Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 35 Amnesty lnternational: Fangar maí-mánaðar eins vikulega. Þarna hafa því les- endur Helgarpóstsins enn einu sinni hlaupið á sig. Á fimm ára ævi Helgarpóstsins hafa lesendur blaðsins oft gengið í þessa gildru. Þeir hafa þóst kenna smáfréttadálka Helgarpóstsins í öðrum blöðum, fréttaskýringa- forms blaðsins, rannsóknar- og út- tektargreina og alls kyns smáefnis og viðtala. Því fer hins vegar fjarri að hér sé um réttar ályktan- ir lesenda HP að ræða. Þó ekki væri nema vegna þess að það sem birtist daglega í blöðum vegur þyngra en það sem birtist aðeins vikulega. Þetta ber að hafa hug- fast. Búum til nýtt blað? Nýtt hvað? Við vitum til dæmis ekki betur en Yfirheyrslu Helg- arpóstsins sé stolið úr danska blaðinu Aktuelt þar sem hún heit- ir Krydsforhor. Það hefur verið landlægt við endurnýjun eða stofnun blaða á íslandi sem ann- ars staðar að ritstjórn seilist í al- þjóðleg blöð og tímarit eftir hugmyndum um efni og útlit. Við hljótum að fagna þvi að sú bylting sem nú hefur verið gerð í íslenskri fjölmiðlun hefur breytt slíkum vinnubrögðum. Við erum orðnir sjálfum okkur nógir. Þjóðernisleg fjölmiðlun, sem hér eftir mun nefnast ÞF, er gengin í garð. Ef íslenskir blaðalesendur munu fyrir einskæra tilviljun rek- ast á í Helgarpóstinum þætti eins- og „HP-Staksteina“, „HP-Sæl- kerasíðu", „HP-Klippt og skorið", „HP-Reykjavíkurbréf“, „HP-Þór- arin Þórarinsson" eða „HP-Al- þýðublað", þá er það ávöxtur hinn- ar nýju átthagastefnu. — ÞF. Búum til nýtt blað. Árni bórarinsson og lngólíur Margeirsson eru ritstjórar Helgar- póstsins. SÝRLAND —’Adnan’Arabi. Rúmlega fimmtugur lögfræðingur frá Damaskus, kvæntur og fjög- urra barna faðir. Hann er meðlim- ur hins Sýrlenska lögmannafé- lags. Hann er einn úr hópi lög- fræðinga er voru handteknir í apríl og maí 1980 í kjölfar eins dags verkfalls sýrlenskra lögfræð- inga þann 31. mars ’80. Hann hef- ur verið í haldi síðan, án þess að hafa hlotið nokkurn dóm. Umrætt verkfall var i tengslum við alls- herjarverkfall sem Lögfræðinga- félag Damaskus skipulagði. Þær kröfur sem fram voru settar, voru meðal annars: að aflétt yrði neyð- arástandi í Sýrlandi (en því var lýst yfir 1963); — afnám sérstakra öryggisrétta/ dómstóla ríkisins (State Security Courts), — að lögfræðingar neituðu að starfa við slíka dómstóla; — og, að allir þeir sem hafðir væru í haldi án þess að hafa hlotið nokkurn dóm væru látnir lausir úr haldi. Verkfall þetta hlaut dyggan stuðning frá læknum, lögfræðing- um, verkfræðingum og öðrum sérmenntuðum stéttum. Þrettán þeirra lögfræðinga sem handtekn- ir voru á þessum tíma eru enn í haldi, án þess að mál þeirra hafi hlotið dómsmeðferð. ’Adnan’Ar- abi er nú í al-Qala’a fangelsi i Damaskus. Hefur hann leyfi til að fá heimsókn ættingja á fimmtán daga fresti. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf, og biðjið um að ’Adnan'Arabi verði látinn laus. Skrifið til: President Hafez al-Assad Presidential Palace al-Rashid street Damaskus Syrian Arab Republic. og til: Major-General Nasir al-Din Nasir Minister of the Interior Ministry of the Interior Merjeh Circle Damascus Syrian Arab Kepublic. KÍNA — FU Shenqi. Fyrrverandi verkamaður og ritstjóri tveggja óopinberra tímarita í Shanghai. Hann var handtekinn í byrjun apríl 1981, er hann var á leið til Bejing. Þangað fór hann til við- ræðna við yfirvöld um rétt fólks til að gefa út óopinber tímarit og dagblöð. Á þessum sama tíma var í gangi barátta fyrir lýðræði og bættum mannréttindum í Alþýðu- lýðveldinu Kína. Fjöldi þeirra er þátt tóku i baráttunni var hand- tekinn. Lítið hefur frést af Fu Shenqi frá því hann var handtekinn fyrir u.þ.b. 2 árum. Talið er að hann hafi hlotið dóm, þar sem nafn hans var nefnt í réttarhöldum yfir öðrum ritstjóra, Xu Wenli; Fu Shenqi var þar ásamt fleirum sagður hafa tekið þátt i andbylt- ingarstarfi ákærða. Skýrt hefur verið frá þvi að Fu Shenqi hafi þurft að þola illa meðferð í fang- elsi, en Amnesty-samtökin hafa ekki fullvissu fyrir að það sé rétt, eða í hverju hún er fólgin. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf, og biðjið um að Fu Shenqi verði látinn laus. Skrifið til: H.E. Zhao Ziyang Premier Prime Minister’s Office Beijing People’s Republic of China. PERÚ — Isidro Nicolas Bobadilla. Hann er tæknilegur ráðgjafi við skóla einn í Cajabamba, sem er í Andesfjöllunum í Perú. Hann er formaður hinna löglegu Samein- uðu vinstri flokka Perú (Izquierda Unida) í sínu umdæmi, og einnig formaður Kennarasambands Perú w (Sindicato Unico de Trabajadores de la Education del Perú). Hann var handtekinn þann 23. júní 1983 og skömmu síðar skýrði lögreglan frá því að fundist hefði hryðju- verka-„böggull“ heima hjá honum sem innihélt m.a. tvo stauta af dínamíti. Lögreglan hefur viður- kennt að hérumbil nákvæmlega eins bögglar hafi fundist í fórum fólks sem tekið var sem samvisku- fangar Ainnesty-samtakanna. Allt þetta fólk var látið laust úr haldi eftir að mál þess hafði kom- ið fyrir rétt. Málsvarar Izquierda Uriida hafa oftlega komið fram opinberlega og lýst yfir andstöðu sinni við hryðjuverk og ofbeldisverk Send- ero Luminoso-skæruliðanna. Is- idro N. Bobadilla, sem er giftur og á fjögur ung börn, hefur ekki beitt eða hvatt til ofbeldis. Að mati Amnesty-samtakanna er hann hafður í haldi vegna starfa sinna á verkalýðs- og stjórnmálalegum vettvangi, — allt löglegra starfa. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf, og biðjið um að Isidro Nicolas Bobadilla verði lát- inn laus. Skrifið til: Presidente Fernando Belaúnde Terry Presidente de la República del Perú Palacio de Gobiernao Lima Perú LTL festing fyrir létta og þunga hluti. ‘uíXIíIaMmEGÍ© hefur grip og hald. fæst í flestum byggingavöruverslunum. Ólafur Kr. Guðmundsson c/o Trévirki hf. „Allir fagmenn hljóta aé þekkja Thorsmans boltana og vita um þeirra festigetu, enda er Thorsmans nafnift gæóamerki sem allir geta treyst." X JOHAN RÖNNING HFsjTaSoSb Staður:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.