Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Hagsmunagæzla og hafsbotnsréttindi Lýðveldisstofnunin fyrir fjörutíu árum felldi ekki lok á sjálfstæðisbaráttuna. Baráttan fyrir stjórnarfars- legu og efnahagslegu sjálf- stæði lítillar þjóðar er viðvar- andi. Oft er og erfiðara að gæta fenginna réttinda en afla þeirra. Þannig nýtur minni- hluti þjóða og mannkyns lýð- ræðis og þegnréttinda á líð- andi stund. Landhelgisbaráttan var beint framhald sjálfstæðis- baráttunnar og óaðskiljanleg- ur hluti hennar. Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar verður ekki tryggt til frambúðar nema hún, í skjóli fullra yfir- ráða, nýti — og nýti hyggilega — þau verðmæti láðs og lagar sem forsjónin hefur lagt henni upp í hendur til framfærslu. Það er og mikill misskiln- ingur að landhelgisbaráttunni hafi lokið með útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í tvö hundr- uð mílur. Þá fyrst var að vísu bundinn endi á margra alda sókn erlendra veiðiflota á ís- landsmið. En baráttan heldur áfram í margvíslegum skiln- ingi. Það er hluti þessarar bar- áttu að laga eigin veiðisókn að veiðiþoli helztu nytjafiska; að stofnstærð hverrar tegundar nái að gefa hámarksafrakstur; að sækja það aflamagn sem stofninn má missa með sem minnstum tilkostnaði — og vinna þann veg að sem hæst verð fáist fyrir framleiðsluna. Það er hluti þessarar bar- áttu að koma á virku sam- starfi við aðrar fiskveiðiþjóðir við Norður-Atlantshaf, þann veg, að samræmd fiskverndar- og fiskveiðistefna tryggi sem bezt hagsmuni allra viðkom- enda. Á sama hátt er allt rann- sóknar- og vísindastarf, sem tengist nytjafiskum okkar, sem og eftirlit og varzla af hálfu Landhelgisgæzlunnar, hluti af lífsbaráttu þjóðarinn- ar. Það er og mikilvægur þáttur þessarar sömu baráttu að fylgja fram hafsbotnsréttind- um sem íslendingar eiga á Reykjaneshrygg, á Rockall- Hatton-neðansjávarháslétt- unni og Jan Mayen-svæðinu. Samkvæmt Hafréttarsátt- mála Sameinuðu þjóðanna eigum við réttindi til þeirra lífvera, sem á þessum haf- svæðum finnast og botnlægar eru. Við höfum þegar gert samn- inga við Norðmenn um Jan- Mayen-svæðið, sem tryggja okkur helmingsréttindi á móti þeim, að því er veiðar varðar, og raunar meiri, þar sem við getum einir ákveðið há- marksveiðar loðnunnar. Al- þingi hefur og samþykkt þingsályktun sem varðar við- ræður við Breta, íra og Færey- inga um Rockall-svæðið. Hitt er ekki síður mikilvægt að við eigum hafsbotnsréttindi á Reykjaneshrygg út í 350 míl- ur. Alþingi hefur nú áiyktað að fela ríkisstjórninni „að beita sér fyrir því að rannsóknir og veiðar á íslandsmiðum, utan efnahagslögsögunnar, verði stundaðar í vaxandi mæli“. í greinargerð með tillögu að þeirri þingsályktun segir orð- rétt: „Ljóst er að íslendingar eiga þýðingarmikilla hafsbotns- réttinda að gæta á Reykja- neshrygg, Rockall-Hatton- hásléttunni og Jan Mayen- svæðinu. Þessi réttindi ná ótvírætt til þeirra lífvera sem á hafsbotninum eru. Réttindi til uppsjávarveiða munu og vafalítið, er tímar líða, falla til þeirra sem botninn eiga og fiskimiðin hagnýta. Nú þegar illa horfir um fisk- veiðar innan efnahagslögsög- unnar liggur í augum uppi að okkur ber að rannsaka og hag- nýta fiskimið okkar utan hennar, auk þess sem nýting þeirra verður þung á metunum þegar endanlega verður skorið úr um eignar- og hagnýt- ingarrétt á þeim víðáttumiklu hafsvæðum sem hér er um að tefla. En reglur á þessu sviði hafréttarins eru nú í mótun.“ Það vóru níu þingmenn Sjálfstæðisflokks sem fluttu þessa ályktunartillögu, sem þingið hefur nú gert að sinni. Fyrsti flutningsmaður var Eyjólfur Konráð Jónsson, en hann hefur haft frumkvæði um ýmis mikilvæg þingmál sem varða íslenzka hagsmuni á hafréttarsviði. Þau mál eru eðlilegt framhald landhelgis- baráttunnar og styðjast við hafréttarþróun. Það er mjög mikilvægt að íslendingar efli rannsóknir og veiðar á íslandsmiðum utan efnahagslögsögunnar, enda kemur hvoru tveggja til að vega þungt þegar endanlega verið skorið úr um eignar- og hagnýtingarrétt á víðáttu- miklum hafsvæðum sem hér er um að tefla. Þetta eru nauð- synlegir leikir í lífsbaráttu og hagsmunatafli þjóðarinnar. Aðalfundur VSÍ haldinn í gær 50. aðalfundur Vinnuveitenda- sambands íslands var haldinn að Hótel Loftleiðum í gær. Páll Sigur- jónsson formaður VSÍ flutti í upp- hafi fundarins ræðu og er hún birt í heild á bls. 39 í blaðinu í dag. Auk hans fluttu þau Jón Sig- urðsson, framkvæmdastjóri ís- ienska járnblendifélagsins, og Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, ræður. Þá fóru fram pallborðsumræður um framtíð íslensks atvinnulífs. Á fundinum var Páll Sigur- jónsson einróma endurkjörinn formaður Vinnuveitendasam- bands íslands fyrir næsta starfs- ár. Þá var á fundinum kosin 15 manna framkvæmdastjórn VSl og hana skipa þeir Ágúst Haf- berg, Árni Brynjólfsson, Brynj- ólfur Bjarnason, Davíð Sch. Thorsteinsson, Gísli Ólafsson, Guðjón Tómasson, Guðlaugur Björgvinsson, Gunnar Snorrason, Haraldur Sveinsson, Hörður Sig- urgestsson, Jón Páll Halldórsson, Jón Ingvarsson, Sigurður Helga- son, Víglundur Þorsteinsson og Þórhallur Helgason. MorgtinbUAiA/Júlfiu. Fallborðsumræðiir á aðalfundi VSÍ: Nýta þarf vaxtar- möguleika til að bæta kjör fólksins MorgnnbUM/Júlfus. Jón Sigurðsson flytur reðu sína fyrir pallborðsumræðumar. Á myndinni sést einnig Gunnar J. Friðriksson, sem var fundarstjóri og stýrði pallborðsumreðunum. „Öf lugt atvinnulíf - betri lífskjör“ einkunnarorð VSÍ á 50 ára afmæli samtakanna HÉR fer á eftir ályktun aðalfundar Vinnu- veitendasambands íslands, sem haldinn var í gær. í tilefni af 50 ára afmæli Vinnu- veitendasambands íslands hafa sam- tökin á starfsárinu 1984—1985 valið sér einkunnarorðin „öflugt atvinnulíf — betri lífskjör". Með þessum orðum er lögð áhersla á þá skoðun Vinnuveit- endasambandsins, að lífskjörin í land- inu tengist órjúfanlegum böndum stöðu og styrkleika atvinnulífsins á hverjum tíma. Síðasta starfsár Vinnuveitendasam- bandsins hefur verið tímabil mikilla umbreytinga á sviði íslenskra efna- hagsmála. fslenskum fyrirtækjum hef- ur, gagnstætt því sem þekkist erlendis, tekist að halda uppi nánast fullri at- vinnu þrátt fyrir mikla erfiðleika í efnahagsmálum, hærri raunvexti en um árabil og léleg aflabrögð. Mikilvæg skref hafa ennfremur verið stigin til aukins útflutnings og verðmætasköpun- ar. fslensk fyrirtæki hafa hagnýtt sér bætt rekstrarskilyrði, sem gefist hafa með minni verðbólgu og raunhæfari gengisskráningu, og þannig lagt sitt af mörkum í viðleitni þjóðarinnar til þess að sigrast á verðbólgunni og stöðva skuldasöfnun erlendis. Nú þegar fullnaðarsigur á óðaverð- bólgunni er raunhæfur möguleiki, velt- ur á miklu að áfram verði haldið á þeirri braut, sem mörkuð var með efna- hagsaðgerðunum í maí 1983. Gefa verð- ur útflutnings- og samkeppnisgreinun- um tækifæri til þess að treysta stöðu sína á innlendum og erlendum mörkuð- um. Þessar atvinnugreinar eru burðar- ásar í sókn þjóðarinnar til bættra lífskjara. Koma verður í veg fyrir að þensla af völdum aðhaldsleysis í ríkis- fjármálum og peningamálum tefli í tvísýnu þeim árangri sem náðst hefur. Að öðrum kosti lenda útflutnings- og samkeppnisgreinarnar í erfiðleikum vegna aukins kostnaðar og óverjandi þrýstingur getur myndast á gengi ís- lensku krónunnar. Lækkun verðbólg- unnar sýnir hvers þjóðin er megnug ef efnahagsmálunum er stýrt af áræði og framsýni. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar er því mikil. Hún má ekki glata því tæki- færi sem hún hefur sjálf skapað til þess að sigrast á óðaverðbólgunni. Skamm- sýni og bráðabirgðalausnir munu leiða þjóðina á nýjan leik í þær ógöngur sem hún var komin í. Launakostnaður íslenskra fyrirtækja hækkar um 10—15% á árinu vegna nýgerðra kjarasamninga eða um rúm- lega 2 milljarða króna. Vinnuveitendur tóku þá ákvörðun, þrátt fyrir mikla áhættu, að reyna að standa undir þess- um hækkunum með aukinni framleiðni og verðmætasköpun, í trausti batnandi rekstrarskilyrða í kjölfar lægri verð- bólgu og í þeirri trú að stefnan í ríkis- fjármálum og peningamálum myndi ekki valda þenslu í efnahagslífinu. Þessi þróun hefur ekki verið eins hag- stæð og í upphafi var reiknað með. Það er því fráleitt að ætla að atvinnuvegirn- ir séu í stakk búnir til að mæta eða taka á sig kostnaðarhækkanir umfram það sem samið var um. Vinnuvei.tendasambandið ætlar að halda áfram að leggja sitt af mörkum í baráttuni við verðbólguna og atvinnu- leysið og mun ekki átakalaust stofna í frekari hættu þeim árangri sem náðst hefur í efnahagsmálum á síðustu mán- uðum. Vinnuveitendasambandið hvetur að- ildarfyrirtæki sín til að nýta það lag sem skapast hefur til að vinna að auk- inni framleiðni, vöruvöndun, hönnun og vöruþróun með það að meginmarkmiði að auka útflutning. Öflugt íslenskt atvinnulif er frum- forsenda bættra lífskjara i landinu og sú undirstaða, sem velferð þjóðarinnar byggist á. Á næstu mánuðum verður tekist á um, hvort hægt verður að skapa fyrirtækjunum þann starfsgrundvöll, sem dugir tii þess að þau verði sam- keppnisfær í framtíðinni, en slikur grundvöllur er alger og afgerandi for- senda þess að hægt sé að bægja frá vofu atvinnuleysis og minnkandi þjóðar- tekna. Á þessum timamótum er þvi heilla- vænlegast að aðilar vinnumarkaðarins snúi bökum saman og leiti leiða til efl- ingar íslensks atvinnulífs i stað þess að efna til átaka sem aðeins geta valdið landsmönnum öllum ómældu og óbæt- anlegu tjópi. Aðilar vinnumarkaðarins sýndu við gerð síðustu kjarasamninga að þeir voru reiðubúnir til að leggja sitt af mörkum til að tryggja vinnufrið. Þess- um samningum þarf að fylgja eftir með heilbrigðri uppbyggingu í atvinnumál- um og um slíka stefnu þurfa vinnuveit- endur og verkalýðshreyfing að samein- ast. „Geta atvinnurekstrar til að greiða laun ræðst í minni einföldu hagfræði af arðsömum afköstum þeirrar fjár- festingar sem ráðist hefur verið í síð- ustu 20—25 árin en þó mest af því sem gert hefur verið í því efni síðustu 10—15 árin,“ sagði Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri íslenska járn- blendifélagsins, í ræðu sinni á aðal- fundi VSÍ í gær en Jón flutti þar hug- leiðingar um brýn verkefni í atvinnu- rekstri, og var ræða hans síðan út- gangspunktur í pallborðsumræðum strax á eftir. Jón sagðist geta trútt um talað, þegar litið væri til opinberrar fjár- festingar, því fyrirtækið sem hann starfaði við hefði átt að skila arði en gerði það ekki, og væri það þó smáræði hjá allri þeirri fjárfest- ingu sem aldrei hefði verið ætlað að skila neinu öðru en auknum til- kostnaði. Afleiðingin hefði verið minnkandi raungeta atvinnu- rekstrar til að greiða laun. Jón ræddi kjarasamninga þá sem gerðir voru í vetur og breytt við- horf hins „þögla meirihluta" sem virtist „hafa sameinað sjónarmið sín í einum farvegi og ákveðið, að nú væri tími til að spyrna við fót- um til að komast út úr endileysu efnahagsþróunarinnar með því að sætta sig við stórlega skert kjör að svo stöddu." Sagði Jón að þessi ábyrgu viðbrögð legðu stjórnendum þungar kvaðir á herðar. „Við meg- um ekki bregðast þessu fólki,“ sagði Jón. „Við verðum að gera það sem við frekast getum til að launafólk i landinu geti fengið sína umbun fyrir að hafa tekið á sig mestan hluta þeirra fórna, sem nauðsyn- legar eru til að komast frá því reiðileysi sem við höfðum sameig- inlega ratað í með allt okkar efna- hagslíf." Jón sagði að upplýsingar til starfsmanna einstakra fyrirtækja um afkomu fyrirtækjanna og stöðu, jákvætt viðhorf starfsmanna til aukins hagnaðar fyrirtækja, rann- sóknir og þróun á sviði tækni- vöru- og markaðsþróunar væru allt forsendur til kjarabóta þegar litið væri til lengri tíma, og sagðist hann telja að atvinnurekendur þyrftu að hafa frumkvæði á þessu sviði. Jón benti á að hér væri ein- ungis um langtímasjónarmið að ræða, en það sem nú þyrfti að koma til væru kjarabætur og það fljótt. Hann sagði að auka þyrfti getu at- vinnurekstrarins til að greiða kaup strax næstu misserin og skila þeim árangri út í kaupið án þess að magna verðbólguna. Til þess þyrfti gott skipulag, verklagni og iðni, með bættri nýtingu á efni, fram- leiðslugetu, tækjabúnaði og hæfni starfsfólksins, með gát hvers o.i, eins manns á því sem betur mætti fara í rekstrinum. Þeir sem þátt tóku í pallborðs- umræðum um framtíð atvinnu- rekstrar á íslandi í kjölfar ræðu Jóns voru, auk hans, þeir Brynjólf- ur Bjarnason, framkvæmdastjóri, Sigurður R. Helgason fram- kvæmdastjóri, og Víglundur Þor- steinsson, formaður Félags ís- lenskra iðnrekenda, en pallborðs- umræðunum stýrði Gunnar J. Frið- riksson, sem jafnframt var fundar- stjóri. Voru þátttakendur sammála því að auka bæri upplýsingar um af- komu fyrirtækjanna og töldu að slíkt gæti verið einn liður í að efla tengsl fyrirtækjanna og starfs- mannanna. Jafnframt töldu þeir að nýta þyrfti þau breyttu viðhorf sem nú virtust ríkjandi hjá launþegum, til þess að ekki dyndu yfir ný reið- rslög. Víglundur sagði að fólk efði fært fórnir, á því væri enginn vafi, og það ætlaðist til þess að ein- hver bati næðist. Víglundur sagði í því sambandi: „Það brennur á okkur. Við þurfum að líta til þeirra fyrirtækja sem hafa grætt og eiga peninga. Þau þurfa að færa út kví- arnar, og vöxturinn þarf að gerast skjótt." Víglundur sagði jafnframt að ákvarðanir um stóriðju væru sá atvinnurekstrarmöguleiki sem gef- ið gæti skjótan vöxt, og hann bætti við að sá möguleiki væri það eina sem nærtækt væri til þess að ná fram skjótum vexti. Þá kom fram það sjónarmið, og það mjög skýrt, að menn töldu að breyta þyrfti viðhorfi almennings til hagnaðar, og koma inn jákvæðri afstöðu í garð mikils hagnaðar. Sigurður Helgason sagði að þá þyrftu at- vinnurekendur að byrja hjá sjálf- um sér að bæta sitt ráð, því þeir hefðu hingað til sætt sig við hörmulega litla arðsemi. Þó menn greindi á í einstaka at- riðum í þessum pallborðsumræð- um, kom fram hin sameiginlega af- staða að íslendingar hefðu undan- farin ár lifað langt um efni fram, og að nú yrðu menn að bæta ráð sitt, en það yrði fyrst og fremst gert með innlendum sparnaði. Listamaðurinn og borgarstjórinn eftir Garðar Cortes Prolog Það er staðreynd, að þegar kem- ur að því að bjarga sér í lífsbarátt- unni getur það reynst mörgum listamanninum erfitt. Hvers vegna gerum við okkur ekki alveg ljóst, en kannski er það þess vegna, sem við söngvararnir stöndum saman i því að hjálpa hver öðrum, ef eitthvað bjátar á. Sú hlið listamannsins sem snýr að fjöldanum er hlið sjálfsöryggis, sjálfstæðis, jáfnvel frekju og stærilætis. Á móti nýtur hann hylli almennings og aðdáunar. Meira er ekki hægt að ætlast til. En hin hliðin, sú sem snýr að vinum og kunningjum, er yfirleitt allt önnur. Þá er hjúpur þótta og sjálfumgleði horfinn, en eftir stendur ósköp venjuleg mann- eskja, sem vegna gæfu sinnar og mannkosta ýmissa nýtur hylli og vináttu vina sinna. Þar er í raun heldur ekki hægt að ætlast til meira. Þáttur vina og koliega Við, samstarfsmenn, kollegar og vinir Guðrúnar Á. Símonar, höf- um fylgst með lífsbaráttu hennar í mörg ár og gert það sem við höf- um getað til að létta undir með henni. Nú er svo komið að leigu- samningur Guðrúnar á íbúð þeirri sem hún bjó í síðastliðin fjögur ár, rann út 1. mars sl. Guðrún og son- ur hennar leituðu fyrir sér gegn- um auglýsingar blaðanna, eins og gengur en án árangurs. Vinir og kollegar höfðu augu og eyru opin fyrir húsnæði en allir ráku þeir sig á sömu hindrunina: „Ást Guð- rúnar á köttum". Margir vildu hýsa söngkonuna en enginn vildi fá kettina hennar með, en þeir skipta tugum, og lái þeim það hver sem vill. Síðasta hálmstráið var að leita til borgarstjóra. Þáttur borgarstjóra Fórum við nokkrir vinir hennar og kollegar, undirritaður, ólöf Kolbrún Harðardóttir, Magnús Jónsson og Árni Johnsen, alþm., á fund Davíðs Oddssonar, borgar- stjóra, og lögðum fyrir hann vandamál Guðrúnar. Hann brást vel og drengilega við og útvegaði henni einbýlishús næsta dag, þar sem hún gat verið með öll sín hús- dýr óáreitt. Þó svo að húsið sé ekki í sama gæðaflokki og „Askenasy- húsið“ eða „Kjarvals-húsið“ þá er það þó fimm herbergja einbýlis- hús á allgóðri lóð á rólegum stað í bænum. Fyrir þetta ber að þakka. Nú hlýtur Guðrún að vera þakklát borgarstjóra fyrir þá hjálp sem hann veitti henni svo skjótt, því vitað er um húsnæðisvanda svo margra í borginni, og er það því leiðinlegt, að sjá hvernig blaða- mönnum hefur af vanþekkingu á öllum þáttum málsins tekist að búa henni óánægjutón í hans garð, bæði á forsíðu DV 8. maí sl. og í dálk um sjónvarpsgagnrýni á bls. 32 í sama blaði, þar sem borgarstjóri er allt í einu orðinn aðalsökudólg- ÁSTVINAMISSIR er ætíð sár, sér- staklega er hann ber snöggt og óvænt aö. Þannig var það fyrir okkur er móöir mín lést aöeins 53 ára gömul fyrir tæpu ári. Það var því annað reiðarslag fyrir fjölskyldu mína, þegar okkur var gert ljóst að í aðalfrétt N.T., fimmtudaginn 3. maí, um að grafa ætti upp jarðneskar leifar vegna gervitanna, væri átt við móður mína. Það er ábyrgðarhluti að taka sér svo stór orð í munn, að munnleg leyfi fjölskyldunnar liggi fyrir, án þess að það eigi við nokkur rök að styðjast. Það má ljóst vera að þetta leyfi hefur aldrei verið gefið og mun aldrei verða gefið. Það er eindregin ósk okkar fjölskyldu- meðlima að móðir mín fái að hvíla í friði. Einnig þykir okkur furðulegt að urinn í húsnæðisvandræðum Guð- rúnar. Hann á það alls ekki skilið. Ef svo á hinn bóginn eitthváð jákvætt gæti komið út úr þessum blaðaskrifum, svo sem að einhver úr aðdáendahópi Guðrúnar hefði yfir „betra" húsi að ráða en borg- aryfirvöld gátu látið henni í té, vegna sérþarfa, á þeim skamma tíma sem til stefnu var en hún var óhjákvæmilega á götunni innan fárra daga. Þá yrði það okkur öll- um mikill léttir. Epilog Lífsbaráttan er mörgum erfið, en blessunarlega vilja vinir, sam- ferðamenn og samfélagið, eins og best sést á þætti borgarstjóra og borgaryfirvalda, oftast hlaupa undir bagga með þeim sem lenda í tímabundnum erfiðleikum, eins og sjá má á þessari örstuttu frásögn um listamanninn og borgarstjór- ann. dagblað skuli birta grein sem þessa án þess að leita álits að- standenda hinnar látnu konu. Minnsta vandamál viðkomandi blaðamanns var að fá uppgefið nafn nánasta aðstandenda eða forsvarsmanns fjölskyldunnar. Nei! Þetta er söluvara og því á ekki að láta neinn stöðva birtingu greinar sem þessarar. Hvað með tilfinningar fólksins? Það er í lagi ef við seljum blaðið okkar. Þannig gæti hugsunarhátt- ur ritstjórnar N.T. verið miðað við frammistöðu hennar í þessu máli. En nú er mál að linni. Við óskum eindregið að þessari fá- sinnu ljúki tafarlaust og að við fáum að hafa okkar góðu minn- ingar í friði. F.h. eiginmanns og barna hinn- ar látnu, Guömundur Á. Guömundsson. Ósiðlegar aðdróttan- ir vegna tanngarða 9 II1 K i _ I r> Jm Sjúkraflutningamenn í Brunavarðafélagi Reykjavfkur sátu á daglöngum fundi i gær. Þeir hafa nú frestaö frekari aðgerðum tíl 1. júní. MbL/KEE Sjúkraflutningamenn krefjast menntunarúrbóta NEYDARSJÚKRABÍLL Slökkviliðsins í Reykjavík var geymdur inni í húsi í gær og sjúkraflutningamenn, félagar í Brunavaröafélagi Reykjavikur, sátu á fundum fri kl. 8:30 í gærmorgun til kl. 19 í gærkvöld til aö leggja áherslu á kröfur sínar um að umsömdum mennt- unarmálum þeirra yrði sinnt og aö þeir fái sómasamlega viðveruaöstöðu á Slysadeild Borgarspítalans. Undir kvöldið féllust sjúkraflutningamenn á aö hefja aftur akstur neyðarbílsins fyrir hádegið í dag. Þá höfðu þeir faliö llaraldi Hannessyni, formanni Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, að hafa milligöngu um samningavið- ræður við borgarstjóra og borgarráð. Þetta kom fram í samtali, sem blaða- maður Mbl. átti við Stefán Stein- grímsson, formann Brunavaröafélags- ins, í gærkvöld. Þegar neyðarbíllinn var tekinn í notkun fyrir liðlega hálfu öðru ári fengu sjúkraflutningamenn heit fyrir þvi að þeir fengju þjálfun og menntun i sjúkraflutningum, enda áttu þeir að sinna neyðarflutningum ásamt læknum á slysavakt. Eftir fáa mánuði koðnaði námskeiðahald fyrir brunaverði niður, því farið var að hafa hjúkrunarfræðinga í bílnum með læknum. „Þá fórum við að knýja á um námskeiðahaldið og bætta að- stöðu á Slysadeildinni, þar sem við þurfum stundum að bíða í hálfan sólarhring. Aðstaða okkar þar er nú skrifborð á stigapalli, þar sem er jafnframt einskonar varalíkgeymsla spítalans," sagði Stefán Stein- grímsson. „ítrekaðar óskir okkar um að námskeiðunum yrði fram haldið hafa ekki borið árangur og 2. maí sl. ákváðum við að hætta viðveru á Slysadeildinni, enda sýnist okkur einsýnt að með því að neita okkur um þessi námskeið sé verið að tefla í tvísýnu með slasaða sjúklinga eða hættulega veikt fólk. Reynsla und- anfarinna ára er að fara forgörðum vegna þessa og við teljum augljóst, að heill sjúklinga er betur borgið með því að sjúkraflutningamenn séu reyndir og þjálfaðir i stað þess að það séu kannski sumarafleysinga- menn, sem annist þessi vandaverk," sagði hann. „Bíllinn var því í húsi í dag — en það er rétt að leggja áherslu á, að ef hans hefði verið þörf þá hefðum við að sjálfsögðu gegnt skyldustörfum okkar og ekið honum í sjúkraflutninga."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.