Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 31 Atvinnurekendur vilja fá tækifæri til þess að byggja upp og efla at- vinnulífið á grundvelli arðsemi og jafnra tækifæra. Það er öruggasta leiðin til bættra lífskjara og þjóð- arheillar. Besta fjárfestingin er í vel menntuðum einstaklingum Eins og ég kom að í upphafi verður Vinnuveitendasambandið fimmtíu ára á komandi sumri. Á afmælisárinu er ætlunin að gera átak í því að efla skilning almenn- ings á þýðingu og hlutverki at- vinnulífsins, einnig á mikilvægi þess að menntakerfið sé sniðið að þörfum atvinnulífsins. Mikið er talað um réttar og rangar fjár- festingar, en ég er sannfærður um að besta fjárfestingin er fjárfest- ing í vel menntuðum einstakling- um, sem geta tekist á við vanda- mál í atvinnulífinu. Hjá fámennri þjóð eins og íslendingum er það mikilvægara en hjá nokkrum öðr- um að við séum vel menntuð, helst betur en nokkrar aðrar þjóðir. Vinnuveitendasambandið hefur nú starfað í 50 ár og eðli málsins samkvæmt hefur oft verið storma- samt í kringum það og mest um það heyrst er erfiðleikar hafa steðjað að á vinnumarkaðnum, svo mun verða áfram. En það á ekki aðeins að heyrast í Vinnuveit- endasambandinu á vinnudeilutím- um, það er brjóstvörn hins frjálsa atvinnurekstrar í landinu og á að gegna því hlutverki sínu öllum stundum. í lögum sambandsins stendur m.a. að hlutverk þess sé: „Að móta og koma á framfæri stefnu í málum sem snerta at- vinnureksturinn og stuðla á allan hátt að eflingu hans.“ Það er ekki síður mikilvægt nú en undanfarin 50 ár að vinnuveit- endur standi um ókomin ár saman sem ein heild og verji og styrki það lýðræði og velferðarsamfélag sem við búum í og stuðli þannig að öflugu afvinnulífi og betri lífs- kjörum. Kaupmannahöfn: Viðurkenning fyrir vísindastörf Jónshúsi, 3. maí. NÝLEGA voru veitt árleg verðlaun úr sjóði Ulrick Brinch verksmiðjueig- anda og konu hans, Marie Brinch, og hlaut þau að þessu sinni Dr. Anker Jón Hansen lífeðlisfræðingur, sem er íslenzkur í móðurætt. Eru verðlaunin viðurkenning á einstökum vísinda- rannsóknum á sviði taugalíffraeði eins og segir í fylgiskjali þeirra. Dr. Anker Jón Hansen er fæddur 1948 í Kaupmannahöfn, sonur hjónanna Michael Hansen og Guð- laugar Jónsdóttur Hansen, sem uppalin er í Sumarliðabæ í Holtum og fluttist til Danmerkur fyrir stríð. Dr. Anker Jón varði dokt- orsritgerð sína við Kaupmanna- hafnarháskóla 8. júní 1983 og ber hún heitið „Ionbevægelser i hjern- en ved cerebral anoxi“. Hefur hann unnið að rannsóknum á starfsemi heilafruma nokkur undanfarin ár i rannsóknarstofnun háskólans hér í Höfn. Dr. Anker Jón þiggur laun sín þar úr sjóði „Kaupmannsins í Odense“, en sá sjóður greiðir laun mikilhæfs vísindamanns í 3 ár. Áðurnefnd verðlaunaafhending fór fram í marz sl. í verkfræðihá- skólanum við hátíðlega athöfn. Sjóður Brinch-hjónanna var stofn- aður 1958, en fyrst veitt úr honum 1970 og eru rektorar verkfræðihá- skólans og landbúnaðar- og dýra- læknaháskólans ásamt lækna- prófessor í stjórn hans. Þrír vísindamenn í læknisfræði, á tæknisviði og í landbúnaðarvísind- um fá verðlaunin hverju sinni og námu þau nú 45 þúsund krónum, sem engar kvaðir fylgja. Þykir mik- ill heiður að vera valinn til móttöku þessara verðlauna. Hefur dr. Anker Jón Hansen þegar fengið tilboð um stöðu við lífeðlisfræðileg vísinda- Dr. Anker Jón Hansen störf við Yale-háskóla í Bandaríkj- unum og er í ráði, að hann flytjist vestur um haf með fjölskyldu sinni í sumar eða haust og þá með við- komu á íslandi. G.L. Ásg. SÆNSKA (DUX) HEILSURÚMIÐ í dag eru allir helstu fagmenn á þessu sviði á sama máli og DUX: Fyrirmyndardýnan á að hafa mjúkt efra lag og hart neðra lag, þannig að hryggurinn hvíl- ist alltaf í eðlilegri stellingu. DUX hefur ávallt framleitt dýnur í samræmi við þessa reglu. En það er fyrst með tækniframförum nú- tímans, sem tekist hefur að sanna að DUX- reglan býður upp á einstæðan svefn og betri slökun. Á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hefur umfangsmiklum rannsóknagögnum verið safnað saman. í þeim kemur hvað eftir annað í ljós að DUX-dýnan ber af öðrum. Leyndardómur DUX-dýnunnar felst í tvö- faldri fjöðrun úr sérstöku stáli. Harður neðri hlutinn tryggir djúpfjöðrun og tekur á móti öflugum hreyfingum. Efri hlutinn, sem er mýkri, gefur eftir þar sem hann verður fyrir þrýstingi og lagar sig þannig að likamanum. Hann lætur undan þrýstingi frá öxlum og mjöðmum, en styður þægilega við mitti og fótleggi. Meira en 1000 gormar eru til taks að bregð- ast við sérhverri hreyfingu líkamans. Með tilliti til gæða er Dux einnig öðrum dýnum fremri. Sérhver hlutur er v£ilinn af kostgæfni með hliðsjón af þvi hlutverki, sem honum er ætlað. Dýnumar gangast undir prófanir, sem jafngilda meira en tuttugu ára tillitslausri notkun. Prófraun felst í því, að 110 kg trébrúðu er velt án afláts fram og aft- ur á dýnunni. Eftir þessa óblíðu meðhöndlun verða gormarnir engu að síður að vera sem nýir - ekki aðeins heilir, heldur einnig með upphaf- legri fjöðrun og mýkt. Þegar góð ending DUX dýnunnar er höfð í huga má segja, að hún sé ekki aðeins öðrum dýnum betri, held- ur einnig ódýrari. Þegar allt kemur til alls kosta notaleg ró og einstakur svefn á DUX-dýnu aðeins nokkra aura á nótt. Má það ekki teljast viðunandi kostnaður þegar í boði er að eyða þriðjungi ævinnar á konunglega vísu? Tilfinningin þegar þú liggur á DUX-dýnu er sannarlega engu lík. Þegar þú liggur á bakinu fmnur þú hversu vel dýnan styður við allan líkamann frá toppi til táar. Þegar maður sofnar hvílist sérhver vöðvi í fullkominni slökun. Maður vaknar og byrjar nýjan dag ut- hvíldur til líkama og sálar. Ekkert húsgagn er eins mikið notað og rúmið. Enginn hlutur hefur eins mikil áhrif á það, hversu miklu við fáum áorkað í.starfi og leik. Þú hefur sannarlega farið mikils á mis. Það muntu þó ekki uppgötva fyrr en þú hefur fengið þér DUX-dýnu. DUX 2000 er DUX-dýnan sem uppfyllir ýtrustu kröfur. Hún hefur djúpt efra lag með sérstaklega mjúkri fyllingu. Breidd: 90 og 120 cm. Lengd: 200 cm. DUX 484 er mest selda DUX dýnan. Hún er framleidd í tveimur misjafnlega mjúkum útgáfum. Breidd: 90-105-120-140-165 cm. Lengd: 200/210 cm. HRINGIÐ í 27560 I.. .og viö sendum þér aö kostnaðartausu nakvæmar upplýsingar um betrl og dýpri svefn i sænsku DUX ■ heilsurumi DUX AÐALSTRÆTI9 SIMI27560 -íjd qqu oa: .untmausöTjil^v it* P J'lO * 5V, < t » * Í2IÍ) mu t!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.