Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 43 Áróður á sjómenn — eftir Sigmar Þór Sveinbjörnsson Oft taka mál aðra stefnu en maður skyldi ætla í fyrstu, það sannaðist vel þegar ncmendur Stýrimannaskólans í Reykjavík efndu til sýningar á ýmsum björg- unartækjum nú fyrir skömmu. Nemendurnir og margir blaða- menn sem komu að skoða sýning- una gleymdu björgunartækjunum en beindu þess í stað áhuga sínum og athygli að leiðindaatviki þar sem Árni Johnsen löðrungaði Karl Olsen. Höfðu þá Olsenfeðgar verið með áróður á Árna og m.a. sagt að hann væri búinn að gera smámál að stórmáli, og áttu þeir þá við Helliseyjarslysið. Einnig gerðu þessir nemendur að stórmáli ummæli sem Árni átti að hafa sagt við blaðamann DV en þau voru á þann veg að hann svar- aði fyrir sig að sjómannasið. Eftir „Ég held að ef menn hugsa skynsamlega um þetta mál þá sjái þeir ad menn hafi lent þarna illilega út úr kort- inu... að þessi ummæli birtust í DV fengu Stýrimannaskólanemarnir góða hjálp í áróðri sínum á Árna. Ekki ómerkari maður en Óskar Vigfússon hjá Sjómannasamband- inu brá skjótt við og hneykslaðist mikið á þessum ummælum Árna og 40—50 bátar úr Keflavík og nágrenni Olsenfeðga sendu skeyti þar sem skipstjórar þeirra fóru fram á það að Árni tæki þessi orð til baka, því þetta væri móðgandi fyrir sjómenn. Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum eins og sannaðist þarna á umræddri björgunarsýningu. f stað þess að kynna þessi frá- bæru björgunartæki, sýna þau og auglýsa og vekja með því umræðu um öryggismál sjómanna, tóku þessir menn þá kolvitlausu stefnu að ráðast á þann eina blaða- og alþingismann sem stutt hefur við bakið á okkur sjómönnum í bar- áttu okkar fyrir bættu öryggi. Hann hefur verið eini alþingis- maðurinn sem áhuga hefur á þess- um málum, og sýnt það í verki, bæði með blaðaskrifum undanfar- in ár og einnig hefur hann síðan hann tók sæti á Alþingi tekið ör- yggismál sjómanna upp þar marg- oft. En hvað býr undir þessum áróðri á Árna? Er það kannski pólitík? Blanda menn virkilega saman pólitískum skoðunum sín- um og öryggismálum? Eða eru sjómenn orðnir svona viðkvæmir að þeir þoli ekki að heyra áður- nefnda yfirlýsingu sem auk þess var ekki rétt eftir honum höfð. Kannski er það þannig, að ef þessir menn eins og óskar Vig- fússon og skipstjórarnir sem sendu skeytin meina það sem þeir segja, af hverju hafa þeir þá ekki mótmælt þessu fyrr. Eigum við sjómenn ekki að taka okkur til og senda skeyti í Útvarpið og mót- mæla harðlega að lög og textar eins og þessi verði fluttir opinber- lega: ,.fj> tt kokkur á kútler frá saudi ég f*‘ kjaftsbögg hvcrn cinasta dag. Kkki líöur mcr bctnr í landi er ég lendi vié konnna í slag.“ sjómannatexta, en hún er eitthvað á þessa leið: ,.l»að cr ánjcgja mín, konur, slagsmál og vín“. Ég hef nefnt hér dæmi úr ís- lenskum sjómannalagatextum sem við sjómenn höfum sungið á góðum stundum. Það væri hægt að nefna miklu fleiri, því flestir text- ar sjómannalaga ganga einmitt út á það að sjómenn séu mikið fyrir vín, slagsmál og náttúrulega kven- fólk. Þessir textar hafa skapað visst almenningsálit sem þarf auðvitað ekki endilega að vera rétt. Nú syngur Bubbi Morthens í lagi, sem hann nefnir „m/b Ros- inn“, um sjómenn þannig að þar nægir ekki áðurnefnd lýsing á sjó- mönnum heldur er bætt við að þeir séu innbrotsþjófar, hrottar, eiturlyfjaneytendur, drekki kardó o.s.frv. Eigum við ekki að mót- mæla því að Bubbi fái að syngja þennan áróður í útvarpið. Ég held að ef menn hugsa skynsamlega um þetta mál sjái þeir að menn hafi lent þarna illi- lega út úr kortinu, og ættu því að endurskoða stefnuna og finna rétta strikið á bætt öryggi sjó- manna. Sigmar l*ór Syeinbjörnsson er stýrimaður í Vestmannaeyjum. Friðarboð um alla jörð Ljósm. Mbl./Július Sunnuhlíð færð gjöf frá Lionsklúbbi Kópavogs — eftir Esther Vagnsdóttur Við íslendingar teljum okkur friðelskandi þjóð, hér hafa aldrei verið háðar borgarastyrjaldir nema ef vera skyldi á Sturlunga- öld þegar menn bárust á bana- spjót og frændur og bræður sner- ust hver gegn öðrum. En frá þeim tíma hefur ísland verið friðsam- legt ríki og íslendingar vilja telja sig í hópi þeirra þjóða sem berjast fyrir friði í heiminum. En hvað gerum við til að stuðla að friði? Er nóg að ganga friðargöngu einu sinni á ári, gefa út yfirlýs- ingar um að við viljum frið og skrifa undir friðarsamninga sem aðrar þjóðir standa fyrir? Nægir þetta til að viðhalda friði í heim- inum, efla friðarhugsjónina? Fram að þessu er ekki að sjá að svo sé því að sífellt heyrast frá- sagnir og hótanir um ófrið og oft má sjá áætlanir um hvernig best sé að skipuleggja hernaðarátök hér og þar í heiminum gegn við- komandi stórveldi þar sem minni ríkin eru vettvangurinn þar sem engu lífi skal hlíft, engum björg- um við komið því að eyðilegg- ingarmátturinn er algjör á báða bóga. Það þarf eitthvað róttækara að ske til að koma í veg fyrir að vitfirrtir ráðamenn hernaðar- þjóða geti stefnt heiminum í voða vegna eigin valdafíknar. Og það er fólkið í löndunum sem getur kom- ið í veg fyrir þessa stefnu ef sam- hugurinn er nógu sterkur, ef vilji er fyrir hendi. Og ekki þarf að ef- ast um að sá vilji sé fyrir hendi hjá almenningi í öllum löndum heims. Vandamálið er aðeins að skipuleggja mótmæli gegn her- væðingu og kjarnorkuvopnum sem séu nægilega öflug til að áorka því sem þarf að áorka. Almenningur þarf að skipu- leggja einn alheimslegan friðar- dag sem allir taki þátt í hvar sem er í heiminum, þar sem ófriði er mótmælt og kjarnorkuvopn for- dæmd. Það þarf að skipuleggja einn slíkan allsherjar friðardag þar sem enginn gerir neitt annað en að taka þátt í slíku alheims friðarmóti þannig að svo voldug friðarbyigja myndist að ekkert standist á móti. Öll ríki heims eiga að taka þátt í að skipuleggja slíkan dag, helst heila viku eða nokkra daga þar sem hver ríkisstjórn fyrirskipar þátttöku þegnanna, eða ef ríkis- stjórnir eru andvigar þá taki al- menningur framkvæmdina í sínar hendur og krefjist allsherjar frið- ar hvar sem er í heimi og allsherj- ar afvopnun. Slík alheimssamtök myndu valda öflugri friðarbylgju sem hlyti að brjóta niður mót- stöðu hervalds og ófriðarsinna. Því að innst inni þrá allir menn frið og meiri hlutinn myndi sigra. Það þarf að skipuleggja al- heimslegan friðardag, ákveða dag og stund þannig að þegar að því kæmi myndu allir vera sér þess meðvitandi að á þessari stundu væri almenningur, meðbræður hvar sem er á jörðinni að flytja og taka þátt í boðskap um frið á jörðu og stórkostleg samstilling myndi myndast sem fengi miklu áorkað, um það þarf ekki að efast. Friðarsaintök hvar sem er í heiminum þarf að skipuleggja í sameiningu slikan alheimsfrið- ardag og það yrði að hefjast handa strax í dag — það má engan tíma missa. Það er enginn vafi á því að almenningur hvar sem er í heim- inum tæki fegins hendi þátt í slíkri friðarhátíð og fórnaði a.m.k. einum vinnudegi til þess þrátt fyrir mótmæli vinnuveitenda sem fljótlega myndu leggja niður alla andstöðu þegar þeir sæju hve mik- ill samhugur myndaðist og hve nauðsynlegur slíkur friðardagur er. Allar þjóðir heims þurfa að taka saman höndum og skipu- leggja slíkan friðardag á árinu 1984. Friður er það sem allar þjóð- ir heims hljóta að sækjast eftir, og það getur ekki verið ófram- kvæmanlegt að koma honum til leiðar. Þessi boðskapur um friðardag þarf að berast um alla heims- byggðina, fljótlega, því að allar friðarráðstefnur með skrifuðum yfirlýsingum hafa reynst gagns- lausar. Þjóðirnar, fólkið, þarf að finna að það er í þeirra höndum að skapa frið á jörðu og það þarf alls- ekki að vera ábyrgðarstarf örfárra diplómata eða friðarhreyfinga sem vinna einangraðar hver í sínu landi, heldur alls almennings hvort sem menn eru í friðarhreyf- ingum eða ekki. Þjóðir heims taki saman höndum og vinni að friði á þann eina hátt sem nú virðist mögulegur — boðið alheimslegan friðardag með þátttöku allra. Verði friður. Ksther Vagnsdóttir er kennari að mennt. Er þetta ekki áróður á sjómenn, eða gefa sjómenn kokknum á kjaftinn á hverjum degi og slást við konurnar í landi? Svo ég taki eina ljóðlínu enn úr Lionsklúbbur Kópavogs afhenti sl. laugardag, þann 12. maí, Hjúkrun- arheimilinu Sunnuhlíð i Kópavogi peningagjöf að upphæð kr. 370 þús- und til kaupa á sjúkralyftu. Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Sunnuhlíðar, veitti gjöfinni viðtöku við athöfn. I stjórn Lionsklúbbs Kópavogs eru nú Skúli Sigurðsson, formaður, Davíð Gíslason, ritari, og Sigurður Þorsteinsson, gjaldkeri. á hundraðið! Já hinn nýi framdrifni MAZDA 626 DIESEL eyðir aðeins 4.7 lítrum á hundraðið, ef ekið er á jöfnum 60 — 90 km hraða. Nýja dieselvélin er afar hljóðlát, þýðgeng og aflmikil, þannig að vart finnst að bíllinn er með dieselvél, þegar setið er undir stýri. Sökum þess hve MAZDA 626 DIESEL er sparneytinn, þá þarf aðeins að aka 13000 til 15000 kílómetra á ári til þess að hann borgi sig umfram bíl með bensínvél. Eftir það sparast 160 til 190 krónur á hverja 100 ekna kílómetra. MAZDA 626 DIESEL GLX með ríkulegum búnaði kostar: Kr. 428.400 Til atvinnubílstjóra: Kr. 329.900 gengisskr 26.4 84 Sendingin er loksins komin! Komid, skoðið og reynsluakið þessum frábæra bil. mazDa BÍLABORG HF Smiðshöfða 23. sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.