Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 36
 36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 Krossinn og kristin menn- ing í Mið-Evrópu: Pólland — eftir Pétur Pétursson, Lundi Síðastliðinn mánuð bárust fréttir frá Póllandi um mótmæli almennings gegn þeirri ákvörðun stjómvalda að fylgja eftir banni því sem í gildi hefur verið frá 1961 um að hafa trúarleg tákn uppi á veggjum opinberra bygginga svo sem skóla, skrifstofa og verk- smiðja. Undanfarið hafa lögreglu- yfirvöld á nokkrum stöðum leitast við að fylgja þessu eftir og hefur komið til mótmæla af hálfu for- eldra og nemenda. Þessu banni hefur ekki verið fylgt eftir áður en nú er greinilega um að ræða auk- inn þrýsting á pólsk stjórnvöld frá Moskvu sem telur sig þess um- komna að herða á því tangarhaldi sein hún hefur á pólsku þjóðinni í gegnum hershöfðingjann Jaruz- elski og stjórn hans. Sovétríkin sem fyrir löngu eru búin að brjóta kirkjuna hjá sér á bak aftur sem afl í þjóðfélaginu hafa ætíð litið sambúð kaþólsku kirkjunnar og stjórnvalda í Póllandi hornauga og kippt í taumana þegar tilraunir hafa verið gerðar til að koma þar á samvinnu með þjóðarhagsmuni fyrir augum. Þetta sást einmitt best eftir seinna stríð er uppbygg- ing Póllands var í fullum gangi samfara endurreisn kirkjunnar sem Rússar höfðu leikið grátt í Austur-Póllandi og nazistar í vesturhlutanum. 1944 var mynduð þjóðstjórn sem umsvifalaust hóf uppbyggingarstarfið í samvinnu við kirkjuna. En á árunum 1945—48 náði kommúnistaflokk- urinn yfirtökunum og gerði út af við alla stjórnarandstöðu og þegar því var lokið var hægt að leggja til atlögu við kirkjuna sem á undra- verðan hátt hafði tekist að ná sér á strik. Sú þróun sýnir enn einu sinni hve örlög kirkju og þjóðar eru nátengd í Póllandi. Fyrstu ár- in eftir seinna stríð varð endur- tekning á þeirri samvinnu sem kaþólska kirkjan og sjálfstætt Pólland áttu á öðrum áratug þess- arar aldar; en Pólland hafði 1919 risið úr rústum fyrra stríðs sem sjálfstætt þjóðríki. Það er athygl- isvert í þessu sambandi að stifts- mörk kirkjunnar og hin nýju landamæri Póllands voru látin falla saman. Hér var um að ræða kirkjuréttarlegt viðfangsefni en um leið tengt alþjóðlegum friðar- samningum um landamæri Pól- lands. Sérfræðingar páfastóls tóku þátt í þessum samningum sem helgaður var með sáttmála þeim (Konkordat) sem gerður var milli kaþólsku kirkjunnar, pólsku ríkisstjórnarinnar og páfa 1925. Þetta fyrirkomulag þrengdi mjög að kirkjudeildum mótmælenda sem voru innan landamæranna, í miklum minnihluta þó. Stjórn kommúnista sagði upp samningnum við páfastól og undir yfirskini trúfrelsis og jafnréttis var hafin herferð á hendur kirkj- unni og allt gert til þess að koma í veg fyrir áhrif hennar meðal þjóð- arinnar. Mikilli slægð og ófyrir- leitni hefur verið beitt f þeirri bar- áttu og aðferðum, sem notaðar voru til að koma orþódoxkirkjunni rússnesku á kné, þó árangurinn yrði ekki sá sami. Einn liðurinn í þessari aðför var að koma af stað klofningi innan kaþólsku kirkj- unnar og þannig grafa undan því trúnaðartrausti sem hún naut meðal þjóðarinnar. Sérstakt kirkjulegt félag var sett á stofn að undirlagi stjórnarinnar sem kall- aði sig „Þjóðernissinnaða klerka" og kom fram opinberlega sem full- trúi pólsku kirkjunnar. Þessi sam- tök voru bannfærð af páfanum ár- ið 1955 og við það fór vindurinn úr þeim. Þetta sýnir hina sterku stöðu sem páfinn í Róm hefur inn- an pólsku kirkjunnar og hefur það samband á liðnum öldum verið það akkeri sem tryggt hefur sjálf- stæði hennar gagnvart óvin- veittum ríkjum og stjórnum. Þessi staða páfans í pólskum stjórnmál- um hefur styrkst mjög með til- komu þess páfa sem nú situr vegna tengsla hans við pólsku kirkjuna. Hin síðari ár hefur Moskva í auknum mæli fengið upp augun fyrir því hlutverki sem páfastóll gegnir í alþjóðastjórn- málum og tekur því visst tillit til hans. Innrás í Pólland yrði túlkuð sem stríðsyfirlýsing við kaþólsku kirkjuna. í flestum ríkjum Evrópu hafa tákn kirkjunnar verið fjarlægð úr starfi hinna ríkisreknu skóla og aðgreining kirkju og skóla víðast hvar komin á. En það er í raun og veru ekkert undarlegt að einmitt pólska þjóðin taki við sér er Stóri-Björninn í austri tekur með hrammi sínum að hrifsa helgasta tákn kirkjunnar af veggjum skól- anna. Kaþólska kirkjan hefur haft miklu hlutverki að gegna varðandi menntun í Póllandi. Hún hefur staðið vörð um tungu þjóðarinnar og önnur menningarverðmæti sem tengjast á ýmsan hátt kirkjunni sjálfri. Hátíðir kirkjunnar og þjóðarinnar fara saman og þar af leiðir þá staðreynd að kirkjan hef- ur varðveitt þjóðerni Pólverja. Þó svo að heita ætti að skóla- kerfið á millistríðsárunum starf- aði á grundvelli borgaralegs lýð- ræðis og hugsjónanna frá frönsku byltingunni hélt kaþólska kirkjan áfram þeirri stöðu sem hún hafði haft innan menntakerfisins. Prestarnir höfðu eftirlit með kennslunni, kirkjan réð kennar- ana og var með í ráðum um val kennslubóka. Kaþólsk trúfræði var á stundaskrá skólanna og kirkjuganga var skylda og liður í starfi þeirra. Kommúnistastjórnin hefur markvisst unnið að því að afnema þessi tengsl kirkju og skóla og nú átti að reka smiðs- höggið á og framfylgja lögunum um bann við trúarlegum táknum á og í opinberum byggingum. Mót- mæli risu þar sem þetta var reynt. Nemendur fóru í verkfall og mættu með krossa um hálsinn og skipulögðu sjálfir morgunbænir utan stundaskrár. Foreldrar neit- uðu að hindra börn sín í þessu. 16.000 verkamenn við bílaverk- smiðjurnar í Ursus mótmæltu hiki erkibiskupsins og hvöttu hann til þess að mótmæla eindregið þess- um ráðstöfunum stjórnarinnar sem hann og gerði. Biskuparáðið hefur eindregið tekið af skarið og þannig tekið forystu í máli þessu fyrir 90% pólsku þjóðarinnar sem tilheyra kaþólsku kirkjunni. Geri pólsk stjórnvöld alvöru úr því að framfylgja þessu banni um allt landið er talið líklegt að það verði til þess að koma af stað nýrri mót- mælahreyfingu meðal Pólverja. Trúmál og pólitísk geta verið undarlega samofin. Þann dag sem táknið um pínu og dauða Frelsar- ans verður fyrir fullt og allt fjar- lægt af veggjum opinberra stofn- ana í Póllandi þýðir það að öllum líkindum um leið að stór kross verður settur yfir leiði pólsku þjóðarinnar. í bænum Garwolin þar sem átökin út af þessu máli hafa orðið einna hörðust talaði presturinn í stólræðu sinni til nemenda sem beitt höfðu sér gegn banninu: „Pólland er stolt af ykk- ur. Krossinn mun leiða ykkur til sigurs." Þetta er páskaboðskapur pólsku þjóðarinnar. Pétur Pétursson llflslu heimildir sem slurtsl hefir verid viA eru tímaritin Times og Newsweek; oj( T. ('hristensen og S. (iöransson Kyrkohistoria III. námskröfur Nýjar Vel mætti fullyrða, að tvær námsgreinar í víðri merkingu væru hornsteinar í menning- armusteri hverrar þjóðar. Þær eru: Móðurmál og þjóðar- saga. Málið sem vettvangur þekkingar og hugsjóna, skilnings og skynsemi. Þar skal finna tak- mark lífs og starfs. Sagan sem jarðvegur sá er ræktaður skal og bættur tii heilla og gróandi þjóðlífs um alla framtíð og ókomin ár. Þar verður að móta við hæfi alla aðstöðu samfélags og sam- starfs á réttum vegi við skilyrði, sem bezt hæfa gáfum, reynslu og manngildi hverrar þjóðar og ein- staklinga hennar. Það vill svo til að einmitt við upphaf þessa árs hafa báðar þessar námsgreinar verið hér til umhugsunar og umræðu, sem sagt í sviðsljósi fjölmiðla ein- mitt í hlutfal 1 i við gáfur og gerð íslenzkrar æsku. En íslenzk æska og þjóðsál eru samkvæmt metnaði, sem aldrei skyldi gleymt meðal hinna fremstu í flokki þjóða að gáfum og atgjörvi, sem er öllu gulli betra og vel skyldi varðveita til vaxtar og þroska á öllum sviðum tækni og hugsunar, lista, íþrótta og vísinda. Aldrei og hvergi er meiri þörf fyrir kennara og verndara, leiðtoga og ljósbera en hér og nú. Og tungumál okkar, íslenzkan, er eitt hið merkasta í heimi. Það er vart nokkurt við- fangsefni æðra hverri frjálsri þjóð en að gjörþekkja, þroska með sér og nota sem bezt sínar eigin gáfur og hæfileika, upp- runa sinn og aðstöðu alla undir merki orðanna: „Þekktu sjálfan þig“ Örlög og heillir frjálsra sam- félaga eru engu fremur háð en úrlausnum þessa vandamáls. Snilligfa, sem enginn veitir at- hygli, leikni og tækni, sem ekki fær notið sín og gáfur, sem til einskis eða ills eru nýttar ógna jafnvel allri framtíð hins frjálsa heims. Þjóðfélagið verður því sem heild að telja það sínar helgustu skyldur, að efla hvern einstakl- ing til þroska á þann hátt, sem hann fær notið sín og sinna gáfna sem best. Finna skal ráð og aðferðir til að uppgötva hæfi- leika hans og veita síðan verk- efni við hæfi meðal samferða- fólksins án þess þó að hefta hann sem sérstæðan persónu- leika. Stöðugt er rökrætt og stund- um á stjórnfræðilegan hátt, hvort miða skuli fræðslu og kennsluaðferðir yfirleitt við magn eða gæði — kvantitet eða kvalitet — eins og það er nefnt á stofnanamáli nútímans. Að baki þessum rökræðum er sú skoðun, að sérhvert samfélag verði að velja á milli þeirra valkosta, að veita tiltölulega fáum fullkomna menntun eða þá mörgum sæmi- leg skilyrði til náms. Þetta er af flestum talið ósamrýmanlegt af ýmsum ástæðum ekki sízt fjár- hagslega. En nútímasamfélag, sem telj- ast vill fyrsta flokks, kemst ekki hjá því að sinna hvoru tveggja. Einstaklingurinn verður að fá að þroskast og njóta sinna gáfna og hæfileika að öllu án tillits til hvers miklar eða litlar þær eru. ÖUum skal komið til nokkurs þroska, eins og sagt var um verksnilli afbragðs kennara í gamla daga. Heimspekingar 18. aldarinnar gjörðu Jöfnuð" að hugsjón og lykilorði í pólitískum ræðum fram á þennan dag. En aldrei hafa stjórnmálamenn né yfir- leitt nokkrir viljað algjöran jöfnuð á öllum sviðum. Við mannanna börn erum ólík að gerð og gáfum frá fyrsta and- artaki. Getum þar af leiðandi aldrei náð jafnhátt eða langt. f framkvæmd þessarar kenni- setningar um jöfnuð er því lögð aðaláherzla á að öllum sé veitt sama aðstaða, sömu tækifæri til lífs og gæfu, hverjum við sitt hæfi. Sá skilningur byggi á þeirri al- mennu viðurkenningu, að öll er- um við ólík og misjöfn frá nátt- úrunnar hendi og því ákveðinn munur á því, hve langt hver ein- staklingur nær að komast í lífs- baráttunni. En einmitt með því að gefa þessum mismun og þessari miklu fjölbreytni frjálst svig- rúm og frelsi til að velja og hafna á sínu sviði og eftir sínum gáfum og kröfum hefur mann- kyni jarðar heppnast að komast lengst á þroskabraut huga og handar. Þar verða alltaf nokkrir vitar á vegi til hærra lífs og heillaríks samfélags. Á þessari þroskabraut og í þessari viðleitni til almennrar þróunar gáfna og krafta eru mörg atriði, sem aldrei mega gleymast til heilla á markvissri leið til fullkomnunar. í fyrsta lagi verður að viður- kenna afrek og góða frammi- stöðu í námi og störfum, listum, leikjum og tækni — allt skal meta á sínu sviði, innan sinna takmarka — hvort heldur það er heimspeki, tónlist, listgáfur, skipulagshæfni,. handíðir eða véltækni. í öðru lagi má aldrei gleyma að taka fullt tillit til þess, að afrek í námi eða störfum eru ekki einungis árangur af með- fæddum gáfum einstaklingsins, nemandans eða verkamannsins, heldur einnig ekki síður því, hvernig þær gáfur eru nýttar og efldar eftir skapgerð og persónu- leika hvers um sig. Þeim mun betur sem fræðari og kennari athugar og metur úr- lausnir og afrek snillinganna, hvort heldur við nám eða hand- verk, því meira er hægt að undr- ast þá miklu þýðingu, sem skap- festa og drenglund einstaklings- ins hefur til þess að gáfur geti notið sín. Og síðast en ekki sízt skyldi vel athugað með nýjum kröfum til náms og námsgreina, að gleyma ekki þeim jarðvegi menningar til þroska, sem saga og þjóðtunga veita og verða að veita til þróunar sönnu mann- gildi, þar er gáfnamunur og manngöfgi sitthvað. En tak- markið er fyrir alla: „Þitt er menntað afl og önd eigir þú fram að bjóða: Hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða.“ Rvík, 28. febr. 1984, Árelíus Níelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.