Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 Ungfrú Heimur í viðtali við Morgunblaðið: „Er virkilega bjart allan sólarhringinn?“ Sarah-Jane Hutt krýnir Fegurðardrottn- ingu íslands ’84 á föstudagskvöldið „ÉG HLAKKA MIKIÐ TIL að koma til íslands og hugsa mér gott til glóðarinnar þótt ég geti að vísu ekki staldrað við nema í rúman sólar- hring og verði mjög önnum kafín allan tímann. Kannski gefst mér tækifæri til að koma aftur síðar og skoða mig eitthvað um,“ sagði Narah-Jane Hutt, sem í ár skartar titlinum „Miss World“ (Ungfrú heim- ur) og mun á föstudagskvöldið krýna Fegurðardrottningu íslands í veit- ingahúsinu Broadway í Reykjavík. Sarah-Jane Hutt kemur til fslands aðra nótt og fer aftur af landi brott á laugardagsmorgun. Blaðamaður Mbl. ræddi við hana símleiðis til Lundúna í gær. Ungfrú heimur hefur ekki komið áður tii íslands en var mjög áhugasöm um landið — einkanlega ungar nætur þessa árstíma. „Er það virkilega satt að það sé bjart allan sólarhring- inn,“ spurði hún. „Ég hef talað við fólk, sem hefur komið til fs- lands, og það segir mér að landið sé mjög fallegt og óvenjulegt. Hvernig er veðrið núna?“ Hún hefur undanfarið misseri verið mjög á faraldsfæti og sagð- ist eiga eftir að ferðast mikið á næstu mánuðum, eða þar til hún lætur af titlinum í nóvember nk., þegar ný Miss World verður krýnd í Lundúnum. „Ég var í Póllandi í síðustu viku og hef nýlega verið í E1 Salvador og Grenada. Á næstunni fer ég til Jamaica og fleiri ríkja í Karíba- hafi,“ sagði hún. „f Póllandi gafst svolítið tækifæri til að skoða landið og kynnast fólkinu — það var á vissan hátt þrúg- andi heimsókn en fólkið var mjög elskulegt. E1 Salvador var alls ekki þrúgandi — það er af- skaplega fallegt land og við skemmtum okkur mjög vel. Við héldum þar góða tískusýningu og söfnuðum talsverðu fé.“ Það er einmitt höfuðhlutverk stúlkunnar, sem skartar titlin- um fegursta stúlka heims, að ferðast um víða veröld og safna Sarah-Jane Hutt, Miss World 1983, sem krýnir Fegurðardrottn- ingu íslands á föstudagskvöldið. fé til byggingar skóla og barna- sjúkrahúsa í þróunarlöndunum. „Það er alls ekki svo, að þetta sé allt tilgangslaust pjatt og prjál," sagði Sarah-Jane, „Miss World hefur á undanförnum árum safnað í þessum tilgangi um einni milljón dollara — og það gerir það enn skemmtilegra að bera þennan titil". Hólmavíkurprestakall: Séra Flóki Krist- insson kjörinn sóknarprestur SÉRA Flóki Kristinsson, settur prestur í Hólmavíkurprestakalli, hef- ur verið kjörinn prestur þar. Kosið var 6. maí síðastliðinn en atkvæði talin á biskupsstofu í gær, mánudag. 509 voru á kjörskrá og greiddu 344 atkvæði. Séra Flóki Kristinsson var einn í kjöri og hlaut hann 341 atkvæði, en þrír atkvæðaseðlar voru auðir. Kosn- ingin var lögmæt. Gullleit í Mosfellssveit Rétti Búseta til lána Byggingarsjóðs hafnað í neðri deild: Á aðalfundi Sögufélags Kjalar- nesþings sem haldinn verður í Varmárskóla fimmtudaginn 17. maí nk. kl. 20:30 mun Halldór Torfason jarðfræðingur halda fyrirlestur um jarð- og landmót- unarsögu Mosfellssveitar. Að fyrirlestrinum loknum mun Halldór svara fyrirspurnum um það hvort gull sé að finna í Mosfellssveit, um hættu af skriðuföllum, eða um það hvort í Mosfellssveit sé að finna fram- tíðar malarnám fyrir Reykja- víkursvæðið, segir í frétt frá stjórn Sögufélags Kjalarnes- þings. Hallgrímskirkja: Skólakór Kársnesskóla í náttsöng NÁTTSÖNGUR í Hallgríms- kirkju er nú aftur orðinn viku- legur þáttur í kirkjulífínu á mið- vikudagskvöldum þegar fólk kemur saman til að syngja tíða- söng og hlýða á tónlist eða ljóð. í kvöld mun Skólakór Kárs- nesskóla syngja undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Þetta er í fyrsta skipti sem kórinn kemur fram í Hallgrímskirkju. Náttsöngur hefst að venju klukkan 22. leikum á sunnudag MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju heldur nk. sunnudag vortónleika í Kristskirkju, Landakoti. Þar koma fram auk kórsins einsöngvararnir Andreas Sehmidt frá V-Þýskalandi, Steinunn Þorsteinsdóttir og Ásdís Kristmundsdóttir. Stjórnandi er Hörð- ur Áskelsson. Á tónleikunum verður flutt fjöl- breytt kirkjutónlist, valin kórverk allt frá 17. öld til okkar tíma. Hæst ber hina þekktu mótettu Jesu Meine Freude eftir J.S. Bach. Hún er nú í fyrsta sinn sungin á íslensku í þýð- ingu dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups og Heimis Pálssonar cand. mag. Mótettan er kórverk í 11 köfl- um og er flutt með aðstoð orgels og sellós. Siglfiröingafélagið í Reykjavík: Kaffikvöld 20. maí Siglfirðingafélagið í Reykjavík og nágrenni verður með árlegt fjöl- skyldukaffi í Glæsibæ á kaupstaðar- afmæli Siglufjarðar, sunnudaginn 20. maí nk. miðdegis. Á þessum sam- komum hittast ungir og aldnir til að eiga saman ánægjulega stund og halda tengslum innbyrðis og við heimastöðvar. Þá verður flutt verk Benjamins Brittens, Festival Te Deum fyrir einsöngsrödd, kór og orgel. Steinunn Þorsteinsdóttir, 14 ára, syngur ein- söng í verkinu. Hún hefur áður kom- ið fram í sýningu Islensku óperunn- ar á Litla sótaranum. Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti léikur á orgelið. Einnig eru á efnisskránni motett- ur eftir Hassler, Kuhnau og Poul- enc, einnig sálmalög í útsetningu Jóns Nordals, Þorkels Sigurbjörns- sonar og Jóns Hlöðvers Áskelsson- ar. Baritónsöngvarinn Andreas Schmidt frá Þýskalandi verður sér- stakur gestur tónleikanna. Er hann 23 ára og hefur öðlast mjög skjótan frama í heimalandi sínu og unnið til margra verðlauna. Andreas Schmidt er nemandi Fischer Diskau og er nú kominn með fastan samn- ing við óperuna i Berlín. Hann hefur áður komið til íslands og sungið í Hallgrímskirkju og sjónvarpi. Á tónleikum Mótettukórsins syngur hann úr Biblíuljóðunum eftir Dvor- ak við orgelundirleik Marteins H. Friðrikssonar. Þetta er í annað sinn sem Mótettukórinn efnir til vortónleika, en félagar hans eru 40. Kórinn und- irbýr nú söngferð til Þýskalands í ágúst. Aðgöngumiðar eru seldir í ístóni og í Hallgrímskirkju, en fé- lagsskírteini Listvinafélags Hall- grímskirkju gilda sem aðgöngu- miðar. Ljósm.Mbl./FriAþjððir. Oddfellow-menn færa Lands- samtökum hjartasjúklinga gjöf Landssamtökum hjartasjúklinga var sl. laugardag færð að gjöf bankaávísun upp á 938.000, sem Oddfell- owreglan gaf samtökunum í söfnun þeirra til kaupa á hjartasónartæki. Jón Sigtryggsson (t.v.) afhenti gjöfina fyrir hönd Oddfellowreglunnar og Ingólfur Viktorsson (t.h.), formaður Landssamtaka hjarta- sjúklinga, veitti henni viðtöku. — sagði Guðmundur J. Guðmundsson er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu manna, greiddu atkvæði gegn henni, en Kristín hafði sama háttinn á og Guðmundur og Garðar. Tillagan var samþykkt með 22 atkvæðum gegn 11, þrír greiddu ekki atkvæði, en fjórir voru fjar- staddir. Tillagan felur í sér, að Búseti og önnur slík félög fá ekki tilkall til 80% lána úr Bygg- ingarsjóði verkamanna. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands- ins gerði grein fyrir hjásetu sinni við atkvæðagreiðsluna og sagði m.a. að þó hann bæri góðan hug til byggingarsamvinnufélaga gæti hann ekki samþykkt að félag eins og Búseti gæti gengið í Bygg- ingarsjóð verkamanna. Hann sagði, að engin skilyrði væru fyrir inngöngu í það félag, hvorki tekju- mörk né annað og þess vegna gætu til dæmis allir ráðherrarnir orðið félagar og fengið 80% lán úr sjóð- um verkamanna. Því greiddi hann ekki atkvæði. Frumvarpið var að lokinni at- kvæðagreiðslu sent forseta efri deildar Alþingis til umfjöllunar. Samþykki ekki að Búseti gangi í sjóð verkamanna ÞINGMENN Alþýðubandalagsins, þeir Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands ís- lands og Dagsbrúnar og Garðar Sig- urðsson greiddu hvorugir atkvæði er breytingartillaga Þorsteins Páls- sonar formanns Sjálfstæðisflokksins við frumvarp til laga um Húsnæð- isstofnun ríkisins var borinn undir atkvæði, að viðhöfðu nafnakalli, í neðri deild Alþingis á mánudags- kvöld. Aðrir viðstaddir þingmenn stjórnarandstöðunnar, nema Kristín S. Kvaran Bandalagi jafnaðar- Mótettukór Hallgrímskirkju: Fjölbreytt kirkju- tónlist á vortón-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.