Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 42
t)<M ar ímnArrr-jTvnTM nmt rin/n-»ar,n MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 Ómælda aukavinnan á vegum ríkisins Opið bréf til Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns — eftir Leif Vilhelmsson Ágæti alþingismaður. Fyrir nokkru barst svar við fyrirspurn þinni á Alþingi frá fjármálaráðuneytinu þess efnis hvernig bílastyrkur og föst auka- vinna til starfsmanna ríkisins skiptist milli karla og kvenna. Við lestur svarsins, sem birtist í 17. hefti Alþingistíðinda, 1983—1984, vakti það athygli að sá starfsmannafjöldi hjá Pósti og síma, sem þar er tilgreindur með fasta aukavinnu, er hinn sami og nemur fjölda stöðvarstjóra Pósts og síma. Hér er um 80—90 (86) einstaklinga að ræða, sem fá fasta aukavinnu eftir opinberum samn- ingum, en mega ekki skrifa aðra aukavinnu. Þessar aukavinnu- greiðslur hef ég aldrei heyrt gagn- rýndar frá þeim sem eitthvað þekkja til starfa þessa fólks. Undirritaður telur að með þess- um upplýsingum til þín hafi ráðu- neytið ekki gert grein fyrir allri fastri, eða jafngildi fastrar auka- vinnu, sem því þó bar skylda til, eigi fyrirspurn þinni að teljast fullsvarað. Ég vil nú í nokkrum orðum gera þér grein fyrir tilvist sérstakrar yfirvinnu hjá ríkinu, sem tengist að hluta til fyrirspurn þinni á Al- þingi og hefur að mínum dómi sama gildi og hver önnur föst aukavinna, þó ráðuneytið telji sér greinilega ekki fært að tíunda hana í svari sínu til þín. Fyrir nokkrum árum kom upp sá kvittur að fyrir sakir fátæktar og samlíðunar hafi þáverandi samgönguráðherra þótt rétt að sjá aumur á þeim ailra aumustu hjá Pósti og síma og bæta þeim upp væntanlega kjaraskerðingu með því að greiða þeim 20 aukavinnu- tíma á mánuði (20% á kaup) og kalla „lestíma á kvöldin", og skyldu menn halda sig við fagleg efni. Fyrir valinu urðu tækni- og verkfræðingar stofnunarinnar. Kvitturinn barst um alla stofn- un og varð að slúðri sem sumir trúðu en aðrir ekki, eins og undir- ritaður, sem taldi þetta meinfýsið grín og ekki skaðlaust þeim sem fyrir því urðu og fæli í sér þann áburð að taka við kaupgreiðslum framhjá samningum, undir borðið í opinberu fyrirtæki, jafnvel fram- hjá hinum raunverulega viðsemj- anda og launagreiðanda, fjár- málaráðuneytinu. Fullyrt var að framhjágreiðslurnar tíðkuðust einnig hjá öðrum opinberum aðil- um (vitamál, vegamál, orkumál); tímafjöldi á reiki, 20, 30, 40, kannski meira. Forvitni annarra starfsmanna vaknaði og óx hröð- um skrefum að fá að vita sann- leikann í málinu og menn létu spurningum rigna yfir vinnufélag- ana í BHM, tóku þá afsíðis og spurðu i þaula, stundum margir saman og voru ósvífnir: „Þar léstu auðvaldið endanlega gelda þig í stéttabaráttunni því þetta eru mútur," er haft eftir einum og þótti óheyrilegt. Undirritaður smitaðist sem vonlegt var af yfirspenntri for- vitni félaga sinna yfir þessum óttalega leyndardómi sem var þó svo auðsær að eðli málsins sam- kvæmt gat hann ekki verið leynd- ardómur, heldur aðeins peninga- greiðsla fyrir vel unnin störf á kvöldin, sem því miður gildandi kjarasamningar voru svo ófull- komnir að taka ekki tillit til og opinbera og eyða þar með grun- semdum illkvittinna manna og sárri blygðan þeirra sem báru leyndardóminn án þess að geta létt honum af sér með einföldu svari við spurningunni: „Kæri vin- ur, l'ærðu borgaða 20 aukavinnu- tíma á mánuði fyrir að lesa í bók á kvöldin?" Svör við þessum og viðlíka spurningum, sem lutu að greiðslu 20 aukavinnutima á mánuði, framhjá samningum, voru bágbor- in. Oftast lítið annað en óskiljan- legt uml samfara snöggum roða f andliti og flóttalegu augnaráði. Nokkrir reyndu að svara með heilli setningu sem þýddi bæði já, nei og svo ekkert, en bjuggu ekki yfir fimi stjórnmálamanna til slíkra hluta og voru hálf aumkv- unarverðir eftir tilraunina. Þó töldu glöggir menn sig geta lesið meiningu úr vali og áherslum orða frekar en merkingu þeirra, og einnig hver væri hinn venjulegi háttur hins spurða að svara við eðlilegar aðstæður. Þeir sem voru svo ógæfusamir að missa „nei“ út úr sér verða aldrei teknir trúan- legir framar, því skyndilega vildi slysið til. Einn ágætur BHM-ari, „barnið í hópnum", var óánægður með launaseðil sinn þar sem hon- um voru reiknaðir 20 tímar yfir. Hann hringdi í launadeild fjár- málaráðuneytis og bað um skýr- ingu. Svar: „Þetta á að vera svona, þetta er rétt.“ Við þessa óvæntu sönnun í óleysanlegu máli varð mikill léttir í hópi forvitinna en þó aðeins í bili. í hópi þeirra innsigluðu var þögnin óhugnanleg; hún var kom- in utan á mennina. Ágætur vinur minn, sem ég rabba oft við, setti alltaf upp svipinn: Samtali lokið — um leið og hann sá mig. Hann var alveg búinn að missa dóm- greind gagnvart því hvort ég ætl- aði að ræða eitthvað nytsamt, sak- laust eða vera með óþverra spurn- ingar sem, eins og kunnugt er, eru allra hluta best fallnar til að lýsa innræti manna. „Færð þú borgað undir boðið, vinur?“ Annar lét sér vaxa skegg til að enginn sæi hvað hann hugsaði, en það var alltaf kunnugt áður. Nokkru eftir að þeir „þöglu" urðu fyrir óhappinu með BHM-ar- ann, sem vegna meðfæddrar rétt- lætiskenndar skildi ekki hvers vegna honum var greidd auka- vinna fyrir tíma sem hann ekki vann, en brást við eins og barnið í sögunni um „Nýju fötin keisar- ans“, og því óhæfur til myrkra- verka, kom fyrir ákaflega leiðin- legt atvik. Nokkrir „lestíma- manna" bjuggu utan höfuðstöðv- anna og lásu kauplaust á kvöldin. Þeim bárust fréttir af 20% kaup- hækkun í formi aukavinnu til stéttarbræðra í Reykjavík og það án þess að verið væri að brjóta upp samninga og þvarga við fjár- málaráðuneytið, heldúr kom þetta eins og af sjálfu sér. Þeir gerðu strax kröfu um að réttlætið yrði líka látið ná til þeirra, en reistu þá kröfu með of miklum gný, gættu ekki tungu sinnar á þessu erfiða augnabliki sem allir þekkja: Fæ ég — eða fæ ég ekki? Málið lak út. Utanbæjarmenn- irnir fengu greiðslurnar og tím- ann sem þeir höfðu misst að sjálfsögðu bættan. Einn af þeim sem fékk réttlætið til sín með seinni skipunum og peningagreiðsluna eins og himna- sendingu er enn að biðja mig um að útskýra fyrir sér hvernig á þessu standi. Ég læt hann hafa nýja og ferska skýringu í hvert skipti en þær endast ekkert, því málið er líklega óskýranlegt þó fyrirbærið sé staðreynd. „Málið er erfitt," er haft eftir sómamanni hér síðar í bréfinu. Eftir þessa tvo bresti í þagn- armúr „Lestímamanna“ gengur ekki nokkur maður þess dulinn að yfirborganir tíðkast hjá ríkinu í formi fastrar aukavinnu til starfsmanna í BHM. Þrátt fyrir sannleika þessara greiðslna vildu menn fá á þeim staðfestingu frá greiðsluaðila með einhverjum hætti. Með þetta að leiðarljósi tóku tveir rafeindavirkjar hjá Pósti og síma sér fyrir hendur að spyrjast fyrir um þetta mál hjá þeim sem með völdin fara. Hér fer á eftir atriðaskrá um helstu við- brögð varðhunda kerfisins við eft- irgrennslan þeirra félaga þar til rófan gekk: „1981: Rætt í félagsráði FÍS og fulltrúar FÍS í starfsmannaráði spurðust fyrir um málið þar 18/5/1981; fengu loðin svör. 1983: 5. jan. Farið í fjármála- ráðuneytið til Ragnars Arnalds og málavextir ræddir. Hann hafði heyrt um málið áður. Lofar athug- un. 24. jan. Talað við Jón Skúlason. Lofað að athuga málið. Haft var samband við Jón nokkrum sinnum á árinu, en í öll skiptin var hann ekki kominn til botns í málinu. 1 byrjun ágúst gaf hann munnlegt svar um að engin aukavinna væri greidd sem ekki væri unnin. 24. febr. Fjármálaráðuneytið skrifar bréf til samgönguráðu- neytis og óskar athugunar. Sjá bréf hjá samgönguráðuneyti s/723, 28/2 ’83 3. mars Samgönguráðuneytið skrifar Jóni Skúlasyni (P&S) bréf. 26. apríl Bréf til Jóns Skúlasonar ítrekað af samgönguráðuneyti. 7. aprfl Hringt í Ragnar Arnalds i síamtíma Þjóðviljans. Sagði hann málið vera erfitt en væri enn í at- hugun. (Spurningar og svör birt- ust ekki í Þjóðviljanum.) Á tímabilinu ágúst til október var hringt oft í bæði ráðuneytin og spurst fyrir um gang málsins en aldrei nein breyting. 2. nóv. Farið til Alberts Guð- mundssonar, ráðherra. Hann sýn- ir áhuga fyrir málinu og felur Þorsteini Geirssyni að athuga það og biður um að haft sé samband aftur. 16. nóv. Hringt í Þorstein, en ekkert nýtt komið fram. Segir sig vanta svar frá samgönguráðu- neyti. 23. nóv. Farið til Matthíasar Bjarnasonar, samgönguráðuneyti, sýnir áhuga. Ætlar að tala við Halldór S. Kristjánsson, starfandi ráðuneytisstjóra og biðja hann um að ýta á málið. I. des. Farið í bæði ráðuneytin. Halldór S. Kristjánsson segir allt við það sama, ekkert bréf frá Jóni Skúlasyni, og óskar eftir ítrekuðu bréfi frá fjármálaráðuneyti. Þorsteinn Geirsson tekur ekki ólíklega í að skrifa nýtt bréf til samgönguráðuneytis. 14. des. Farið til Þorsteins Geirssonar. Er óhress með af- skiptasemina. 28. des. Hringt í Halldór S. Kristjánsson. Ekkert bréf borist frá Pósti og síma. 1984 9. jan. Hringt í Halldór S. Kristjánsson. Ekkert bréf borist frá Pósti og síma. II. jan. Farið til Alberts Guð- mundssonar og ítrekað. Albert fól Þorsteini Geirssyni að skrifa nýtt bréf til samgönguráðuneytis. 9. febr.Hringt í Þorstein Geirs- son. Hefur ekki skrifað bréf og minnist þess ekki að Aibert Guð- mundsson hafi farið fram á það. 10. febr. Farið til Ólafs Tómas- sonar, yfirverkfræðings hjá Pósti og síma. Vill ekki svara. 10. febr. Farið til Matthíasar Bjarnasonar, samgönguráðherra. Biður um að ítreka fyrra bréf. Innihaldið á að vera ákveðið, „hvort þetta viðgangist, af hverju og komi með tillögu um að jafna þennan mun“. 29. febr. Farið í samgönguráð- uneytið og leyft að heyra bréf til Pósts og síma. í því bréfi er vitnað Leifur Vilhelmsson „Undirritaður smitaðist sem vonlegt var af yfir- spenntri forvitni félaga sinna yfir þessum ótta- lega leyndardómi sem var þó svo auðsær að eðli málsins samkvæmt gat hann ekki verið leyndardómur ...“ í fyrra bréf og ítrekað eftir svari. Óskað eftir skýringu á drætti. 14. mars Fengið afrit af bréfi Pósts og síma til samgönguráðu- neytis. 19. mars Hringt í Indriða Þor- láksson í fjármálaráðuneyti.Hann segir ekki tíma til að vinna úr þessum bréfum vegna anna við samningagerð. 23. mars Farið í fjármálaráðu- neytið og talað við Árna Kolbeins- son. Segir málið sér óviðkomandi." Hver sá sem les um göngu þess- ara manna á vit kerfisins með ein- falda fyrirspurn undrast þraut- seigju þeirra um leið og hver sæmilega hugsandi maður hneykslast á dæmalaust lítilfjör- legri framkomu þeirra sem svara áttu. Það er trú manna að sæmi- lega drengileg svör í upphafi með viðeigandi skýringum hefðu mild- að andstöðu við þetta yfirborgun- arkerfi hjá ríkinu í stað þess að nú eru heilar starfsstéttir holgrafnar af illum áhrifum þess og hljóta að taka mið af fyrirbærinu í næstu sérkjarasamningum. Því miður hef ég ekki undir höndum öll þau bréf sem sam- kvæmt skránni hér að framan eru til eða áttu að vera það, en fyrir- mæli um að rita þau misfarist innan ráðuneytisins og/eða stofn- ana, og samkvæmt síðustu heim- ildum úr fjármálaráðuneyti verða engar bréfaskriftir í yfirborgun- armálinu vegna anna í samninga- málum og er þar eflaust átt við sérkjarasamninga BSRB og þykir auðskilið. Nú er það svo með löng skott eins og sést að ofan (ráðuneytis- rófan) að það er því vandhuldara sem lengdin verður meiri, en dag- inn 23. nóvember 1983 fer að glitta í skottið. Þá er vendipunktur í málinu og eins. konar uppfest- Hong Kong: London, 9. maí. AP. HUGSANLEGT er að drög að sam- komulagi milli Breta og Kínverja um framtíð Hong Kong liggi fyrir 1 suniar, samkvæmt áreiðanlegum heimildum í London. Drögin yrðu borin undir íbúa í Hong Kong og breska þingið, sam- kvæmt sömu heimildum. Stjórnir Bretlands og Kína hafa átt með sér viðræður um framtíð ingardagur fyrir þá heyrnarlausu og þöglu í BHM. Þennan dag felur samgönguráð- herra starfsmanni sínum í sam- gönguráðuneyti að ýta á málið með ákveðnari hætti og fá skýr- ingu frá Póst- og símamálastofn- un. Þeir þrautseigu héldu áfram að spyrjast fyrir og reka á eftir svörum. Eftir margvíslegan drátt og undanfærslur kom loksins svar tæknideildar Pósts og síma 7. mars 1984. „Árið 1980 var svo komið að tæknideldin taldi óhjákvæmilegt að greiða verkfræðingum og tæknifræðingum 20 stunda yfir- vinnuþóknun til samræmis því sem gerðist hjá öðum stofnunum á vegum samgönguráðuneytisins og öðrum ráðuneytum." í fjögur ár hefur ósóminn stað- ið. Það sem byrjaði sem kvittur er staðfestur sannleiki. í fjögur ár hefur hluta starfsmanna ríkisins verið greitt 20% hærra kaup en samningar heimiluðu. Svar tæknideildar Pósts og síma var sent áfram til samgönguráðu- neytisins með þeirri umsögn frá stofnuninni, að þessar greiðslur, 20 timar í fasta aukavinnu á mán- uði, væru núverandi forsætisráð- herra að kenna, sem var sam- gönguráðherra 1980 og málið því aftur komið inn í ráðuneýtið. Gleðin við þessi tíðindi í her- búðum hinna „forvitnu" varð óstjórnleg. Þeir þöndust út og stækkuðu en hinir „þöglu" sigu að sama skapi saman og smækkuðu. Hef aðeins haft spurnir af einum sem átti nóg loft eftir til að geta sagt „Nehei" við spurningunni margfrægu: „Færð þú borgaða fasta aukavinnu, 20 tíma á mán- uði, án þess að fjármálaráðuneyt- inu sé kunnugt um það?“ Fjármálaráðuneytið liggur al- deilis vita steindautt undir spurn- ingum um þetta leiðindamál, eins og sjá má í skránni hér að framan, enda ekki von að það viðurkenni markleysi eigin launasamninga. Það fer að styttast í þessu bréfi til þín, sem því miður getur ekki orðið skemmtilegt sökum þess hvað tilefnið er dapurlegt, en vegna réttmæti fyrirspurnar þinnar, vek ég athygli þína á, að til þess að hún gefi þær upplýs- ingar sem þú ætlast til, þyrftu að fást svör, m.a. við þessum spurn- ingum: 1. Hvernig er tímaskrift þessarar föstu 20 tíma aukavinnu fram- kvæmd, þ.e. skrifuð af lestíma- mönnum sjálfum eða bætt inn á aukavinnuskrá af stofnun? 2. Var fjármálaráðuneytinu kunnugt um þessar yfirvinnu- greiðslur eða eru þær á vegum fagráðuneyta? 3. Hvað eru greiðslur af þessari tegund víðtækar; allir BHM-ar- ar hluti af BSRB? Fáist svör við þessum spurning- um verður fróðlegt að sjá hvaða skipting verður þar milli karla og kvenna. Ég vil að lokum óska þér alls góðs í hverju réttlætismáli sem þú tekur þér fyrir hendur á vettvangi stjórnmálanna. Leifur Vilhelmsson er rafeinda- rirki og starfar hjá Póst- og síma- málastofnun. Hong Kong frá þvi í september 1982. Borgin er bresk nýlenda en samkvæmt samningum sem Bret- ar gerðu á öldinni sem leið lýkur yfirráðum þeirra þar árið 1997 og þau falla í hendur Kinverja. Um efnisatriði samkomulags- draganna er engar fréttir að fá, en Bretar hafa farið fram á áfram- haldandi ítök þar þótt borgin verði formlega á yfirráðasvæði Kínverja. Samkomulags- drög í sumar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.