkara en
að mannlegan mátt þrjóti gjör-
samlega, nákvæmlega þegar kom-
ið er niður á visst launastig, þ.e.
þar sem mörkin eru á milli sæmi-
legra launa og þeirra sem ósæmi-
legt er að bjóða fólki, þegar allt
verðlag er svo hátt sem nú er og
fer sífellt hækkandi.
Hver getur orsökin verið fyrir
þessum vanmætti? Hvernig væri
að taka rögg á sig og breyta þessu,
eða er kannski þarna vöntun á
kristilegu innræti og réttlæti? Það
skyldi nú aldrei vera að minna
þyrfti á nokkur orð úr Biblíunni
til þess að rétta hag lítilmagnans,
til dæmis þetta? „Það sem þú vilt
að aðrir menn gjöri þér, það skalt
þú og þeim gjöra." „Elska skaltu
náungann eins og sjálfan þig.“ Ef
farið væri eftir þessum orðum, þá
væri minna um misréttið og
óréttlætið sem svo víða viðgengst,
„Ég spyr, hvernig fáið
þið rétta útkomu úr
þessu dæmi? Þið eruð
með tíu og hátt í tutt-
uguföld laun á mánuði
miöað við lægst launaða
fólkiö og ellilífeyrisþega
og aðra sem eru jafnvel
réttlausir til allra launa,
hverju nafni sem nefn-
ast.“
en varla þarf að óttast neina
stökkbreytingu í þá átt, eins og nú
er ástatt yfirleitt allstaðar og
fjarskalega ótrúlegt að jafnvel á
þessu litla landi okkar taki nokkur
upp á þeirri ósvinnu að fara að
elska náunga sinn svo „af öllu
hjarta og ofurheitt" að hann vilji
fórna nokkurum sköpuðum hlut
fyrir hann. Eða er það ekki ótrú-
legt þegar það blasir allstaðar við,
að eigingirnin ræður öllu hjá
flestum. Það er ekkert annað en
eigingirnin sem ræður því að ekki
er hægt að hækka laun þeirra
lægst launuðu — hinir vilja og
verða líka að fá hækkun. Þegar
láglaunamaðurinn fær nokkur
hundruð kr. hækkun, þá fær hinn
heil mánaðarlaun hans, til viðbót-
ar sínum háu launum. Réttlætið
enn á ferð? Og hvar er samvizka
þeirra sem hafa svimandi há laun
SUNNUDAGINN 20. maí kl. 15
býður Húnvetningafélagið í
Keykjavík eldri Húnvetningum til
skemmtunar og kaffidrykkju í
Domus Medira, Egilsgötu 3.
Á síðasta ári keypti félagið
180 fm húsnæði í Skeifunni 17,
og krefjast svo til viðbótar heilla
mánaðarlauna venjulegs fólks ofan
á allt saman. Mér finnst að allir
sem í hlut eiga hljóti að roðna af
skömm, þegar þeir taka við þess-
um fúlgum, vitandi um allan fjöld-
ann, sem berst í bökkum og hefur
sumt ekki neitt. Manni hlýtur að
verða óglatt af því þegar þeir sem
vita ekki hvað skortur er eru að
hvetja hina til að „herða sultaról-
ina“, sem varla sjá pening á móts
við „þá sem sitja í nógu þægilegu
sæti“.
Ég legg það til að skorið verði
rækilega ofan af toppnum og þá
meina ég alla sem eru ofan við
40—50 þús. í launum. Það er
nefnilega öruggt að ef verkafólk á
að geta lifað á 10—20 þús. kr. á
mánuði, þá hljóta allir aðrir að
geta það. Það er nefnilega ekki
annar vandinn en sá að sníða sér
stakk eftir vexti. Þjóðfélagið er í
vanda statt og það er skylda allra
að taka þátt í því að leysa þann
vanda. Ég hefði haldið að það
mætti bæta laun þó nokkurra með
þeim upphæðum sem eru umfram
40—50 þús. Fróðlegt væri að vita
hvaða „sannleikur" kæmi þá í ljós.
En líklega yrði hann ekki meiri né
betri en þegar andstæðingar í öll-
um umræðum um stjórnmál og
þjóðmál ræðast við. Þá er alltaf
viðkvæðið: „Sannleikurinn er sá“
og þegar sannleikurinn er búinn
að fara hringinn í kring um borð-
ið, er hann orðinn dálítið undar-
legur „á svipinn" og einkennilega
mótsagnakenndur. Engin furða þó
að stjórnmálin séu flókin og taki á
sig svolítið óviðkunnanlega mynd,
fyrir þá sem ekki þekkja klæki og
bragðvísi þeirra.
Hæstvirtu ráðamenn þjóðarinn-
ar. Ef til vill lesið þið þetta með
vorkunnlátu brosi á vör og virðið
að vettugi, því að ekki sé ástæða
til að taka alvarlega mína rödd
eða annarra, sem ekki hafa virð-
ingarstöðum að gegna. En gætið
að, stundum túlkar ein rödd radd-
ir fjölda annarra, sem ykkur
skipti nokkru ef kosningar stæðu
fyrir dyrum, og verið getur að þó
að þið eigið erfitt með að sjá
sannleikskornin í þessum pistli að
þá sjái þau aðrir.
Dagrún Kristjánsdóttir er hús-
mæórakennari.
Rvk., fyrir félagsheimili og er
nú unnið við að innrétta það.
Félagið efnir um þessar
mundir til happdrættis til fjár-
öflunar. Aðalvinningar eru
veiðileyfi í laxveiðiám í Húna-
vatnssýslu. Dregið verður 1. júlí.
Kaffiboð Húnvetninga-
félagsins í Reykjavík
Ritsafn
Gunnars Gunnarssonar
J V- j v.
Saga Borgarættarinnar Vargur í véum
Svartfulg Sælir eru einfaldir
Fjallkirkjan I Jón Arason
Fjallkirkjan II Sálumessa
Fjallkirkjan III Fimm fræknisögur
Vikivaki Dimmufjöll
Heiðaharmur Fjandvinir
S f ^ r
Almenna Bókafélagiö
AusturatrMti 18,
•imi 25544.
Skammuvagur 30
•ími 2554«
Gunnar Gunnarsson
öefur um langt skeið
verið einn virtasti hofund
ur á Norðurlöndum
c Verö rs Utb. 0 V k r. kr. 7.000,- 1 .400-
O ' ' k r. 5.6QO -
Inriheimtuk. . - . Q'% kr. 400 -
ÍEftistööv. ,r kr. 6.000,-
Hringið
og við sendum sölumann til ykkar
sem má greiöa a sex mánuöum, kr. 1.000 pr. mánuö. 'A j
#